Morgunblaðið - 21.03.2011, Page 1

Morgunblaðið - 21.03.2011, Page 1
M Á N U D A G U R 2 1. M A R S 2 0 1 1  Stofnað 1913  67. tölublað  99. árgangur  KEILIR HJÁLPAR FÓLKI AÐ FÁ NÆGA HVÍLD Í SVEFNI HEFUR LEIKIÐ MARGVÍSLEG HLUTVERK GLATT Á HJALLA Á GRASRÓTARKVÖLDI GRAPEVINE HINN HÆFILEIKARÍKI JAVIER BARDEM 28 HALDIÐ Í 25. SKIPTI 29VERÐLAUNAKODDI 10 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bandarískar og evrópskar flugvélar og skip héldu áfram árásum á skotmörk í Líbíu í gær, annan daginn í röð. Var svo komið að engar flugvélar Muammars Gaddafis Líbíuleiðtoga hættu sér á loft, flugbann var í reynd í gildi. Búið er að sundra að mestu loftvarna- og fjar- skiptastöðvum hersins. Fulltrúi hersins í Líb- íu lýsti í gærkvöld yfir einhliða vopnahléi í að- gerðunum gegn uppreisnarmönn- um frá kl. 19. Arababandalag- ið gagnrýndi í gær loftárásirnar hart og sagði aðgerð- irnar mun víðtæk- ari en öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefði heimil- að þegar það sam- þykkti flugbann til að vernda óbreytta borgara fyrir árás- um herja Gaddafis. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagðist vona að Líbíumenn stæðu við orð sín í þetta skipti en vopnahléi var lýst yfir aðfaranótt föstudags í kjölfar ályktunar öryggisráðsins. Árásum var samt haldið áfram gegn uppreisnarmönn- um. Markmið bandalagshersins er að loka á næstu dögum fyrir birgðaleiðir Líbíuhers. Vit- að er að mjög reynir á þessar leiðir enda að- eins um að ræða fáa góða vegi sem flestir eru við ströndina og vegalengdirnar eru miklar. Óljóst er um mannfall í átökunum, Banda- ríkjamenn sögðu að engir óbreyttir borgarar hefðu enn fallið í loftárásunum. Líbískir rík- isfjölmiðlar fullyrtu að 48 óbreyttir borgarar hefðu fallið. MLoftárásir á Líbíu »12 Lýsa aftur yfir vopnahléi  Líbíuher sagði einhliða vopnahlé í stríðinu við uppreisnarliðið hafa tekið gildi klukkan 19 í gær  Vesturveldin beita fjölda orrustu- og sprengjuflugvéla auk stýriflauga og hafa komið á flugbanni Reuters Skotmörk Farartæki á vegum Líbíuhers springa eftir loftárás flugvéla Vesturveldanna í gær á veginn milli Benghazi og Ajdabiyah. Verja Gaddafi » Dyggir stuðn- ingsmenn Gaddafis úr röðum óbreyttra borgara hópast nú í byrgi hans í Tripoli. » Fólkið segist ætla að verða „mennskir skildir“, og tryggja þannig að ekki verði gerðar loftárásir á byrgið. Bergþóra Njála Guðmunsdóttir ben@mbl.is Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka, Kristján Jóhannsson, hafnaði boði Bankasýslunnar á föstu- dag um að segja af sér vegna stuðn- ings síns við ákvörðun um laun for- stjóra bankans. Í gær tilkynnti Bankasýslan að hún myndi ekki end- urnýja umboð Kristjáns í stjórn bankans á aðalfundi hans síðar í vik- unni. „Ég sagðist frekar vilja standa með minni samvisku í þessu máli,“ segir hann. „En þetta kemur mér verulega á óvart vegna þess að öll samskipti mín við Bankasýsluna hafa verið fag- leg og opin og góð.“ Braut ekki gegn stefnunni Í samtali við Morgunblaðið segir Þorsteinn Þorsteinsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, að stjórnin telji ekki að með ákvörðun sinni hafi Kristján brotið gegn eigendastefnu ríkisins. „Við hefðum talið æskilegt og eðlilegt að stjórnarmaðurinn hefði metið það þannig af sinni eigin fyr- irhyggju að þetta væri mál sem ekki væri eðlilegt að fulltrúi ríkisins tæki þátt í.“ Ekki er gerð athugasemd við störf fulltrúa Bankasýslunnar í stjórn Íslandsbanka, en hann sat hjá í sam- bærilegu máli þegar tekin var ákvörðun um laun forstjóra bankans. Þorsteinn segir Bankasýsluna ekki hafa orðið fyrir pólitískum þrýstingi vegna málsins. Ákvörðun hennar hafi verið tekin um miðja viku „þannig að t.d. þetta viðtal við forsætisráðherra sem var á laugardag gat ekki haft nein áhrif á okkur.“ Elín Jónsdóttir, forstjóri Banka- sýslunnar, vildi ekki tjá sig um málið, þar sem það væri á forræði stjórnar Bankasýslunnar. »8 Vildi standa með eigin samvisku í málinu  Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion neitaði að segja af sér Seint í gærkvöldi voru tæplega 3.000 manns búin að skrá nafn sitt á níu klukkutímum á undirskrifta- lista þar sem skorað er á borgar- stjórn að falla frá áformum sínum í skólamálum. Aðstandendur undir- skriftasöfnunarinnar, sem fer fram á vefsvæðinu www.born.is, eru for- eldrar grunn- og leikskólabarna í Reykjavík. Um helgina fóru fram fundir borgaryfirvalda með foreldrum þar sem hugmyndir um sameiningu skóla voru kynntar og einkenndi reiði viðbrögð foreldra. Agnar Már Jónsson, einn aðstandenda söfn- unarinnar, segir sparnað vegna áætlunar borgarinnar aðeins nema um 150 milljónum á ári. »4 Undirskriftir tæplega 3.000 Morgunblaðið/hag Á þakinu Söfnun undirskrifta hófst um miðjan dag í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.