Morgunblaðið - 14.03.2011, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
Vilji félagsmanna
kom greinilega í ljós á
stefnuþingi VR sem
haldið var á síðasta
ári, um hvert hlutverk
VR á að vera. Afger-
andi samstaða var um
að VR ætti að beita
sér af auknum krafti í
kjara-, réttinda og at-
vinnumálum. Þegar
litið er til þeirra mála
sem ég hef lagt áherslu á í stjórn-
artíð minni hjá VR má greinilega
sjá að margt er sameiginlegt með
þeim og vilja félagsmanna sam-
anber niðurstöðu á stefnuþinginu.
Má nefna nokkur markmið sem
framkomu á þinginu:
Auka áhrif VR á störf og
stefnu Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna og stuðla að verulegum
lýðræðisumbótum í starfsemi lífeyr-
issjóða hérlendis.
Að VR leggi sitt
af mörkum við að
byggja upp nýtt Ís-
land.
Að standa sér-
stakan vörð um hags-
muni þeirra sem eru
lægst launaðir og efla
baráttuna fyrir launa-
jafnrétti.
Að VR noti þekk-
ingu og afl sitt í þágu
samfélagsins og verði
rödd virðingar og rétt-
lætis í samfélaginu.
Frá því að stjórnaseta mín hófst
hjá VR hef ég ávallt verið trú mín-
um upphaflegu skoðunum sem ég
var kosin til að framfylgja. Það hef-
ur reynst þrautin þyngri að tala
fyrir daufum eyrum en uppgjöf er
þó ekki valkostur hjá mér. Smám
saman mun takast að byggja upp
sterkt félag, gefa því rödd og taka
ómengaða afstöðu með fé-
lagsmönnum. Nokkur mál sem ég
hef meðal annars komið að og/eða
lagt fyrir stjórn:
Að stjórn VR ályktaði gegn
verðtryggingunni og hún verði af-
numin eða verðtrygging launa tekin
upp.
Lýsa yfir stuðningi við baráttu
hagsmunasamtaka heimilanna,
hafna skattastefnu ríkisstjórn-
arinnar.
Hafna aðgerðarleysi og með-
virkni Alþýðusambandsins, lýsa yfir
vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og
í framhaldi af því bauð ég mig fram
gegn Gylfa á síðasta ársþingi ASÍ.
Að koma á launaþaki á æðstu
stjórnendur lífeyrissjóðsins.
Ég var svo einnig áberandi í bar-
áttunni sem talsmaður bílamótmæl-
anna. Auk þess hef ég gagnrýnt að-
gerðarleysi verkalýðsforystunnar í
baráttunni gegn ólögmætum geng-
istryggðum lánum. Tæplega
800.000.000.000 krónur fóru í að
tryggja ca 6% Íslendinga í formi
innistæðutrygginga en hvað hefur
verið gert fyrir hin 94%? Virðing og
réttlæti? Ég spyr.
Ætli börnin okkar hafi einhvern
áhuga á að búa á þessu landi í fram-
tíðinni? Þau þurfa að halda uppi
stórskuldugum eftirlaunaþegum þar
sem framtíðarlífeyrir okkar mun
varla duga fyrir afborgun á hús-
næðisskuldum vegna þeirrar eigna-
upptöku sem heimilin og almenn-
ingur standa frammi fyrir nú á
dögum. Verkalýðshreyfingin er að
velta yfir 10 milljörðum á ári,
rekstrarkostnaður er um 2 millj-
arðar. Lífeyrissjóðirnir eru að velta
um 300 milljörðum á ári og rekstr-
arkostnaður um 3 milljarðar, en
væru líklega yfir 4 milljarðar ef er-
lend fjárfestingagjöld væru tekin
með í reikninginn. Við almenningur
erum ríkið, eigum lífeyrissjóðina og
dælum fjármagni í stéttarfélögin en
höfum því miður ekkert um málin
að segja. Þessu vil ég breyta. Í stað
þess að brýna vopnin með samstöðu
launafólks er ASÍ búið að afvopna
hreyfinguna með aðgerðaleysi og
yfirlýsingum á borð við lítið sem
ekkert svigrúm, hvar á að fá pen-
inga, halda fengnum hlut, koma í
veg fyrir frekari kaupmáttarrýrnun
og einhverju sem þeir kalla „ábyrg-
ar kröfur“, það sýnir best uppgjöf-
ina og vonleysið. Eina svarið frá
verkalýðshreyfingunni eru öskrin í
kónginum ef einhver dirfist að
gagnrýna ASÍ. Neyðarópin frá
Akranesi og Húsavík eru afgreidd
með sama hætti. Ef okkar helstu
verkalýðsleiðtogar væru á árang-
urstengdum launum væru þeir ekki
með milljón á mánuði. Þeir væru að
öllum líkindum á lágmarks taxta-
launum viðkomandi starfsgreina.
En hvernig gerum við VR að fé-
lagi sem berst fyrir bættum kjörum
félagsmanna? Lykillinn að þessu er
að hafa forystu sem ekki er tengd
stjórnmálaflokki og getur því tekið
sýnilega afstöðu sama hvaða flokk-
ur situr við völd. Það þarf að stoppa
þessa ærandi þögn verklýðsfélag-
anna hér á landi og það strax. For-
sendubresturinn er mannanna verk.
Það þarf vilja til að breyta honum
og verkalýðshreyfingu sem vinnur
fyrir félagsmenn.
VR á að vera traust,
framsýnt og sterkt félag
Eftir Guðrúnu
Jóhönnu
Ólafsdóttur
» Smám saman mun
takast að byggja
upp sterkt félag, gefa
því rödd og taka ómeng-
aða afstöðu með fé-
lagsmönnum.
Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir
Höfundur meistaranemi í alþjóða-
viðskiptum og er í framboði til for-
manns VR.
Í viðtali við Kristínu
Guðmundsdóttur, for-
mann Sjúkraliðafélags
Íslands, í Frétta-
blaðinu hinn 1. mars er
fjallað um sýkingar og
starfsfólk hjúkr-
unarheimila. Í viðtalinu
er haft eftir Kristínu:
„Þannig eru vaktir
mannaðar að mestu
ófaglærðu starfsfólki á
fínustu hjúkrunarheimilum landsins,
ótalandi á íslensku og með engar for-
sendur fyrir hreinlæti til að sinna
sjúku fólki en ber sýkla á milli með
löngum nöglum, skartgripum og hári
langt niður fyrir augu.“
Staðalmynd þessi sem Kristín
dregur upp af einstaklingum, sem
eru ótalandi á íslensku, og ég gef mér
að sé beint til starfsfólks hjúkr-
unarheimila af erlendum uppruna, er
til þess fallin að flokka hóp fólks og að
ákveðin einkenni séu til staðar hjá
hópnum. Staðalmyndir eru skil-
greindar sem forsendur fordóma sem
byggjast oft á fyrirlitningu og lítils-
virðingu. Í siðareglum sjúkraliða
kveður á um að sjúkraliði virði rétt
skjólstæðinga og ræki störf sín óháð
sjúkdómsgreiningu, þjóðerni, lit-
arhætti, trúarbrögðum, aldri, kyn-
ferði, skoðunum og þjóðfélagsstöðu.
Í Sjúkraliðafélagi Íslands eru fé-
lagsmenn af erlendum uppruna. Í
þessu ljósi eru ummæli formanns
stéttarfélagsins mjög alvarleg.
Hrafnista rekur þrjú hjúkr-
unarheimili og á öllum heimilunum
eru reglur sem segja að í umönnun
skuli starfa einstaklingar sem tala og
skilja íslensku. Í byrjun árs 2008 var
Hrafnista brautryðjandi í að stofna
íslensku-, samfélags- og verkmennta-
skóla Hrafnistu, Öldubrjót. Markmið
skólans var m.a. að kenna ein-
staklingum af erlendum uppruna ís-
lensku, að kynna fyrir þeim íslenskt
samfélag, gildi þess og viðmið, að
kenna aðhlynningu, að nýta þann
mannauð sem einstaklingar af er-
lendum uppruna búa yfir og ráða
þessa einstaklinga sem framtíðar-
starfsmenn Hrafnistu. Undirrituð
ásamt Lovísu Jónsdóttur hjúkr-
unarfræðingi var verkefnastjóri yfir
verkefninu. Í upphafi verkefnisins
voru nemarnir 17 frá níu þjóðlöndum,
núna tveimur árum seinna eru enn
starfandi á Hrafnistu tíu
konur sem tóku þátt í
Öldubrjótnum. Allir
sem að verkefninu komu
eru sammála um að þær
hafi aðlagast vel ís-
lensku samfélagi og náð
góðum tökum á ís-
lensku, sumar þeirra
hafa haldið áfram námi
með vinnu.
Ástæða þess að ein-
staklingar og fjöl-
skyldur flytjast búferl-
um milli landa eru margvíslegar. Þær
geta t.d. verið nám, ævintýraþrá, leit
að betri atvinnu og lífskjörum, en
einnig neyð. Að setjast að í nýju landi,
yfirgefa ættingja og vini, læra nýtt
tungumál, nýja siði og venjur getur
reynst mörgum erfitt. Hvernig við-
horf og móttökur fólk fær skiptir
sköpum um það hvernig einstakl-
ingum vegnar í nýja landinu, að verða
virkir þjóðfélagsþegnar án þess þó að
kasta frá sér einkennum sínum,
menningu og siðum. Nú er töluverður
fólksflótti frá Íslandi. Héðan flykkist
vel menntað sem ómenntað fólk á öll-
um aldri til annarra landa í leit að
betra lífi fyrir sig og sína. Dæmið hef-
ur snúist við. Íslendingar eru víða út-
lendingar um þessar mundir. Tala illa
eða ekki tungumál í ókunnu landi,
eiga undir högg að sækja, skilja ekki
menninguna og hefðirnar til fulls og
eiga á hættu að einangrast, aðskildir
frá sínum nánustu. Sumir eiga þess
ekki kost að nýta menntun sína í nýja
landinu. Ég vona að sem víðast verði
tekið jafnvel á móti löndum mínum í
þeirra nýja landi og starfsmenn
Hrafnistu sameinuðust um að gera
við nemendur Öldubrjótsins og þá
starfsmenn af erlendu bergi brotna
sem hafa starfað og starfa enn á
Hrafnistu.
Eftir Hrönn
Ljótsdóttur
Hrönn Ljótsdóttir
» Í Sjúkraliðafélagi Ís-
lands eru félags-
menn af erlendum upp-
runa. Í þessu ljósi eru
ummæli formanns stétt-
arfélagsins mjög alvar-
leg.
Höfundur er sjúkraliði, félagsráðgjafi
og forstöðumaður Hrafnistu í Kópa-
vogi.
Með langar neglur
og hár langt niður
fyrir augu
Í Mbl. 22. febrúar
birtist grein eftir Ólaf
G. Flóvenz og Guðna
Axelsson um jarðhita.
Þeir gagnrýna mál-
flutning minn í Silfri
Egils í sjónvarpi 6.
febrúar sl., telja orð
mín villandi, en þó ekki
röng. Í viðtalinu segi ég
nánast ekkert nýtt.
Flest hefur áður birst á
prenti, í Jarðhitabók (Jb) Guð-
mundar Pálmasonar (GP) sem út
kom 2005. Á bls. 76 segir: „Nið-
urstaðan af þessari umræðu er því sú
að jarðhitinn sé strangt til tekið ekki
endurnýjanleg orkulind nema að
mjög litlu leyti.“ Við Ólafur héldum
nýlega fyrirlestra hjá Vísindafélagi
Íslendinga um jarðhita. Ekki minnist
ég að Ólafur hafi gagnrýnt rök mín
að jarðhitakerfi væru endanleg orku-
lind.
Hjá Evrópubandalaginu er „geo-
thermal energy“ flokkað sem end-
urnýjanleg orkulind og skilgreint
þannig: Orka í formi varma undir yf-
irborði jarðar. Hugtakið „geothermal
energy“ felur hins vegar í sér tölu-
vert annað en íslensku hugtökin jarð-
hiti og jarðhitakerfi.
Ég sat ráðstefnu í Bandaríkjunum
í júní á síðasta ári. Í erindum hjá ein-
um af forstjórum bandarísku jarð-
fræðistofnunarinnar og yfirmanni
umhverfisverkefnis Stanfordháskóla
kom fram að varmaflæði út um jarð-
skorpuna (geothermal heat flux) væri
endurnýjanleg orkulind en einstök
jarðhitakerfi væru varmanámur líkt
og olíulindir og kolalög.
Þaðan hef ég orðalagið
að jarðvarmaorka sé
endurnýjanleg orkulind
en einstök jarð-
hitasvæði varmanámur,
afar skýr lýsing.
Í skýrslu Orkustofn-
unar (OS) frá 1985
(OS-85076/JHD-10) var
varmaorka há-
hitasvæða Íslands met-
in og hún umreiknuð í
rafafl miðað við ákveð-
inn vinnslutíma og til-
tekna nýtni við umbreytingu varma-
orkunnar í raforku. Orkan entist í 50
ár fyrir 3500 megawött rafafls – end-
anleg orkulind. Afkastageta svæð-
anna var aldrei metin enda segir GP í
Jb, bls 81: „Það er lífseigur misskiln-
ingur að jarðvarmamatið með ofan-
greindri aðferð segi til um afl jarð-
hitasvæða. Eðli aðferðarinnar er slíkt
að hún getur ekkert um aflið sagt.“
Í skýrslu OS frá 2009 (OS-2009/09)
stendur á bls. 9: „Þegar afkastageta
svæðanna var metin 1985 var miðað
við nýtingu til 50 ára (ekki hárrétt
orðað) og er í þessari skýrslu miðað
við sama árafjölda til samanburðar.
Sjálfbær nýting á jarðhita gengur
hins vegar út frá nýtingu til 100-300
ára og til að fá mat á afkastagetu
svæðanna þarf því aðeins að deila
með 2 upp í niðurstöðurnar fyrir 100
ára nýtingartíma og 6 fyrir 300 ára
nýtingartíma.“ Í töflu 2 á bls. 12 í
skýrslunni má lesa að metið rafafl
(ágiskuð tala) háhitasvæða sé 4255
MW til 50 ára. Séu þessi tafla og
ofangreind tilvitnun lagðar saman
fæst að aflið sé 2126 MW miðað við
100 ára nýtingartíma en 709 MW
miðað við 300 ár.
Í Silfri Egils fjallaði ég ekki um
sjálfbæra vinnslu. Skilgreiningin að
vinnsla sé sjálfbær ef jarðhitasvæði
endist í 100-300 ár segir enn það
sama: Orkulindin er endanleg. Það
eru til margar skilgreiningar á sjálf-
bærni. Sú sem hér er minnst á er
ekki fullnægjandi að því leyti að ekki
er vitað fyrirfram hversu mikla
vinnslu jarðhitakerfi þolir ef það á að
endast í 100-300 ár því ekki er vitað
hversu stór orkulindin er.
Í grein Ólafs og Guðna segir: „Í
jarðhitakerfum er bundin gríðarmikil
varmaorka sem nánast er óhugsandi
að klára.“ Þetta orkumagn hefur ver-
ið metið í háhitakerfum landsins nið-
ur á 3 km dýpi (skýrsla OS,
OS-85076/JHD-10), og svarar til þess
að orkan endist í 50 ár miðað við 3500
MW raforkuframleiðslu. Þeir nefna
Geysissvæðið í Kaliforníu þar sem
farið var geyst í vinnslu. Þar tapaðist
fé. Ástæðan var gufuþurrð, ekki
varmaþurrð. Í Jb hvetur GP til þess
að farið sé varlega, bendir á reynsl-
una á Geysissvæðinu.
Því fer fjarri að ég vilji vinna gegn
farsælli nýtingu jarðhita. En ég hef
haft áhyggjur af því að það sjónarmið
virðist ráðandi að einstök jarð-
hitasvæði séu endurnýjanlegar orku-
lindir. Ég er ekki sáttur við að leggja
slíkar upplýsingar fyrir almenning
eða ráðamenn sem vinna að því að
móta orkustefnu fyrir þjóðina.
Ríkjandi viðhorf bjóða upp á það að
alvarlegur misskilningur geti ráðið
mikilvægum ákvörðunum með nei-
kvæðum afleiðingum.
Mat (ágiskun) á stærð auðlinda í
jörðu er gagnlegt fyrir stjórnvöld til
stefnumótunar. Ef matið er hagstætt
er eðlilegt að leggja fram fé til að
byggja upp þekkingu á auðlindinni
og afla upplýsinga um hana. Þetta
virðast stjórnvöld ekki hafa skilið
þegar skýrsla OS frá 1985 birtist því
árið eftir var farið að draga úr fjár-
veitingum til OS en tölurnar um
reiknað afl háhitasvæða taldar stað-
reynd.
Þótt einstök jarðhitasvæði séu
varmanámur má ekki skilja orð mín
svo að þær megi ekki nýta. Þessi auð-
lind hefur sýnt sig að vera arðbær,
hún er mikilvæg mörgum ríkjum eins
og Íslandi. Lághitavatn góð græn
orka. Virkjun háhitasvæða hefur
talsverð umhverfisáhrif, þó margfalt
minni en brennsla jarðefnaelds-
neytis. Um það er enginn ágrein-
ingur. Ágreining jarðhitamanna
verður að leysa ef móta á farsæla
stefnu um nýtingu háhitasvæða.
Eftir Stefán
Arnórsson
»Einstök jarðhita-
svæði eru varma-
námur. Leysa verður
ágreining jarðhita-
manna ef móta á far-
sæla stefnu um nýtingu
háhitasvæða á Íslandi.
Stefán Arnórsson
Höfundur er prófessor í jarð-
efnafræði við Háskóla Íslands.
Er jarðhitinn
endurnýjanleg
orkulind?
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið