Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 34
11. mars 2001 Jón Arnar Magnússon hlaut silfurverð- laun í sjö- þraut á heims- meist- aramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Lissabon með 6.233 stig. Hann hafði aldrei náð jafn langt á stórmóti. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… 34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Sudoku Frumstig 8 3 8 7 7 5 1 2 6 3 4 6 2 5 4 6 1 2 6 3 4 8 1 7 4 2 1 3 9 9 2 7 3 3 5 6 4 5 7 3 9 1 2 1 9 5 4 4 2 3 7 9 2 1 3 3 5 6 8 8 7 6 7 3 1 9 3 2 5 1 8 6 2 5 8 6 3 5 8 1 7 4 9 2 1 7 4 9 3 2 5 8 6 9 2 8 5 6 4 1 3 7 2 5 3 1 4 9 6 7 8 7 1 9 6 5 8 3 2 4 8 4 6 7 2 3 9 1 5 4 9 7 3 8 6 2 5 1 5 8 2 4 9 1 7 6 3 3 6 1 2 7 5 8 4 9 2 6 4 7 1 3 8 9 5 7 9 5 2 8 4 3 6 1 3 8 1 9 6 5 2 4 7 4 1 8 5 9 2 7 3 6 5 3 6 8 7 1 4 2 9 9 2 7 4 3 6 1 5 8 6 5 3 1 4 7 9 8 2 1 4 9 6 2 8 5 7 3 8 7 2 3 5 9 6 1 4 3 7 5 8 1 9 2 6 4 1 6 2 7 3 4 9 5 8 4 9 8 5 6 2 1 3 7 8 2 6 1 7 5 4 9 3 7 4 1 9 8 3 5 2 6 9 5 3 2 4 6 8 7 1 5 8 4 3 9 7 6 1 2 2 1 7 6 5 8 3 4 9 6 3 9 4 2 1 7 8 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 11. mars, 70. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Kærleikurinn er lang- lyndur, hann er góðviljaður. Kærleik- urinn öfundar ekki. (I.Kor. 12, 4.) Framganga borgarstjóra og helsturáðherra í sjónvarpi að undan- förnu bendir til þess að þetta fólk lifi frekar leiðinlegu lífi. Það brosir helst ekki og lítur út eins og það beri allar byrðar heims á herðum sér. Víkverji leggur til að það hreinsi til hjá sér, taki til í sálartetrinu og ráði menn úr Mið-Íslandi, að sjálfsögðu á banka- stjóralaunum, til þess að hressa upp á umhverfið, ætli það sér ekki að drep- ast úr leiðindum. x x x Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafaharðlega gagnrýnt bankastjóra- laun hérlendis en tvískinnungurinn skín í gegn og Bankasýslan segir að bjóða verði þessu fólki samkeppn- isfær laun því annars fari það annað. Kannski í samninganefndina vegna Icesave 4? Umræðan minnir á fyrr- verandi bankastjóra sem réttlættu laun sín og vísuðu í laun bankastjóra úti í hinum stóra heimi. Á þeim mátti skilja að störf erlendis biðu þeirra í röðum en Víkverji hefur ekki séð þá á mála hjá virtum fjármálastofnunum erlendis. x x x Vitleysan í borginni ríður ekki viðeinteyming. Nýjasta útspilið kom frá umhverfis- og samgönguráði í vikunni, þegar það samþykkti að há- markshraði á Miklubraut frá Stakka- hlíð að Snorrabraut verði 50 km. Áð- ur hafa komið fram hugmyndir um 30 km hámarkshraða á Hringbraut á móts við Grund. Hringbraut, Mikla- braut og Vesturlandsvegur teljast til stofnvega og á slíkum vegum þykir eðlilegt að hraði sé sem jafnastur auk þess sem stöðugur hraði dregur úr eyðslu eldsneytis og stuðlar því að umhverfisvænni akstri. Ef fram held- ur sem horfir verður ýmist 60 km há- markshraði, 80 km, 50 km, 70 km, 30 km eða 90 km hámarkshraði frá Eiðs- granda að Kjalarnesi. Þessi stutti spotti vestan úr bæ og upp á Kjalar- nes verður því eins og bútasaumur hvað hámarkshraða varðar, en senni- legasta skýringin er að borgaryfir- völd þurfi að réttlæta kaup á mál- bandinu sem keypt var til að mæla fjarlægð tunnu frá öskubíl. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 haltra, 4 þref, 7 hnöttum, 8 sterk, 9 álít, 11 sleit, 13 eru minnugir á mis- gerðir, 14 starfið, 15 sjálfs- hreykni, 17 líkamshluta, 20 elska, 22 duglausi maðurinn, 23 fjandskapur, 24 drepa, 25 nemum. Lóðrétt | 1 tvínónar, 2 dýs, 3 sárt, 4 rök og svöl, 5 fiskar, 6 hlýða, 10 dugnaðurinn, 12 raklendi, 13 bókstafur, 15 tölum, 16 kaldur, 18 huldu- maður, 19 tómum, 20 ilma, 21 tölustafur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 páfagauks, 8 skæli, 9 göfgi, 10 níu, 11 asinn, 13 narri, 15 starf, 18 hrasa, 21 lár, 22 lagni, 23 orgar, 24 passasamt. Lóðrétt: 2 áræði, 3 arinn, 4 augun, 5 kofar, 6 assa, 7 gili, 12 nýr, 14 aur, 15 síld, 16 angra, 17 fliss, 18 hross, 19 augum, 20 arra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 e5 6. O-O Rge7 7. Be3 d6 8. Dd2 O-O 9. Bh6 f6 10. Bxg7 Kxg7 11. Rc3 Be6 12. Rh4 g5 13. Rf3 Rg6 14. Kh1 h5 15. Hg1 Hh8 16. Hgb1 h4 17. Kg1 Dd7 18. Rd5 Hh5 19. c3 Hah8 20. Kf1 Bxd5 21. exd5 Rce7 22. Rg1 hxg3 23. hxg3 Hh2 24. b4 b6 25. a4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Nýju-Delhi á Indlandi. Íslenski stór- meistarinn Henrik Danielsen (2516) hafði svart gegn heimamanninum Dhanabir Singh (2122). 25… Hxg2! 26. Kxg2 Rf4+! hvítur er nú varnarlaus. Framhaldið varð eftirfarandi: 27. Kf1 Hh1! 28. De3 Dh3+ 29. Ke1 Hxg1+ 30. Kd2 Rexd5 31. Df3 g4 32. De4 Hg2 33. Kc2 Dxg3 34. Hf1 Hxf2+ 35. Hxf2 Dxf2+ 36. Kb3 Dd2 og hvítur gafst upp. Í dag fer 3. umferð MP Reykjavíkurmótsins fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst hún kl. 16.30. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Stíflulosandi spilamennska. Norður ♠ÁG10 ♥ÁK102 ♦D65 ♣D82 Vestur Austur ♠K73 ♠964 ♥65 ♥8743 ♦KG92 ♦8743 ♣G965 ♣107 Suður ♠D852 ♥DG9 ♦Á10 ♣ÁK43 Suður spilar 6G. Um Vínarbragð segir í alfræðiriti bridsmanna: „Stíflulosandi spila- mennska, sem undirbúningur að þvingun.“ Þeir keppendur Íslands- mótsins sem þekkja til Vínarbragðsins tóku alla slagina í 6G. Útspilið var yf- irleitt hjarta. Tvær svíningar í spaða skila sagnhafa fjórum slögum á þann lit. Aðra fjóra tekur hann á hjarta og afgangurinn fæst tiltölulega fyrirhafn- arlaust með þvingun í láglitunum. Stífluhreinsunin felst í því að leggja niður ♦Á áður en fjórða hjartað er tekið. Henda svo ♦10 heima og njóta þess að horfa á vestur þjást. Strangt tekið er ekki nauðsynlegt að taka strax á ♦Á, því ♣D tryggir samband við stallsystur hennar í tígli ef vestur kýs að afvalda tígulinn. Þetta flokkast því undir „valfrjálst“ Vínar- bragð. ,,Búið var að plana mjög menningarlega afmælis- veislu fyrir mig má segja, og maðurinn minn kem- ur með mér,“ segir Kristín Steinsdóttir, verð- launarithöfundur og formaður Rithöfunda- sambandsins, sem er sextíu og fimm ára í dag. ,,Ég mun fljúga á Höfn í Hornafirði á afmælisdeginum og keyra út á Hala í Suðursveit en þar er safn og menningarsetur. Þórbergur Þórðarson rithöf- undur fæddist 12. mars og á hverju ári er haldin þar dagskrá til minningar um hann. ,,Mér finnst það alveg yndislegt. Ég ætla að lesa upp úr bók- inni minni Ljósu, og Vilborg Dagbjartsdóttir vin- kona mín ætlar að lesa upp úr ljóðabók sinni, Síðdegi. Síðan verða skáldkonur úr sveitinni og líka kvennakór, ég er því alsæl með að halda afmælið mitt í sveitinni,“ sagði Kristín. Á sínum yngri árum skrifaði Kristín meira fyrir sjálfa sig og meðal annars leikrit, en svo prófaði hún að senda sína fyrstu bók í keppni árið 1987, þá 41 árs, undir nafnleynd. Hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir þá bók, Franskbrauð með sultu, og síðan hafa ritstörfin átt hug hennar allan. Kristín hlaut nýverið Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir skáldsöguna Ljósu. mel2@hi.is Kristín Steinsdóttir 65 ára í dag Menning í öndvegi Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 11. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.50 1,0 9.53 3,1 16.04 1,0 22.21 3,2 8.01 19.15 Ísafjörður 5.59 0,5 11.54 1,5 18.17 0,4 8.08 19.18 Siglufjörður 2.13 1,1 8.21 0,3 14.49 1,0 20.31 0,5 7.52 19.01 Djúpivogur 1.05 0,5 6.54 1,5 13.11 0,5 19.24 1,6 7.31 18.44 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú mátt vera viss um að allir hafa sínar efasemdir, líka þeir sem virðast mjög sjálfsöruggir. Notaðu þennan hæfileika þinn til að draga lífsförunaut þinn út á dansgólfið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nýlegar fyrirspurnir, söluræður og kynningar fá ekki þau viðbrögð sem þú hefð- ir kosið. Ef þú leggur þig fram, verður dag- legt amstur enn fyndnara, líka í þínum huga. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Vinátta og heiðarleiki skipta miklu máli í umgengni við aðra. Tilkynntu alheim- inum óskir þínar skýrt og skorinort, bíddu svo. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Farðu varlega með peninga í dag. Í deilum gæti spennan magnast því hvorugur er tilbúinn til þess að miðla málum. Hafðu í huga að margar hendur vinna létt verk. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Kínverskt máltæki segir: Vinátta við hinn vitra mann er jafn létt og vatn. Gleymdu ekki sjálfum þér því þú átt líka við þín vandamál að stríða sem þarf að huga að. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er engin minnkun í því að leita ráða hjá öðrum. Er von á fjölgun í fjölskyld- unni? Svo segja stjörnurnar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er ekkert vit í öðru en að þú setjist niður og gerir þér grein fyrir því hvað það er sem þú sækist eftir í lífinu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er gott að þiggja aðstoð annarra þegar mikið liggur við en gleymdu ekki að þakka hana þegar allt er afstaðið. Láttu vanmáttartilfinningu ekki ná tökum á þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er mikil hætta á deilum í dag og því er þetta ekki góður dagur til að skipta sameiginlegum eignum. Gerðu sem minnst. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað mál- um þínum áfram. Eyddu meiri tíma í ástvini. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þetta er góður tími til að huga að líðan þinni og útliti. Sýndu samstarfs- mönnum þínum þá kurteisi að tala hreint út. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú laðar hugsanlega að þér áhrifa- mikla manneskju í dag. Hjálpaðu til við elda- mennskuna í kvöld. Stjörnuspá Helga Harðardóttir blómaskreytir og Sigurður Grétar Guðmundsson vatnsvirkjameistari eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 11. mars. Helga og Sigurður Grétar bjuggu lengst af í Kópavogi en árið 2002 fluttu þau til Þorlákshafnar að Lýsubergi 6. Þau eiga fimm börn. Þau halda upp á daginn hjá yngsta syninum Erpi og sambýliskonu hans Marion í Toulouse í Frakklandi. Gullbrúðkaup Bogi Sigurðs- son frá Akranesi verður sjötugur á morgun, 12. mars. Hann fagn- ar afmælinu með fjölskyldunni, vinum og fé- lögum milli kl. 15 og 17 á afmælisdaginn í félagsheim- ili Karlakórs Reykjavíkur, Pfaff húsinu við Grensásveg. 70 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.