Morgunblaðið - 14.03.2011, Síða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011
» Hedda Gabler, leik-
rit Henriks
Ibsens, var
frumsýnt í
Kassanum í
Þjóðleikhúsinu
á fimmtudaginn
var. Leikstjóri
er Kristín Ey-
steinsdóttir sem
hlaut Grímuna
sem leikstjóri
ársins 2008 fyr-
ir uppsetningu
sína á Þeim
ljóta.
Meistaraverk Ibsens frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
Morgunblaðið/Ómar
Sigríður Víðis Jónsdóttir og Jón Hálfdanarson voru á frumsýningunni í Þjóðleikhúsinu.
Halldór Guðmundsson, Anna V. Gunnarsdóttir, Jens G. Einarsson og Kristín Ósk Þorleifsdóttir voru á meðal gesta. Kolfinna Baldvinsdóttir og Bryndís Schram.
Viðar Eggertsson og Sveinn Kjartansson.
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir?
Nýja Lykke Li platan Wounded Rhymes er alveg ynd-
isleg. Ég er alveg sjúk í þessa stelpu. Svo er hún líka
sænsk en ég er sérlega veik fyrir sænsku poppi. Svo var
ég að byrja að hlusta á nýju Radiohead plötuna The king
of limbs en veit ekki alveg með hana, þarf aðeins að bræða
þetta með mér... Arcade Fire platan Suburbs er líka spiluð
þessa dagana. Svo er ég talsvert að hlusta á Patti Smith,
er að lesa bókina hennar Just Kids sem kallar á hlustun í
bland.
Hvaða plata er sú besta sem
nokkurn tíma hefur verið gerð
að þínu mati?
Histoire de Melody Nelson
eftir Serge Gainsbourg er
ótrúlegt stykki. Gainsbourg er
einn minn allra uppáhalds tón-
listarmaður og þessi plata er
hans besta verk að mínu mati.
Þetta er konsept plata í eit-
ursvölum og grúví hljóðheimi
þar sem fönkbassi og válegir
strengir koma manni í annarlegt ástand sem svo dregur
mann inn í myrka og hættulega sögu um forboðinn fransk-
an perraskap, stranglega bannaður börnum. Hrikalega
svöl og seiðandiplata.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir
þú hana?
Safnplatan (og safngripurinn) Grimm dúndur var fyrsta
platan sem ég keypti mér sjálf. Hún varð fyrir valinu því
hún innihélt lögin „All that she wants“ með Ace of Bace
OG „Two Princes“ með Spin Doctors. Sem sagt skotheld-
ur gripur! Gummi Svafars starfsmaður í raftækja- og
plötubúðinni Ómur á Húsavík pantaði hana fyrir mig að
sunnan. Ég lagði mikla áherslu á að sendingin kæmi áður
en ég færi á sumarbúðir á Vestmannsvatni svo ég gæti
slegið í gegn þar. Það gekk eftir.
Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um?
Mér þykir sérlega vænt um Homogenic með Björk. Ég
var á hágelgjunni þegar platan kom út og tengi hana við
tilfinnigarússíbana þess tíma. Það var mjög gott að hafa
Homogenic sem soundtrack lífs míns á þessum um-
brotatímum unglingsáranna. Ég tók því mjög bókstaflega
að vera veiðimaður, hlusta eftir viðvörunarbjöllum, fylla
allt af ást og að vera stúdína í lífsins leik. Ég held að ég
hafi bara orðið betri manneskja fyrir vikið.
Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera?
Kannski bara Björk Guðmundsdóttir. Get ímyndað mér
að það sé gefandi að eiga
svona langan og farsælan feril
og vinna með leiðandi lista-
mönnum í hverri grein,
hverju sinni. Hún er ein-
stakur listamaður á ein-
stökum stað í flórunni. Hef
líka alltaf ímyndað mér að það
sé ótrúleg losun sem fylgir því
að geta sungið eins og hún.
Svo er hún líka oft á Íslandi
og þar er gaman að vera.
Hvað syngur þú í sturt-
unni?
Ég syng eitthvað með mjög flóknum slaufum þar sem
þarf jafnvel að brjóta röddina og gefa í. Soul tónlist er vel
til þess fallin. Þetta hljómar rosa vel hjá mér í sturtunni.
Síður annars staðar.
Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum?
Ég er svo æst yfir Pulp come-backinu í ár að ég get
hreinlega komist í sturlunarástand ef ég hugsa of mikið
um það. Í ljósi þessa er Pulp í hvínandi botni á föstudags-
kvöldum um þessar mundir.
En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum?
Bob Dylan er góður á sunnudegi og líka Belle and Seb-
astian. Svona hugsandi fólk sem maður þekkir og treystir.
Í mínum eyrum Elsa María Jakobsdóttir
Björk gerði hana að
betri manneskju
Flott Lykke Li hin sænska
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Mið 16/3 kl. 20:00 8.k Lau 2/4 kl. 19:00 Lau 7/5 kl. 19:00
Fim 17/3 kl. 20:00 9.k Sun 3/4 kl. 20:00 Sun 8/5 kl. 20:00
Fös 18/3 kl. 19:00 10.k Fim 7/4 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 19:00
Fös 18/3 kl. 22:00 ný aukas Lau 9/4 kl. 19:00 Sun 15/5 kl. 20:00
Fim 24/3 kl. 20:00 11.k Lau 9/4 kl. 22:00 ný auka Fim 19/5 kl. 20:00
Fös 25/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 10/4 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 19:00
Fös 25/3 kl. 22:00 aukasýn Sun 17/4 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 19:00
Lau 26/3 kl. 19:00 12.k Fös 29/4 kl. 19:00 Sun 29/5 kl. 20:00
Fös 1/4 kl. 19:00 Lau 30/4 kl. 19:00
Fös 1/4 kl. 22:00 aukasýn Fim 5/5 kl. 20:00
Tveggja tíma hláturskast...með hléi
Fjölskyldan (Stóra svið)
Sun 20/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 27/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 31/3 kl. 19:00 lokasýn
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar. Allra síðustu sýningar!
Strýhærði Pétur (Litla sviðið)
Fim 24/3 kl. 20:00 forsýn Sun 3/4 kl. 20:00 4.k Sun 17/4 kl. 20:00 7.k
Fös 25/3 kl. 20:00 frumsýn Mið 6/4 kl. 20:00 aukasýn Fim 28/4 kl. 20:00 8.k
Lau 26/3 kl. 20:00 2.k Fim 7/4 kl. 20:00 aukasýn Fös 29/4 kl. 20:00 9.k
Mið 30/3 kl. 20:00 aukasýn Fös 8/4 kl. 20:00 5.k Lau 30/4 kl. 20:00 10.k
Fös 1/4 kl. 20:00 3.k Lau 9/4 kl. 20:00 6.k
Lau 2/4 kl. 20:00 aukasýn Sun 10/4 kl. 20:00 aukasýn
Standandi leikhúsdjamm. Sýningin er ekki við hæfi ungra barna
Afinn (Litla sviðið)
Lau 19/3 kl. 19:00 Fös 8/4 kl. 19:00
Óumflýjanlegt framhald Pabbans. Sýnt á Stóra sviðinu í mars og apríl
Nýdönsk í nánd (Litla svið)
Fim 14/4 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 19:00 Fös 15/4 kl. 22:00
Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr. Sýnt á Stóra sviðinu í apríl
Afinn - á Stóra sviðinu í mars og apríl
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
551 1200 I leikhusid.is
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is