Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 ✝ Thor Vil-hjálmsson fæddist í Edinborg í Skotlandi 12. ágúst 1925. Hann varð bráðkvaddur 2. mars 2011. Foreldrar hans voru Kristín Thors húsmóðir, f. 16.2. 1899 á Akranesi, d. 27.7. 1972, og Guð- mundur Vilhjálms- son, forstjóri Eimskipafélags Íslands, f. 11.7. 1891 á Und- irvegg í N-Þingeyjarsýslu, d. 26.9. 1965. Systkini Thors eru Helga Alice, húsmóðir og rit- ari, f. 15.8. 1926, gift Magnúsi Magnússyni, f. 1926, Guð- mundur William, lögfræðingur og innkaupastjóri hjá Flug- leiðum, f. 24.5. 1928, kvæntur Guðbjörgu Jónínu Vilhjálms- son, f. 1930, Margrét Þorbjörg húsmóðir, f. 29.7. 1929, gift Sverri Norland, f. 1927, d. 2007, og Hallgrímur, f. 26.11. 1930, d. 7.4. 1945. Thor kvæntist hinn 20.12. 1952 eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Indriðadóttur, fyrrv. fréttastjóra, f. 28.10. 1923. Foreldrar hennar voru Laufey Jóhannsdóttir hús- móðir, f. 19.11. 1897, d. 25.1. 1995, og Indriði Helgason, raf- virkjameistari og kaupmaður, Reykjavík frá stofnun 1985 til dauðadags og stýrði Dante- félaginu og PEN á Íslandi um árabil. Thor var einn stofnenda Birtings 1955 og þar í ritstjórn til 1968. Thor bar svart belti í júdó, hafði gráðuna 2. Dan og var formaður Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár. Þar var hann heiðursfélagi. Eftir Thor liggur á fimmta tug bóka. Fyrst kom Maðurinn er alltaf einn, 1950, en meðal annarra bóka hans má nefna Kjarval, 1964, Fljótt fljótt sagði fuglinn, 1968, Grámosinn glóir, 1986, og Morgunþulu í stráum, 1998. Thor var mikilvirkur þýðandi úr fjölmörgum tungumálum og bækur hans hafa verið þýddar víða um lönd. Einnig hélt Thor nokkrar sýningar á málverkum sínum. Thor hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1987 fyrir skáldsöguna Grá- mosinn glóir, heiðursverðlaun Sænsku akademíunnar 1992, Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1998 og menningarverðlaun DV tvívegis. Hann hlaut heið- ursorðu franska ríkisins og ítölsku orðuna Cavaliere del- l’Ordine dello Merito. Thor var á síðasta ári gerður að heið- ursdoktor við Háskóla Íslands. Thor verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 11. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. f. 7.10. 1882, d. 26.3. 1976. Börn þeirra eru: 1) Örn- ólfur, íslensku- fræðingur og for- setaritari, f. 8.6. 1954. Kona hans er Margrét Þóra Gunnarsdóttir Dyr- set tónlistarkenn- ari, f. 1954, börn þeirra eru: a) Mar- grét Edda, f. 1987, b) Þórgunnur Anna, f. 1990, og c) Gunnar Thor, f. 1994. 2) Guðmundur Andri, rithöfundur og ritstjóri, f. 31.12. 1957. Kona hans er Ingibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræðingur, f. 1957. Börn þeirra eru: a) Svandís Roshni, f. 1995, og b) Sólrún Liza, f. 2000. Thor lauk stúdentsprófi frá MR 1944. Hann stundaði nám við norrænudeild HÍ, í Eng- landi og við Sorbonne-háskóla í París; dvaldi einnig lengi á Ítal- íu og Spáni. Thor var formaður Rithöfundafélags Íslands 1966- 1968, í stjórn Rithöfunda- sambands Íslands 1972-1974 og forseti Bandalags íslenskra listamanna 1975-1981. Hann sat í framkvæmdastjórn Listahátíð- ar í Reykjavík 1976-1980, í und- irbúningsnefnd Kvik- myndahátíðar 1978 og 1980, í stjórn Bókmenntahátíðar í Lífslistamaðurinn og eldhug- inn Thor Vilhjálmsson er fallinn frá. Á snöggu augabragði. Og við sem erum ennþá hér verðum að horfast í augu við að allt er breytt. Tilveran hefur misst lit því Thor átti engan sinn líka. Engan. Frá honum streymdi óþrjótandi hlýja, áhugi, hvatning. Andagift. Engan hef ég þekkt sem glímt hefur jafnhraustlega við ellina og Thor. Af þvílíkum þrótti og staðfestu. Einhvern veginn var næstum eins og hann myndi hafa betur í þeim átökum. Hann ögraði máttarvöldum. Hann ögraði sjálfum sér. Hann unni sér engrar hvíldar í því að örva andann til dáða. Opnaði og nærði öll skilningarvit. Drakk í sig lífið, listina og náttúruna. Og miðlaði ríkulega. Thor var þakklátur tengda- pabbi sem alltaf átti falleg og hlý orð. Hann var vinur. Og svo var hann dásamlegur afi. Afi Thor. Afi sem hafði óþrjótandi áhuga og endalausan tíma, þrátt fyrir öll verkefnin sem hann ævinlega var með í bígerð. Skilningsríkur, stoltur afi, sem elskaði og dáði barnabörnin. Og sú ást var sann- arlega endurgoldin. Hann var afi sem spann sögur, afi sem teikn- aði óteljandi myndir með töfra- penna eftir nákvæmri forsögn, afi sem var gáfaður, sterkur og næmur, afi sem lék apa svo börn- in borðuðu, afi sem kisi tók ást- fóstri við, afi sem spilaði Vivaldi í bílnum, afi sem lék sér með orð. Afi sem var upptendraður. Afi með opinn faðm. En það var lífs- förunautur hans, Margrét Indr- iðadóttir, sem gerði honum kleift að njóta sín eins og hann gerði. Hún sá til þess að hann fékk not- ið sín sem listamaður. Hún var jarðtengingin, kletturinn, skyn- semin, ástin í lífi hans. Hún var hetjan hans. Hafi þau einlæga þökk. Margrét Þóra Gunnarsdóttir. Mig langar að segja frá nokkr- um minningum um afa frá því ég var lítil. Einu sinni vorum við systir mín og afi úti í garði heima hjá afa og ömmu. Við fórum í feluleik og eltingaleik í kringum lítinn kofa sem er í garðinum. Við systir mín földum okkur oftast á bak við kofann. Afi fann okkur og þá hófst eltingaleikurinn.Við systurnar hlupum í kringum kof- ann þegar afi kom til að hann sæi okkur ekki og afi hljóp á eftir. Hér er önnur minning um afa. Alltaf þegar við fórum labbaði afi út á tröppur og veifaði með báð- um höndum þangað til bíllinn hvarf úr augsýn, þá fór hann inn. Og ég mun alltaf muna þegar hann stóð úti á tröppum og kvaddi okkur. Sólrún Liza Guðmundsdóttir. Afi Thor átti töfrapenna með bláan búk en hvítan haus sem hafði fjóra liti – rauðan, bláan, grænan, svartan. Töfrapenna sem gat skipt um lit – afapenna. Með þessum penna skapaði hann ótal listaverk með og handa barnabörnum sínum. Hann var alltaf á þönum, svo margt sem hann þurfti að koma í verk – samt aðallega í höfðinu (hann var nefnilega með heilu bækurnar í höfðinu) – en þegar barnabörnin áttu í hlut hafði hann ótakmark- aðan tíma. Hann var maður orðsins en frábær hlustandi. Hann lagði sig fram um að kynnast okkur, hverju og einu fyrir sig, og sýndi okkur alltaf óskipta athygli og einlægan áhuga, því afi Thor hafði mun meiri áhuga á því sem við vorum að gera en öllu sem hann hafði gert um ævina, og var ennþá að gera. Honum tókst alltaf að finna upp á einhverju nýju og spenn- andi að gera, spann með okkur sögur og myndskreytti, gerði matmálstíma að leik sem gat staðið klukkutímum saman og lét eftir okkur hina ýmsu dynti með takmarkalausri þolinmæði og brosi á vör. Vinnuherbergið hans var ævintýraheimur sem við vor- um alltaf velkomin í, hann leyfði okkur að gramsa að vild og þar voru ótrúlegustu hlutir: bækur og blaðastaflar, hrúgur af gam- alli erlendri smámynt, filmubox, litir og myndir, alls konar tæki og tól, vasahnífar, aflraunagorm- ar … Hann var örlátur maður, bæði á tíma sinn sem og veraldlega hluti. Hann spjallaði um allt milli himins og jarðar við okkur, um listir, menningu og hversdags- lega hluti, rifjaði upp gamla tíma og minningar, sagði langar sögur af mönnum sem við höfðum aldr- ei heyrt um, oft svo flóknar og margslungnar að við þurftum að einbeita okkur mikið til að fylgja eftir frjóum huga hans. Hann gerði ekki mannamun og talaði af jafnmikilli virðingu um fræga rit- höfunda og kvikmyndagerðar- menn, sjómenn, afgreiðslufólk: unga sem aldna. Við erum þakk- lát og glöð fyrir að hafa átt svo yndislegan afa, því hann var í raun eins góður afi og mögulegt er. Eins og töfrapenninn hafði afi margar hliðar. Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn, ljósmynd- arinn, júdókappinn sem var svo sterkur í greipinni. Afi Thor. Þó svo að afi Thor sé farinn er það örlítil sárabót að hluti hans lifir áfram í myndum, bókum og minningum. Afi Thor var góður afi. Margrét Edda, Þórgunnur Anna og Gunnar Thor. Ekki þurfti annað til en að sjá andliti hans bregða fyrir í sjón- hending; það fór ekki á milli mála að þar fór listamaður. Thor frændi. Grátt, strýkennt hárið og augun sem gátu í senn verið svo athugul og hvöss að engu var líkara en þau hefðu fylgst með af fremsta bekk allt frá sköpun heimsins, eða svo björt og hlý að manni fannst sem nú væri ekkert ómögulegt. En hér verða aðrir til að fjalla um einstakan persónuleika hans og afrek. Ég vona að Íslendingar skilji og meti hversu dýrmætt er að eiga fólk eins og frænda minn, sem var þjóðlegur inn að beini og um leið heimsmaður út í gegn. Thor gengur vissulega ekki leng- ur um stræti Reykjavíkur – en landið er langt því frá „án“ hans. Hann skilur eftir sig bækurnar, og börn, barnabörn, minningar: inspírerað og uppnumið fólk með hvatningu í hjarta. Orkan sem flæddi frá honum hefði getað knúið lítinn bæ. Nú er það okkar sem eftir stöndum að halda blysinu á lofti. Berjast „gegn dauðanum og fyrir lífinu“ og með öllu því sem frændi minn stóð fyrir og vernd- aði: gæskunni, fegurðinni og trúnni á þá list sem hefur líf okk- ar á æðra stig. Því að það getur listin svo sannarlega gert. Hún felst ekki aðeins í því að skrifa bækur og mála myndir: hún kemur fram í því hvernig við lif- um og umgöngumst hvert annað. Að þessu leyti var Thor listamað- ur fram í fingurgóma. Hann hefði ekki viljað að ég gerðist óþarflega væminn. En þakklátur er ég: svo takmarka- laust bljúgur og þakklátur. Fyrir að hafa kynnst honum; fyrir að hafa lesið bækur hans ungur og óspjallaður, áritaðar, með hvata- orðum og ástarkveðjum. Fyrir öll okkar góðu samtöl og vinar- kynni. Hann var einn þeirra fáu manna sem ég hef alltaf getað lit- ið jafn mikið upp til og meðal annars er það honum að kenna að ég smitaðist ungur af rithöfunda- bólunni og fyrir það get ég aldrei fyrirgefið honum alveg og aldrei þakkað honum nógsamlega held- ur. Ég get ekki annað en minnst hans með gleði og fögnuði. Menn eins og hann gera lífið auðugra og hefja okkur hin hreinlega upp á annað stig. Og eftir að þeir halda á braut skilja þeir eftir kraft í sálum okkar – að þessu leyti lifa þeir áfram. Aldrei óraði mig fyrir öðru en hann væri eilífur, eins og sólin og stjörnurnar – en svo er víst ekk- ert í þessum heimi eilíft, ekki einu sinni sólin og stjörnurnar. En fyrir mér er Thor frændi ei- lífur; svo lengi sem ég lifi, lifir hann. Svo einfalt er það. Margrét – ég votta þér mína dýpstu samúð. Örnólfur, Andri, Margrét Þóra, Ingibjörg, barna- börn, önnur skyldmenni, vinir – ykkur öllum líka. Og þér, elsku amma mín. Og þér, elsku Thor, færi ég mínar einlægustu þakkir, fyrir að hafa fengið að kynnast þér, og nema og læra og þiggja. Sverrir Norland. Thor, móðurbróðir minn og vinur, hefur kvatt þennan heim okkur öllum að óvörum. Hann var reyndar orðinn 85 ára gam- all, sem þykir allnokkur aldur, en þannig hugsuðu menn ekki um Thor. Hann hafði sannarlega gráan makka og kamp, en engum datt í hug að tala um Thor sem hæruskotinn öldung eða aldur- hniginn mann. Orðið strákur, sprækur og státinn, átti miklu frekar við um hann allt til síðasta dags. Með okkur frændunum voru miklir kærleikar. Við vorum ekki aðeins skyldir samkvæmt ætt og uppruna heldur ekki síður í and- anum. Hvar sem við hittumst féllumst við í faðma, kysstumst og mærðum síðan hvor annan. Það voru ávallt góðar stundir. Frá Thor stafaði mikilli hlýju og væntumþykju. Hann hafði áhuga á því sem maður sagði og hlust- aði af athygli. Að hlusta á hann sjálfan var þó það sem máli skipti. Hann var svo skemmtileg- ur, lifandi, gáfaður og fróður, að það var eins og manni væri kippt úr gráum hversdagsleikanum upp á eitthvert annað tilverustig, þegar fundum okkar bar saman. Í fyrra var haldinn bókamark- aður í Perlunni rétt eins og nú. Ég laumaði mér þangað dag einn hálftíma fyrir lokun og rakst á Thor. Eftir innilegt faðmlag hóf- um við að skrafa og uggðum ekki að okkur, fyrr en við vorum orðn- ir einir viðskiptavina þar inni, ljósin deyfð og okkur vinsamlega bent á að búið væri að stengja eins og sænskurinn segir. Þannig var að hitta Thor. Ekkert snubb- ótt halló og síðan strax bless. Ég sé Thor fyrir mér í gamla daga á Bergstaðastræti heima hjá afa og ömmu um áramót, þegar hann fór með okkur krakkana þaðan á Klambratún að skoða brennuna, sem þar var jafnan. Mér finnst hún vera tákn fyrir þann eldmóð, kraft og elju sem einkenndi Thor. Thor ritaði bækur og Mar- grét stjórnaði fréttastofunni. Ég sé Thor aftur fyrir mér aðfanga- dag árið 1968, þegar hann kom í Ljósheimana færandi hendi rétt áður en hátíð gekk í garð, og þar kominn fuglinn sem sagði Fljótt fljótt áritaður handa kærri syst- ur og mági. Hve oft hefur maður ekki stungið sér inn á milli síðna í þeirri bók. Meistaraverk rétt eins og Grámosinn, Morgunþul- an, Sveigur, Kjarvalsbókin, ferða- og pistlabækurnar og ým- islegt fleira. Og tíminn hefur lið- ið, þessi undarlegi tími, sem er Thor svo hugstæður í Fuglinum. Thor eignaðist fjóra nýja vini, Siggu mína og strákana okkar þrjá. Alltaf sama gæskan. Og reyndar enn fleiri vini, Valdimar hennar Höllu og börnin þeirra tvö. Allir dáðu og elskuðu Thor. En nú er komið að kveðjustund. Móðir mín, Margrét, sér á eftir góðum bróður, sem kemur ekki lengur á Sunnuveg, lætur gamm- inn geisa og skemmtir henni með frásögnum hvers konar. Ég og systur mínar tvær, Kristín og Halla, þökkum fyrir þann heiður að hafa átt Thor sem frænda og vin. Sigga og strákarnir taka í sama streng. Valdimar og börn þeirra Höllu einnig. Elsku Mar- grét, við vitum hvers virði þú varst Thor og hann kunni líka að láta það heyrast. Örnólfur og Andri, Margrét Þóra og Ingi- björg, barnabörn sem sakna afa sárt. Öllum ykkur sendi ég hjart- anlegar samúðarkveðjur. Jón Norland. Kveðja frá Rithöfunda- sambandi Íslands Fallinn er í valinn Thor Vil- hjálmsson rithöfundur 85 ára að aldri. Thor gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu rithöf- unda og listamanna um langan aldur. Hann var félagi í Rithöf- undasambandi Íslands frá stofn- un þess árið 1974 en gegndi for- mennsku í Rithöfundafélagi Íslands árin 1959-1960 og aftur 1966-1968. Þá sat hann í stjórn Rithöfundasambands Íslands, hinu fyrra, 1972-1974. Árið 1988 var hann gerður heiðursfélagi Rithöfundasambandsins. Þá var Thor og forseti Bandalags ís- lenskra listamanna árin 1975- 1981 og um tíma forseti PEN- klúbbsins á Íslandi. Thor var alla tíð mikilvirkur félagsmálamaður. Hann lét sig sjaldnast vanta á fundi eða sam- komur í Gunnarshúsi, var fylginn sér og lá ekki á skoðunum sínum. Hann hafði ríkulegan sannfær- ingarkraft og hreif félaga auð- veldlega með sér þegar honum hljóp kapp í kinn. Færi Thor á flug í ræðustóli héldu honum engin bönd. Hann bar málefni listamanna fyrir brjósti og lét sér ekkert óviðkomandi, sýndi ung- um höfundum áhuga og hvatti þá til dáða. Þá var hann viðræðu- góður, kappsfullur, hlýr og ein- lægur þeim sem leituðu til hans og miðlaði af reynslu sinni. Og sögumaður var hann með af- brigðum góður. Nestorinn Thor Vilhjálmsson átti sinn sess meðal okkar og óhugsandi að það tæki nokkurn enda. Nú er skarð fyrir skildi. Silf- urhærði öldungurinn kemur ekki í Gunnarshús framar, stóllinn hans auður á næsta fundi. En minningin um góðan dreng lifir og hlýjar félögunum. Við vottum Margréti, Örnólfi, Guðmundi Andra og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum Thor Vilhjálmssyni fyrir samfylgdina og horfum á eftir honum með söknuði. Kristín Steinsdóttir, formaður. Thor Vilhjálmsson var eins og óbeislað náttúruafl. Ég var 25 ára þegar hann leitaði til mín á Iðunni um hugsanlegt útgáfu- samstarf. Það var mikil reynsla ungum manni að kynnast svo stórhuga höfundi. Hann logaði af ástríðu og baðaði út höndum þeg- ar hann ræddi verk sín. Það var komið að lokum út- gáfusamstarfs hans og Ísafoldar og hann á hrakhólum með útgef- anda. Við ræddum samstarf í Hólavallagarði og vökvuðum okkur með brenndum drykkjum í verðurblíðunni. Það var him- neskur eftirmiðdagur. Ég hreifst mjög af eldmóði Thors. Slíkur maður gat ekki verið annað en stórsnillingur. Hann hafði þó lítið álit á útgefendum og þeim sem helst véluðu um bókmenningu í landinu og fannst allan stórhug skorta þegar alvöru bókmenntir ættu í hlut. Smámuni eins og fjárhagsstöðu og praktísk vanda- mál gaf hann ekkert fyrir. Ég sló til með samstarfið þótt í mér væri nokkur uggur um að ég gæti nokkurn tímann fullnægt metnaði hans og staðið mig sem útgefandi. Ég var dálítið milli tveggja elda. Annars vegar var það faðir minn, eigandi Iðunnar, og hins vegar þessi stórlyndi höf- undur. Faðir minn var óánægður með ákvörðun mína um að taka Thor upp á útgáfuarma mína. Mér varð samt ekki haggað. Það er fljótsagt að samstarfið gekk vel en kröfuharðari höfund hef ég ekki hitt á lífsleiðinni. Honum var gjörsamlega ómögulegt að skilja að hann fengi ekki athygli mína óskipta. Það blessaðist þó allt. Um haustið gáfum við síðan út nýja útgáfu af bók hans um Kjarval og árið eftir kom Turn- leikhúsið. Hvorugur reið feitum hesti fjárhagslega frá þessari út- gáfu. Við veltum mikið vöngum yfir hvernig við gætum brotið múrinn og niðurstaðan varð sú að hann myndi skrifa sögulega skáldsögu, gerði ég honum út- gáfusamning og greiddi honum inn á hann svo hann gæti helgað sig verkinu. Ekkert varð þó úr að ég gæfi út verkið sem fékk heitið Grámosinn glóir og varð sann- arlega til að rjúfa múrinn. Ég hvarf frá Iðunni áður en skriftum lauk. Hann leitaði til mín þegar hann hafði lokið handritinu til að spyrja mig ráða. Hann hafði orð- ið þess áskynja að faðir minn hefði kannski takmarkaðan áhuga á samstarfinu nú þegar ég var horfinn á braut. Ég ráðlagði honum að ganga á fund föður míns og segja honum að sér mið- aði vel með verkið og hann skyldi láta þess getið að útgefendur væru þegar farnir að bítast um handritið. Ég sagði honum að ég teldi að faðir minn myndi grípa tækifærið þegar hann nefndi aðra útgefendur og hvetja hann til að fara með handritið til þeirra. Það gekk nákvæmlega eftir og Grámosinn kom út nokkru síðar. Fljótlega hvarf svo Thor til Máls og menningar og leiðir okkar í samstarfi lágu ekki saman fyrr en JPV útgáfa og Mál og menning gengu í eina sæng 2007 undir nafni Forlagsins. Ég er ævinlega þakklátur fyr- ir okkar góðu kynni sem aldrei hefur borið á skugga. Það er ekki sjálfgefið þegar svo stórlundaður maður sem Thor á í hlut og sjálf- ur er ég kannski ekki auðveldur heldur. Góða ferð, kæri Thor. Guð veri með Margréti, Örnólfi og Guð- mundi Andra og fjölskyldum þeirra og okkur öllum sem þótti vænt um þig. Jóhann Páll Valdimarsson. Á saknaðargrimmu andartaki þökkum við kærum vini sam- fylgdina. Þökkum birtuna í kringum hann, flæðið eins og al- heim í sköpun, náttúruna, jafnt úfinn sjó og svellandi sól. Hann var fagurkeri á fjalls- tindi með faðminn opinn, fjötra- laus fugl, ótakmarkaður og landamæralaus. Sjáandi og sær- ingamaður, byltingarmaður og hugsjónamaður. Bauð í ferðalag eftir hnattsundum og í loftsteina- kast fjarri hvunndögum. Málari og músíkant orðanna: Skáldið – síkvikt ævintýri, inspírasjón og eldlegur kraftur. Hann er ekki farinn. Hann er hér – einmitt hér. Í hjörtum okk- ar. Valgerður Benediktsdóttir og Hólmfríður Matthíasdóttir, Réttindastofu Forlagsins. Danska rithöfundasambandið PEN heiðrar minningu Thors Vilhjálmssonar. Það er með sorg að við í PEN kveðjum eitt af stóru skáldunum á Norðurlönd- um. Thor var skáld á borð við Thor Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.