Morgunblaðið - 14.03.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 14.03.2011, Síða 14
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is L eiðtogar aðildarríkja evrusvæðisins tóku veigamikið skref um helgina í átt að sam- komulagi um hvernig eigi að standa að björgunaraðgerðum vegna skuldakreppunnar á evrusvæð- inu. Samkomulagið felur í sér að út- lánageta björgunarsjóðsins, sem var stofnaður í kjölfar þess að gríska ríkið rambaði á barmi gjaldþrots í fyrra- vor, verður aukin og honum verði heimilt að taka þátt í útboðum á ríkis- skuldabréfum. Ennfremur náðist samkomulag um að sjóðurinn starfi áfram eftir árið 2013, en þá rennur út núverandi starfsheimild hans. Fréttir af samkomulaginu bárust á laugardagsmorgun og segja má að það hafi komið mörgum á óvart. Hins- vegar eru skiptar skoðanir um hvort það muni duga til þess að lægja öld- urnar á evrópskum fjármálamörk- uðum. Það felur í sér að björg- unarsjóðurinn verði í raun stækkaður þó svo að heildarupphæð hans breyt- ist ekki. Sjóðurinn er 440 milljarðar evra en sökum þess að honum er gert að viðhalda hæstu lánshæfiseinkunn hefur hann ekki getað lánað meira en 250 milljarða evra fram til þessa. Að öllu óbreyttu hefði sú útlána- geta dugað til þess að mæta mögu- legri þörf portúgalskra stjórnvalda fyrir neyðarfjármögnun en þá hefði sjóðurinn orðið þurrausinn. Þessi staðreynd hefur m.a. gert það að verkum að fjárfestar óttast að lítið myndi vera eftir í vopnabúri ESB myndu spænsk stjórnvöld þurfa að leita eftir neyðaraðstoð. Þjóðverjar gáfu eftir Ennfremur náðist samkomulag um fjármögnun sjóðsins. Fram til þessa hafa evruríki tryggt fjármögnun hans með lánatryggingum en eins og bent er á í umfjöllun The Wall Street Journal um samkomulagið felur hið nýja fyrirkomulag í sér að aðildarríki sem njóta ekki jafn mikils lánstrausts og Þýskaland, Frakkland og Holland muni þurfi að fjármagna sinn hlut í sjóðnum með beinum greiðslum. En stærsta breytingin er án efa að sjóðurinn mun fá heimild til þess að taka þátt í frumútboðum á ríkis- skuldabréfum evrusvæðisins. Slík þátttaka er háð því skilyrði að við- komandi ríki hafi fallist á strangar að- halds- og niðurskurðaraðgerðir vegna skuldavanda. Þýsk stjórnvöld höfðu verið andsnúin slíkum kaupum en gáfu eftir á fundinum. Hinsvegar var ekki fallist á að sjóðurinn fengi að kaupa ríkisskuldabréf á eftirmarkaði eins og Evrópski seðlabankinn hefur gert að undanförnu. Ástæðan fyrir þessu er sú að kaup á ríkisskulda- bréfum á eftirmarkaði myndu auka líkurnar á því að það þyrfti að stækka sjóðinn á ný innan fárra ára. Evr- ópski seðlabankinn talaði fyrir því að sjóðurinn fengi heimild til kaupa á eftirmarkaði, líkt og hann hefur verið að gera til þess að reyna ná niður áhættuálagi á ríkisskuldabréf verst stöddu ríkjanna, m.a. vegna þess að hann vill losna við tæplega 80 millj- arða evra af ríkisskuldabréfum verst stöddu evruríkjanna af efnahags- reikningi sínum. Ekki er talið að heimild björg- unarsjóðsins til þess að taka þátt í út- boðum á ríkisskuldabréfum á evru- svæðinu komi til með að skipta sköpum þar sem hún hefur í raun og veru sömu áhrif á sameiginleg ríkis- ábyrgð annarra aðildarríkja á skuldabréfaútboðum. Auk þess hefur slík þátttaka ekki jafn skilvirk áhrif við að ná niður áhættuálagi og þar með fjármagnskjörum skuldsettustu evruríkjanna og kaup á eftirmarkaði. Í þessu samhengi er vert að nefna að sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að Evrópski seðlabankinn hafi t.a.m. verið stórtækur í kaupum á portú- gölskum ríkisskuldabréfum undan- farna mánuði og hafa þau kaup haft þau áhrif að stjórnvöld í Lissabon hafa getað klárað skuldabréfaútboð á viðunandi kjörum. Samkomulag vegna viðvarandi vanda Reuters Samstaða Angela Merkel og Nicolas Sarkozy voru andsnúin kaupum evr- ópska björgunarsjóðsins á skuldabréfum á eftirmarkaði. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það sem af erári hefurverið tölu- verð fjölgun far- þega til og frá Ís- landi og útlitið fyrir ferðaþjón- ustuna hér á landi er að flestu leyti prýðilegt á þessu ári, eins og fjallað hefur verið um í fréttum og fréttaskýringum í Morgunblaðinu að undanförnu. Bókanir benda til þess að sum- arið verði gott, en hafa verður þann fyrirvara á að mikið er eftir af bókunartímabilinu. Þjóðverjar eru sérstaklega áhugasamir eins og yfirleitt hefur verið, en þeir eru flest- um öðrum þjóðum áhugasam- ari um íslenska menningu og náttúru. Bókamessan í Frank- furt hjálpar í þessu efni og hið sama má segja um eldgosið í Eyjafjallajökli. Þær náttúru- hamfarir voru ekkert fagn- aðarefni, en framhjá því verð- ur ekki litið að þær voru mikil landkynning og þrátt fyrir allt jákvæð fyrir ferðaþjónustuna til lengri tíma litið. Fleira styður við ferðaþjón- ustuna og á stóran þátt í aukn- um umsvifum. Þar má sér- staklega nefna íslensku krónuna, en hún hefur gagnast ferðaþjónustunni afar vel og gert henni kleift að takast á við þá miklu efnahagserf- iðleika sem ganga nú yfir heims- byggðina. Ferðaþjónustan stendur þess vegna af ýmsum ástæðum frammi fyrir miklum tækifærum og innan greinarinnar er ríkur áhugi á að grípa þessi tækifæri og nýta þau til hins ýtrasta. Einn skugga ber þó á, og hann er eldsneytisverðið. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþónust- unnar, sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að hækkanir á eldsneytisverði væru „gríðarlegt áhyggjuefni fyrir greinina“ og hún telur ljóst að stjórnvöld verði að grípa inn í með því að lækka álögur. Vandinn er hins vegar sá að íslensk stjórnvöld eru þessu algerlega ósammála. Þau hafa tekið þann kost að hagnast sérstaklega á hækkandi heims- markaðsverði, í stað þess að koma til móts við almenning og rekstraraðila með því að lækka álögur á meðan þetta ástand varir á markaðnum. Vonandi rennur upp fyrir stjórnvöldum áður en í meira óefni er komið, að þeim ber með öllum ráðum að stuðla að öflugu atvinnulífi en ekki að kæfa það með óhóf- legum álögum. Háar álögur á eldsneyti ógna mikilvægum vaxtarbroddi} Mikil tækifæri í ferðaþjónustu Ekkert land varbetur búið undir jarðskjálfta en Japan. Þess vegna stóðu bygg- ingar í landinu skjálftann mikla ótrúlega vel af sér og þess vegna hafa viðbrögðin eftir skjálftann verið markviss og fumlaus. Þrátt fyrir þetta er ljóst að tjónið er hrikalegt og þó er langt því frá að umfang þess hafi verið að fullu metið. Vitað er um hátt á annað þúsund látna, en yfirvöld í bæjum norð- ur með ströndinni fullyrða að margfalt fleiri hafi farist. Skelf- ingin á eftir að koma fram smám saman á næstu sólar- hringum. Efnahagslegt tjón er vita- skuld allt annars eðlis og ekki eins sárt og það tjón sem orðið hefur á fólki. Engu að síður er hætt við að landið verði lengi að ná sér að fullu og að heims- byggðin öll muni finna fyrir hin- um efnahagslegu eftirskjálft- um. Þegar eitt helsta iðnríki heims verður fyrir jafn gríð- arlegu áfalli finnast áhrif þess um allan heim. Forsætisráð- herra Japans sagði að um væri að ræða mesta áfall frá því eftir síðari heims- styrjöld. Ekki þarf að efast um að það er hárrétt mat. Sérstaklega óhugnanlegur þáttur þessara hörmunga er hætta á að kjarnakljúfar ofhitni og að umtalsvert magn geisla- virkra efna berist út í andrúms- loftið. Þegar hafa orðið spreng- ingar í kjarnorkuverum og starfsmenn orðið fyrir nokkurri geislavirkni, en vonandi tekst að koma í veg fyrir að meira tjón verði. Íslendingar hafa boðið fram aðstoð og hið sama hafa margar aðrar þjóðir gert. Heimurinn minnkar og fólk hvarvetna finn- ur til samkenndar þegar slíkar hörmungar dynja yfir. En fólk finnur einnig til smæðar sinnar gagnvart náttúruöflunum þegar þau sýna mátt sinn með þeim hætti sem þau nú hafa gert. Þau hafa minnt manninn á, eina ferðina enn, að þó að hann telji sig stundum eiga alls kostar við þau, þá ber honum að sýna þeim fulla auðmýkt. Skelfilegar afleið- ingarnar eiga eftir að koma betur í ljós á næstu dögum} Hamfarirnar í Japan Þ að þekkja allir grípandi viðlagið: „Come Mister Tallyman, tally me banana“. Og geta jafnvel tengt Banana bátssönginn gleðistundum í lífi sínu. Sjálfur hef ég heyrt fjórmenningana í Radd- bandinu flytja þetta fjöruga lag við hin ýmsu til- efni – og alltaf hrífst fólk með. Í merkilegu viðtali, í helgarútgáfu Süd- deutsche Zeitung, segist Harry Belafonte fyrst hafa heyrt lagið sem krakki á ökrunum í Ja- maíka, þar sem ættingjar hans störfuðu. „Söngurinn létti fólki lífið í erfiðisvinnunni,“ segir hann. „Það kunni þúsundir söngva og söng daga og nætur. Og eitt af þeim lögum var Ban- ana bátssöngurinn. Síðar haslaði ég mér völl með laginu sem listamaður í New York. Ég mundi eftir því, af því að það hafði veitt svo mörgum gleði. Og þar með varð það fleygt.“ „Tallyman“ kölluðust þeir sem höfðu umsjón með hleðslu skipa. Og lagið snýst um það að hleðslumaðurinn biður yfirmann sinn að segja sér hversu marga banana hann hafi borið þennan dag, svo hann viti hversu mikið hann fái greitt. Og þrátt fyrir að textinn sé öðrum þræði fúlasta alvara, hafnarverkamaður í erfiðisvinnu sem held- ur sér vakandi með því að drekka romm, þá fær það ekki á fólk, að sögn Belafontes. „Lagið kemur öllum í gott skap. Og vekur hjá mér ljúfar bernskuminningar.“ Ýmis íslensk lög koma upp í hugann, sem hafa myrkan undirtón, en vekja jákvæð hughrif. Í fljótu bragði má nefna Á Sprengisandi eftir Grím Thomsen og Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson. Einhvern tíma sagði tónskáldið Atli Heimir Sveinsson í samtali, sem ég átti við hann, að það væri gott að blanda dropa af trega við melódíuna. Og má vel yfirfæra það á skáldskapinn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að heyra Belafonte halda hvatningarræðu þegar hann kom til Íslands á vegum Unicef, Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, fyrir nokkrum árum. Það var ógleymanleg upplifun. Belafonte talaði af fádæma innlifun, visku og æðruleysi, sem hann öðlaðist með því að vera virkur þátttakandi á vettvangi heimsviðburða, viða stöðugt að sér þekkingu á langri ævi, hafa lifandi áhuga á samfélagi mann- anna – og standa við sannfæringu sína. Þarna var maðurinn sem varð fyrstur til að senda frá sér plötu sem seldist í yfir milljón ein- tökum og sló í gegn á leiksviði og í kvikmyndum. En notaði frægðina sem hreyfiafl í þjóðfélaginu, tók meðal annars þátt í að skipuleggja mannréttindagönguna frægu í Wash- ington árið 1963, þar sem Martin Luther King lýsti draumi sínum, og starfar nú sem velgjörðarsendiherra Unicef. Og góður málstaður hrífur með sér gott fólk – fólk eins og Benna í kvikmyndinni Brimi, sem ég sá á dögunum, mann sem vill í einfeldni sinni bjarga fólki. Hann lætur verkin tala og safnar peningum úti á rúmsjó fyrir brunn- um í Úganda, rifjar um leið upp æsku sína og les átak- anlega dagbók föður sem missti tengsl við dóttur sína. Þannig er æskan sínálæg í lífi hans og okkar allra ef nán- ar er að gáð. Það er mikils um vert að einhverjir láti verkin tala og fjölgi góðum bernskuminningum í heiminum. Eftir Pétur Blöndal Pistill Banana bátssöngurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Samkomulag náðist á fundinum um að vextir yrðu lækkaðir á neyðarlánunum til grískra stjórnvalda um 100 punkta og að lengt yrði í lánunum. Írsk stjórnvöld höfðu einnig krafist að vextir á neyðarlánum þeirra yrðu lækkaðir enn ekki náðist samstaða um það á fundinum. Ástæðuna fyrir því má fyrst og fremst rekja til deilna um skatt- lagningu á fyrirtæki í Írlandi. Skattur á fyrirtæki þar er sá lægsti sem þekkist á evrusvæð- inu og krefjast önnur aðildarríki að hann verði hækkaður. Írsk stjórnvöld eru hinsvegar mót- fallin því, ekki síst vegna þess að þau telja skattstigið skipta miklu máli fyrir endurreisn írska hagkerfisins. Krafa um að Írar hækki skatta VEXTIR OG SKATTAR Enda Kenny, forsætisráðherra Íra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.