Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011
✝ Jón Ásgeirsson,fæddist á Ísa-
firði 2. maí 1921.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Hlév-
angi í Keflavík 25.
febrúar 2011. For-
eldrar hans voru
Rebekka Dagbjört
Hjaltadóttir, f.
1880, d. 1929, og Ás-
geir Jónsson, vél-
stjóri á Ísafirði og
síðar á Suðureyri, f. 1876, d. 1958.
Seinni kona Ásgeirs var Sigríður
Jónsdóttir, ljósmóðir, f. 1889, d.
1970. Systkini Jóns voru Guð-
laugur, sjómaður, f. 1904, d. 1940,
Guðríður, húsmóðir, f. 1907,d.
1988, Ásgeir, verkamaður, f.
1910, d. 1990, Rannveig, hús-
móðir, f. 1913, d. 1994, Þóra,
hannyrðakennari, f. 1917, d. 1970,
Kristján, bryti, f. 1919, d. 1976.
22. júní 1950 kvæntist Jón Sig-
rúnu Helgadóttur, f. 22. júní 1925
í Reykjavík, d. 20. nóvember
1992. Sigrún var dóttir hjónanna
Friðsemdar Steinunnar Guð-
mundsdóttur, f. 1904, d. 1971, og
Helga Sigurðssonar, hús-
gagnabólstrara í Reykjavík, f.
1900, d. 1974. Börn Sigrúnar og
Jóns eru: 1) Steinunn Helga, f.
1950, maki Hallgrímur Gunn-
arsson, rafmagnsverkfræðingur,
f. 1949. Börn þeirra eru: a) Ingi-
leif Bryndís, doktor í stærðfræði,
f. 1975, maki Lior Samuel Pach-
ter, doktor í stærðfræði og pró-
fessor við Berkeley háskóla. Þau
eiga tvær dætur, Steinunni Hildu,
heildsölu, J. Ásgeirsson og Jóns-
son, með skólabróður sínum í
Verzló og vini, Guðmundi heitn-
um Jónssyni. Að loknu námi vann
hann við skrifstofustörf á Ak-
ureyri 1944 og í Reykjavík 1944-
1949, m.a. hjá Slippfélaginu í
Reykjavík. Hann starfrækti fé-
lagsheimili verslunarmanna í
Reykjavík 1949-1950 og stúd-
entagarða í Reykjavík sumarið
1950. Jón var um tíma meðeig-
andi í versluninni Kjöt & Fiski í
Reykjavík. Árið 1951 fluttist fjöl-
skyldan til Keflavíkur þar sem
Jón hóf störf sem bókari hjá
Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Hann
var ráðinn fyrsti sveitarstjóri
Njarðvíkur 1955 og gegndi því
starfi í tæp 20 ár. 1974-1990 starf-
aði hann sjálfstætt við bókhald og
skattauppgjör fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Á þessu tímabili var
hann um hríð umboðsmaður Sjó-
vár-Almennra trygginga, um-
boðsmaður skattstjóra, og sá um
tíma um sjúkrasamlagið fyrir
Njarðvíkurbæ. Frá 1990 starfaði
Jón með syni sínum Ásgeiri á lög-
fræðistofunni Lögbók allt til árs-
loka 2004. Jón var einn af stofn-
endum Lionsklúbbsins í Njarðvík
1958. Var formaður Lionsklúbbs
Njarðvíkur um hríð, var ritari og
gjaldkeri Lionshreyfingarinnar á
Íslandi 1961-1962 og umdæm-
isstjóri hennar 1968-1969. Jón var
einn af heiðursfélögum Lkl. Njað-
víkur. Árgangur 1944 úr Verzló
hittist reglulega Jóni til mikillar
ánægju. Jón hafði yndi af stang-
veiði og undi sér löngum við fal-
legar ár.
Útför Jóns fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 11. mars
2011, og hefst athöfnin kl. 14.
f. 2007 og Ruth Sig-
rúnu, f. 2009. b) Sig-
rún, læknir, f. 1981,
sambýlismaður
hennar er Ingi Freyr
Vilhjálmsson, heim-
spekingur og blaða-
maður, f. 1980, og
eiga þau soninn
Hallgrím, f. 2011. c)
Áslaug, nemi, f.
1984. 2) Rebekka
Dagbjört, versl-
unarmaður, f. 1956, maki Björg-
vin Halldórsson, húsasmíðameist-
ari, f. 1948. Börn þeirra eru: a)
Halldór Jón, landfræðingur, f.
1977, maki Valgerður Ósk Guð-
mundsdóttir, ferðamálafræð-
ingur, f. 1982. Dóttir þeirra er
Ingunn Rebekka, f. 2008. b) Sig-
rún Helga, nemi, f. 1984, sam-
býlismaður hennar er Ragnar
Már Ragnarsson, flugmaður, f.
1976. 3) Ásgeir, hæstarétt-
arlögmaður, f. 1959, maki Hrafn-
hildur H. Ólafsdóttir, þjón-
ustustjóri, f. 1960. a) dóttir
Ásgeirs er Sigrún Halla, nemi, f.
1979, móðir hennar er Rósa Krist-
ín Marinósdóttir. Sigrún Halla á
synina Ívar Björgvin, f. 2003, og
Victor Bjarka Davíðssyni, f. 2006.
Börn Ásgeirs og Hrafnhildar eru:
b) Ingibjörg Íris, nemi, f. 1992. c)
Bryndís Þóra, nemi, f. 1994. d)
Jón, f. 1998.
Jón lauk verslunarskólaprófi
frá Verzlunarskóla Íslands 1944.
Á námsárunum hafði hann fram-
færi sitt aðallega af sjómennsku á
sumrin. Hann stofnaði einnig
Elsku pabbi, nú er komið að
kveðjustund. Efst í huga mínum
er þakklæti til þín fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur og að fá að hafa
þig svona lengi. Þú hefðir orðið 90
ára hinn annan maí nk. en það er
hár aldur, þú varst hress alla tíð,
misstir aldrei dag úr vinnu og
varst alltaf svo jákvæður og bón-
góður. Það var ekki fyrr en á síð-
asta ári að heilsu þinni hrakaði, en
aldrei kvartaðir þú.
Þú fylgdist vel með öllum í fjöl-
skyldunni og hafðir mikinn áhuga
á að vita hvað allir væru að gera og
litlu langafabörnin voru ofarlega í
huga þínum. Alltaf varstu glaður
þegar Ingunn Rebekka kom í
heimsókn, mér er minnisstæð síð-
asta heimsókn hennar til þín, þá
lást þú í rúminu, en hún tók hverja
einustu mynd sem þú áttir og
sýndi þér og tiltók hverjir væru á
myndunum. Þú hafðir gaman af
því, já þú elskaðir svo sannarlega
börnin þín öll.
Pabbi minn, það var erfitt hjá
þér og okkur þegar mamma lést
aðeins 67 ára gömul, en við litla
fjölskyldan stóðum þétt saman
eins og ávallt og pössuðum vel upp
á þig. Ég tók við af mömmu og fór
í allar Lionsferðir bæði innan-
lands og utan. Þú varst mikill
Lionsmaður og misstir aldrei af
fundi fyrr en sl. ár vegna veikinda
þinna og talaðir þú um að um leið
og þú færir að hressast færirðu á
fund aftur.
Þú áttir þinn stað við matar-
borðið hjá okkur Badda og börn-
unum og ef þú varst ekki mættur í
kvöldmatinn spurðu Halldór Jón
og Sigrún Helga alltaf: Hvar er
afi? Það hófust oft skemmtilegar
umræður yfir matnum, sem stóðu
langt fram á kvöld, og þú spjall-
aðir við krakkana um heima og
geima og þau leituðu ráða hjá afa
og hlustuðu á sögur frá því að þú
varst ungur maður, þetta voru
skemmtilegar stundir.
Aldrei var farið í sumarbústað
eða önnur ferðalög nema þú kæm-
ir með og eigum við ótal minning-
ar um það. Þú varst duglegur að
bjóða í mat og lagðir mikla natni í
að elda kjötsúpuna þína eða grilla
læri í forláta grillofninum þínum.
Ef ég fór í burtu sást þú oftast um
að elda á meðan og fannst mér það
mjög notalegt. Eftir að mamma
lést og þú varst ennþá á Hlíðar-
veginum hélst þú alltaf jólaboð
fyrir okkur öll – eldaðir sjálfur
purusteikina en fékkst smáhjálp
með meðlætið. Síðasta matarboðið
þitt hélstu í september sl., nokkr-
um dögum áður en þú fluttir á
Hlévang, þú bauðst okkur – allri
stórfjölskyldunni – í kjötsúpu og
ég fékk ekki að aðstoða þig, þú
sást um þetta allt sjálfur.
Þú bjóst á Aðalgötu 5 (Vina-
minni) í nokkur ár og þar leið þér
vel og eignaðist góða vini sem litu
inn hjá þér. Eftir að þú fluttir á
Hlévang sl. sept. fór heilsu þinni
að hraka, en við áttum góðar
stundir um jólin saman. Gast þú
komið og verið með okkur. Við
vorum hjá þér síðustu ævidagana
þína og mun ég geyma þær stund-
ir í hjarta mínu. Við viljum þakka
stúlkunum þínum á Hlévangi fyrir
allt, þær voru þér svo góðar og tal-
aðir þú oft um það.
Elsku pabbi minn, nú veit ég að
þið mamma eruð saman á ný.
Guð geymi ykkur – Takk fyrir
allt
Þín dóttir,
Rebekka.
Í dag, föstudaginn 11. mars, er
til moldar borinn tengdafaðir
minn Jón Ásgeirsson. Það eru
hátt í fjórir áratugir síðan ég kom
fyrst inn á heimili Jóns og Sigrún-
ar. Þar ríkti kærleikur sem var
hrífandi og um leið gott fordæmi
fyrir yngri kynslóðir. Að leiðarlok-
um gerir maður sér grein fyrir að
það hafa verið forréttindi að eiga
jafn góða að og Jón Ásgeirsson.
Jón hafði einstakt lag á að skapa
jákvætt andrúmsloft hvar sem
hann fór, það átti bæði við í störf-
um sem og í fjölskyldulífi.
Jón var ráðinn sveitarstjóri í
Njarðvík um miðjan 6 áratuginn
og sinnti því starfi í tæplega 2 ára-
tugi. Á þeim árum var ekki auð-
velt að reka heilt bæjarfélag þann-
ig að öllum líkaði en Jón naut
óskoraðs trausts þvert á alla póli-
tík þannig að Njarðvík blómstraði
og var vel stætt bæjarfélag þegar
hann lét af störfum. Í næstum 3
ártugi þar á eftir starfaði Jón við
sjálfstæðan rekstur bókhalds-
þjónustu. Þar naut sín lagni Jóns
ekki síður en við sveitarstjóra-
starfið áður og hæfileikinn að
finna viðskiptavinum sínum góðar
lausnir. Rúmlega síðasta áratug-
inn áður en Jón settist í helgan
stein störfuðu þeir feðgar Ásgeir
og Jón saman í félaginu Lögbók
sem sameinaði bókhalds- og lög-
fræðiþjónustu.
Jón var eftirsóttur til fé-
lagsstarfa og var honum Lions-
hreyfingin mjög kær. Hann var
einn af stofnendum Lions í Njarð-
vík og síðar umdæmisstjóri fyrir
Ísland. Herrakvöld Lions voru
stórhátíðir hjá Jóni og bauð hann
syni, tengdasonum og vinum
gjarnan með – alltaf minnisstæðar
samkomur. Þar naut félagslyndi
Jóns sín vel bæði þegar slegið var
á létta strengi og eins þegar mál
voru rædd í meiri alvöru. Að taka
þátt í leik og starfi með öðrum var
Jóni eðlislægt og var undirbúning-
urinn stór hluti af ánægjunni. Það
átti ekki síst við um stangveiði,
sem var í miklu uppáhaldi hjá Jóni
og naut ég leiðsagnar hans sem
veiðifélagi margoft.
Jón var gæfumaður í einkalífi.
Þau Sigrún hófu búskap 1950 og
bjuggu fyrst í Keflavík en lengst
af í Njarðvík. Það var alltaf nota-
legt að koma til þeirra og sérstak-
lega þótti börnunum gott að koma
til afa og ömmu. Það var dekrað
þannig við börnin að þau vildu allt-
af ólm fara í heimsókn til afa og
ömmu. Jón hafði gaman af að
bregða á leik við börnin þannig að
aldrei gleymist og þannig var
miðlað lífsgleðinni sem þeim Jóni
og Sigrúnu var svo eiginleg. Það
var unun að vera í þeirra návist.
Fráfall Sigrúnar var Jóni þung-
bært en þar, sem oft áður, gaf
hann okkur gott fordæmi um
hvernig vinna skal úr sorginni
þannig að við erum ríkari á eftir.
Að leiðarlokum langar mig að
þakka Sigrúnu og Jóni allt sem
þau hafa gert fyrir okkur hjónin
og börnin.
Guðsblessun fylgi þeim báðum.
Hallgrímur Gunnarsson.
Hann er farinn, höfðinginn. Það
er margs að minnast við fráfall
Donna tengdapabba. Efst í huga
er þó þakklæti fyrir að hafa
kynnst svo miklum heiðursmanni.
Í minningunni stendur hann,
stoltur og flottur, í vel pússuðum
skóm með bindi og hatt og glettn-
isblik í auga. Hann hafði góðan
húmor og reyndi líka oft, á sinn
góðlátlega hátt, að plata mann og
skemmti sér vel ef bitið var á agn-
ið. Það einkenndi hann líka að ef
flautið hans heyrðist, þá leið hon-
um vel og var niðursokkinn í eitt-
hvert verkefni, hvort sem það var
við skrifborðið eða í eldhúsinu.
Flautið var einhver lagleysa í mín-
um eyrum en ætíð hljómaði það
samt eins. Því miður heyrðist ekki
mikið af flautinu síðastliðið ár en
húmorinn var í lagi fram á sein-
asta dag.
Tengdapabbi var mjög barn-
góður og ákaflega stoltur af öllum
sínum barnabörnum og barna-
barnabörnum. Nú eru börnin okk-
ar Ásgeirs að missa eina afann
sem þau hafa þekkt og þau þakka
afa af heilum hug fyrir ómetan-
lega tíma og allar dýrmætu sam-
verustundirnar. Eftir að Donni
hætti að vinna mætti hann dag-
lega heim til okkar þegar skóla
lauk og bauð fram aðstoð við lær-
dóminn. Nafni hans naut sérstak-
lega góðs af því í sex ár, frá byrjun
skólagöngu þar til fyrir um ári.
Það voru því margar stundirnar
sem þeir tveir áttu saman. Að
sjálfsögðu átti afi fyrsta rétt á að
sjá einkunnir og alltaf ljómaði
hann af stolti og ánægju þegar
hann skoðaði niðurstöðurnar. Það
kom enginn bónleiður til búðar hjá
afa og ekki hægt að gleyma öllu
skutlinu á fótboltaæfingarnar eða
annað sem þurfti að fara. Þá sást
oft til Donna flautandi undir stýri.
Fyrir alla umhyggjuna, kærleik-
ann, stríðnina og hlýjuna þakka ég
og kveð með söknuði einstakan
mann.
Með virðingu og ást,
Hrafnhildur.
Með söknuði kveð ég elsku afa
minn. Ofarlega í huga mér er
þakklæti fyrir að fá að kynnast
honum og fá að eiga afa eins og
hann. Alveg frá því að ég man eftir
mér fannst mér alltaf gott að
koma í heimsókn til ömmu og afa á
Hlíðarveginn, þar var ég á heima-
velli. Það voru ófáar næturnar
sem við systkinin fengum að gista.
Alltaf leið okkur vel og amma og
afi gerðu allt fyrir okkur. Eftir að
amma Sigrún dó langt fyrir aldur
fram kynntist ég afa betur. Ég
man enn eftir því þegar mamma
spurði mig hvort ég væri til í að
gista hjá afa í nokkrar nætur eftir
fráfall ömmu og gerði ég það með
glöðu geði. Þessar nokkrar nætur
urðu að tveimur árum og á þess-
um tíma urðum við miklir og góðir
vinir.
Við brölluðum mikið saman í
gegnum árin og var ég meira að
segja svo heppinn að fá að vinna
með afa mínum þegar Ásgeir
frændi réð mig á lögfræðistofuna
sína þar sem afi vann einnig við
bókhald. Á hverju vori var farið að
huga að veiðiferðum sumarsins og
ófáar veiðiferðirnar liggja að baki
þó að aflinn hafi oft verið rýr, en
það var fyrst og fremst samveran
sem stóð upp úr. Það var hluti af
hverri veiðiferð að afi kæmi með
grillað lambalæri sem hann grill-
aði sjálfur heima á sinn einstaka
hátt í grillofninum sínum. Bragðið
af læri frá afa var nokkuð sem
enginn getur leikið eftir. Þegar
hann var spurður af því hvaða
krydd hann notaði þá varð oft fátt
um svör, það var leyndarmál. Hin
seinni ár sátum við oft saman á ár-
bakkanum og horfðum á ána
renna hjá. Orð voru ekki nauðsyn,
ómeðvitað byrjaði afi að blístra lag
eða brot úr lagi sem var einmitt
eins og það átti að vera.
Afi var mikill grínari og gátum
við hlegið mikið saman að alls kon-
ar vitleysu, hann sagði oft brand-
ara bæði af sjálfum sér og öðrum
og notaði sitt einstaka krydd til að
gera brandarana aðeins betri.
Alltaf var hægt að setjast niður og
ræða málin. Afi var ótrúlega vel að
sér í hinum ýmsu málum og oftar
en ekki fylgdu með nokkrar sögur
frá liðnum tímum.
Afi ferðaðist með okkur fjöl-
skyldunni víða, bæði um Ísland, í
sumarbústaði og til útlanda. Hann
kom í heimsókn til mín þegar ég
bjó á Flórída og lét hann nú ekki
langt ferðalag stoppa sig í því að
heimsækja mig. Þar áttum við
góðar stundir eins og á Spáni fyrir
nokkrum árum þar sem við vorum
saman í sól og hita.
Afi var mjög stór hluti af lífi
mínu og minnar fjölskyldu og var
hann Valgerði minni eins og henn-
ar eigin afi. Litla stelpan okkar
Ingunn Rebekka sem honum þótti
mjög vænt um mun líklega ekki
muna eftir langafa en margar góð-
ar myndir og sögur munum við
sýna og segja henni af heimsins
besta afa, langafa stutta eins og
hann sagði svo oft við hana.
Elsku afi, takk fyrir allar frá-
bæru stundirnar sem við áttum
saman við leik og störf. Óteljandi
margar minningar geymi ég í
hjarta mínu um alla framtíð. Þú
verður ætíð í huga mér elsku afi.
Takk fyrir allt.
Þinn
Halldór Jón.
Afi Donni var ávallt með bros á
vör og góðlegan stríðnisglampa í
augunum. Hann var fádæma góð-
ur sögumaður og þegar leið á frá-
sögnina kryddaði hann alltaf sög-
una með skemmtilegum
smáatriðum sem smám saman
urðu ótrúlegri þangað til sagan
hafði breyst úr reynslusögu í lyga-
sögu. Þrátt fyrir að öll fjölskyldan
vissi á hverju var von tókst honum
alltaf að ljúga einhverju að okkur
áður en við hlæjandi stöðvuðum
söguna.
Minnisstæðar eru sögurnar af
lúsunum sem stukku milli koll-
anna á honum og félaga hans,
mýsnar sem voru farnar að súpa
vodka og sögur af skrautlegum
karakterum af Vestfjörðunum. Afi
Donni kunni að meta mikilvægi
þess að eiga góðar stundir með
vinum og laumaði hann ávallt eins
og einum seðli í lófa barna-
barnanna þegar hann kvaddi, með
þeim orðum að þetta smáræði
skyldi nýtt í að gera eitthvað
skemmtilegt.
Sumar af mínum bestu minn-
ingum úr barnæsku eru um afa
Donna og ömmu Sigrúnu. Þau
tóku á móti öllum opnum örmum
og það var ávallt afslappað og
þægilegt andrúmsloft í kringum
þau. Þegar fjölskyldan hittist urðu
samverustundirnar langar og
skemmtilegar.
Afi Donni var mikill matmaður
og þegar mikið stóð til, eins og á
jólum og páskum, sá hann gjarnan
um steikina og hélt hann því
áfram um árabil eftir að amma
Sigrún féll frá, langt um aldur
fram.
Amma Sigrún og afi Donni voru
afar samrýmd hjón og var unun að
fylgjast með samskiptum þeirra.
Það er gjarnan sagt að ekki læri
börn það sem þeim er sagt, heldur
það sem fyrir þeim er haft og var
það tvímælalaust eitt það besta
veganesti sem þau gátu gefið
barnabörnunum að sýna í verki
hvernig eiga má farsælt hjóna-
band með gagnkvæmri virðingu
og hlýleika, kryddað með smá
stríðni og góðlátlegu gríni. Það
eina sem skyggði á hjá afa seinni
árin var að fá ekki að hafa ömmu
sér við hlið lengur. Þó að hann
bæri sig vel var ljóst að einveran
var honum þungbær.
Mér þótti vænt um að fá að eiga
góðar stundir með afa Donna og
dætrum mínum síðasta sumar og
hef ég oft hugsað til þeirra stunda
í vetur.
Bless, afi minn.
Ingileif Bryndís
Hallgrímsdóttir.
Mín fyrsta minning um afa
Donna er af Hlíðarveginum. Ég
hef ekki verið meira en nokkurra
ára gömul og í þessari helgar-
heimsókn hjá ömmu og afa varð
ég fyrir því óláni að detta. Strax
var afi kallaður til, ég fékk að setj-
ast inni á skrifstofunni í forstofu-
herberginu þar sem afi hreinsaði
og bjó um skrámað hné af mikilli
nærgætni. Ég man að ég hugsaði
að afi hlyti að kunna allt í heim-
inum.
Ég á margar góðar minningar
af Hlíðarveginum hjá ömmu og
afa. Við frændsystkinin eyddum
miklum tíma úti í móa að leita að
asnagulli, og í kringum eldhús-
borðið að búa til klippimyndir úr
tímaritum. Ég og Sigrún Helga
bjuggum meira að segja til okkar
eigið tungumál.
Afi átti það þá til að hvísla að
okkur krökkunum: „Biðjið ömmu
um að baka pönnukökur“ vitandi
það að amma lét allt eftir okkur,
svona var hann sniðugur.
Eftir að ég varð eldri þá urðu
samverustundirnar með afa að
sögustundum, oftar en ekki stór-
lega ýktar reynslusögur af Vest-
fjörðunum og ferðalögum hans
þegar hann var ungur maður. Í
sögunum hans afa rann raunveru-
leikinn saman við ýkjurnar svo
átakalaust að maður tók ekki eftir
skiptunum. Það er að segja þangað
til afi sagði eitthvað svo ótrúlega
fáránlegt að hann kom upp um sig.
Ég á alltaf eftir að minnast afa
sem ímyndar herramannsins, allt-
af vel tilhafður með greiðuna í
skyrtuvasanum, en undir hattinum
leyndist stríðnispúki með gull-
hjarta. Bless, afi minn.
Áslaug Hallgrímsdóttir.
Elsku afi. Þegar ég skrifa þessi
minningarorð er þakklæti mér efst
í huga. Þakklæti fyrir að hafa feng-
ið að eiga afa eins og þig í öll þessi
ár. Ég var ekki gömul þegar ég
kyssti mömmu og pabba bless því
ég var á leiðinni í næturpössun til
ömmu og afa á Hlíðarveginn. Þar
var alltaf svo gott að vera enda
voru afi og amma alveg einstök.
Þegar amma svo lést fyrir næstum
20 árum varð afi daglegur gestur
heima á Suðurgarðinum þar sem
hann átti sinn fasta sess við mat-
arborðið og voru forréttindi fyrir
okkur Halldór Jón að hafa afa hjá
okkur öll kvöld.
Minningarnar sem ég á um
hann afa eru óteljandi. Afi var mik-
ill húmoristi sem hafði gaman af
því að segja sögur og eru þær ófáar
sögurnar sem hann sagði okkur frá
því þegar hann var ungur maður.
Ég skutlaði stundum afa til
Reykjavíkur að hitta gömlu skóla-
félagana úr Versló og alla leiðina
spjölluðum við saman um heima og
geima og inn á milli flautaði hann
frumsamin lög af sinni einskæru
list. Það var alltaf gott að tala við
afa og hafði hann skilning á öllum
hlutum þó svo að margar kynslóðir
væru okkar á milli. Nánast aldrei
var farið í sumarbústað án þess að
afi væri með í för og sat hann þá yf-
irleitt í framsætinu og flautaði alla
leiðina.
Spánarferðin sem við fjölskyld-
an fórum í fyrir nokkrum árum var
yndisleg og sátum við saman öll
kvöld á veröndinni og hlógum og
spjölluðum, þessar minningar eru
mér dýrmætar núna þegar ég kveð
þig í hinsta sinn, elsku afi. Það er
skrítið að hugsa til þess að þú situr
ekki aftur í sætinu þínu við mat-
arborðið heima hjá mömmu og
pabba en það er gott að vita til þess
að núna ertu aftur með ömmu Sig-
rúnu. Það sem eftir situr eru fal-
legar minningar um yndislegan afa
sem var svo stór hluti af lífi okkar
allra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín
Sigrún Helga.
Ég er heppin að hafa fengið að
eiga afa Donna að í næstum því 30
ár og eiga ótal minningar um hann.
Við systurnar vorum talsvert hjá
ömmu og afa þegar við vorum
yngri og vildum helst fá að taka
rútuna til Njarðvíkur hverja helgi.
Þar var gott að vera og þau gerðu
allt fyrir okkur barnabörnin.
Afi var mjög snyrtilegur og allt
að því sótthræddur maður og ég
man að honum leist ekkert á öll
fuglsbeinin sem ég safnaði í fjöru-
ferð sem ég dró hann og ömmu í.
Um leið og við komum heim voru
beinin sett í klór og ég send í bað.
Hann var heldur ekki lengi að ná í
Jón Ásgeirsson