Morgunblaðið - 14.03.2011, Side 15
Heimsmyndin
breytist hratt
Í draumi sér-
hvers manns er fall
hans falið … kvað
Steinn Steinarr.
Það má til sanns
vegar færa og kem-
ur í hug eftir at-
burði þessa árs-
fjórðungs, svo ekki
sé litið lengra til
baka.
Uppreisnin í
arabalöndum
Eins og jarðflekarnir gengur
sagan í rykkjum, sem oft taka á
sig mynd náttúruhamfara. Bylt-
ingarnar í arabalöndum sá eng-
inn fyrir við síðustu áramót og
það er langt frá því að þeim sé
lokið eða hægt sé að fullyrða um
niðurstöðu þeirra og afleiðingar.
Stjórnmálaleiðtogar á Vest-
urlöndum kappkosta að þvo af
sér margra áratuga stuðning
við einræðisöflin sem héldu í
taumana í Túnis og Egypta-
landi, að ekki sé talað um Gad-
dafi í Líbíu sem nýlega hafði
verið boðinn að háborðinu. Tvö-
feldnin skín út úr orðræðum
forystumannanna allt frá Wash-
ington til Rómar sem nú lofa
lýðræðið en héldu því í heilan
mannsaldur markvisst í helj-
argreipum með fjáraustri og
gegndarlausri vopnasölu í yf-
irfulla púðurtunnuna fyrir botni
Miðjarðarhafs. Að baki skrum-
inu býr veruleiki efnahagslífs
Vesturlanda sem byggist á olí-
unni í Saudi-Arabíu og fleiri
löndum í þessum slóðum. Það er
auðvelt þessa dagana að benda
á Gaddafi sem vonda karlinn, en
hvað gerist ef hitnar fyrir alvöru
undir Al Sád, einvaldinum í Rí-
ad, höfuðborg Sádí-Arabíu það-
an sem um fjórðungur allrar ol-
íu heimsins streymir þessi árin?
Ósjálfbært efnahagslíf Vest-
urlanda hvílir á þeim olíuforða
sem þarna er að
finna og gengið er á
í síaukum mæli til
að knýja áfram
gangverkið.
Jarðskjálftinn
mikli í Japan
Nýliðins morg-
uns 11. mars verður
lengi minnst vegna
ógnarskjálftans sem
skók Japan og
framkallaði flóð-
bylgju sem sópaði
mannvirkjum, tækjum og tólum
burt eins og hverju öðru hismi.
Manntjónið hleypur á tugþús-
undum og efnahagsáhrifin
verða gífurleg og langvarandi
fyrir þetta háþróaða iðnveldi.
En þau verða ekki einangruð
við Japan heldur munu end-
urkastast yfir allan hnöttinn og
magna upp þá áleitnu spurn-
ingu á hvaða vegferð við erum í
mannheimi. Ummæli íslenskra
jarðfræðinga sem fjölmiðlar hér
leituðu til vegna atburðarins
voru athyglisverð því að þau
báru vott um að jarðskjálfti af
þessum styrkleika væri „eðli-
legur“ viðburður í ljósi fræði-
legrar þekkingar, enda ekki
einsdæmi. Japanar hafa búið sig
undir slíka atburði af kostgæfni,
sennilega öðrum þjóðum frem-
ur. Eitt hafði þó gleymst, og það
ekki léttvægt, sem er að
orkubúskapur landsins hefur að
drjúgum hluta byggst á kjarn-
orkuverum. Þegar þetta er
skrifað bíður heimsbyggðin með
öndina í hálsinum yfir hvernig
löskuðum kjarnaofnum muni
reiða af. Nú hriktir í heims-
myndinni af þessum sökum því
að víða um heim hvílir efna-
hagur þjóða í umtalsverðum
mæli á kjarnorku sem orku-
gjafa. Einmitt þessi misserin
hefur kjarnorkuiðnaðurinn ver-
ið að sækja í sig veðrið eftir
laskaða ímynd, m.a. í Bretlandi,
en lendir nú örugglega í mót-
byr.
Áhrifin á orku-
verð og efnahag
Ekki þarf spádómsgáfu til að
sjá að viðburðir síðustu daga og
vikna muni hafa víðtæk og að
líkindum langvarandi áhrif á
orkuverð og efnahagsþróun.
Undirstöður iðnríkja hvíla á
ótrufluðu aðgengi að olíu og
jarðgasi, en framboðið fer aug-
ljóslega minnkandi og aðeins
spurning um fá ár hvenær
framboð hættir að fullnægja eft-
irspurn. Afleiðing af ótæpilegri
notkun jarðefnaeldsneytis blas-
ir við mönnum í formi loftslags-
breytinga sem flestir líta á sem
bölvald. Kjarnorka til frið-
samlegra nota hefur einnig í för
með sér gífurlega áhættu, eins
og oft hefur komið í ljós á und-
anförnum áratugum, og sá iðn-
aður skilur eftir sig geislavirkan
úrgang sem vandamál inn í fjar-
læga framtíð. Vanburða og
ósjálfbært efnahagskerfi heims-
ins hefur nýlega minnt á sig
með kreppu sem enn varir. Mik-
il verðhækkun á orku nú og til
lengri tíma litið á eftir að skerpa
á þeim vanda sem við blasir.
Hefðbundnar aðgerðir duga
skammt eins og nú horfir og
tími til kominn að leitað verði
nýrra leiða fyrir alvöru í sátt við
náttúru og umhverfi. Til þess
þarf í senn gjörbreytta hag-
stjórn og allt annað gildismat í
stað þess sem leitt hefur mann-
kyn í þá ófæru sem við blasir. –
Steinn Steinarr líkti vegferðinni
við „dimman kynjaskóg, af
blekkingum sem brjóst þitt hef-
ur alið, á bak við veruleikans
köldu ró“.
Eftir Hjörleif
Guttormsson
»Hefðbundnar að-
gerðir duga
skammt eins og nú
horfir og tími til
kominn að leitað
verði nýrra leiða
fyrir alvöru í sátt
við náttúru og um-
hverfi.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræð-
ingur.
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
Fjölsótt uppboð Fjölmennt var á uppboði sem haldið var í Vöruhóteli Eimskips við Sundabakka á laugardag. Boðið var upp fjölbreytt úrval af vörum sem hafa ekki verið tollafgreiddar.
Árni Sæberg
Kosning til
stjórnlagaþings
fór fram 27.
nóvember sl.
Kosningin var
kærð og Hæsti-
réttur ógilti
hana 25. janúar.
Nokkrar um-
ræður urðu um
það, hvernig
skyldi brugðist
við í þessari stöðu, og
skipuð var nefnd um þetta
efni. Þrír alþingismenn,
Álfheiður Ingadóttir,
Birgitta Jónsdóttir og
Valgerður Bjarnadóttir,
hafa flutt tillögu til þings-
ályktunar um skipun
stjórnlagaráðs (þskj. 930).
Samkvæmt tillögunni
skal skipa 25 manna
stjórnlagaráð, sem fái það
verkefni að taka við og
fjalla um skýrslu stjórn-
laganefndar og gera til-
lögur um breytingar á
stjórnarskránni. Verði
þeim boðið sæti í ráðinu
sem landskjörstjórn út-
hlutaði sæti í kosningu til
stjórnlagaþings í fyrra,
(þ.e. 25 efstu mönnum) en
að öðrum kosti þeim sem
næstir voru í röðinni (eftir
nánar tilgreindum
reglum). Ráðið á m.a. að
taka til umfjöllunar helstu
undirstöður íslenskrar
stjórnskipunar og helstu
grunnhugtök hennar,
skipan löggjafarvalds og
framkvæmdavalds og
valdmörk þeirra, hlutverk
og stöðu forseta lýðveld-
isins, sjálfstæði dómstóla,
eftirlit þeirra með öðrum
handhöfum ríkisvalds og
margt fleira. – Hér eru
því þessu ráði falin mjög
mikilvæg verkefni, en
þetta eru sömu verkefni
og stjórnlagaþinginu voru
ætluð lögum samkvæmt.
–Ýmsir kunnir fræðimenn
á sviði lög-
fræðinnar hafa
lýst efasemd-
um um þessa
tillögu. Má þar
nefna Róbert
Spanó prófess-
or, Ragnhildi
Helgadóttur
prófessor (sjá
Mbl. 25. febr-
úar, 2. bls.) og
Sigurð Líndal
prófessor (sjá
Mbl. 9. mars,
6. bls. og einnig vef Mbl.
8. mars).
Róbert segir m.a.: „Það
er ekki hægt að ganga út
frá því með réttu að vera
þeirra 25 á lista yfir þá
sem urðu hlutskarpastir í
stjórnlagaþingskosning-
unum sé byggð á traust-
um forsendum.“ Og hann
segir einnig að þeir ann-
markar sem Hæstiréttur
taldi vera á stjórnlaga-
þingskosningunni, sem í
tveimur tilvikum voru
taldir verulegir, hafi í eðli
sínu verið til þess fallnir
að hafa áhrif á úrslit kosn-
inganna.
Eftir Ragnhildi er m.a.
haft: „Fram fóru almenn-
ar kosningar í landinu
sem Hæstiréttur er búinn
að ákveða að séu ógildar.
Engu að síður metur Al-
þingi það svo að það verði
byggt á þeim. Það er ekki
heppileg mynd sem þarna
er gefin af stjórnskip-
uninni.“
Sigurður Líndal segir
m.a. um niðurstöðu
Hæstaréttar í þessu máli:
„Ég hef haldið því fram,
og sumir hafa jafnvel
gengið lengra, að þetta sé
a.m.k. ígildi Hæstarétt-
ardóms. Nú eða jafnvel
dómur.“ Hann segir einn-
ig, að þingið sé með
ákvörðun sinni að ganga
inn á svið dómsvaldsins og
raska þar með skiptingu
ríkisvaldsins. Og Sigurður
bendir einnig á að þetta
verði menn að skoða bet-
ur. Samkvæmt þingsálykt-
unartillögunni sé Alþingi
að binda sig við nið-
urstöðu sem sé ógild að
dómi Hæstaréttar.
Þessi orð fræðimann-
anna ættu þingmenn að
íhuga vel, háttvirtir og
hæstvirtir. Hér má minna
á kunnan málshátt: „Það
skal vanda sem lengi á að
standa.“ Menn verða að
vanda sín verk. Ekki
skiptir það mestu máli að
þetta taki nokkurn tíma.
Það má t.d. ekki flýta sér
svo í lagasetningu að nið-
urstaðan verði þungbært
klúður. Virðing Alþingis
er hér í húfi. Og það dugir
ekki að una því aðeins
dómum að þeir séu mönn-
um að skapi. Fólk fylgist
vel með því sem höfðingj-
arnir gera.
Hallgrímur Pétursson
orti um þetta efni:
Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir meina sér leyfist það.
Hallgrímur bendir hér á
að fólk taki vel eftir hátt-
um valdsmanna og al-
menningur muni huga að
fordæmunum. Ef höfðingj-
arnir aðhafast eitthvað
vafasamt muni aðrir telja
að þeim leyfist það einnig.
– Og hið sama á vissulega
við hjá okkur nú. Þetta
ættu menn að íhuga vel.
Eftir Ólaf
Oddsson
» Og það dugir
ekki að una því
aðeins dómum að
þeir séu mönnum
að skapi. Fólk fylg-
ist vel með því sem
höfðingjarnir gera.
Ólafur Oddsson
Höfundur er kennari.
Niðurstaða Hæstaréttar