Morgunblaðið - 21.03.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 21.03.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 F í t o n / S Í A Premium Icelandair American Express® er betri ferðafélagi. Kynntu þér kostina á americanexpress.is Fáðu punkta hvar sem þú verslar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Veður hefur sett strik í veiðar á ver- tíðinni, en viðmælendur Morgun- blaðsins segja þó allir að þegar veð- ur leyfi sé mokfiskirí allt landið um kring. „Þetta hefur gengið ljómandi vel og við höfum verið í gríðarlega miklu fiskiríi,“ segir Pétur Péturs- son, skipstjóri og útgerðarmaður á Bárði SH, sem rær frá Ólafsvík. „Undanfarið höfum við verið með tvær trossur í gangi í einu, leggjum þær á morgnana og tökum upp aftur eftir um það bil tvo tíma. Við tökum okkur í raun bara tíma til að drekka kaffibollann áður en við tökum þær upp.“ Venjulega eru trossurnar látnar liggja yfir nóttina, en Pétur segir þorskgengdina svo rosalega að nánast óviðráðanlegt sé að taka trossurnar upp ef þær liggja svo lengi núna. „Það er betra að draga þær upp örar og þá er fiskurinn líka spriklandi ferskur. Í dag [sunnudag] áttum við gamla trossu úti í sjó og lögðum af stað með aðra nýrri. Við lögðum hana í morgun og létum liggja meðan við drógum þá gömlu. Í gömlu trossunni voru í kringum sjö tonn af þorski og í þeirri nýju voru nær tíu tonn eftir um tveggja tíma legu. Veiðin hefur verið svo góð að á stundum höfum við þurft að landa tvisvar. Við förum út og drög- um þar til við erum búnir að fylla bátinn.“ Mikið af stórum fiski Pétur segir óvenjumikið af fiski í sjónum núna og að hann sé mjög fal- legur. „Þetta er blandaður fiskur, af öllum stærðum, en mikið af stórum fiski. Þeir segja mér í fiskvinnslunni að hann sé mjög vel haldinn og lifr- armikill.“ Pétur segir að hann sé langt kominn með heimildir sínar og sama eigi við um aðrar útgerðir á svæðinu. Ragnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja segir að þegar menn komist á sjó veiðist mjög vel, en vegna veðurs hafi markaðurinn selt töluvert minna það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Það munar lík- lega hátt í tvö þúsund tonnum,“ seg- ir hann. Þeir Pétur segja báðir að nógur fiskur sé í sjónum núna og nauðsyn- legt að auka við heimildir. „Menn leika sér að því að klára veiðiheim- ildirnar vegna þess að það er búið að skera þær svo mikið niður,“ segir Ragnar. „Því miður er útlit fyrir að menn klári þær í maí, þrátt fyrir að þeir séu að reyna að treina sér þær. Ósk- andi væri ef aukið væri við heimildir núna í staðinn fyrir að bíða með það fram í ágúst, því annars er hætta á að útgerðir þurfi að grípa til upp- sagna vegna þess að ekkert verður að gera.“ Morgunblaðið/Alfons Finnsson Um borð í Bárði SH Pétur skipstjóri segir að undanfarið hafi þeir verið með tvær trossur í gangi í einu. Hafi lagt að morgni og dregið eftir um tvo tíma. Aflinn hafi verið hátt í tíu tonn í trossu og stundum hafi þeir landað tvisvar á dag. Mokfiskirí þegar menn komast á sjó  Þorskurinn sagður stór og fallegur og mjög vel haldinn Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Um helmingur Íslendinga sem bú- settir eru í Tókýó hefur flutt sig það- an í kjölfar jarðskjálftanna sem ollu miklum usla í norðanverðu Japan fyrir 10 dögum. Ekki er talið að Ís- lendingar séu innan 80 kílómetra fjarlægðar frá kjarnorkuverinu í Fu- kushima, þar sem helst er talin hætta á geislun. Um 30 Íslendingar eru búsettir í Tókýó og að sögn Urðar Gunn- arsdóttur, upplýsingafulltrúa utan- ríkisráðuneytisins sem stödd er í borginni, er talið að um 17 Íslend- ingar séu þar enn. Íslenska sendi- ráðið í Japan telji sig vita um alla þá Íslendinga sem búi á svæðinu og norðan við borgina. „Við höfum verið í sambandi við eina fjölskyldu sem er 300 kílómetra fyrir norðan og ein- hverjir fóru úr landi eða þá suður, til Ósaka og Kýótó.“ Halldór Elís Ólafsson, sem býr í borginni, segir Íslendinga hafa byrj- að að flytja sig þaðan eftir að utan- ríkisráðuneytið gaf út tilmæli þess efnis. „Það hefur verið talað um að ef hlutirnir fari á versta veg geti komið geislun yfir borgina á nokkrum klukkutímum. Einhverjir ákváðu því að fara í varúðarskyni. Sömuleiðis er einhver hræðsla við að almenn þjón- usta á borð við samgöngur, mat- arframboð, rafmagn, vatn og gas, geti laskast. Hins vegar eru allir inn- viðir borgarinnar í fínu lagi.“ Hann segir þó þungt yfir fólki í borginni. „Andrúmsloftið er mjög þungt og maður sér að fólk á mjög erfitt með að einbeita sér að daglegu lífi meðan þessar hörmungar eru að ganga yfir þarna fyrir norðan. Fólk er frekar niðurdregið.“ Sjálfur íhugaði hann fyrr í vik- unni að fara úr borginni en gerir ekki ráð fyrir að þess gerist þörf úr þessu. „Fyrst maður komst í gegn- um þessa fyrstu viku þá er maður nokkuð öruggur með að þetta verði ekki mikið verra.“ Vonast er til að menn séu að ná tökum á ástandinu í Fukushima. Í gær tókst að koma rafmagni á í tveimur kjarnakljúfunum svo vonir standa til þess að hægt verði að koma kælikerfum þeirra á að nýju. Um helmingur Íslendinga farinn frá Tókýó  Allir innviðir borgarinnar enn í lagi Reuters Flugvöllurinn Fjölmargir hafa tek- ið þá ákvörðun að fara frá Tókýó. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita 10 milljónir til hjálparstarfsins í Japan. Að sögn Urðar er að komast skipulag á hjálparstarfið á hamfara- svæðunum en þangað eru komin sérstök teymi á vegum Evrópusam- bandsins til að samhæfa aðgerðir. „Athyglin hvarf svolítið af hjálp- arstarfinu vegna ástandsins í kjarnorkuverinu en hún virðist vera að beinast aftur að fólkinu núna.“ Halldór segir marga tilbúna til aðstoðar. „Ég heyrði um Íslending sem rekur hér fyrirtæki, hann fyllti bílinn sinn af mat og teppum og keyrði hann norður. Fólk finnur mjög til ábyrgðar sinn- ar og ég held að margir Japanar hafi hug á að taka þátt í hjálparstarfinu.“ Ók með mat og vörur norður MARGIR ÁKAFIR AÐ LEGGJA HÖND Á PLÓG VIÐ HJÁLPARSTARF Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmað- ur hefur gefið vilyrði fyrir því að hann muni flytja mál Trygginga- sjóðs innistæðueigenda (TIF) varð- andi hið svokallaða Ragnars Hall- ákvæði í Icesave-samningnum verði samningurinn samþykktur í þjóð- aratkvæðagreiðslu í apríl. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ragnar að ekki væri neitt formlegt samkomulag milli sín og sjóðsins um málshöfðunina, en komið hefði verið að máli við sig um að hann færi með málið fyrir hönd sjóðsins. „Fjármálaráðuneytið og Trygg- ingasjóðurinn hafa ákveðið að láta reyna á þetta ákvæði í samn- ingnum fyrir dómi og komið hefur verið að máli við mig um að ég reki það,“ segir Ragnar. Hann segir þó af og frá að hugsanleg vinna fyrir sjóðinn hafi ráðið því að hann mæli nú með því að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæða- greiðslunni. „Fyrst var komið að máli við mig um slíka málshöfðun fyrir áramótin 2009-2010, þ.e. áður en fyrri þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Ég barðist hins vegar mjög hart gegn því að sá samningur yrði samþykktur. Fyrir mig ræður það engu um afstöðu mína um samning- inn nú hvort ég kem til með að reka mál fyrir sjóðinn frekar en fyrir rúmu ári,“ segir Ragnar. Í samningnum nú er gert ráð fyrir því að slitastjórn gamla Landsbankans geti greitt Trygg- ingasjóði innistæðueigenda fyrr út en öðrum kröfuhöfum að því gefnu að íslenskur dómstóll heimili slíkt og að dómurinn sé í samræmi við álit EFTA-dómstólsins. Málið, sem rætt hefur verið um við Ragnar að flytja, snýst því um að fá úr því skorið hvort Tryggingasjóður geti notið forgangs umfram erlendu sjóðina. Flytur málið fyrir TIF  Ragnar Hall hefur gefið vilyrði fyrir málarekstri fyrir Tryggingasjóðinn ef Icesave verður samþykkt í apríl Ragnar H. Hall Skannaðu kóðann til að lesa nýjustu frétt- irnar frá Japan í far- símanum þínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.