Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 19

Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Hattaball Heimilisfólk og starfsfólk Hrafnistu í Reykjavík gerði sér glaðan dag og sló upp hattaballi á öskudaginn. Fyrir dansi léku Böðvar Magnússon og félagar í Hrafnistubandinu. Ómar Andrew Spiers, sérlegur ráðgjafi samninganefndar Íslands í Icesave- deilunni, ítrekaði um daginn á fundi hjá Arion banka það sem áður hafði komið fram að Evrópu- sambandið væri andvígt því að Icesave-deilan færi fyrir dómstóla. Og skyldi engan undra. Í dómsmáli yrðu tvær niðurstöður mögu- legar. Annaðhvort yrði ís- lenska ríkið ábyrgt fyrir Icesave-innstæðunum í Bretlandi og Hollandi eða ekki. Hvorug niðurstaðan hugnast ESB. Dómsniðurstaða sem staðfesti ríkisábyrgð á Ice- save-innstæðum myndi virka sem opinn tékki frá skattgreiðendum til allra evrópskra banka. Á slíka ríkisábyrgð fellst ESB ekki eins og framkvæmdastjórn sambandsins hefur lýst yfir og æ fleiri taka nú undir um allan heim. Dómsniðurstaða sem staðfesti að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á inn- stæðum umfram eignir Tryggingasjóðs innstæðu- eigenda myndi opinbera veikleika innstæðutrygg- ingakerfa allra Evrópuland- anna. Hvorug dómsnið- urstaðan hugnast ESB, skiljanlega. Í því ljósi reynir ESB því nú hindra að deilan verði leyst fyrir dómstólum. Það eitt að ágreiningur um ríkisábyrgð á innstæðu- trygg- ingakerfinu á Íslandi sé borinn fyrir dómstóla dregur sjálf- krafa úr trú- verðugleika innstæðu- trygg- ingakerfa í öðrum lönd- um Evrópu. Í þágu þessara sjón- armiða ESB er Íslend- ingum, nú með Icesave III, ekki bara ætlað að bera ábyrgð á hinu íslenska innstæðutryggingakerfi heldur öllu hinu evrópska. Með Icesave-samningnum er íslenskum skattgreið- endum einum ætlað að bera kostnað af gölluðu reglu- verki ESB um inn- stæðutryggingar sem gilt hefur í öllum ríkjum Evr- ópu. Það er bæði löglaust og ósanngjarnt og þess vegna er rétt að hafna Icesave- lögunum. Eftir Sigríði Ásthildi Andersen »Með Icesave- samningnum er íslenskum skatt- greiðendum einum ætlað að bera kostnað af gölluðu regluverki ESB um innstæðu- tryggingar Sigríður Ásthildur Andersen Höfundur er héraðsdóms- lögmaður. Ábyrgð Íslend- inga á gölluðu kerfi ESB Menntaráð mótar stefnu í menntamálum á vegum Reykjavík- urborgar, tekur ákvarð- anir og gerir tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess. Oddný Sturludóttir tal- ar fyrir breytingu á skipulagsmálum bæði hvað varðar leik- og grunnskóla. Eflaust geng- ur hún fram fyrir skjöldu í góðri trú. Þó virðist mér og raunar fjöldanum öllum að mikið óhæfuverk sé í burðarliðnum. Í áratugi hefi ég fylgst með þróun skólamála. Með sérstakri velþóknun hef ég horft til leikskólana. Þrátt fyrir góða grunnmenntun hafa leikskólakennarar, af mikilli elju, aflað sér frekari mennt- unar og innra starf skólanna vaxið og dafnað undir handleiðslu þeirra og virð- ing almennings hið sama. Fóstrur urðu leikskólakennarar, stjórnunarstöður urðu til og þar með störf leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra o.fl. Þessir sérmenntuðu og velmenntuðu starfsmenn hafa í framhaldinu mótað stefnu og markmið einstakra leikskóla ásamt starfsliði sínu, með fjölbreyttum hætti og leitt starf þar sem allt miðar að umhyggju, vellíðan og þroska. Laun hafa vænkazt og væntingar um starfsframa orðið starfsfólki leikskóla hvatning til dáða í námi og starfi. Þannig er starf á leikskóla orðið eftirsóknarvert og mann- auður þessara mörgu skóla mikill. Gera má því skóna að hver einasti leikskóli hafi markað sér stefnu sem lýt- ur að því að gera hag barnanna sem beztan, svo sem, efla almennan þroska þeirra, kenna samskipti og félagsþroska, auka skilning, þekkingu og virðingu, leiða þau í námi, í söng og leik og listum og með sem beztu móti að búa þau undir framtíðina. Ég hef reynslu af sam- skiptum grunnskóla og leikskóla við komu barna úr leikskóla í fyrsta bekk grunnskóla. Þessi samskipti við starfs- menn leikskólanna leiddu mig í allan sannleika um þá fagmennsku sem leikskólastarfið byggist á og þá umhyggju og elsku sem því fylgir. Forsjón leik- skólastarfs má að mínu viti ekki taka úr höndum þeirra sem hafa réttar forsendur til þess að sinna svo vel sé svo sérhæfðu verkefni. Gott að- gengi foreldra að stjórn- endum leikskóla er einnig af- ar mikilvægt. Leikskólar eru misstórir og ljóst að smærri einingar eru litnar hornauga af yf- irvöldum sem rekstrarein- ingar. Þó er það svo að í smærri skólum verður til nánd sem felur í sér marga þætti sem eru börnunum mjög mikilvæg og slíkir leikskólar því sérlega dýrmætir. Ætti hagur barnanna að vera í fyrirrúmi væri bezta og heibrigðasta stefnan að takmarka stærð leikskóla. Þá vil ég hvetja foreldra sérstaklega til að sam- einast í því að koma með öllum ráðum í veg fyrir að nýframkomnar áætlanir nái fram að ganga. Foreldrar sem haft hafa börn í leikskólum hvar sem er á landinu velkjast ekki í vafa um ágæti þeirra og hvergi hef ég séð koma fram hugmyndir eða kröfur hjá foreldrum um breytingar eða sameiningar. Framkomnar hug- myndir Menntaráðs eru fyrst og fremst birtingarmynd þekkingarleysis. Leitað hefur verið lausna til sparnaðar og hag- ræðingar en enginn sannfærandi út- reikningur lagður til grundvallar, auk þess enginn rannsókn til staðar til stað- festingar faglegum ávinningi. Fjárhags- legur ávinningur af tillögum Menntaráðs þarf að skipta sköpum. Sé minnsti vafi á verulegum fjárhagslegum ávinningi af samlegðaráhrifum sameiningar leik- og eða grunnaskóla eru breytingar ekki réttlætanlegar. Leiki minnsti vafi á fag- legum ávinningi á fyrirhuguðum breyt- ingum eru þær ekki réttlætanlegar held- ur. Atlagan beinist nánast einvörðungu að konum sem með örfáum undantekn- ingum manna leikskólana. Á að færa fjölda kvenstjórnenda í stöður óbreyttra á lægri launum? Hver verður tilfinning þeirra gagnvart starfi sínu og þeirri hróplegu og óskiljanlegu vanvirðingu sem námi þeirra og vinnuframlagi er sýnt. Einnig má spyrja hvort ekki þurfi að vera til staðar væntingar um hugs- anlegan starfsframa og hærri laun í upp- eldisstörfum, ef þau eiga að teljast eft- irsóknarverð. Álíta menn að hægt sé að umbylta menntakerfi án aðkomu fag- aðila og án samráðs við þá? Haldi menntaráð því fram að það hafi verið gert er það í algjörri þversögn við stað- reyndir málsins. Eru til svo aðkallandi fjárhagsleg vandamál að ekki megi setja þau á bið, frekar en steypa um koll með hæpnum eða engum ávinningi því fyr- irkomulagi og þeirri uppbyggingu sem orðin er? Börn á öllum aldri eru dýrmætasta fjárfesting hverrar þjóðar. Ég kem ekki auga á faglegan ávinning með fyrirhug- uðum breytingum og það sem verra er, ég sé afleit áhrif á mannauðinn til lengri tíma litið. Gæði hverrar stofnunar felast í mannauðnum. Eru Jón Gnarr og fé- lagar tilbúin að fórna áralangri framþró- un í skólastarfi og uppeldi fyrir skamm- tímalausnir til sparnaðar sem líklegast skila litlu eða engu þegar upp er staðið. Uppeldi og umönun barna er, hefur ver- ið og mun verða mannfrekt viðfangsefni og má kosta mikið. Í sjóvarpsviðtali fyrir nokkru, svaraðaði Jón Gnarr, mjög svo skemmtilega, eitthvað á þá leið að það væri enginn „predator“ þarna úti sem gæti unnið á honum. En Jón Gnarr, haldi þú og þínir áfram á þessari braut mun ykkur takast að skapa þennan predator, – predatorinn sem verður ykk- ur að falli. Eftir Hannes Frey Guðmundsson » Sé minnsti vafi á veru- legum fjárhagslegum ávinningi af samlegðar- áhrifum sameiningar leik- og eða grunnskóla eru breytingar ekki réttlætanlegar. Hannes Freyr Guðmundsson Höfundur er kennari með framhaldsnám í menntunarfræðum og stjórnun. Glórulaus atlaga að viðkvæmu skólastarfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.