Morgunblaðið - 14.03.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
www.noatun.is
Fermingarveislur
Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun.
1990
KR./MANN
VERÐ FRÁ
AÐEINS
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Lögmenn Birgittu Jónsdóttur,
þingmanns Hreyfingarinnar, und-
irbúa nú áfrýjun í kjölfar dóms í
svonefndu Twitter-máli sem féll
síðasta föstudag. Samkvæmt nið-
urstöðu dómstóls í Virginíuríki í
Bandaríkjunum ber forsvars-
mönnum samskiptavefjarins Twit-
ter að afhenda yfirvöldum upplýs-
ingar um Twitter-notkun Birgittu
auk tveggja annarra Twitter-
notenda í tengslum við rannsókn á
WikiLeaks.
Flóknir skilmálar
„Samkvæmt dómnum hefur eng-
inn notandi samskiptasíðna í raun
rétt til að krefjast þess að upplýs-
ingar hans séu ekki afhentar,“ seg-
ir Birgitta. Fólk samþykki ýmiss
konar skilmála með því að skrá sig
inn á samskiptasíður á borð við Fa-
cebook og Twitter. Fæstir geri sér
fyllilega grein fyrir hvaða afleið-
ingar það geti haft.
„Umræddar upplýsingar eru
margs konar bakgrunnsupplýs-
ingar svo sem ip-tala, símanúmer,
tölvupóstur, kreditkortaupplýs-
ingar og fleira,“ segir Birgitta.
„Í sjálfu sér hef ég ekkert að fela
en þetta er fyrst og fremst prin-
sippmál og ég mun taka slaginn al-
veg til enda,“ segir Birgitta. Næsta
skref sé að áfrýja dómnum og nota
með því tækifærið til að vekja at-
hygli almennings á því hve lítil rétt-
indi fólk hafi varðandi persónu-
upplýsingar á netinu. Birgitta ætlar
að krefjast þess að samskiptasíður
geri notendum betur grein fyrir því
hvaða persónuupplýsingar þær láti
frá sér. Alþjóðaþingmannanefndin
hefur fjallað um mál Birgittu í tví-
gang. Birgitta segir að nú sé verið
að skrifa skýrslu um málið á vegum
nefndarinnar en málið gæti orðið
fordæmisgefandi.
Notendur sam-
skiptasíðna fá
engu ráðið
Birgitta Jónsdóttir áfrýjar dómi
í Twitter-málinu í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Prinsipp Birgitta Jónsdóttir ætlar
að taka slaginn til enda.
Brotist var inn í
fjóra sumar-
bústaði í Húsa-
felli og þrjá í
Sauðhúsaskógi
um helgina. Inn-
brotsþjófarnir
voru tveir ungir
menn og náðust á
leið frá vettvangi
eins innbrotsins. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni í Borgar-
nesi voru mennirnir með töluvert af
þýfi úr bústöðunum í fórum sínum
og telst málið upplýst. Þeir unnu
nokkrar skemmdir á bústöðunum
til að komast inn í þá og spenntu
meðal annars upp glugga.
Innbrot í sjö sumar-
bústaði í Húsafelli
og Sauðhúsaskógi
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Það er lögboðið að við höfum sam-
ráð við ráðherra varðandi bæturnar
og fundur með honum tafðist. Hann
átti að vera á mánudag eða þriðjudag
í síðustu viku en það var ekki hægt
að koma honum á fyrr en síðasta
fimmtudag,“ segir Ásdís Ármanns-
dóttir, sýslumaður á Siglufirði, en
embætti hennar sér um bóta-
greiðslur fyrir ríkið vegna þeirra
sem vistaðir voru á sínum tíma á
uppeldisheimilinu í Breiðavík. Ásdís
segir að ákveðið hafi verið að gera
áherslubreytingar á fundinum sem
hafi aðallega snúið að því að koma
meira til móts við fólk og hækka að-
eins bæturnar. Fara þurfi yfir málið
í kjölfarið og endurreikna.
Óbreyttur útgreiðslutími
„Þetta breytir ekki neinu varðandi
útgreiðslur þar sem þær eru sam-
kvæmt lögum aldrei fyrr en fyrsta
dag næsta mánaðar eftir að umsókn
er samþykkt. Þannig að það miðast
allt enn við 1. apríl,“ segir Ásdís. Töf-
in þýði þó að fólk hafi væntanlega
eitthvað minni tíma til þess að
ákveða hvort það taki boðinu en til
þess hefur það 30 daga.
Um 120 umsóknir bárust um bæt-
ur vegna vistar í Breiðavík og þar af
um 20 vegna látinna einstaklinga.
„Við erum að senda út núna vegna
tæplega 80 umsókna en það voru ein-
hverjar tvær eða þrjár sem við urð-
um að hafna,“ segir Ásdís. Eftir sé að
skoða þá sem ekki fóru í viðtal hjá
bótanefndinni.
Bótagreiðslur á réttum tíma
Gert ráð fyrir að útgreiðsla bóta vegna vistunar á uppeldisheimilinu í Breiðavík
verði samkvæmt áætlun Ákvörðun tekin um að bæturnar verði hækkaðar
Morgunblaðið/Ómar
Bætur Húsakynni fyrrum uppeldis-
heimilis ríkisins í Breiðavík.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Við gerum okkur fulla grein fyrir
því að það þurfi að spara en við erum
hins vegar ósátt við það hvernig hef-
ur verið staðið að þessu. Við hefðum
viljað sjá þetta gert á mun faglegri
forsendum. Grundvallaratriði í því
sambandi er m.a. gott samstarf við
foreldra og starfsmenn leik- og
grunnskóla,“ segir Sigurborg Örv-
arsdóttir Möller foreldri búsett í
Breiðholti.
Mikil andstaða kom fram á fjöl-
mennum íbúafundi í Breiðholtsskóla
á laugardag þar sem kynntar voru
sameiningartillögur í leik- og grunn-
skólum hverfisins. Sendi fundurinn
frá sér harðorða ályktun þar sem
áformunum er alfarið hafnað.
Ekkert samráð við foreldra
Til stendur að sameina nær alla
leikskóla í Breiðholti öðrum grunn-
skólum í hverfinu og aldursskipta
Fellaskóla og Hólabrekkuskóla. Í
ályktun íbúafundarins segir að í stað
þess að styðja við uppbyggingu
hverfisins og efla mannlífið blasi nú
við niðurrif. Fyrir sameiningartillög-
unum liggi engin haldbær rök og
hvorki sé sýnt fram á fjárhagslegan
né faglegan ávinning af þeim. Þá er
það gagnrýnt
að ekkert
samráð hafi
verið haft við
íbúa Breið-
holtshverfis og
starfsfólk þeirra
leik- og grunn-
skóla sem til standi
að sameina. Er skorað
á borgarráð að falla frá áformunum.
„Það er alveg sama hvað við for-
eldrar segjum eða hvað okkur finnst,
það er ekkert hlustað á það. Einu
svörin sem við síðan fáum er að það
verði að gera þetta og við verðum
bara að sætta okkur við það,“ segir
Sigurborg.
Ólögbundin gæluverkefni
Fjölmennur íbúafundur fór einnig
fram á laugardag í Rimaskóla um
sameiningaráform leik- og grunn-
skóla í Grafarvogi. Tóku fund-
armenn yfir stjórn fundarins og
skipuðu eigin fundarstjóra en til stóð
að Hjálmar Sveinsson varaborg-
arfulltrúi stýrði honum. Til stendur
að aldursskipta flestum grunn-
skólum hverfisins og sameina yf-
irstjórn þeirra öðrum skólum í
hverfinu. Þá er ætlunin að leikskólar
verði sameinaðir.
Íbúafundurinn samþykkti ályktun
þar sem sameiningartillögunum er
hafnað og þær sagðar órökstuddar
og illa ígrundaðar og að ekki sé sýnt
fram á fjárhagslegan eða faglegan
ávinning. Þá er forgangsröðun
Reykjavíkurborgar gagnrýnd og
bent á að á meðan skorið sé niður í
skólum borgarinnar sé umtals-
verðum fjármunum varið í „ólög-
bundin gæluverkefni“.
Í skýrslu sem dreift var á fund-
inum og samin af tveimur íbúum
hverfisins voru tekin dæmi um veru-
leg útgjöld borgarinnar til ólögbund-
inna verkefna, s.s. 700 milljóna
króna framlag til Leikfélags Reykja-
víkur og um 300 milljóna króna
framlag til Listasafns Reykjavíkur.
Á sama tíma væri skorið niður í
skólastarfi.
Sameiningaráform
harðlega gagnrýnd
Telja illa að málinu staðið og forgangsröðun ranga
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um
helgina að viðbrögð foreldra á íbúafundunum í Breiðholti og Grafarvogi
við sameiningartillögunum væru eðlileg. „Fólk þarf náttúrlega að fá tíma
til þess að átta sig á tillögunum og fá að ræða þær og
segja hug sinn. Þetta er mjög viðkvæmt mál sem verið
er að fjalla um. Börnin okkar.“ Tillögurnar eru nú í um-
sagnarferli en gert er ráð fyrir að flestar tillögurnar komi
til framkvæmda á næsta skólaári. „Auðvitað væri frábært ef
við hefðum lengri tíma til að gera þetta en staðan býður ekki
upp á það,“ sagði Jón við RÚV.
Reynt var ítrekað að ná sambandi við Jón Gnarr við vinnslu
fréttarinnar í gær, sem og Oddnýju Sturludóttur, formann mennta-
ráðs Reykjavíkurborgar, en þau svöruðu ekki.
Viðbrögð foreldra eðlileg
JÓN GNARR BORGARSTJÓRI
Jón Gnarr
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íbúafundur Fjölmennir íbúafundir fóru fram um helgina í Breiðholti og í Grafarvogi þar sem sameiningartillögum
borgaryfirvalda í skólum hverfanna var harðlega mótmælt. Mætingin í Breiðholti var mjög góð eins og sjá má.