Morgunblaðið - 11.03.2011, Page 44

Morgunblaðið - 11.03.2011, Page 44
FÖSTUDAGUR 11. MARS 70. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Margir misþyrmdu 11 ára stúlku 2. Þefaði af lögreglumönnum í 10-11 3. Grillkjöt gæti selst upp 4. „Ég er alveg búinn á því“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljósmyndarinn Jónatan Grét- arsson er tilnefndur í tveimur flokk- um til hinna virtu Hasselblad Mast- ers-ljósmyndaverðlauna. Heimskunnir ljósmyndarar hafa unn- ið verðlaunin í áranna rás, m.a. Mary Ellen Mark. »38 Tilnefndur til virtra ljósmyndaverðlauna  Dansgúrúinn Helgi Már og Kristján Helgi út- varpa 1000. Party Zone-þættinum fimmtudags- kvöldið 24. mars. Áfanganum verð- ur fagnað laug- ardagskvöldið 26. mars með stærsta partíi þáttarins frá upphafi sem haldið er í samvinnu við CCP Games. Fram koma m.a. FM Bel- fast og Booka Shade. Party Zone útvarpar þúsundasta þættinum  Einn af þekktustu rapplistamönnum heims, Ghostface Kill- ah, mun halda tón- leika á Nasa 2. apríl næstkomandi. Killah er þekktastur fyrir að vera hluti af Wu-Tang Clan-hópnum en tón- leikarnir verða í tengslum við Reykja- vik Fashion Festival. Ghostface Killah kemur til landsins Á laugardag Norðan 5-10 m/s austast, annars hæg breytileg átt. Þurrt og víðast bjart veður, þó líkur á éljum við austur- og vesturströndina. Kalt í veðri. Á sunnudag Gengur í suðvestan 10-18 m/s með snjókomu, en slyddu við suður- og vesturströndina. Minnkandi frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, víða 8-13 m/s, en 10-18 norðan- og austantil. Hægari síðdegis og léttir til sunnan- og suðvestantil, en dregur úr éljum nyrðra. Frost 4-13 stig. VEÐUR Sigurður Sveinn Sigurðsson hef- ur tekið þátt í öllum 20 Íslands- mótunum í íshokkíi og segist hvergi nærri hættur. Sigurður er fyrirliði Skautafélags Akureyrar sem varð Íslandsmeistari í vik- unni og segir að hefðin fyrir íþróttinni sé rík í bænum en Ak- ureyri átti helming liðanna á Ís- landsmótinu í vetur. »Íþróttir Með á öllum 20 Íslandsmótunum Áslaug Einarsdóttir Veðurfræðingurinn Siggi stormur var veislustjóri á árshátíð Kven- félagsins Hringsins sem haldin var í gærkvöldi og naut sín meðal 130 kvenna. „Þarna eru bara konur sem skemmta sér á þessari uppskeruhá- tíð eftir vel heppnaða fjáröflun til styrktar veikum börnum. Það er þó gerð undantekning á tíu ára fresti, en þá fá karlmennirnir að koma með. Þetta er náttúrlega óskadraumur hvers karlmanns að fá að vera í fangi 130 kvenna,“ segir Sólveig Há- konardóttir, formaður árshátíðarnefndar. Hringurinn er orðinn 107 ára. Aðalverkefni félagsins um ára- tuga- skeið hefur verið uppbygging Barnaspít- ala Hringsins. Félagið hefur stutt fjölmörg önnur verkefni sem tengj- ast veikum börnum. Aðaltekjulind Hringsins er hinn árlegi jólabasar félagsins, jólakaffi, jólahappdrætti og sala á jólakortum. Þetta vinna konur allt í sjálfboða- vinnu og konur í svokallaðri basar- nefnd hittast einu sinni í viku allt árið um kring. „Þetta er grunnur Hringsins, kon- ur sem eru hættar að vinna, eldri borgarar og ekkjur, og hannyrðir þeirra eru svo seldar á jólabasarnum í október,“ segir Sólveig. Hrings- konur eru þó á öllum aldri og eru samtals um 330. Sólveig segir að þetta sé eina kvenfélagið á landinu sem sé að stækka og á hverjum fundi bætast við fimm til sjö konur. Félagið fundar fjórum sinnum á ári fyrir utan jólafund og aðalfund. Á fundunum er alltaf einhver fræðsla í bland við eitthvað skemmtilegt. Ýmsir læknar, hjúkrunarfræðingar og jafnvel talmeinafræðingar halda utan um fræðslu fundanna. Þetta er í fyrsta sinn sem karl- menn troða upp á árshátíð Hrings- ins. „Þarna er valinn rass í hverju sæti. Prúðbúnar konur, voða fínar og sætar, og svo koma karlmenn að skemmta okkur. Þarna eru karl- menn eins og við viljum hafa þá heima, bara skemmtilegir,“ segir Sólveig. Helgi Björnsson var fyrstur á sviðið, svo Óskar Pétursson og Jón- as Þórir og síðan Álftagerðisbræður. Næst Ómar Ragnarsson og þá Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds- son. Síðastur Frank Sinatra ljóslif- andi í sjálfum Geir Ólafssyni. „Þeir eru að styrkja þetta góðgerðarstarf alveg eins og við,“ segir Sólveig. Stormurinn skemmti konunum  Karlmenn skemmta Hringskonum í fyrsta sinn  Óskadraumur hvers karls Morgunblaðið/Árni Sæberg Hringurinn Sólveig Hákonardóttir, Sigurður „stormur“ Ragnarsson og Elín Nóadóttir skemmtu sér vel á árshátíð Kvenfélagsins Hringsins í gær. „Það er heiður að fá að vera inn- an um svona kraftmiklar kon- ur,“ segir Sigurður Þ. Ragn- arsson. „Þetta verður hálfgerð stormsveit, maður fær kannski storminn í fangið. Ég fæ kannski að kyssa þær á vang- ann undir söng Ómars Ragnars- sonar: Kenndu mér að kyssa rétt. Stormurinn þarf að vera vel skipulagður og athuga hvort þarna séu hæðir og lægðir. Það fer að hitna í kolunum um kvöldið, en það verður bara á eðlilegu róli. Svo er ég með húmorspá. Ef húmorinn rætist sýnir það að spáin sé að ganga upp.“ Ég fæ storm- inn í fangið HEIÐUR, SEGIR SIGURÐUR Skoðaðu nýjustu veðurspána í símanum á m.vedur.is Viltu fá veðurforrit í símann? Brrrr er spáð frosti? Skannaðu hérna til að sækja 3 B arcode Scanner Þú greiðir f. sím anr. og notkun skv. verðskrá á siminn.is Forritið er 1,7 MB og er greitt fyrir gagna mag n s kv. ve rð sk rá ÍÞRÓTTIR Haukar tryggðu sér áttunda og síðasta sætið í úrslita- keppni úrvalsdeildar karla í körfuknattleik en loka- umferðin í deildinni var spil- uð í gær. »4 Haukarnir í úr- slitakeppnina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.