Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 6

Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Ekki er enn útséð um úrslit stóra sorptunnumáls- ins í höfuðborginni. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hefur málinu verið vísað inn á borð til skipulagsstjóra og byggingafulltrúa Reykjavík- urborgar til umsagnar. Vafi þykir leika á því hvort sú krafa, að íbúar húsa sem ekki uppfylla 15 m regluna dragi sorp- tunnurnar út að götu eða greiði sérstakt gjald ella, stangist á við ýmsar aðrar reglur, s.s. bygginga- reglugerð og deiluskipulag í hverju hverfi fyrir sig. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að leggjast þurfi yfir rúmlega 50 ára tímabil þar sem hver reglugerðin tók við af annarri, til að skera úr um málið. „Mér sýnist að það sé allavega hálf öld síðan menn byrjuðu að hafa afskipti af staðsetningu sorpíláta hér í höfuðborginni og ég þarf að afla mér gagna áður en ég fer að tjá mig um málið. Þetta á sér reglugerðasögu alveg aftur til 1960 og það verð- ur að skoða bæði núgildandi byggingareglugerð og eldri reglugerðir.“ Engar reglur um elstu húsin Magnús vill þó ekki meina að málið sé í eðli sínu sérlega flókið, en fyrir leikmann kann það þó að virðast svo, ekki síst í ljósi þess að nýjar reglu- gerðir eru ekki afturvirkar. Þannig gilda í raun ólík viðmið um sorp- geymslu hvers og eins húss eftir því hvenær það var byggt. Í núgildandi byggingareglugerð, frá 1998, er til dæmis tekið fram að sorptunnur skuli geymdar annaðhvort í sk. sorpgerði eða -skýli á lóð eða þá í innbyggðri sorpgeymslu við húsið. Líkt og þeir sem búa í eldri hverfum borg- arinnar vita er við sum hús hvergi að finna neitt sem kallast getur sorpgerði eða -skýli, en íbúar þurfa þó ekki að óttast að um ómeðvitað lögbrot sé að ræða því húsin voru byggð eftir viðmiðum síns tíma og nýrri reglugerðir ekki afturvirkar sem fyrr segir. „Við getum jafnvel haft hús þar sem sorp- tunnur hafa aldrei verið til umfjöllunar yfir höfuð, eins og hús sem eru byggð fyrir þann tíma að menn settu fyrstu reglurnar,“ segir Magnús. Umsögn verður gefin fyrir 22. mars. Hamlandi fyrir vegfarendur? Þetta hliðarspor í fyrirhugaðri 15 metra vegferð í sorphirðumálum ætti því ekki að tefja að breytingin geti tekið gildi hinn 1. apríl eins og stefnt er að. Það sem gæti hins vegar tafið málið er færðin í borginni þessa dagana, því snjór og skaflar trufla mælingar og er þeim því enn ekki lokið. Vafaatriðin eru auk þess mý- mörg eins og áður segir. Meðal þess sem velt hefur verið upp er hvort það kunni að skapa almanna- hættu að stilla ruslafötum upp á gangstéttum dag- langt, þar sem það geti hamlað för gangandi veg- farenda, ekki síst þeirra sem ferðast í hjólastól eða með barnavagn. Þá hefur verið bent á að íbúar hafi fæstir kost á að færa ruslatunnur til baka fyrr en að vinnudegi loknum og megi sjá fyrir sér að hús þar sem rusla- fötur standa tómar úti á götu fram á kvöld verði sem opnar veiðilendur fyrir innbrotsþjófa. Frístandandi eða fastar tunnur Aðrir lýsa efasemdum um að ruslaföturnar fái að vera í friði fyrir reykvísku roki frístandandi eftir tæmingu. Má nefna að mörg önnur bæjarfélög kveða sérstaklega á um að nauðsynlegt sé að festa sorpílát tryggilega þar sem ekki sé kostur á lok- uðum sorpgeymslum. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og samgöngusviði hefur aðeins ein umsókn borist um undanþágu frá 15 metra reglunni, með vísan í heimild um að þeir sem þurfa, heilsu sinnar vegna, megi hafa sorpílátin nærri húsi. Viðbúið sé að ein- hverjar undanþágur verði veittar en það skýrist þegar þær verði afgreiddar. Ruslatunnur í samhengi 50 ára reglugerðasögu  15 metra reglan til skoðunar  Efasemdir um innbrotsþjófa og norðanvinda Morgunblaðið/Golli Hörkupúl Starf sorphirðumanna er enginn dans á rósum, allra síst þegar snjór og skaflar tefja för. Vegna færðarinnar er allur mannskapur Sorphirðunnar í því að sækja tunnur og mælingar hafa tafist. Enn er ósamið í kjaradeilu flug- umferðarstjóra og Samtaka at- vinnulífsins og ekkert nýtt komið fram á sáttafundum að sögn Ottós G. Eiríkssonar, formanns Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. Flugfélag Íslands þurfti að flýta þremur áætlunarferðum í fyrradag vegna yfirvinnubannsins. Það hefur að öðru leyti ekki truflað áætlunar- flugið frá 15. febrúar að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra FÍ. Ekkert þokast í kjaradeilu FÍF og SA Reykjavíkurborg er ekki fyrsta sveitarfélagið sem tekur upp 15 metra regluna, því sam- bærilegt viðmið var samþykkt í Fjallabyggð árið 2009, þótt það hafi ekki farið eins hátt. „Við höfum ekki verið harðir á að fylgja þessu eftir, ekki ennþá, og það eru engin við- urlög, en fólki ber nú samt að fara eftir þessu og stærstur hlutinn gerir það,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi í Fjallabyggð. Engin sér- stök vandamál hafi kom- ið upp tengd 15 metra reglunni, en hún létti mjög á starfi sorphirðu- fólks. 15 metra viðmið en engin viðurlög SAMA REGLA GILDIR Í FJALLABYGGÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins furða sig á þeim mikla hraða sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur ákveðið að viðhafa í sambandi við umdeilda ákvörðun um sameiningu skóla og breytingar á skólastarfi og vöktu athygli á gangi mála með fyrirspurnum á borgar- ráðsfundi í gær. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að umsögnum um fyrirhugaðar breyt- ingar eigi að skila föstudaginn 25. mars, en óskað hafi verið eftir um- sögnum frá mörgu fagfólki og hags- munasamtökum. Útlit sé fyrir að fundað verði um málið í borgarráði, menntaráði og íþrótta- og tóm- stundaráði mánudaginn 28. mars og það sennilega afgreitt í borgarstjórn daginn eftir. Hugmynd meirihlutans sé að stefna að auka-borgar- stjórnarfundi þriðjudaginn 29. mars og senda síðan leikskóla- og skólastjórn- endum uppsagn- arbréf fyrir 1. apríl. Þetta þýði einfaldlega að hvorki eigi að skoða innsendar umsagnir né kalla inn fólk til frekari skýringa á um- sögnum sínum. Því síður ætli meiri- hlutinn sér andrými til þess að breyta afstöðu sinni til málsins. Borgarstjóri til útlanda „Þetta er ótrúleg aðför og aðferð í þessu máli,“ segir Júlíus Vífill. „Að- för að skólasamfélaginu, skólastjór- um, kennurum, foreldrum og nem- endum. Að virða ekki þeirra hag og kynna sér betur mál þeirra.“ Júlíus bætir við að borgarstjóri hafi bókað ferð til Vínarborgar í næstu viku og verði því bersýnilega ekki á öllum fundum með foreldrum um málið á þeim tíma. Hann verði hins vegar væntanlega á tveimur fundum í Breiðholti og Grafarvogi. Leyndarhyggja Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa boðað til fyrsta fundarins í Rimaskóla nk. laugardag. Júlíus Víf- ill segir að það sé nýmæli að borg- arstjóri boði til funda í nafni meiri- hlutaflokka í stað borgarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafi ósk- að eftir upplýsingum um aðra fundi en ekki fengið nein svör frá borg- arstjóra. „Við fréttum þetta frá for- eldrunum sjálfum. Það er í samræmi við þá leyndarhyggju sem þetta mál hefur verið sveipað allan tímann,“ segir Júlíus Vífill. Meirihlutinn vill skólamál borgarinnar í hraðferð  Lítill tími til að fara yfir umsagnir og aukafundur líklegur Júlíus Vífill Ingvarsson Nokkur dæmi eru um að tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar geri gjaldeyri upptækan sé hann meiri en þær 350 þúsund krónur sem leyfilegt er að fara með úr landi. Að sögn Snorra Ólsen tollstjóra kemur stundum í ljós við vopnaleit að fólk er með umtalsverðar upp- hæðir í erlendum gjaldeyri í hand- töskum sínum. Fari upphæðin yfir mörkin sé lagt hald á peningana. Fólk fái þá aftur geti það sannað að það sé sannarlega eigandi fjármun- anna. Snorri segir reglur um eftirlit með peningasendingum úr landi lengi hafa verið í gildi en þær hafi verið hertar eftir að gjaldeyris- höftin voru sett. Tollverðir gera gjald- eyrinn upptækan Morgunblaðið/Golli Sanddæluskipið Skandia var nýbú- ið að fylla sig af sandi þegar það festist við Landeyjahöfn í gær. Þorði skipstjóri skipsins ekki að beita skrúfunni vegna þess hver skipið var nálægt grjótgarðinum en lóðsinn í Vestmannaeyjum kom til aðstoðar og gekk vel að draga skip- ið á flot. Vel gekk að dæla upp sandi í gær enda loks komið gott sjóveður. Stefnt var að því að skipið ynni áfram að dælingu í nótt. Skandia festist við Landeyjahöfn Jóhann Torfi Ólafsson „Almenna reglan er sú að við samn- ingsgerð þarf að koma skýrt fram hvort samningurinn er ótímabund- inn þannig að segja þurfi honum upp sérstaklega eða hvort hann sé tímabundinn þannig hann renni út sjálf- krafa,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, spurður út í áskriftarpakka Stöðvar 2 fyrir heimsmeist- aramótið í hand- bolta í febrúar. Í grein sem talsmaður neyt- enda birti undir fyrirsögninni, Þögn er ekki sama og samþykki, kemur fram „að fyrirtækjum er óheimilt að stunda neikvæða samningsgerð sem felur í sér að þögn neytanda sé það sama og samþykki. Því sé það ekki grundvöllur kröfu á hendur hans.“ „Ef fólk hefur haft réttmæta ástæðu til að skilja að um tíma- bundinn samning sé að ræða hlýtur það að gilda,“ segir Gísli og tekur ennfremur fram að einungis sé hægt að krefjast þess sem þú skuldbindur þig til. Spurður út í valkvæðar greiðslur sem fyrirtæki birta fólki segir Gísli þær vera sér- stakt álitamál og þurfi að skoða betur hvað þær ganga langt. „Mörgum neytendum finnst óþægi- legt að vera með hangandi kröfu á sig þó gefið hafi verið upp að um valkvæða greiðslu sé um að ræða.“ Skilmálar þurfa að vera skýrir Gísli Tryggvason „Óþægilegt að vera með hangandi kröfu“ Deilur Lauk HM-áskrift með HM?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.