Morgunblaðið - 14.03.2011, Síða 12
Reuters
Fukushima Stilla úr myndbandi sem sýnir sprenginguna í kjarnakljúfi 1 í
Fukushima í fyrradag. Sprengingin varð í byggingunni sem hýsir kljúfinn.
Ekki sé þó almennt talin hætta á al-
varlegri geislamengun þar um kring.
Í gær var unnið að því að halda geisl-
un í skefjum og kæla kjarnakljúfana
til að hindra að þeir bræddu úr sér.
Eins og vél án rafmagns
Sigurður Emil Pálsson, viðbún-
aðarstjóri hjá GR, segir keðjuverk-
un knýja kjarnakljúfana, hún sé
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Geislavarnir ríkisins hafa flutt fréttir
og skýringar af þróun mála í kjarn-
orkuverunum í Japan á vef sínum,
gr.is. Á vefnum segir að ástandið sé
alvarlegt á meðan ekki hafi tekist að
ná tökum á kælingu kjarnakljúfanna í
Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu.
þeirra eldsneyti. Öryggiskerfi hafi
stöðvað hana við jarðskjálftann.
„Þetta er eins og vél, búið að rjúfa
strauminn á hana. En það eru engu
að síður geislavirk efni inni í kljúf-
unum sem deyja fljótt út en þau gefa
samt frá sér varma. Og svipað og er
með varmaskipta í háhitaorkuver-
unum okkar þá þarf að leiða hann í
burtu með vatnshringrás. Vegna
Ekki líkur á alvar-
legri geislamengun
„Hættan minnkar með hverri klukkustund,“ segir viðbún-
aðarstjóri Geislavarna ríkisins Gjörólíkt Tsjernobyl-slysi
12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
leituðu í rústum við afar erfiðar aðstæður í
byggðum við norðausturströnd Japans, þar
sem eyðilegging flóðbylgjunnar var mest,
reyndu sérfræðingar að koma í veg fyrir að
kjarnakljúfar kjarnorkuversins í Fukushima
Daiichi, sem er staðsett 240 kílómetra norður
af Tókýó, bræddu úr sér. Sjó hefur verið dælt
í kljúfana til þess að hindra að þeir bræði úr
sér. Haft hefur verið eftir sérfræðingum í er-
lendum fjölmiðlum að slíkt sé algert örþrifa-
ráð. Breska blaðið Financial Times hefur eftir
Olli Heinonen, sérfræðingi í kjarnorkumálum
og fyrrum yfirmanni hjá Alþjóðakjarnorku-
málastofnuninni, að hættan vegna ástandsins í
Fukushima-verinu sé sú mesta frá því kjarn-
orkuslysið í Tsjernóbyl átti sér stað. Hátt í
tvö hundruð þúsund manns sem búa nálægt
kjarnorkuverinu hefur verið skipað að flýja
heimili sín en fregnir herma að um 170 manns
á svæðinu hafi orðið fyrir eitrun vegna geisla-
virkra efna. Einnig er mikill viðbúnaður við
önnur kjarnorkuver í landinu.
Samkvæmt upplýsingum frá OCHA,
stofnun Sameinuðu þjóðanna sem sér um
samhæfingu neyðaraðgerða í mannúðarmál-
um, hafa um 600 þúsund manns þurft að yfir-
gefa heimili sín á undanförnum dögum vegna
hörmunganna. Hafast þeir við í um 2.000
neyðarskýlum sem stjórnvöld hafa sett upp á
hamfarasvæðunum. Í mörgum tilfellum eru
þeir sem gista í skýlunum innikróaðir án mat-
ar og rafmagns og björgunarmenn komust
ekki til þeirra í gær. Talið er að um ein og
hálf milljón heimila hafi verið án rennandi
vatns frá því að skjálftinn gekk yfir og tæp-
lega 2 milljónir heimila eru án rafmagns.
Tölur um þá sem hafa látist hækkuðu ört
um helgina. Samkvæmt opinberum tölum á
laugardag höfðu um 1.800 manns farist í nátt-
úruhamförunum en sú tala snarhækkaði í
gær. Þannig bárust fréttir af því í gær að 10
þúsund íbúa í 17 þúsund íbúa hafnarbænum
Minamisanriku væri saknað.
Mestu hamfarir frá
seinni heimsstyrjöld
Hætta á geislamengunarslysi Talið að að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi farist í Japan
Reuters
Eyðileggingarmáttur Íbúar í Iwate-héraði í norðausturhluta Japans ganga um rústirnar sem flóðbylgjan sem kom á land eftir skjálftan á föstudag skildi eftir sig.
BAKSVIÐ
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Talið er að að minnsta kosti tíu þúsund manns
hafi látið lífið í Japan í kjölfar jarðskjálftans
sem skók jörðina á föstudag og flóðbylgj-
unnar sem gekk á land í kjölfarið. Óttast er að
tala látinna muni hækka enn frekar eftir því
sem björgunarmenn rekja slóð eyðileggingar-
innar á næstu dögum. Naoto Kan, forsætis-
ráðherra landsins, sagði í gær að Japanar
stæðu nú frammi fyrir mestu hamförum sem
riðið hefðu yfir þjóðina frá lokum seinni
heimsstyrjaldar.
Á sama tíma og björgunarsveitarmenn
Hamfarir í Japan
Skannaðu kóðann og fylgstu
með nýjustu fréttum og
myndskeiðum á mbl.is. um
hamfarirnar í Japan.