Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Ísland er eitt kjör- dæmi, á Íslandi eru ekki sveitarfélög, á Íslandi er sami réttur fyrir alla Íslendinga óháð búsetu. Þetta væri væntanlega fyr- irkomulagið ef menn kæmu að því verkefni að búa til stjórn- skipulag og væru ekki fastir í fjötrum for- tíðar. Þjóð sem telur um 300 þúsund manns er í raun aðeins þolanleg stærð sveitarfélags í flestum lönd- um. Myndi einhverjum detta í hug að færa fyrir því rök að rétt væri að brjóta þessa litlu einingu upp í tæplega 80 einingar, sem hver og ein myndi reka sína eigin stjórn- sýslu með tilheyrandi kostnaði? Að þessar litlu einingar myndu taka að sér fleiri og fleiri verkefni sem menn vita að þau ráða ekki við og því væru sett upp þjónustusvæði, sem í raun tækju yfir verkefnin? Þjónustusvæðin lifa svo „sjálf- stæðu lífi“ og þar er ekki nein/ mjög takmörkuð pólitísk ábyrgð, ákvarðanir teknar varðandi þjón- ustu í sveitarfélagi án þess að jafnvel kjörnir fulltrúar þess sveitar- félags eða starfsmenn sveitarfélagsins hafi nokkuð um það að segja. Þjónustusvæðavæð- ingin er komin á flug og mun fá aukinn byr undir báða vængi þeg- ar flutningur málefna aldraðra fer yfir á herðar sveitarfélag- anna – sem verður í raun til þjón- ustusvæðanna eins og var raunin með flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Er þetta sú lýðræðisþróun sem við viljum, þ.e. að búið sé til stjórnsýslustig sem hefur mikil völd og mikla ábyrgð en þarf ekki að svara neinni pólitískri ábyrgð? Máttur íbúanna og jafnvel kjör- inna fulltrúa er mjög takmarkaður varðandi það að knýja á um breyt- ingar þegar verkefnin eru komin til þjónustusvæðanna. Í dag á að velta upp mögu- leikum og spyrja spurninga. Hvað kostar það samfélagið að reka all- an þennan fjölda sveitarfélaga? Er betra að sameina sveitarfélög í stórum stíl á tímum niðurskurðar og skera þannig niður í yfirstjórn og halda í stað þess uppi öflugri þjónustu fyrir íbúana? Er það ásættanlegt að viðmið þess að flytja verkefni til sveitarfélaga sé stærð og vilji Reykjavíkurborgar? Er öryggisnet og stuðningur til íbúa þessa lands betur tryggt hjá einum aðila (ríkinu) eða með því að verkefnunum sé dreift á yfir 80 að- ila, þ.e. sveitarfélög og þjón- ustusvæði? Ef menn telja að það sé rétt og hagkvæmt að hafa sveitarfélög á Íslandi og að sveitarfélögin eigi að taka að sér aukin verkefni þá á að byrja á því að tryggja að sveitar- félögin séu af þeirri stærð að þau geti tekið þessi verkefni að sér. Sú leið sem nú er farin fótumtreður lýðræðið og það í skjóli þess að verið sé að efla nærþjónustu. Eitt land – ekkert sveitarfélag Eftir Guðmund Ármann Pétursson » Þjóð sem telur um 300 þúsund manns er í raun aðeins þolanleg stærð sveitarfélags í flestum löndum. Guðmundur Ármann Pétursson Höfundur er sveitarstjórnarmaður. Landráð er þekkt orð í lögbókum allt frá Grágás og við- urlög við þeim, ef menn sluppu undan öxinni, voru ævilöng útlegð. Í mínum huga eru menn sem vinna ljóst og leynt að afsali full- veldis Íslands land- ráðamenn. Þó ekki bætist við hamagangur þeirra við að skuldsetja börn og barnabörn okkar marga áratugi til framtíðar, þá skulu þeir útlægir vera að forn- um lögum. Hinu er samt nauðsynlegt að velta fyrir sér, þegar ríkið selur (gamla) Landsbankann og fær hann að fullu greiddan, sbr. afsals- gögn, og nýju eigendurnir breyta rekstrinum í hlutafélag og auka starfsemina með rekstri erlendis. Þá tölum við ekki lengur um gamla Landsbank- ann heldur Lands- bankann hf. Þetta virð- ist RÚV ekki skilja, í fréttum þess er ávallt talað um gamla LÍ. Hlutafélagalögin eru skýr og hin sömu hvort sem starfsemin er við iðnað, útgerð, fjár- málasvið eða eitthvað annað. Landsbankinn hf. stóð ekki við reglugerð ESA, 19/1994, um stofn- un tryggingarsjóðs innistæðueig- enda upp á 20887 evrur pr. reikn- ing. Hver er þar ábyrgur? Fjármála- eftirlit þjóða hafa ákveðin umráða- svæði, auk þess sem EFTA er í þessu máli stór ábyrgðaraðili. Ég hef hvergi getað fundið skjöl frá sölu ríkisins á gamla Lands- bankanum til Björgólfsfeðga þess efnis að eftir söluna bæri ríkið áfram fulla ábyrgð á rekstri hins nýja hf. banka og væri skaðabóta- skylt ef eitthvað færi úrskeiðis. Hafi slíkir samningar fylgt söl- unni er nauðsynlegt að birta þá og sækja ábyrðarmennina til saka, því óhaggað stendur, að með lögum skal land byggja, en ólögum eyða. Óreiðu borga þarf oft, aðgát að sýna er hollt. Nú aldraðir líða og úrbóta bíða, Icesave að fleygja er gott. Til umhugsunar? Eftir Pálma Jónsson Pálmi Jónsson » Ábyrgð eða ekki ábyrgð – Landráð eða ekki landráð? Ríkið seldi Landsbank- ann. Landsbankinn hf. var rekinn samkvæmt hlutafélagalögum og ekki með ríkisábyrgð. Höfundur er íslenskur fullveldissinnaður lífeyrisþegi. Í stað þess að Há- skóli Íslands sé miðstöð skapandi og gagnrýn- innar hugsunar virðist sem hann hafi að ein- hverju marki lent í því að vera áróðurshreiður þar sem blekkingum er bunað út á færibandi til þess, að því er virðist, að verja mjög þrönga sérhagsmuni. Prófessorinn Ragnar Árnason hef- ur um áratugaskeið haldið á lofti ágæti eigin fiskihagfræðikenninga. Kjarni kenninganna er að það leiði sjálfkrafa til þjóðhagslegrar hag- kvæmni að einkavæða réttinn til fisk- veiða og gera hann framseljanlegan. Helsti gallinn við kenningar um kvótakerfið er að það brýtur í bága við mannréttindi og skilar stöðugt færri fiskum á land. Upphaflegt markmið kerfisins var að losna við náttúrulegar sveiflur í afla og skila jafnstöðuafla upp á 500 þúsund tonn. Útgefinn kvóti fyrir núverandi fisk- veiðiár er einungis 160 þúsund tonn og er rétt um þriðjungur þess sem hann var fyrir daga kvótans. Þrátt fyrir fram- angreindar staðreyndir virðist sem hópur hag- fræðinga í Háskólanum neiti að horfast í augu við raunveruleikann og haldi áfram að boða ein- hverja hagkvæmni og meintan árangur, en skömmu fyrir hrun fjármálakerfisins boð- aði Ragnar ásamt fé- lögum sínum að hag- kvæmast væri að hætta algerlega þorskveiðum á þeim forsendum að þjóðfélagið stæði efnahagslega svo afskaplega vel. Hópurinn hefur nú með mjög skömmum fyrirvara boðað til tveggja „málþinga“ þar sem tryggt verður að engri gagnrýni á kvótakerfið verði hleypt að. Markmið málþinganna virðist alls ekki að vera kynna nýjar rannsóknir eða uppgötvanir heldur miklu frekar að hafa áhrif á umræðu um fyrirhugaðar breytingar á kerfi sem brýtur á jafnræði landsmanna. Í grein sem birtist í Morg- unblaðinu þann 7. mars sl. mátti skilja á prófessor í Háskóla Íslands að kvótakerfið í sjávarútvegi sem hefur bæði leitt til helmingi minni veiði á botnfiski á síðustu tveimur áratugum og til algerrar óvissu um atvinnuréttindi íbúa hefði nákvæm- lega ekkert með hnignun sjáv- arbyggðanna að gera. Spyrja má í framhaldinu hvort það sé almennt mat fræðimanna í Háskóla Íslands að ef það sem eftir er af veiðiheimildum í sjávarbyggðunum væri skert eða selt í burtu hefði það ekkert að gera með „þróun“ byggðar. Umhugsunarefni er hvernig pró- fessorinn birtir og túlkar gögn í um- ræddri grein og hleypur algerlega yf- ir skýrslur Byggðastofnunar og rök þeirra sem hafa bent á það sem ætti að liggja í augum uppi, að ef und- irstöður samfélags manna eru veikt- ar hefur það bein áhrif á búsetuna. Ef svara á þeirri spurningu hvort kvóta- kerfið hafi haft áhrif á búsetu væri nærtækt að skoða mannfjöldaþróun í sjávarbyggðum Vestfjarða í sam- hengi við landaðan afla í viðkomandi byggðum. Það er ekki gert, heldur er birtur með greininni samanburður á hlutdeild Vestfjarða í íbúatölu Ís- lands frá árinu 1911 sem end- urspeglar fyrst og fremst vöxt höf- uðborgarinnar umfram aðra landshluta. Sömuleiðis birtir prófess- orinn samanburð á íbúatölu á Vest- fjörðum og heildarþorskafla lands- manna. Þessi framsetning er vægast sagt undarleg þar sem tölurnar end- urspegla ekki einungis þær breyt- ingar sem hafa orðið í sjáv- arbyggðum Vestfjarða heldur einnig í sveitum. Miklu nær væri að bera saman íbúaþróun sjávarbyggðanna á Vestfjörðum og afla sem landað er í þeim. Ef það er gert sést að veruleg fjölgun varð á áttunda áratug síðustu aldar um leið og þorskaflinn jókst og hélst sú þróun fram á níunda áratug- inn en fækka tók í byggðunum á þeim tíunda um leið og skornar voru niður veiðiheimildir og byggðirnar gerðar fallvaltari með sölu veiðiheimildanna. Þessi hnignun hefur haldið áfram fram á þennan dag. Til að meta stöðu byggðanna og neikvæð áhrif kvóta- kerfisins er ekki síður áhugavert að skoða aldurssamsetningu íbúa og fækkun þeirra sem eru á barneign- araldri og eru hvað hreyfanlegastir á vinnumarkaði. Sláandi er að sjá gríð- arlega fækkun yngra fólks í sjáv- arbyggðunum á síðasta áratug en í dreifbýlinu er það einkum yngra fólk- ið sem hleypir heimdraganum rétt eins og gildir annars staðar á Íslandi í þeim þrengingum sem ganga yfir landið. Ég er alfarið þeirrar skoðunar að áhrif misheppnaðrar fiskveiðistjórn- unar eigi skilið betri vinnubrögð en þau sem hópur hagfræðinga stundar nú innan Háskóla Íslands. Þjóðinni er þar boðið upp á lítið annað en ómerkilegan og illa rökstuddan áróð- ur. Veruleikafirrtur Háskóli Íslands Eftir Sigurjón Þórðarson »Háskóli Íslands er lentur í því að vera orðinn að áróðurshreiðri. Sigurjón Þórðarson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 19 60 19 70 19 80 19 90 20 0 0 20 10 20 20 Þorskafli (x 100 tonn) Íbúafjöldi sjávarbyggða Vestfjarða Hvað er það fyrsta sem þú hugsar þegar þú heyrir talað um gigt? Gamalt fólk er líklega það sem flestum dettur í hug enda er það rétt að margir eldri borgarar þjást af þessum sjúkdómi. Hinsvegar tengja fæst okkar gigtarsjúkdóma við börn og unglinga en staðreyndin er sú að árlega greinast um 10-14 börn með alvarlegan gigtarsjúkdóm. Það þýðir að í mörgum tilfellum munu börnin þurfa að eiga í þessum sjúkdómi til langframa. Barnagigt er mjög falinn sjúkdómur, börn bera þess ekki sýni- leg merki að vera með sjúkdóm. Því miður er þekking og skilningur al- mennings á barnagigt mjög lítill og hafa þau oft á tíðum mætt miklum fordómum. Við erum 26 nemendur á 4. ári í Kvennaskólanum í Reykjavík og á góðgerðardegi skólans var okkur út- hlutað Gigtarfélaginu. Við fengum fulltrúa frá Gigtarfélaginu til að kynna fyrir okkur sjúkdóminn og starfsemi félagsins. Barnagigt vakti athygli okkar þar sem við höfðum nánast ekkert heyrt um þessa tegund gigtar áður. Okkur langaði því að fræðast meira um sjúkdóminn og vekja í leiðinni athygli á honum og stuðla þannig að vitundarvakningu al- mennings og minni fordómum. Hvernig myndi þér finnast …  að vakna á hverjum morgni stirð/ur og með liðverki og vera ekki komin/n með eðlilega hreyfifærni fyrr en um hádegi eða jafnvel nokkrum dögum, vikum eða mánuðum seinna?  að finna fyrir þreytu og slapp- leika allan daginn en mæta þá engum skilningi almennings?  að vera kallaður letingi af fólki sem veit í raun ekkert hvað þú ert að ganga í gegnum?  að geta ekki tekið þátt í leikjum eða félagslífi jafnaldranna og missa þannig tengsl við vini? Þetta eru einungis nokkur dæmi um hvað börn með gigt þurfa að ganga í gegnum. Börnin missa oft mikið úr skóla og er stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra því miður ábóta- vant. Tryggja þarf að allir sem starfa með barninu séu upplýstir um sjúk- dóminn, til dæmis þurfa leikfimikenn- arar að hafa það í huga að börnin geta ekki tekið þátt í öllu, þar sem þau geta átt erfitt með ýmsar hreyfingar. Engu að síður er mikilvægt fyrir þau að hreyfa sig og því þarf að finna æf- ingar við þeirra hæfi. Þar sem sjúkdómurinn er ekki mjög sýnilegur er fólk oft fljótt að skilgreina börn með gigt sem löt og getur það verið virkilega sárt fyrir viðkomandi einstaklinga. Þessir for- dómar stafa eingöngu af fáfræði al- mennings og verðum við öll að passa okkur að dæma annað fólk ekki of fljótt, við vitum í raun ekkert hvað það er að ganga í gegnum. Með auknum skilningi almennings á þessum sjúkdómi er hægt að koma í veg fyrir fordóma og vonumst við til þess að foreldrar ræði við börnin sín um þennan sjúkdóm og stuðli þannig að umburðarlyndi gagnvart öðrum. Börn geta verið mjög hörð hvert við annað og er mikilvægt að barni með gigt líði sem hluta af bekknum þó að það geti ekki alltaf farið með út að leika í frímínútum eða tekið þátt fé- lagslífi skólans. Gigtarfélagið vinnur gífurlega gott og fjölbreytt starf með fólki með allar tegundir gigtar og mælum við með því að allir kynni sér starfsemi félags- ins á síðunni www.gigt.is, þar er hægt að finna upplýsingar um nánast allt sem viðkemur gigt. Heimild: Börn fá líka gigt, bæklingur gefinn út af Gigtarfélagi Íslands. Fyrir hönd 4. NÞ, HULDA ÞORSTEINSDÓTTIR OG JÓHANNA AGNES MAGNÚSDÓTTIR nemendur á 4. ári í Kvennaskólanum í Reykjavík. Börn fá líka gigt Frá Huldu Þor- steinsdóttur og Jóhönnu Agnesi Magnúsdóttur Eftir fyrirlesturinn hittumst við öll í Kringlunni, dreifðum bæklingum og fræddum almenning um sjúk- dóminn. Við útbjuggum einnig stóran borða til að vekja athygli fólks á málstaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.