Morgunblaðið - 14.03.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 ✝ Anna JúlíaMagnúsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 7. júlí 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 6. mars 2011. Foreldrar henn- ar voru Magnús Sigurðsson, sjó- maður í Vest- mannaeyjum, og Filippía Þóra Þorsteinsdóttir. Systkini Önnu Júlíu voru Krist- inn, Þorbjörg Erna og hálf- bróðir Óskar Magnússon. Anna Júlía giftist 11. febrúar 1940 Guðbrandi Magnússyni, f. 1907 á Hólum í Steingrímsfirði, d. 1994. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og kona hans Kristín Árnadóttir. Guð- brandur var lengst af kennari og skólastjóri á Siglufirði og Akranesi, áður kaupfélags- stjóri á Hólmavík. Anna Júlía og Guðbrandur bjuggu nánast alla sína búskapartíð á Siglu- firði. Börn þeirra hjóna eru: 1) Skúli, f. 1940, maki Þóra Björg brands eru orðnir 75. Jafnframt því að vera hús- móðir á stóru heimili tók Anna Júlía að sér ýmis störf, bæði launuð og ólaunuð. Líklega ber hæst söng hennar í mörgum kórum sem starfræktir voru á Siglufirði og einnig í Reykja- vík, eftir að hún flutti þangað árið 1996. Hún lærði söng m.a. hjá Silke Óskarsson og Antoniu Hevesi. Söng í kirkjukór Siglu- fjarðar í áratugi, ásamt því að sinna ýmsum störfum við kirkj- una með Guðbrandi, sem var þar meðhjálpari. Hún hafði einnig umsjón með safn- aðarheimili kirkjunnar. Annað sem stendur upp úr er allt hennar starf með leikfélagi Siglufjarðar. Tók að sér mörg stór hlutverk. Líklega er Halla í Fjalla-Eyvindi hennar minn- isstæðasta hlutverk. Hún starf- aði lengi á saumastofunni Sal- ínu og var þar meðeigandi. Hún var í kvenfélagi, formaður or- lofsnefndar húsmæðra og hafði meðal annars umsjón með Æskulýðsheimili Siglufjarðar, svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu æviárin dvaldi Anna Júlía á Grund við Hringbraut í Reykja- vík. Útför Önnu Júlíu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Guðmundsdóttir, synir þeirra eru Guðmundur Mar- inó og Guð- brandur. 2) Hildur, f. 1941, maki Ævar Sveinsson, börn þeirra eru Sigrún, Sveinn, Gunnar og Viðar. 3) Filippía Þóra, f. 1943 d. 1943. 4) Anna Gígja, f. 1946, maki Haraldur Eiríksson, börn þeirra eru Agnes, Eiríkur og Pétur. 5) Magnús, f. 1948, maki Jónína Gunnlaug Ásgeirsdóttir, börn þeirra eru Guðbrandur, Ásgeir Rúnar, Anna Júlía og Kristinn. 6) Kristín, f. 1950, maki Friðbjörn Björnsson, börn þeirra eru Björn Jörundur, Anna Júlía og Ástrún. 7) Fil- ippía Þóra, f. 1953, börn hennar eru Freyja, Hlynur Þór, Berg- lind Ósk og María Sif. 8) Þor- steinn, f. 1962, maki Margrét Dagmar Ericsdóttir, synir þeirra eru Erik Steinn, Unnar Snær og Þorkell Skúli. Afkom- endur Önnu Júlíu og Guð- Til að mála mynd móður okk- ar í orðum þarf litrófið allt. Ekki bara hennar mildu og dömulegu tóna heldur einnig þá sterkari sem gefa hinum þann kraft sem situr eftir í endurminningunni og litar tilveru eftirlifenda. Mamma var dugnaðarforkur, vel gefin og gædd mörgum hæfi- leikum. Í skjóli og umönnun góðrar móður nutum við list- fengis hennar til munns og handa. Öðrum gafst líka tæki- færi til að kynnast þeim. Ógleymanlegar persónur sem hún túlkaði í leikhúsi, falleg söngrödd og allt sem hún skap- aði með handverki sínu bar henni fagurt vitni. En hún var ekki allra; stundum fámál en stundum hrókur alls fagnaðar. Henni var ekki tamt að tjá til- finningar sínar og bar þær ekki á torg. En það var aldrei vafi í hennar huga þegar heimilið og börnin voru annars vegar. Það var henni heilagt og það sem skipti höfuðmáli. Dugnaði henn- ar var við brugðið og á þeim lífs- brautum voru þau svo sannar- lega samferða, hún og pabbi. Það var líka nánast sama hvað móðir okkar tók sér fyrir hend- ur, allt umbreyttist það, varð fallegt, gott og nytsamlegt. Í uppvexti hennar var áfalla- hjálp víðsfjarri hremmingum og hrakförum daglegs lífs sem fólk bjó þá við. Fyrir okkur sem allt höfum getur verið erfitt að gera sér í hugarlund vinnuhörku og vökur fólks sem stóð eitt uppi eftir erfið áföll. Hún var ekki há í loftinu þegar faðir hennar lést og í sömu viku lítil systir. Ef- laust hafa þau ár mótað hana fyrir lífstíð. Móðir hennar með tvö ung börn ól tæpast í brjósti stærri vonir um framtíðina en að lifa af og koma þeim systk- inum til manns. Tímans elfur skilaði ekkjunni tveimur góðum og mannvænlegum einstakling- um. Eftir stendur minning um glæsilega og sterka konu, kost- um prýdda en umfram allt góða móður. Við kveðjum með hlýju og þökkum fyrir allt. Fyrir hönd systkina, Filippía Þóra Guðbrandsdóttir. Tengdamóðir mín, Anna Júl- ía, átti ættir að rekja til Rang- árvallasýslu og Svarfaðardals. Faðir hennar, Magnús, úr Rang- árvallasýslu og móðirin, Filippía, frá Upsum í Svarfaðardal. Fað- irinn var sjómaður og hafði út- hald frá Vestmannaeyjum, móð- irin húsmóðir. Magnús fórst í skipsskaða á grynningum undan Eyjafjöllum 30. mars 1927 með vélbátnum Freyju frá Vest- mannaeyjum. Magnús og Filippía eignuðust þrjú börn, yngst þeirra var Þor- björg Erna. Hún lést á fjórða ári og var jarðsungin sama dag og faðir hennar. Hún í Vest- mannaeyjum, hann uppi á landi. Þannig voru samgöngur þá milli lands og Eyja. Eftir þessar hremmingar flutti Filippía með börnin sín tvö til Akureyrar. Foreldrar hennar, Anna og Þorsteinn, höfðu þá sest að á Akureyri. Anna Júlía átti athvarf hjá móðurafa og ömmu og eins hjá móðursystur sinni Jónu og Kristni manni hennar að Möðrufelli í Eyjafirði. Lífsbaráttan var hörð á þess- um árum, vafalaust kreppa á Ís- landi þá, kannski ekki opinber. Anna Júlía sagði mér frá lífs- hlaupi sínu þannig: „Ég fór að vinna fyrir mér strax eftir fermingu. Ekki varð skólagangan löng. Þegar ég dvaldi í sveitinni sótti ég far- skóla tvo vetrarparta, svo tvo vetur í barnaskóla Akureyrar, var í tíu ára bekk árið sem ég fermdist. Ég missti úr heilan vetur vegna veikinda, fékk lík- lega berkla, var vistuð á sjúkra- húsinu á Akureyri og síðan á Kristneshæli. Þá gafst tími til að lesa bækur og þarna voru bóka- söfn. Ég kom mér í húsmæðra- skóla þegar ég varð átján ára. Sumarið eftir var ég á Möðru- felli en þá bjó í Danmörku Þór- unn móðursystir mín og maður hennar. Þau voru barnlaus. Fannst Þórunni tilvalið að ég kæmi og væri henni til skemmt- unar og yndisauka. Hún vildi koma mér í söngnám. Þetta fór allt út um þúfur er stríðið braust út og skjólstæðingar mínir fluttu í snatri heim. Í stað þess að fara til Köben fór ég sem ráðskona til kaupfélagstjóra nokkurs á Hólmavík. Það var vegna þess að góð vinkona mín á húsmæðraskólanum á Laugar- landi, hún Pettý, sagði að bróður sinn vantaði myndarlega ráðs- konu. Bróðirinn hét Guðbrandur Magnússon, sem varð svo eig- inmaður minn næstu 55 árin. Um þá sögu og afleiðingar þarf ég ekki að fjölyrða við þig. Um störf mín er allt á hreinu; bara húsmóðir.“ Anna Júlía var hinn mesti dugnaðarforkur og stjórnsöm. Heimili hennar var stórt og vinna húsmóðurinnar mikil inn- an og utan heimilis. Móðir henn- ar Filippía dvaldi hjá henni síð- ustu tíu ár ævi sinnar og var dóttur sinni mikill styrkur. Áhugamál Önnu Júlíu snerust um sönglist og leiklist og var þeim sinnt af sama dugnaði. Hún söng í ýmsum kórum og var endalaust á æfingum. Börn- um hennar þótti stundum nóg um og einhverju sinni spurði dóttir hennar Anna Gígja hvort þetta færi nú ekki að verða full- æft. Þá var mamma hennar á ní- ræðisaldri. Heimili Önnu Júlíu og Guðbrands á Siglufirði var sérstaklega glæsilegt og hús- móðirin í sama stíl. Hún hugsaði vel um líkama sinn og útlit, stundaði ýmsar íþróttir og var vel á sig komin nánast alla sína tíð. Á þessari skilnaðarstundu þakka ég samfylgdina. Friðbjörn Björnsson. Það er komið að kveðjustund, en kynni okkar Önnu Júlíu tengdamóður minnar hófust fyr- ir 54 árum þegar við Skúli geystumst norður á Siglufjörð á Moskovitsinum hennar Pettý til að heilsa upp á fjölskylduna. Var mér þar tekið opnum örmum. Árið 1961 dvöldum við hjá þeim Önnu og Guðbrandi á Siglufirði eitt sumar ásamt Gumma syni okkar. Skúli var að þéna peninga í síldinni og ég að greiða hár. Anna og systurnar pössuðu, en Skúli átti eftir einn vetur í rafmagnsdeild Vélskóla Íslands og allir síldarpeningar voru lagðir fyrir og notaðir um vet- urinn. Það voru engin námslán á þeim tíma. Anna var ekki bara falleg kona, hún var skarpgreind, ein- staklega barngóð og fjölhæf á svo mörgum sviðum. Á heimilinu féll henni aldrei verk úr hendi enda nóg að gera á stóru heim- ili. Hún bakaði alltaf einu sinni í viku, saumaði allt á börnin sín og sjálfa sig og fór létt með það. Hún keypti prjónavél og prjón- aði peysur á börnin sín eins og hún hefði aldrei gert annað. Fjögur barnanna voru heima, Anna Gígja, Maggi, Stína og Pía. Steini fæddist ári seinna, 1962. Átti ég yngri son minn á sama ári, ég man þegar hún skrifaði mér og sagðist líka eiga von á barni, en henni fannst það ekki sniðugt þá. En þetta þykir bara flott í dag. Ung að árum missti hún pabba sinn, en bátur hans fórst við Vestmanneyjar í fiskiróðri. Nokkrum dögum seinna dó yngri systir hennar úr sjúkdómi, og voru feðginin jörðuð saman. Eftir þetta áfall fluttu þær mæðgur norður til Akureyrar ásamt Kidda bróður Önnu. Skólagangan var stopul eins og gengur hjá fólki í litlum efnum. 18 ára gömul fór hún í Hús- mæðraskólann á Laugalandi. Þar kynntist hún verðandi mág- konum sínum, Pettý og Boggu, en eftir skólaárið bað Pettý hana að gerast ráðskona hjá Guðbrandi bróður þeirra, en hann var kaupfélagsstjóri á Hólmavík. Þau felldu hugi sam- an og giftust. Skúli fæddist á Hólmavík en öll hin 7 börnin á Siglufirði. Þar bjuggu þau mestallan sinn bú- skap utan 2 ár á Akranesi, en Guðbrandur var gagnfræða- skólakennari alla tíð. Hún Anna hafði brennandi áhuga á tónlist og söng í kirkjukór Siglufjarðar í rúmlega 40 ár. Einnig notfærði hún sér alla þá sérkennslu í söng sem henni bauðst. Leik- félag Siglufjarðar var stór hluti af lífi hennar til margra ára. Hún var meðeigandi í „Sauma- stofunni Salínu“ og vann þar hálfan daginn, einnig sá hún um æskulýðsheimilið (tómstunda- hús). Þegar Orlofsnefnd hús- mæðra á Íslandi var stofnuð var hún kosin formaður á Siglufirði og gegndi hún þessu starfi í mörg ár og var fararstjóri í öll- um þeirra orlofsferðum. Eftir að hún flutti suður hélt hún áfram að syngja með kór eldri borgara, Senjorítunum, og söng stundum einsöng. Hún fór í öll söngferðalög innanlands sem utanlands meðan hún hafði heilsu til. Síðustu ár ævinnar dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Grund við gott atlæti, hlýju og umönnun starfsfólks. Ég á eftir að sakna heimsóknardaganna og kaffisopans okkar saman, en allt hefur sinn endi. Takk fyrir allt sem þú varst okkur. Guð þig geymi. Þóra Björg Guðmundsdóttir. Mig langar til að votta öllum ættingjum Önnu Júlíu mína dýpstu samúð. Þegar ég hitti Önnu Júlíu í fyrsta skipti sum- arið 2004 var ég svolítið stressuð þar sem ég hafði heyrt að hún gæti verið mjög ákveðin. Hún tók mér afar vel þótt hún væri forvitin um mína hagi en spurn- ingar hennar voru afar elskuleg- ar. Ég var spurð út í menning- arlegan bakgrunn minn og menntun og varð mjög hissa þegar ég heyrði hve mikil tungumálamanneskja Anna Júl- ía var, hún var svo góð í ensku og þýsku. Að sjálfsögðu má ekki gleyma sönghæfileikum hennar sem voru hreint ótrúlegir. Með- an á heimsókn minni stóð var hún syngjandi sí og æ og stund- um hélt ég að hún hefði jafnvel frekar kosið að syngja en tala. Eftir heimsóknina fannst mér sem nú væri ég í hennar augum ein af fjölskyldunni, að hún hefði lagt blessun sína yfir samband mitt og Péturs Haraldssonar – en hann er eitt ömmubarnið. Fjögurra ára dóttir okkar Pét- urs, Daphne Ylfa, og tveggja ára dóttir okkar, Zoé, hittu lang- ömmu nokkrum sinnum í heim- sóknum okkar til Íslands. Sum- arið 2010 fóru þær systur með pabba sínum og ömmu Önnu Gígju að heimsækja langömmu á Grund í síðasta skipti. Það vildi til að á meðan á heimsókninni stóð var boðið upp á harmóniku- leik, söng og dans sem Daphne Ylfa og Zoé tóku þátt í með ömmu og langömmu. Daphne var svo hrifin af þessu að hún minnist reglulega á heimsóknina á Grund og lýsir því „þegar við sungum og dönsuðum með lang- ömmu“. Þær systur hafa greini- lega erft eitthvað af músík- og söngáhuga langömmu. Í minningunni lifir vingjarn- leg, óvanaleg og háttvís kona. Hvíldu í friði, elsku amma. Soo-Kyung Pak- Haraldsson, Frankfurt, Þýskalandi. Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Önnu Júlíu Magnúsdóttur, sem lést sunnudaginn 6. mars sl. Amma Anna Júlía varð næst- um 91 árs. Eins og gefur að skilja hefur fólk sem verður Anna Júlía Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Frú Anna Júlía Magn- úsdóttir var félagi í kór Félags eldri borgara í Reykjavík um árabil. Hennar fallega sópran- rödd gladdi bæði sam- starfsfólk og áheyrend- ur. Það sópaði að Önnu Júlíu, hvar sem hún fór. Og það var gott að eiga hana sem vin og félaga í hópnum. Kórfélagar senda börnum Önnu og afkom- endum öllum innilegar samúðarkveðjur. Kór- félagar sakna vinar í stað. Við kveðjum Önnu Júlíu með upphafslínu rússnesks lags sem hún og kórfélagar unnu mjög: „Gengin er sól að grænum viði.“ F.h. kórs FEB í Reykjavík, Kristín Pjetursdóttir. ✝ Ásta Björns-dóttir fæddist 22. maí 1921 í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 5. mars 2011. Ásta var dóttir hjónanna Björns Eyvindssonar f. 25. júní 1883 að Akra- koti, Innri- Akraneshreppi, d. 22. nóvember 1928, og Arnfríðar Jónsdóttur, f. 15. nóvember 1895, að Stóru-Vogum, Vatns- leysustandar-hr., d. 28. janúar 1985. Systir Ástu var Hulda, f. 17. sept. 1922, d. 18. jan. 1983. Ásta giftist 25. maí 1939, Stef- áni Sigurðssyni, f. 6.mars 1910 að Einholtum, d. 1988. Þau skildu. Börn þeirra eru: Björn Sig- urður f. 1940, kvæntur Þorgerði Sigurjónsdóttur f. 1943. Börn esdóttur f. 1954. Þeirra börn eru Elfa f. 1975, Bryndís f. 1979 og Jóhannes Arnar f.1988. Svein- björn f. 1952, var kvæntur Önnu Kristínu Pétursdóttur f. 1956. Þau skildu. Þeirra börn eru Birna f. 1974, Íris f. 1974 og Kristrún f. 1975. Börn Svein- björns og Christinu Gram eru Matthias f. 2004 og Sandra f. 2005. Guðmundur f. 1954, kvæntur Árnýju Jónínu Leifs- dóttur f. 1956, d. 1979. Dóttir þeirra er Árný Jónína f. 1979. Dóttir Guðmundar og Jónu Lovísu Jónsdóttur er Kristín Ásta f. 1993. Jón Ívar f. 1955. Auk þess ólu þau Ásta og Guðjón upp sonardóttur sína Árnýju Jónínu Guðmundsdóttur. Ásta var fyrst og fremst hús- móðir en starfaði um tíma við fiskvinnslu og í þvottahúsi. Barnabörn Ástu eru 19, barna- barnabörn eru 22 og barna- barnabarnabörn eru 3. Útför Ástu fer fram frá Breið- holtskirkju í Mjódd mánudaginn 14. mars 2011 og hefst athöfnin kl. 13. þeirra eru Stefán f. 1965, Eyþór f. 1967, Ellert f. 1970 og Sigurjón Arnljótur f. 1960. Stella f. 1941, gift Ásmundi Reykdal f. 1945. Börn þeirra eru Jó- hann Kristján f. 1966 og Ögmundur Eggert f. 1968. Fyr- ir átti Stella þá Stef- án Örn f. 1962 og Guðjón Sævar f. 1963. Dóttir Ástu og Sigurvins Bergssonar er Hulda f. 1947, gift Halldóri Sigurðssyni f. 1945. Börn þeirra eru Hólmfríður f. 1964 og Sigurður Svan f. 1967. Árið 1949 hóf Ásta sambúð með Guðjóni Sveinbjörnssyni f. 3. des 1929 að Stíflisdal. Þau gengu í hjónaband 3. sept. 1966. Synir þeirra eru 4. Logi Arnar f. 1951, kvæntur Jóhönnu Guðbjörgu Jóhann- Í dag fylgi ég til hinnar hinstu hvílu Ástu ömmu minni. Þrátt fyrir að ég hafi alla tíð kallað hana ömmu var hún mér svo miklu meira en það, því í raun var hún líka mamma mín. Mömmu minni kynntist ég aldrei en hún lést aðeins þremur dögum eftir að ég kom í heiminn. Þegar pabbi þurfti að snúa aftur til vinnu vantaði því einhvern til að hugsa um mig á meðan. Skilst mér að nokkrir kostir hafi verið skoðaðir en enginn reynst álitlegur. Velti þá afi upp þeim möguleika við ömmu hvort hún vildi ekki taka verkefnið að sér en á þeim tíma var amma í vinnu hjá Fönn. Úr varð að amma bauðst til að hætta í vinnunni og að taka að sér að gæta mín. Nokkrum árum síðar var svo tekin sú ákvörðun að framvegis yrði heimili mitt hjá ömmu og afa, en þar hafði víst mikið að segja hversu hænd ég var orðin að þeim. Ekki sneri amma aftur til vinnu utan heim- ilisins heldur tók hún á móti mér að skóladegi loknum. Tel ég að allar þessar ákvarðanir hafi verið mér mjög gæfuríkar og lagt grunninn að því hvar ég er í dag. Gleymi ég því seint hvað amma var einstaklega stolt þegar ég út- skrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund og með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hjá ömmu og afa fékk ég sannkallað prinsessu- uppeldi og var þar stjanað við mig á allan mögulegan hátt. Mun ég seint fást til að viðurkenna á prenti allt það sem þau hafa gert fyrir mig. Þegar ég hugsa til baka koma líka upp margar góðar minningar. Það sem mér finnst standa upp úr tengist þó ekki sér- stökum atburðum heldur fyrst og fremst sá mikli og góði tími sem við höfðum saman frá degi til dags því ávallt gaf hún sér tíma til að leika við mig eða sitja hjá mér. Er ég einnig sérstaklega þakklát fyrir það að amma lifði það að sjá mig verða móður og ganga í hjónaband. Hefði brúð- kaupsdagurinn ekki verið jafn gleðilegur ef ömmu hefði ekki notið þar við. Amma var lifandi persónuleiki, dugleg, vinnusöm og hugsaði vel um heimilið og okkur sem þar bjuggum. Þannig vakti amma að- dáun margra í hverfinu þegar hún arkaði í hinn enda þess til að kaupa í matinn og bar alla pokana heim, niður í Mjódd til að fara í bankann og upp í efra Breiðholt til þess að ná í bækur á bókasafn- ið án þess að henni fyndist það neitt tiltökumál. Amma var einn- ig nægjusöm og nýtin. Þannig urðu til að mynda fermingar- skórnir mínir síðar að spariskóm ömmu. En fyrir mér var amma fyrst og fremst góð og er það sú tilfinning sem mun ávallt lifa með mér. Veit ég í huga mér að þó amma hafi kvatt þá er hún ekki farin. Hvíl í friði, amma mín. Þín Árný. Ásta Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.