Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 ✝ Sólveig RósaBenedikta Traustadóttir sjúkraliði fæddist í Vestmannaeyjum 12. júlí 1950. Hún lést á líknardeild LHS í Kópavogi 5. mars 2011. For- eldrar hennar voru Trausti Guð- jónsson, f. 1915, d. 2008, og Ragnheið- ur Jónsdóttir, f. 1917, d. 2011. Systkini Sólveigar eru: Hall- dóra, Guðjón, Kornelíus, Símon, Vörður Leví og Guðrún Ingveld- ur. Eftirlifandi eiginmaður Sól- veigar er Sigurður S. Wiium, f. 27.12. 1944. Þau gengu í hjóna- band 31.12. 1967 og bjuggu lengst af í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigurður M. Wiium, f. 1903, d. 1957, og Níelsína Ósk Daníelsdóttir, f. 1913, d. 1993. Börn Sigurðar og Sólveigar eru: 1) Hrefna Rós, f. 1968, eig- inmaður Ívar Halldórsson, f. 1970, börn þeirra eru Tanja Rós, f. 1990, Sahara Rós, f. 1992, Alex Ívar, f. 1994, Alexandra Líf, f. 1995, og Rebekka Lind, f. 1997, 2) Sigurður Heiðar, f. 1971, eig- inkona Gerður Rós Ásgeirsdóttir, f. 1972, börn þeirra eru Sigurður Jóel, f. 1997, Sandra Rós, f. 1999, Karin Rós, f. 2003, og Gerður Eva, f. 2007, og 3) Elva Ósk, f. 1975, eiginmaður Þór- arinn Friðriksson, f. 1965, börn þeirra eru Jakob Andri, f. 1998, Sólveig Rut, f. 2001, og Guðrún, f. 2008. Sólveig og Sigurður stunduðu nám við Troens Bevis Bibel- & Misjons Institutt í Noregi 1981- 1982 og bjuggu þar til 1986. Sól- veig útskrifaðist sem sjúkraliði 1990. Hún starfaði síðan á Borg- arspítalanum í Fossvogi. Sólveig var virk í kristilegu starfi hér á landi sem og erlendis, meðal annars sem öldungur í Fríkirkj- unni Veginum og stjórnarmaður í Aglow Íslandi, kristilegum samtökum. Útför Sólveigar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 11. mars 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. Mig langar með fáum orðum að minnast systur minnar, Sól- veigar Rósu Traustadóttur. Solla var einstök systir, kær- leiksrík og ráðagóð. Skynsöm og hjartahlý. Það var alveg sama hvað ég talaði um við Sollu, alltaf var hún tilbúin með svör, ekki með frekju eða ákveðni heldur mjúk og hlý. Guð gaf Sollu alveg sérstaka hæfileika til að ráð- leggja og tala til mín með svo mikilli visku að ég gat ekki annað en brosað og svo kom: „Inga, við skulum biðja fyrir þessu …“ og svo byrjaði hún: „Himneski faðir minn“ o.s.frv. Já, ég var lánsöm að vera litla systir svona ein- stakrar konu. Við Solla vorum ekki miklir mátar þegar við vor- um krakkar, hún var 4 árum eldri en ég og fannst alveg rosalega leiðinlegt að þurfa að passa mig. En svo kom að því að ég þurfti að passa börnin fyrir hana og þá var nú gott að eiga litla systur. Til að borga mér pössunina sendi hún Hrefnu dóttur sína til mín og hún var sko dugleg bæði að passa og sinna heimilinu fyrir mig. Síð- ustu misseri hefur hún Solla ver- ið mikið veik, en aldrei lét hún deigan síga, alltaf til staðar með uppörvun og hvatningu til mín og annarra. Hún var að prjóna peysu á eitt barnabarnið þegar ég heimsótti hana síðast og var hún máttfarin en falleg var peys- an og vel prjónuð. Nú er þessi kafli búinn og Solla er hjá Drottni okkar og frelsara, þeim er hún fékk aldrei nóg af að lofa og tigna. Á kveðjustund vil ég þakka Guði fyrir yndislega syst- ur og vinkonu. Elsku Siggi, Hrefna, Siggi, Elva og fjölskylda. Drottinn blessi ykkur og styrki í sorg og söknuði. Ingveldur (Inga) litla systir. Elsku Sólveig okkar. Hjartans þakkir fyrir samfylgdina, hlýju þína og fyrirbænir. Við kveðjum þig með þessu fallega ljóði sem okkur þykir eiga svo vel við. Þú varst sönn hetja í veikindum þín- um. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elsku Siggi, Hrefna Rós, Sig- urður Heiðar, Elva Ósk, systkini Sólveigar og fjölskyldur. Undan- farnir dagar hafa verið okkur öll- um erfiðir. Á rúmlega einum sól- arhring þurftum við að sjá á eftir móður/ömmu og systur/frænku. Við biðjum algóðan Guð að veita okkur öllum styrk og kraft í sorginni og blessa minningu stór- kostlegra kvenna. Dýrð Drottins eiga þær vísa. Símon bróðir og Ingi- björg, Jónína Hrönn, Jó- hannes Hreiðar, Ragn- heiður Hlín, Gígja Hrund og fjölskyldur. Sólveig Traustadóttir Wiium hefur verið tekin heim, að mér finnst alltof snemma, en við skilj- um ekki alltaf hverju það sætir þegar fólki á besta aldri er kippt burtu. Sem unglingur kynntist ég þessari fallegu og sterku stúlku og síðar á lífsleiðinni áttu leiðir okkar eftir að liggja oft saman, bæði gegnum samstarfið í Fríkirkjunni Veginum þar sem við vorum bæði öldungar (það er í stjórn kirkjunnar). Sólveig og Björg konan mín voru líka í stjórn Aglow þar sem þær störf- uðu saman í mörg ár og varð vel til vina. Sólveig var ein mesta bæna- kona sem ég hef kynnst og höfum við reynt að tileinka okkur henn- ar lífsviðhorf, að játa út það sem við viljum sjá í lífinu og aldrei að nefna vansigur eða eitthvað nei- kvætt á nafn. Það er af mörgu að taka ef segja á eitthvað frá Sól- veigu, ég gríp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum og lýsir þessari stórbrotnu konu vel. Björg missti lyktarskynið upp úr veikindum og fann enga lykt í nokkur ár eða þar til eitt sinn er þær vinkonur ásamt fleiri konum voru á Aglow-móti í Bandaríkj- unum. Á ferðum þeirra til Bandaríkjanna tilheyrði að kíkja í Victoria Secret-verslanir og þegar Sólveig gerði sér grein fyr- ir að Björg fann ekki einu sinni lykt inni í þeirri búð sagði hún að þetta gengi ekki og það yrði að biðja fyrir þessu þegar komið væri upp á hótel. Í stuttu máli sagt fékk Björg lyktarskynið samdægurs eftir bænina. Við hjónin nutum góðs af sam- ferðinni með Sigurði og Sólveigu á margan hátt, meðal annars vor- um við á bænalista. Þau hjón hafa verið á meðal okkar nánustu vina í yfir 30 ár svo þetta er sár söknuður yfir þessum mikla missi fyrir okkur hvað þá fyrir fjölskyldu hennar. Ég bið góðan Guð að gefa frið og lækningu inn í líf eiginmanns, barna, barna- barna sem og annarra aðstand- enda sem nú horfa á eftir þessari miklu trúarhetju fara heim til Drottins. Halldór Pálsson. Ég ætlaði ekki að trúa því að Sólveig væri látin þegar Halldóra systir hennar hringdi í mig til að segja mér frá andláti Ragnheiðar móður sinnar og Sólveigar, en þær létust með fárra daga milli- bili. Þrátt fyrir mikil veikindi taldi ég Sólveigu ekkert á förum. Sólveig var æskuvinkona mín. Ég man aldrei eftir okkur ósátt- um. Í minningunni var vinátta okkar mikil og við leituðum hvort til annars með allt milli himins og jarðar. Móðir mín var auk þess afskaplega hrifin af Sólveigu og leit á hana sem sitt barn á marg- an hátt, enda Sólveig nær dag- legur gestur á heimilinu þegar við vorum lítil. Sólveig var ári eldri en ég og því var hún mér á margan hátt þroskaðri og ég tel að mamma hafi því treyst henni vel fyrir mér þegar við vorum börn. Stundum var okkur strítt á því að við værum kærustupar en oftast tókum við þetta ekki nærri okkur og svo mikið er víst að slík stríðni hafði engin áhrif á vináttu okkar. Við ólumst upp í Vestmanna- eyjum – hún í Hjarðarholti og ég í Húsadal. Húsin standa hlið við hlið, þó að þau tilheyri sitt hvorri götunni og því var auðvelt að stökkva yfir vegginn á lóðamörk- unum þegar mikið lá við. Þegar Sólveigu leiddust bræður sínir eða ef góður matur var í boði hjá mömmu brá hún sér oft yfir vegginn og á sama hátt stökk ég yfir í Hjarðarholt ef mig vantaði leikfélaga, eða ef ég hafði veður af betri mat hjá Ragnheiði mömmu hennar en ég var alltaf velkominn í Hjarðarholt. Við átt- um margar góðar stundir saman í leikjum og ærslum sem börn og unglingar. Sólveig flutti hins veg- ar frá Eyjum snemma á ung- lingsárunum og eftir það urðu tengslin minni, eins og við var að búast. Þó að samskiptin eftir brott- flutninginn frá Eyjum væru minni en áður og stundum liðu mörg ár milli þess að við hittumst eða ræddum saman átti Sólveig alltaf mjög stórt pláss í huga mínum. Sólveig var afskaplega hlý og hún var fljót að hafa sam- band ef eitthvað bjátaði á í lífi mínu, þannig var hún manna fyrst að hafa samband við andlát foreldra minna og á sama hátt heyrði ég strax frá henni þegar Guðmundur eldri bróðir minn lést fyrir réttu ári síðan. Hún átti alltaf nægan kærleika aflögu. Trúin hefur alltaf átt stóran þátt í lífi Sólveigar og trúin varð henni mikill styrkur í veikindum hennar. Hún sýndi ótrúlegt æðruleysi og alltaf sagði hún að sér liði bara vel þegar ég spurði um líðan hennar, þrátt fyrir að ég vissi að hún væri fársjúk. Fyrir nokkrum mánuðum komu Sól- veig og Sigurður eiginmaður hennar í mat til okkar Guðlaug- ar. Við áttum yndislega kvöld- stund saman yfir góðum mat og spjalli um gamla daga. Í fram- haldinu hafði ég hugsað mér að senda Sólveigu gamlar myndir sem ég á frá æskudögunum í Eyjum. Því miður tókst mér ekki ljúka þessu ætlunarverki í tæka tíð. Ég sendi Sigurði og fjöl- skyldu, ásamt systkinum Sól- veigar og fjölskyldum, einlægar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorginni, bæði vegna fráfalls Sólveigar og Ragnheiðar móður hennar. Fjölnir Ásbjörnsson. Kveðja frá lyf- og húðlækningadeild A2 Í dag kveðjum við Sólveigu Traustadóttur, vinnufélaga okk- ar, eftir langa og erfiða baráttu við veikindi. Við vissum að kveðjustundin nálgaðist, en það er sárt þegar stundin rennur upp og vonin hverfur. Sólveigu kynntumst við marg- ar fyrst þegar hún hóf störf sem sjúkraliði á þáverandi gæsludeild slysa- og bráðadeildar Borgar- spítalans og strax við fyrstu kynni urðu mannkostir hennar okkur öllum ljósir. Þar var á ferðinni kona sem hafði mikið að gefa og lét sér annt um fólk, jafnt sjúklinga sem samstarfsfólk og fjölskyldur þeirra. Hún var kona sem hafði góða nærveru, fallega framkomu og hún gekk rösklega til verka. Allt eru þetta eiginleik- ar sem nýttust vel í störfum hennar sem sjúkraliði. Frá fyrsta degi tilheyrði Sól- veig kjarnahópnum okkar, sem nú hefur starfað saman í mörg ár og gengið einhuga í gegnum ýmsar breytingar á deildinni. Sólveig var ein af þeim sem ákváðu að vera áfram á deildinni þegar henni var breytt í lyf- og húðlækningadeild. Eins og geng- ur hafa ýmsar mannabreytingar orðið á stórum vinnustað á löngum tíma, en Sólveigu hefur lynt vel við alla, án þess að fara í manngreinarálit. Á löngum starfsferli hafa því margir bund- ist henni sterkum vináttubönd- um og hennar verður sárt saknað í okkar hópi. Sólveig var okkur ekki einung- is góður vinnufélagi, heldur líka einstaklega greiðvikin og gjaf- mild kona. Við nutum því ekki að- eins samvista með henni, heldur nutum við líka gjafmildi hennar á ýmsan hátt. Þannig höfum við margar þegið frá henni gjafir sem hún eða móðir hennar prjón- uðu, lopapeysur, sokka eða skó. En veraldlegu gæðin voru henni ekki hugstæðust. Sólveig var mjög trúuð kona og trúði einlæg- lega á mátt bænarinnar, og það var ósjaldan sem hún bauðst til að biðja fyrir okkur og fjölskyld- um okkar, og ég veit að við sam- starfskonur hennar og fjölskyld- ur okkar vorum gjarnan í bænum hennar. Þá gilti einu hverjar skoðanir okkar á trúmálum eru, þetta var hennar leið til að sýna okkur óendanlega umhyggju. Sólveig tók veikindum sínum af miklu æðruleysi og fékk mik- inn styrk í trúnni. Hún trúði því að drottinn Guð myndi leiða hana í þessari baráttu og ef það ætti fyrir henni að liggja að ná ekki bata í veikindum sínum, þá myndi hann hjálpa henni að tak- ast á við þau eins og allt annað sem lífið býður upp á. Þannig var Sólveig, hún tókst á við hvert verkefni með drottin sér við hlið. Með söknuði kveðjum við Sól- veigu og þökkum fyrir að hafa fengið að eignast vináttu hennar. Við vottum Sigurði, eigin- manni Sólveigar, börnum þeirra og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Missir ykkar er mikill en megi minningin um góða konu lifa. María Vigdís Sverrisdóttir, deildarstjóri A2. Sólveig Traustadóttir ✝Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ERNA E. OLSEN, Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi, sem lést laugardaginn 5. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS – samtök aðstandenda Alzheimersjúklinga. Við viljum þakka Jóni Snædal, lækni og starfsfólki Land- spítala Landakoti, deild L-4, fyrir alúðlega og hlýja umönnun. Jón Ágúst Ólafsson, Ellen Ragnheiður Jónsdóttir, Hjörtur Cyrusson, Arnar Jónsson, Steinunn H. Hannesdóttir, Róbert Jónsson, barna- og barnabarnabörn. ✝ Færum öllum þakkir sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát ÁSDÍSAR EYJÓLFSDÓTTUR, Aflagranda 40. Víglundur Þorsteinsson, Kristín M. Thorarensen, Hafdís B. Þorsteinsdóttir, Flemming Korslund, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÞORFINNUR TÓMASSON ökukennari, Selfossi, sem lést á Fossheimum þriðjudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 12. mars kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Vinafélag Fossheima og Ljósheima. Skúli Valtýsson, Hjördís Þorfinnsdóttir, Agnar Pétursson, Kristín Þorfinnsdóttir, Kristinn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Hjarðarholti í Vestmannaeyjum, síðar til heimilis á Ásbraut 13, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 3. mars. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu mánudaginn 14. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu Reykjavík. Reikningsnr. 0338-26-500, kt. 540169-3739. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Traustadóttir, Einar Jónasson, Guðjón Traustason, Kornelíus Traustason, Elín Pálsdóttir, Símon Eðvald Traustason, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sigurður S. Wiium, Vörður Leví Traustason, Ester K. Jacobsen, G. Ingveldur Traustadóttir, Geir Jón Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN BJÖRNSSON MALMQUIST, Skógarhlíð 29, Akureyri, lést á öldrunarlækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, Kristnesi, fimmtu- daginn 10. mars. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á öldrunarlækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, Kristnesi. Liesel Malmquist, Björg Jóhannsdóttir Malmquist, Gylfi Ægisson, Hilmar Jóhannsson Malmquist, Helga Bogadóttir, Karen Jóhannsdóttir Malmquist, Gunnar Eiríksson, Finnur Jóhannsson Malmquist, Kristjana V. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.