Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 María Elísabet Loraco „Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að hið opinbera leggi áherslu á sköpun hefðbundinna karlastarfa í kreppuástandi sem leið- ir til þess að konur eru lengur at- vinnulausar,“ segir Eygló Árnadótt- ir, MA í kynjafræði. Velferðarvakt velferðarráðuneyt- isins lét vinna fyrir sig tölulega sam- antekt á upplýsingum sem gefa vís- bendingar um stöðu kvenna í kreppunni. Eygló Árnadóttir, MA í kynjafræði, og Eva Bjarnardóttir, MSc í alþjóðastjórnmálakenningum, unnu verkefnið og studdust þær við erlendar rannsóknir á áhrifum at- vinnuleysis og efnahagslegra örðug- leika á konur. Til að svara spurn- ingum um ástandið á Íslandi studd- ust þær við kyngreind gögn frá ráðuneytum, stofnunum og hags- munasamtökum sem lágu fyrir á tímabilinu október 2010 til janúar 2011. Gögn ekki alltaf kyngreind Við nánari skoðun kom í ljós að opinber gögn eru ekki alltaf kyn- greind eins og lög segja til um sam- kvæmt 16. grein laga um jafna stöðu og janfnan rétt kvenna. Sú stað- reynd takmarkaði niðurstöður sam- antektarinnar þar sem ekki lágu fyr- ir öruggar forsendur. Skortur á opinberum kyngreindum gögnum olli vandræðum við upplýsingaöflun, og takmarkaði það verulega niður- stöður samantektarinnar. Niðurstöður samantektarinnar benda þó til þess að ákveðið mynstur sé sameiginlegt með þróun efna- hagslægðar annarra landa þegar lit- ið er til atvinnuleysis og atvinnu- uppbyggingar hins opinbera. Karlar sem starfa í einkageiran- um missa fyrst vinnuna en konur sem starfa í opinbera geiranum missa vinnuna seinna. Samkvæmt upplýsingum sem Eygló og Eva skoðuðu virðist ríkjandi mynstur vera að hið opinbera bregðist við at- vinnuleysi með atvinnuuppbyggingu sem skapi í meira mælihefðbundin karlastörf. Samkvæmt þessu eru meiri líkur á því að konur verði lengur atvinnu- lausar en karlar. Mun lengri tími líði þangað til ný störf skapast í opin- bera geiranum. Hámarksgreiðslur í fæðingar- orlofi hafa verið lækkaðar niður í 300.000 kr. á mánuði og mikill munur er á skerðingu á launa-greiðslum á milli kynja. Þá hafa 49% karla orðið fyrir skerðingu á móti 19% kvenna sem undirstrikar launamismuninn. Niðurstöðurnar benda til þess að vanskil á lánum hafi aukist mark- tækt meira hjá einstæðum konum en körlum. Konur koma verr út úr kreppunni en karlar Morgunblaðið/Ómar Fögnuður Margþætt hátíðarhöld fóru fram á alþjóðlegum baráttudegi kvenna á þriðjudaginn.  Þegar konur missa störf hjá hinu opinbera eru þær lengur atvinnulausar „Erfitt að nálgast kyngreind gögn um til dæmis einstæða foreldra, heimavinnandi foreldra, heilsu kvenna, námslán, eignir og skuldir, sérstaka fjárhags- aðstoð og fleira,“ segir Eygló og vill vekja athygli á mikilvægi þess að kyngreina opinber gögn. ,,Rannsóknir á langtíma- atvinnuleysi í kjölfar efnahags- þrenginga benda þó til þess að konur séu lengur atvinnulausar,“ segir Eygló. Eitt af því sem takmarkaði niðurstöður verkefnisins var hversu fáar erlendar rannsóknir á áhrifum efnahagskreppu á konur eru aðgengilegar. Helst mátti nálgast upplýsingar um Svíþjóð og Bretland í þessu samhengi. „Konur eru meirihluti ríkis- starfsmanna, svo þegar ríkis- störf eru skorin niður bitnar það fremur á atvinnu kvenna. Heilbrigðisgeirinn og skóla- kerfið eru t.d. hinar hefðbundnu kvennastéttir og stærstu at- vinnugeirar hins opinbera, segir Eygló Árnadóttir. Konur lengur án atvinnu MIKILVÆGT ER AÐ KYNGREINA OPINBER GÖGN Jóhann Torfi Ólafsson „Við þurfum að endurskoða hvaða gildi eiga að vera grundvöllur í okkar samfélagi,“ segir Neil Hawkes, aðal- fyrirlesari á fag- ráðstefnu reyk- vískra grunn- skólakennara sem haldin var í ní- unda skipti á mið- vikudag. Hawkes, sem er fyrrverandi kennari og skóla- stjóri, starfar sem alþjóðlegur ráð- gjafi á sviði menntamála. Hann er frumkvöðull kennsluaðferðarinnar Lífsmennt, sem fjallar um að virða sjálfan sig, aðra og umhverfið í kringum sig. „Kennsluaðferðin á að hvetja skóla og starfsfólk þess til að endurskoða sitt gildismat svo að ungt fólk taki þau til sín og noti í sínu eigin lífi.“ Gildin sem Lífsmennt byggir á eru traust, heið- arleiki, virðing, skilningur, umönnun, ást og friður en Hawkes segir alla geta sammælst um þessi gildi. Hawkes telur að á síðustu áratug- um hafi orðið hnignun í gildismati fólks víðsvegar í heimunum og telur bankakreppuna eina birtingarmynd þess. „Ef farið er aftur um 100 ár var sterkt gildismat á heimilum fólks, sem mótað var af kirkjunni, ríkinu og stofnunum þess. Um miðbik síðustu aldar fór samfélagið að fjarlægast frá þessum gildum samfélagsins. Því er þörf á nýju gildismati, hugrænu gild- ismati, sem allir geta samþykkt að eigi að vera grundvöllur samfélags- ins,“ segir Hawkes. „Ungt fólk í dag elst upp án góðra gilda og því þarf að byrja í skólakerfinu að kenna því já- kvæð hugræn gildi.“ Margir skólar, m.a. í Bretlandi og Ástralíu, hafa notfært sér Lífsmennt sem grundvöll í sínu skólastarfi. Rannsókn sem gerð var í háskól- anum í Newcastle í Suður-Ástralíu leiddi í ljós að námsárangur nemenda varð betri eftir innleiðingu kennslu- aðferðarinnar. „Niðurstöður sýndu að Lífsmennt eykur vilja til að læra og gera vel í skóla,“ segir Hawkes. „Ein af ástæðum þess er aukið traust sem byggist upp milli nemenda og starfsfólks skólans og hefur jákvæð áhrif á námsárangur.“ Hawkes skor- ar á íslensk stjórnvöld að innleiða Lífsmennt sem hann kallar „byltingu hjartans og hugans.“ Bylting hjart- ans og hugans  Jákvætt gildismat bætir árangur Neil Hawkes Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram tillögu í borgarráði í gærmorgun í nafni borgarráðsfulltrúa Sjálfstæð- isflokks, þar sem lagt er til að fundargerðir í borgarkerfinu verði gerðar skiljanlegar venjulegu fólki. Tillagan er svohljóðandi: „Fundargerðir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar eru stuttar og stikkorðakenndar. Oft eru þær óskiljanlegar þeim sem vilja kynna sér hvar mál eru stödd í kerfinu eða niðurstöður í ein- stökum málum. Í þeim tilgangi að opna stjórnsýsluna og auðvelda borgarbúum að fylgjast með gangi mála er lagt til að gögn sem lögð eru fram á fundum verði gerð að- gengileg og birt á vefsvæðum borgarinnar samhliða fund- argerðum ráða og nefnda. Aukið upplýsingflæði er sjálfsögð þjón- usta sem mun vonandi virka hvetj- andi á borgarbúa að taka virkan þátt í vinnslu og ákvörðunum í ein- staka málum á vettvangi borg- arinnar.“ Júlíus segir að það sé orðið löngu tímabært að opna kerfið í borginni og hleypa sem flestum að upplýsingum um það sem þar er að gerast. „Það er ákall samtímans og fyrir okkur sem störfum á þessum vettvangi er þátttaka borgarbúa forsenda þess að vel takist til,“ segir Júlíus. Fundar- gerðir verði skiljanlegar Þátttaka borgarbúa er forsendan Ekki með útileikina Vegna fréttar í blaðinu í gær um út- sendingar af útileik Íslands og Þýskalands í handbolta skal það leiðrétt að Stöð 2 Sport hefur ekki sýnt beint frá útileikjum Íslands í undankeppni EM, heldur RÚV. Beðist er velvirðingar á rangherm- inu en Stöð 2 Sport sýndi frá HM í Svíþjóð í janúar sl. og frá heimsbik- armóti í sama landi í desember sl. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.