Morgunblaðið - 14.03.2011, Síða 13
þess að þessi aflvél heldur aðeins
áfram, þó hún hægi fljótt á sér út af
þessum geislavirku efnum, þá getur
kljúfurinn náð að hitna, eða
eldsneytisstangirnar, sérstaklega ef
vatnsyfirborðið lækkar of mikið
þannig að eldsneytisstangirnar kom-
ast í snertingu við andrúmsloft. Þá
er ekki lengur vatn til að kæla þær
og ef þær ofhitna geta þær skemmst
og gefið frá sér geislavirk efni, það
sem menn kalla „nuclear meltdown“.
Það hafa mælst geislavirk efni fyrir
utan kjarnorkuverið sem gaf til
kynna að þetta hefði gerst í kjarna-
kljúfi númer 1 í Fukushima. Þetta
var samt tiltölulega lítið magn en
þetta gaf vísbendingu um að það
hefðu orðið svona skemmdir.
En jafnvel þótt þessi geislavirku
úrgangsefni losni þarna inni í
kjarnakljúfnum, sem er í lokaðri
kúpu, er ekkert sjálfgefið að þau
sleppi til umhverfisins. Það er í raun
ekkert sem bendir til að það hafi
gerst eða muni gerast í miklum
mæli. Þetta er ekki að hitna, það
slokknaði á þessu sjálfkrafa. Þannig
séð er hættan að minnka í raun og
veru með hverri klukkustund sem
líður,“ útskýrir Sigurður. Sprenging
hafi orðið í einni af byggingum
kjarnorkuversins, ekki í kljúfnum
sjálfum, þegar hleypt hafi verið út
lofttegundum til að losa þrýsting,
m.a. vetni sem olli sprengingunni.
Spurður að því hvað sé það versta
sem gæti gerst svarar Sigurður að
kúpa á kjarnakljúfi gæti rofnað og
geislavirk efni komist til umhverfis-
ins. Það yrði þó mjög takmörkuð
dreifing á geislavirkum efnum. Slys-
ið í Fukushima sé engan veginn
sambærilegt við Tsjernobyl- slysið.
Þar hafi keðjuverkun farið úr bönd-
unum og kjarnakljúfar sprungið. Við
það hafi myndast mikið eldhaf,
geislavirk efni stigið upp með reykn-
um og breiðst út um stórt landsvæði.
Nánari fróðleik má finna á vef GR.
13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
–– Meira fyrir lesendur
:
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað
um HönnunarMars 23.mars.
Á HönnunarMars gefst tækifæri til að skoða úrval af
þeim fjölbreytilegu verkefnum sem íslenskir hönnuðir og
arkitektar starfa við.
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, FIMMTUDAGINN
17. MARS
Meðal efnis :
Hönnuðir,arkitektar og aðrir þátt-
takendur.
Ný íslensk hönnunn.
Húsgögn og innanhúshönnun.
Skipuleggjendur og saga hönnun-
arMars.
Dagskráin í ár.
Afrakstur fyrir hátíðinna.
Erlendir gestir á hátíðinni.
Ásamt fullt af öðru spennandi
efni um hönnun.
HönnunarMars
SÉRBLAÐ
Ljóst er að japönsk stjórnvöld standa
frammi fyrir gríðarlegu verkefni þeg-
ar kemur að því að fjármagna björg-
unarstarf og uppbyggingu vegna
hörmunganna sem nú ríða yfir landið.
Skuldir hins opinbera eru nú tæplega
200% af landsframleiðslu en stjórn-
völd þurfa á næstu dögum að sam-
þykkja neyðarfjárlög vegna atburða
síðustu daga. Japansbanki lýsti því
yfir í gær að hann myndi beita öllum
úrræðum til þess að tryggja eðlilega
virkni fjármálakerfisins á næstu dög-
um og koma í veg fyrir að lausafjár-
skortur verði í hagkerfinu. Financial
Times segir líklegt að Japansbanki
dæli um 3 milljörðum Bandaríkjdala
út í fjármálakerfið á næstu dögum en
ólíklegt er að stýrivextir verði lækk-
aðir þar sem þeir eru nú þegar nálægt
núlli.
Japönsk stórfyrirtæki loka
verksmiðjum sínum
Ómögulegt er að meta kostnað
hörmunganna að svo komnu máli en
það blasir við að um gríðarlega eyði-
leggingu er að ræða. Helstu bifreiða-
framleiðendur landsins og mörg önn-
ur stórfyrirtæki tilkynntu um helgina
að verksmiðjum þeirra yrði lokað
vegna ótta um öryggi starfsmanna og
dauðsfalla.
Japan er þriðja stærsta hagkerfi
heims og þar af leiðandi gætir áhrifa
efnahagslegra áfalla þar um heim all-
an. Hins vegar er það mat sumra sér-
fræðinga að hörmungarnar í Japan
muni ekki leiða til efnahagskreppu í
landinu. Bloomberg-fréttaveitan hef-
ur eftir sérfræðingum Bank of Am-
erica að stöðvun efnahagslífs á þeim
svæðum sem hafa orðið verst úti muni
þrátt fyrir allt ekki grafa undan hag-
vaxtarhorfum til lengri tíma litið.
Slíkir spádómar kunna hins vegar
að vera ótímabærir sökum óvissu um
hver hinn endanlegi skaði kann að
verða. Í því samhengi má benda á að
kostnaður japanska hagkerfið vegna
jarðskjálftans mikla sem reið yfir
borgina Kobe árið 1995 nam um 3% af
landsframleiðslu Japans. Um 0,4% af
íbúum landsins fórust í þeim skjálfta.
ornarnar@mbl.is
Japansbanki opnar fyrir
flóðgáttir fjármagns
Reuters
Glundroði Eyðileggingin eftir skjálftann er mikil.
Stjórnvöld standa frammi fyrir gríðarlegum kostnaði
Japanska veðurstofan uppfærði í
gær mælingu sína á jarðskjálft-
anum sem reið yfir á föstudag.
Skjálftinn er nú sagður hafa verið
níu stig á Richter-skalanum en
fyrstu mælingar sýndu að hann
hefði verið 8,8 stig. Samkvæmt
Bandarísku jarðfræðistofnunni er
sú orka sem leysist úr læðingi í
jarðskjálfta upp á níu á Richter
sambærileg við þann kraft sem
myndast þegar 25 þúsund kjarn-
orkusprengjur eru sprengdar. Um
er að ræða einn mesta jarðskjálfta
sem riðið hefur yfir frá því að mæl-
ingar hófust og er hann sá stærsti
sem hefur mælst í Japan. Jörð
skelfur enn í Japan og sögðu jap-
anskir fjölmiðlar frá því í gær að
vísindamenn telji um 70% líkur á
því að eftirskjálfti yfir 7 stig muni
ríða yfir á næstu dögum.
Það er til marks
um hversu gríð-
arlegar jarðhrær-
ingar er um að
ræða að vís-
indamenn telja að
strandlengja Jap-
ans hafi færst
verulega við
skjálftann. Vefmið-
illinn Huffington Post hefur eftir
Daniel McNamara, jarðfræðingi hjá
Bandarísku jarðfræðistofnuninni að
sumstaðar hafi strandlengja Jap-
ans færst til um tvo og hálfan
metra. Skjálftinn var svo öflugur að
hann megnaði að auka snúnings-
hraða jarðarinnar. Samkvæmt út-
reikningum jarðeðlisfræðings hjá
NASA hefur aukinn snúningshraði í
kjölfar skjálftans stytt sólarhring-
inn um 1,8 míkrósekúndu.
Ströndin færðist um 2 metra
GRÍÐARLEG ÁHRIF SKJÁLFTANS
Gríðarleg áhrif.