Morgunblaðið - 14.03.2011, Page 11

Morgunblaðið - 14.03.2011, Page 11
Kræsingar Það er séð til þess að einhver næring sé fyrir líkamann ekki síð- ur en sálina þegar leshringurinn hittist og skeggræðir bókmenntirnar. umst eiginlega ekkert í kringum jól- in og áramótin svo mig var farið að vanta eitthvað til að lesa. Ég greip þá bara einhverjar bækur sem son- ur minn var að stúdera í MH og las þær á meðan. Maður finnur sér allt- af eitthvað til að lesa.“ Ekki stendur á svari þegar Bryndís er innt eftir því hvort ein- hver bók sé eftirminnilegri en önn- ur. „Það var mjög skemmtilegt að lesa Tvíburana eftir Tessu de Loo og fjalla um hana frá öllum hliðum. Það var líka mjög gaman að taka fyrir Sjálfstætt fólk, þótt margar okkar væru búnar að lesa hana fyr- ir. Stundum höfum við líka lesið bók og horft svo á bíómynd sem hefur verið gerð eftir henni, eins og þegar við lásum Hroka og hleypidóma. Þá ræddum við bókina fyrst og skellt- um okkur svo í að horfa á myndina.“ Stöku sinnum hafa þær vinkon- ur gert sér ferð út fyrir borgar- mörkin. „Við fórum t.d. í fyrra á Egluslóðir eftir að hafa lesið bókina og eins höfum við farið saman í sum- arbústað.“ Og þegar þær hittast er séð til þess að líkaminn fái sína næringu, ekki síður en sálin. „Við erum alltaf með eitthvað til að borða; annað- hvort eldum við eitthvað gott á staðnum eða grípum með brauð og með því úr bakaríinu. Við höfum þannig oft slegið þessu saman við góðan bröns á sunnudags- morgnum.“ Börn kvennanna í leshringnum eru nú uppkomin, orðin 23 ára. „Við héldum áfram að hittast þótt börnin hættu í skólanum. Þau halda reynd- ar alltaf vinskap og það sama má segja um okkur þannig að við höfum orðið ágætis vinkonur í gegnum þetta.“ Leshringurinn F.v. Gerður Kristjánsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Þóra Halldórsdóttir, Þórunn Liv Kvaran og Þórdís Gunnarsdóttir lestrarhestar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 Vorið 2008 var ákveðið aðhefja skyldi endurskoðuná lögum um dýravernd ogjafnframt að skoða ákvæði laga um búfjárhald og um friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýr- um, með það fyrir augum að sam- ræma sem best ákvæði þessara laga og laga um dýravernd. Markmið með endurskoðuninni var m.a. að stjórnsýsla og eftirfylgni mála á sviði dýraverndar yrði skil- virk og sem einföldust í framkvæmd og að fara yfir hvort endurskoða þyrfti þvingunarúrræði og viðurlög laga um dýravernd. Endurskoðun þessi hefur reynst umfangsmikil og nefnd sérfræðinga á þessu sviði hefur annast þetta verkefni og nú eru drög að frum- varpi til laga nær tilbúin. Nefndin kynnti sér löggjöf nágrannaþjóð- anna á þessu sviði og þó einkum ný- lega löggjöf Norðmanna, sem þykir skara fram úr, enda vel til verksins vandað á sex ára tímabili. Í frumvarpinu er lagt til að heiti málaflokksins verði breytt og að tal- að verði um lög um dýravelferð, þar sem talið er að hugtakið velferð dýra lýsi betur efnisinntaki frumvarpsins. Frumvarpið miðar að því að stuðla að góðri meðferð dýra, t.d. með fyr- irbyggjandi aðgerðum, en ekki ein- vörðungu vernd gegn því að ekki sé farið illa með dýr. Mannúðleg aflífun meindýra Fjölmargar nýjungar eru í frum- varpinu, sem ætlað er að auka vel- ferð dýra. Tekið er fram að nú verð- ur skylt að fara vel með dýr, í stað þess að bannað sé að fara illa með dýr. Gildissvið frumvarpsins nær m.a. til búfjár bæði í matvælafram- leiðslu og í annarri þjónustu við manninn, þ.e. nytja- og sýning- ardýra og gæludýra, en einnig til þeirra dýra sem við köllum meindýr og tekið er fram að aflífun allra dýra, þ.m.t. meindýra, skuli framkvæmd á mannúðlegan hátt. Þá eru ákvæði um aðgerðir og meðhöndlun á dýr- um skýrð mun betur en áður hefur verið í ljósi mikillar þróunar á þessu sviði á undanförnum árum. Því er lagt til að öll slík starfsemi skuli verða leyfisskyld, svo sem dýraspít- alar, endurhæfingarstöðvar, þjálf- unarstöðvar, sýninga- og keppnis- húsnæði, dýragarðar og dýragæslur, hestaleigur og önnur sambærileg starfsemi. Sama gildi um dýrahald í atvinnuskyni. Þá er skylda til ein- staklingsmerkinga aukin til muna og talið að það muni hafa hagræði í för með sér þegar kemur að handsömun dýra sem tapast hafa. Það er talið til góðrar dýravelferðar að hægt sé að koma slíkum dýrum til sinna um- ráðamanna fljótt og vel. Þá hafa þvingunarúrræði verið gerð mun markvissari og þeim ætlað að auð- velda eftirlitsaðila að tryggja aukna dýravelferð og að geta brugðist hraðar við þegar um er að ræða brot á lögunum. Í frumvarpinu er kveðið á um fjölbreyttari heimildir til að bregðast við ólíkum brotum að eðli og alvarleika og m.a. koma inn ný- mæli um stjórnvaldssektir við ákveðnum brotum. Að lokum skal þess getið að til þess að einfalda stjórnsýslu og auka á skilvirkni í þessum málaflokki þá er gert ráð fyrir að fela hann einu ráðuneyti, um hann gildi ein lög og einni stofnun falið að hafa eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Það verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem mun fara með yfirstjórn mála og Mat- vælastofnun verður falið allt eftirlit. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun Heilbrigði og velferð dýra Morgunblaðið/Eggert Búpeningur „Tekið er fram að nú verður skylt að fara vel með dýr, í stað þess að bannað sé að fara illa með dýr.“ Dýravelferð í nýju ljósi www.mast.is Þær fylltu út spurningablöð um neysluvenjur sínar þar sem þær voru m.a. spurðar út í kaffidrykkju sína. Í ljós kom að þær konur sem drukku einn kaffibolla á dag eða meira áttu síður á hættu að fá heilablæðingu en hinar, sem drukku ekkert kaffi eða minna en einn bolla á dag. Munurinn var sá sami eftir að tekið hafði verið tillit til annarra hugsanlegra áhrifa- þátta, s.s. reykinga, holdafars, syk- ursýki, ofvirkni og áfengisdrykkju. Róar kaffidrykkjukonur Þar sem kaffi er einn af vinsæl- ustu drykkjum veraldar getur hinn minnsti ávinningur af kaffidrykkj- unni haft miklar afleiðingar. Vís- indamennirnir segja þó of snemmt fyrir fólk að breyta kaffidrykkjuvenj- um sínum vegna þessara nið- urstaðna. Hins vegar geti þær hugs- anlega róað einhverjar konur sem gætu haft samviskubit yfir kaffi- drykkju sinni. Vísindamenn hafa áður leitt líkur að því að kaffi gæti haft góð eða slæm áhrif á æðakerfið en fyrri rannsóknir um þetta efni hafa verið ófullkomnar. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Acto Það er ástæðulaust að láta heyrnarskerðingu koma í veg fyrir að þú getir notið þess besta í lífinu - að eiga samskipti við ættingja, vini og samstarfsfólk í hvaða aðstæðum sem er. Acto frá Oticon eru nýjustu heyrnartækin í milliverðflokki. Acto heyrnartækin búa yfir þráðlausri tækni og endurbættri örtölvutækni sem gerir þér kleift að heyra skýrar í öllum aðstæðum. Acto eru falleg, nett og nærri ósýnileg á bak við eyra. Ómótstæðileg heyrnartæki!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.