Morgunblaðið - 14.03.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og sjö sæta í stjórn VR, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09:00 þann 16. mars nk. og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 30. mars nk. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700. Kjörstjórn VR Allsherjar- atkvæðagreiðsla Björn Bjarnason fjallar um Ice-save-málið í pistli á vef sínum um helgina. Hann furðar sig á að stjórnarand- stöðuþingmenn leggi ríkisstjórninni lið við Icesave III og bendir á að öll við- leitni Steingríms J. í Icesave-málinu frá því hann tók við sem fjármálaráðherra hafi verið að klína því á Sjálfstæð- isflokkinn.    Björn bendir á að Steingrímur J.hafi veitt þá pólitísku leiðsögn að samið skyldi um vexti en ekki annað og samkvæmt „Icesave III- lögunum sem alþingi samþykkti með stuðningi níu þingmanna Sjálf- stæðisflokksins ábyrgjast Íslend- ingar 675 milljarða íslenskra króna.“ Ríkisábyrgð af þessari stærðargráðu sé einsdæmi.    Loks segir Björn: „Þegar SvavarGestsson gerði hinn ömurlega samning sinn sagðist hann ekki „nenna“ að sitja lengur yfir málinu. Nú taka ýmsir sem ætla að kjósa hinn 9. apríl undir með Svarari þegar þeir segja, að það verði „bara að klára þetta mál“ þeir „nenni“ ekki að hafa það yfir höfði sér leng- ur. Hið neikvæða við atkvæða- greiðsluna er að þeir sem segja já skuldbinda hina sem segja nei. Með já-i útiloka menn að fá úr því skorið með dómi hvort þeim beri að greiða eða ekki.“    Icesave-málinu lýkur ekki meðjá-i. Með því að samþykkja Ice- save III er tryggt að þjóðin hafi óráðna skuld yfir sér í óljósan tíma. Með nei-i er Icesave beint í nýjan farveg, upp úr farinu sem Stein- grímur J. og Svavar völdu. Úr því að Steingrímur J. veitti samn- inganefnd flokkanna ekki umboð til að fara upp úr Svavarsfarinu er tímabært að þjóðin geri það í kosn- ingunum 9. apríl.“ Björn Bjarnason „Nenna ekki“ og vilja „klára málið“ STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 alskýjað Bolungarvík 2 snjókoma Akureyri 1 alskýjað Egilsstaðir 0 alskýjað Kirkjubæjarkl. 1 alskýjað Nuuk -17 skafrenningur Þórshöfn 1 heiðskírt Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 5 heiðskírt Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 10 skýjað Brussel 12 skýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 5 skýjað London 10 alskýjað París 12 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 16 heiðskírt Vín 16 alskýjað Moskva 2 skýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 skúrir Aþena 13 heiðskírt Winnipeg -12 snjókoma Montreal 2 skýjað New York 9 skýjað Chicago 0 léttskýjað Orlando 21 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:51 19:24 ÍSAFJÖRÐUR 7:57 19:28 SIGLUFJÖRÐUR 7:40 19:11 DJÚPIVOGUR 7:21 18:53 Matti Jämsen, matreiðslumeistari frá Finnlandi, sigraði í Food’n Fun matreiðslukeppninni sem lauk um helgina. Hann er því mat- reiðslumeistari hátíðarinnar í ár, en hún fór nú fram í tíunda skipti. Matti Jämsen keppti fyrir Finn- lands hönd í Bocuse d’ Or keppn- inni í Lyon í Frakklandi í janúar sl. og endaði þar í 5. sæti. Nor- rænu kokkarnir fengu öll verðlaun í þeirri keppni og fulltrúi Íslands, Þráinn Freyr Vigfússon, endaði í 7. sæti. Þrír norrænir matreiðslumeist- arar komust í undanúrslit Food’n Fun en þeir elduðu allir „nýjan norrænan mat“. Um er að ræða Andreas Andersson frá Dan- mörku, sem var hjá Fiskfélaginu á hátíðinni, Even Ramsvik frá Nor- egi, sem var í Sjávarkjallaranum og svo Matta Jämsen sem var á VOX. Finnskur kokkur bestur á Food’n Fun Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Bestir Matti Jämsen sigurreifur fyrir miðju ásamt starfsbræðrum sínum, Andreas Andersson frá Danmörku og Even Ramsvik frá Noregi. Úthlutað var nýverið í fyrsta sinn úr námssjóði Stefáns Jóhannssonar, skólastjóra Ráðgjafarskóla Íslands, sem hann stofnaði til að styrkja framhaldsnám fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Styrkina hlutu þau Guðrún Margrét Einarsdóttir og Guðrún B. Ágústsdóttir frá Sam- hjálp og Þorgeir Ólason frá Krýsu- vík. Eru þau á leið á ráðstefnu í London í maí nk. (UKESAD) þar sem sérfræðingar munu fjalla um það nýjasta sem er að gerast í ráð- gjöf og aðstoð til handa áfengis- og vímuefnaneytendum og fjöl- skyldum þeirra. Námssjóður Stefáns Jóhanns- sonar hefur að markmiði að veita a.m.k. tvo námsstyrki árlega til framhaldsnáms fyrir þá sem hafa lokið námi hérlendis í áfengis- og vímuefnameðferð og starfað við það í a.m.k. þrjú ár á viðurkenndri stofnun, segir í tilkynningu. Þrjú hlutu styrki úr námssjóði Stefáns Námssjóður Stefán Jóhannsson, lengst t.v., ásamt styrkþegunum þremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.