Morgunblaðið - 14.03.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 14.03.2011, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 Vinur okkar Jón Ásgeirsson er látinn, horfinn yfir móðuna sem skilur að líf og dauða. Hann fer ekki oftar með í okkar ár- legu veiðiferð í Sogið. Þegar við heimsóttum hann fimm dögum fyrir andlátið var hann viss um að vera horfinn úr þessum heimi áður en langt um liði en lofaði að vera með okkur í næstu ferð svífandi yfir ánni. Við Jón hittumst fyrst þegar ég réðst í stöðu byggingarfull- trúa og verkfræðings hjá Njarð- víkurhreppi árið 1966. Hann var þá sveitarstjóri hreppsins og formaður byggingarnefndar og einn reyndasti sveitarstjórnar- maður landsins með 12 ára reynslu sem slíkur og það varð úr að við Jón störfuðum saman hjá Njarðvíkurhreppi í sjö ár undir stjórn tveggja hrepps- nefnda. Á þessum árum voru mikil umsvif í verklegum fram- kvæmdum hjá hreppnum. Íþróttahúsið var byggt, u.þ.b. þriðjungur af götum bæjarins var lagður varanlegu slitlagi og margar götulagnir endurnýjað- ar. Unnið var að skipulagsverk- efnum einstakra svæða og við aðalskipulag Njarðvíkur, Kefla- víkur og Keflavíkurflugvallar. Mikil vinna fór í samninga við landeigendur og náðist góð sátt að lokum. Stór áfangi náðist í húsnæðismálum hreppsins þeg- ar húsnæði Vélsmiðju Njarðvík- ur var keypt undir skrifstofur Jón Ásgeirsson ✝ Jón Ásgeirs-son, fæddist á Ísafirði 2. maí 1921. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Hlévangi í Keflavík 25. febrúar 2011. Útför Jóns fór fram frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 11. mars 2011. hreppsins o.fl. Jón tók virkan þátt í þessum verk- efnum og reyndi oft mikið á hann að út- vega peninga þegar lítið var í „kassan- um“ og fram- kvæmdaumsvif mikil. Honum tókst það alltaf og ég minnist þess ekki að framkvæmdir hafi tafist vegna skorts á fjár- magni. En þetta kostaði mikla vinnu og hann hafði oft á orði að hann þyrfti aðeins að vinna eitt kvöld enn til að ná endum sam- an. Ég hef grun um að þessi kvöld hafi verið nokkuð mörg. Það var sérstaklega gott að vinna með Jóni. Hann var fljót- ur að setja sig inn í mál sem voru til athugunar og úrræða- góður við afgreiðslu þeirra. Hann átti auðvelt með að vinna með fólki, hvort heldur voru samstarfsmenn, fulltrúar í hreppsnefnd eða íbúar hrepps- ins. Ég held að flestir hafi verið ánægðir með afgreiðslu hans á málum sem voru svo sannarlega ekki öll auðveld viðfangs. Með okkur Jóni tókst góð vinátta sem náði til fjölskyldna okkar beggja og sú vinátta hélst æ síðan eftir að við vorum hætt- ir að starfa hjá Njarðvíkur- hreppi. Ekki er hægt að minn- ast Jóns án þess að minnast einnig hans góðu konu Sigrúnar sem lést alltof snemma. Hún var einstaklega elskuleg mann- eskja. Jón var áhugasamur laxveiði- maður og þar áttum við sameig- inlegt áhugamál. Hann fór m.a. í Vatnsdalsá og Miðfjarðará en mest veiddi hann í Miðá í Döl- um og þangað bauð hann mér oft með fjölskyldu minni. Síðar þróuðust mál þannig að við fór- um að fara árlega saman í Sogið með fjölskyldum og voru þeir oftast saman um stöng Jón og dóttursonur hans Halldór Jón sem einnig er mikill veiðimaður eins og afi hans. Í Soginu veiddi Jón sinn síðasta lax við Sakk- arhólmann, þá 87 ára gamall. Að leiðarlokum kveðjum við vin okkar með söknuði. Börnum hans Steinunni, Re- bekku, Ásgeiri og fjölskyldum þeirra sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hilmar Sigurðsson og fjölskylda. Mikill sómamaður er geng- inn. Hann kvaddi á jafn fágaðan og prúðan hátt og honum var ætíð tamt á lífsgöngunni. Jón Ásgeirssson og kona hans Sig- rún Helgadóttir voru aldavinir okkar Tómasar og bar aldrei skugga á þá vináttu. Návist þeirra hjóna var einatt þægileg og afslöppuð, spjallað var um heima og geima. Eftir að Sigrún féll skyndilega frá langt fyrir aldur fram hélt Jón tryggð við okkur Tómas og eftir fráfall Tómasar hélt hann tryggð við mig og mína fjölskyldu allt til dauðadags. Jón var sjentilmað- ur fram í fingurgóma, ávallt vel tilhafður, hreinn og strokinn. Framkoma hans var ljúfmann- leg, hann var viðræðugóður og skemmtilegur. Hann var ætíð aufúsugestur á mínu heimili. Að leiðarlokum langar mig til að þakka Jóni vináttu og tryggð bæði við mig og börnin mín. Ég og fjölskylda mín sendum fjöl- skyldu hans einlægar samúðar- kveðjur. Halldís Bergþórsdóttir. Aldursforseti Lionsklúbbs Njarðvíkur er nú fallinn frá. Hann var einn af stofnfélögun- um, en klúbburinn var stofn- aður 2. mars 1958. Það er mikill sjónarsviptir að honum, slíkur eldhugi sem hann var í starfi klúbbsins. Hann var mikill drif- kraftur og hvatti yngri menn til dáða. Hann var ófeiminn að segja meiningu sína, ef honum fannst eitthvað hafa farið úr- skeiðis og var leiðbeiningum hans ávallt vel tekið. Hann var ráðagóður og fannst mörgum Lionsfélögum gott að leita til hans út af ýmsum málum, enda vildi hann leysa hvers manns vanda. Hann hafði ávallt í huga einkunnarorð Lionshreyfingar- innar, að veita lið. Hann er eini félaginn í klúbbnum sem gegnt hefur starfi umdæmisstjóra Lionshreyfingarinnar á Íslandi. Hann átti því láni að fagna að vera heilsuhraustur alla sína löngu ævi þar til fyrir ári að halla fór undan fæti. Gat hann ekki sótt Lionsfundi síðasta árið sökum heilsubrests. Fylgdist hann þó áfram með starfinu af sama áhuga og áður. Þegar ég kynntist honum sumarið 1983 rak hann bókhaldsskrifstofu og var forstöðumaður Sjúkrasam- lags Njarðvíkur. Áður hafði hann við góðan orðstír gegnt starfi sveitarstjóra í Njarðvík um árabil. Okkur varð fljótt vel til vina og efldist vinskapurinn með árunum. Það kom fljótt í ljós að honum þótti vænt um uppruna sinn og var innst inni mikill Vestfirðingur og hafði gaman af að segja sögur að vestan. Hann var alltaf virðu- legur, hlýr og glæsilegur á velli og hélt reisn sinni þar til yfir lauk. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka samfylgdina og við vottum ættingjum hans innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Jón Aðalsteinn Jóhannsson. Þegar sonur okkur hringdi í okkur og tjáði okkur að vinur okkar Jón Ásgeirsson væri lát- inn stöldruðum við við og minn- ingarnar fóru á flug. Við fórum að rifja upp hvað þessi heið- ursmaður og góði félagi gaf af sér góðan þokka hvar sem hann kom og starfaði. Ég varð þess aðnjótandi að starfa með honum í 40 ár í Lionsklúbbi Njarðvíkur og það var sama hvenær maður hitti Jón, hann var alltaf sami séntilmaðurinn og trygglyndur með afbrigðum. Það verður mikill missir hjá okkur að sjá á eftir einum besta Lionsfélaga okkar. Jón var einn af stofn- félögum Lionsklúbbs Njarðvík- ur og sinnti flestum trúnaðar- störfum Lionshreyfingarinnar og skilaði þeim með sóma. Jón Ásgeirsson var sveitar- stjóri Njarðvíkur í rúm tuttugu ár og skilaði því hlutverki vel og öll samskipti við íbúana voru mjög góð. Við viljum þakka Jóni fyrir mjög góð kynni og biðja góðan Guð að blessa minn- inguna um góðan vin og félaga. Sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Halldóra og Ingólfur Bárðarson. Kveðja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur Það var árið 1958 sem nokkrir ungir Njarðvíkingar stofnuðu Lionsklúbb Njarð- víkur. Þetta voru öflugir menn sem vildu láta gott af sér leiða fyrir bæinn sinn undir merkjum Lions. Einn þessara manna var Jón Ás- geirsson, þáverandi sveitar- stjóri í Njarðvík, sem við kveðjum nú í dag. Ég hafði heyrt margt gott um þennan klúbb og þegar ég flutti í Njarðvíkurnar fyrir 20 árum lét ég það verða mitt fyrsta verk að skrá mig í klúbbinn. Þarna var mjög öflugur og samhentur hópur helstu for- kólfa bæjarlífsins og því mik- ill akkur í því fyrir hvern ný- kominn að komast í þennan félagsskap. Lionsmenn í Njarðvík hafa ávallt látið mikið að sér kveða í bæjarlífinu í Njarð- vík og staðið að mörgum framfaramálum og uppákom- um í byggðarlaginu og má þar nefna byggingu fyrsta heimilis aldraðra í Njarðvík, Ólafslundar. Þeir lögðu einn- ig göngustíg milli Njarðvíkur og Keflavíkur til að draga úr slysahættu á þessari leið svo eitthvað sé nefnt. Í þessum góða hópi kynntist ég Jóni Ásgeirssyni. Jón var afskap- lega kurteis og vandaður maður með framkomu sem skapaði honum alls staðar sérstöðu og virðingu. Hann var höfðingi í lund og lagði ávallt gott til málanna og reiðubúinn til verka þegar þess þurfti með. Hann var gjarnan þar sem þurfti að skipuleggja fjármál og sjá um pappíra og því var hann einn af þeim sem skipulögðu Lionshappdrættið eftir að klúbburinn byrjaði með það. Hann mætti á alla fundi á meðan heilsan leyfði og lagði mikið upp úr því að félagarn- ir sýndu klúbbnum sínum þá ræktarsemi að mæta á fundi. Hann gegndi fjölda trúnað- arstarfa innan klúbbsins, m.a. sem formaður, gjaldkeri og ritari. Jón var útnefndur sem Melvin Jones-félagi fyrstur klúbbfélaga. Jón lét ekki duga að gegna fjölda trúnaðarstarfa fyrir klúbb- inn í Njarðvík heldur var hann mjög virkur innan Lionshreyfingarinnar á Ís- landi og gegndi þar æðstu stöðum. Var hann m.a. um- dæmisritari og gjaldkeri Lionshreyfingarinnar á Ís- landi 1960-1961 og umdæm- isstjóri 1968-1969. Að leiðarlokum vill Lions- klúbbur Njarðvíkur þakka Jóni Ásgeirssyni mikið og óeigingjarnt starf fyrir Lionshreyfinguna. Hans störf munu lifa í minning- unni og lýsa öðrum Lions- mönnum í störfum sínum um ókomin ár. F.h. Lionsklúbbs Njarð- víkur votta ég aðstandendum og öðrum ættingjum Jóns okkar dýpstu samúð. Bless- uð sé minning Jóns Ásgeirs- sonar. Kristján Pálsson. Við minnumst með mikilli hlýju ungu konunn- ar, Katrínar Kolku Jónsdóttur, sem á haustdögum árið 2008 kom með Valdimar son sinn í aðlögun til okkar í leikskólann Mýri. Við minnumst fyrstu daganna þegar við vorum öll að kynnast og eftir að aðlöguninni lauk tók við afar ljúft og traust samband milli okkar leikskóla- starfsfólksins og litlu fjölskyld- unnar á Aragötunni. Þau Eirík- ur komu oft á tíðum bæði að sækja Valdimar seinnipart dags og þá var oft spjallað og slegið á létta strengi. Það var enginn asi á Katrínu, hún bar með sér ró, öryggi og styrk sem átti eftir að sýna sig enn frekar þegar hún veiktist alvar- lega fáeinum mánuðum eftir að Valdimar byrjaði í leikskólan- um. Við minnumst sterkrar konu sem lét ekki veikindin stöðva sig í að koma með eða sækja drenginn sinn í leikskólann. Hún gekk í gegnum erfiða meðferð og náði bata sem við treystum að væri varanlegur. Það var mikið áfall þegar við fengum að vita að svo væri ekki Katrín Kolka Jónsdóttir ✝ Katrín Kolkafæddist á Sauð- árkróki 29. sept- ember 1982. Hún lést 27. febrúar 2011. Útför Katrínar Kolku fór fram frá Hallgrímskirkju 11. mars 2011. og að aftur þyrfti hún að takast á við margskonar með- ferðir og sjúkra- húsvist. Komum hennar í leikskól- ann fækkaði og síðasta skiptið sem við hittum hana var nú fyrir jólin þegar börnin á deildinni hans Valdimars buðu fjölskyldum sínum í jólaboð. Að þessu sinni var það haldið niðri í sal þar sem Katrín gat komið því við að vera með okkur, hún var í hjólastól en mætti til að gleðjast með drengnum sínum á þessum degi. Við minnumst ungrar móður sem elskaði drenginn sinn og sýndi honum það í orði og verki. Sumir segja að fyrstu fimm til sex árin í lífi hverrar manneskju séu þau ár sem allra mestu máli skipti og leggi grundvöllinn að þeirri mann- eskju sem vex og dafnar. Við trúum því að Valdimar búi alla tíð að þeirri elskusemi og væntumþykju sem hann fékk frá móður sinni, hann er ein- stakur drengur sem átti ein- staka mömmu. Við minnumst og söknum Katrínar Kolku Jónsdóttur. Elsku Valdimar, Eiríkur og góða stórfjölskyldan öll, ykkar er söknuðurinn mestur en minningin um Katrínu lifir í hjörtum okkar allra. Fyrir hönd leikskólastarfs- fólks í leikskólanum Mýri, Kristín I. Mar. Hann bauð mér inn, vísaði mér upp á loft, hann ætlaði að ná í kaffi. Í litlu herbergi á annarri hæð voru bækur, alls konar bækur, um allt milli himins og jarðar. Á veggjum, yfir glugg- um, í stólum, á borðum og í stöfl- um um allt gólfið. Ég mátti klofa yfir staflana til að komast að stóln- um fyrir framan tölvuna og búa mér síðan til örlítið pláss á borðinu fyrir músina. Hann kom með blek- sterkt kaffið og settist í annan stól. Svo talaði hann og ég skrif- aði. Þannig var þetta í nokkur ár, ég kom og sló inn á tölvuna það sem hann hafði undirbúið daginn áður, eða um nóttina. Eða ekki. Stundum var hann svo verk- kvíðinn að hann talaði bara um allt og ekkert, sagði sögur sem ekkert komu skáldverkinu við, sögur af mönnum, atburðum og stöðum. Stundum var hann mjög leiðinleg- ur. Þegar hann var mjög verkkv- íðinn. Þá tafsaði hann og stamaði og sagði leiðinlegar sögur af mönnum og málefnum. Ég sat verklaus og hugsaði, hvað er ég að gera hér? Svo sló eldingunni niður. Hann náði beygjunni. Tók á móti mér forlyftur og uppnuminn, kaffið var enn sterkara en fyrr, hann baðaði út höndunum, hárið stóð rafmagn- að í allar áttir, augun skutu gneist- Thor Vilhjálmsson ✝ Thor Vil-hjálmsson fæddist í Edinborg í Skotlandi 12. ágúst 1925. Hann varð bráðkvaddur 2. mars 2011. Thor var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni 11. mars 2011. um, hann hlammaði sér í stólinn, lygndi aftur augunum og snilldin streymdi fram. Hvert orð, hver setning, hver hugsun, hver mynd – allt var hárrétt, full- komið, tært og ljóm- andi. Sviðið birtist ljóslifandi, penninn sem hékk í bandi um hálsinn, oft yfir röndóttum bol, var á fleygiferð, hann teiknaði með, skissaði, skrif- aði hjá sér eitthvað sem honum flaug í hug, orð, hugmynd, mynd- líkingu, sem myndi passa í næsta kafla, eða þarnæsta, allt verkið var búið að fá á sig mynd í huga hans, kaflarnir röðuðust upp, hann hafði allt undir. Stundum sagði hann litlar sög- ur inn á milli, á meðan hann braut heilann um næsta orð, næstu setn- ingu, rifjaði eitthvað upp. Svo stökk hann upp úr stólnum, vant- aði bók, minnisblokk, tímarit, greinarkorn, ljósmynd. Stóð og leit augnablik yfir pappírshrúg- urnar, stakk svo hendinni ein- hvers staðar inn í miðjan hauginn og kom út með það sem hann vantaði. Vissi hvar hver einasti blaðsnepill var í allri óreiðunni. Eitt sinn tók hann góða sveiflu um að hann þyrfti að fara að taka til, enda staflarnir á borðunum næstum mannhæðarháir. Þegar ég kom næst var ekki beinlínis bú- ið að taka til, það var búið að bæta við borði – undir fleiri bækur. Hann var dálítill græjukall. Gladdist yfir nýrri tölvu. En var ekki praktískt sinnaður og hafði annað og mikilvægara að gera en að læra fánýt tölvutrikk, eins og að kötta og peista eða finna ís- lenskar gæsalappir. Hló og fárað- ist í senn yfir enskum tölvuslett- um. Helst átti tölvan að gera sjálf það sem hann hugsaði. Sem var að skapa bókmenntir, menningu, auðga andann. Að skapa bókmenntir, menn- ingu, auðga andann, það var inn- takið í öllu hans lífi og það gerði hann svikalaust. Við öll, bæði einstaklingar og þjóð, stöndum í þakkarskuld við hann. Ég votta Margréti, Örnólfi, Guðmundi Andra og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð við fráfall Thors Vilhjálmssonar. Ingunn Ásdísardóttir. Thor Vilhjálmsson stórskáld er látinn. Frá mínu sjónarhorni sem ljóðskáld sýnist mér að hann hafi, ásamt með Halldóri Laxness, ver- ið listfengastur íslenskra skáld- sagnahöfunda og að með þeim tveimur byrji og endi tímabil hinn- ar sérlega listfengu skáldsagna- ritunar. Kynni okkar hófust með því að ég sendi honum eintak af fyrstu ljóðabók minni, Nætur- verðinum, 1989. Lét ég þar fylgja með, að ég hefði verið mér meðvit- aður um myndrænuna í skáldskap hans frá því ég gluggaði í Fljótt fljótt sagði fuglinn og Turnleik- húsið á æskuheimili mínu á ung- lingsárunum. Og vinsælasta ljóðið mitt heitir Fuglaskottís og annað Tvílýsi. Árið 1999 þáði hann boð mitt um að taka þátt í móti lands- vinafélaga, þar sem Vináttufélag Íslands og Kanada stefndi saman hinum ýmsu landsvinafélögum, til að kynna sig í bróðerni, eftir sundrungu kalda stríðsins. Mætti hann þá sem formaður Stofnunar Dante Alhigieri á Íslandi og hélt þar innblásna ræðu um ítalska menningu. Seinna ræddi ég eftir- minnilega við hann á samkomu hjá Máli og menningu og í Grikk- landsvinafélaginu Hellas. Mér dettur strax í hug að kveðja hann með því að vitna í sjöundu ljóða- bók mína, Gyðjuljóð og -sögur, frá 2003. En þar er ljóðið Tvílýsi, sem á sér kveikju í skáldskap Thors. Þar segir meðal annars: Og jafnvel í sólbliki Ítalíu svitna skrifstofustúlkurnar á bakinu í krumpuðum silkiskyrtum sínum; sem eiga að leyna því að líkaminn er lindýrspoki milli tveggja líkamsopa. Ó, drottinn, láttu okkur mennina finna sér merkilegri viðfangsefni en framhaldslíf í fagurtextum. Tryggvi V. Líndal. Thor Vilhjálmsson var í huga minnar kynslóðar tákn um hinn frjálsa mann, sem fór á unga aldri inn í menningarheim Evrópu. Til- finningamaður, sem skynjaði um- breytingu síðustu aldar. Var skáld og heimsmaður en alltaf uppruna sínum trúr. Hvar sem Thor kom var hann gleðigjafi, einarður og skemmtilegur. Honum var eðlis- lægt að láta öðrum finnast að lífið væri nú raunverulega gott. Sá sem þetta ritar kynntist Thor fyrst í París árið 1950. Síðar lágu leiðir okkar saman á stund- um, víða erlendis, heima á Íslandi og á siglingu með Gullfossi. Æ síð- ar tók hann mér fagnandi sem vini. Geislandi viðmót og gneist- andi orðræða var stíll sem enginn hafði nema Thor Vilhjálmsson. Líf hans og verk vörpuðu ljósi og birtu inn í tilveru samferðamanna hans. Fyrir það er þakkað. Að- standendum eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur H. Garðarsson.  Fleiri minningargreinar um Thor Vilhjálmsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.