Morgunblaðið - 21.03.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.03.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Það er bagalegt hvernig ágengir„fræðimenn“ í H.Í. hafa glutr- að niður trúnaði fólksins sem held- ur þeirri stofnun uppi. Skrif Evr- ópuvaktarinnar endurspegla þetta:    Komið hefurfram í fréttum að Lagastofnun Há- skóla Íslands muni taka að sér á vegum innanríkisráðu- neytis að ganga frá kynningarefni vegna Icesave III, sem sent verði inn á hvert heimili á landinu.    Eins og bent hefur verið á hér áEvrópuvaktinni eru fjölmarg- ir kennarar Háskóla Íslands, svo og einstakar svonefndar stofnanir inn- an skólans, sem oft eru í raun ekki annað en samheiti fyrir starfsemi kennaranna utan kennslustofa, svo miklir þátttakendur í þjóðfélags- umræðum að ekki er hægt að ganga út frá því að slíkar háskólastofn- anir, hverju nafni sem nefnast, geti gengið frá slíku efni á þann veg að það geti talizt „hlutlaus“ kynning.    Hver mundi t.d. taka mark áslíkri „kynningu“ frá Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands um Evrópusambandið?!!    Af þessum sökum er eðlilegt aðAlþingi sjái til þess að þeir hópar, sem hafa orðið til og berjast gegn samþykki Icesave III fá pen- inga úr ríkissjóði til þess að kynna almenningi sína hlið á málinu.    Þeir sem vilja samþykkja IcesaveIII hafa engan einkarétt á rík- issjóði.“    Þessi ummæli og mörg önnursýna að það er orðið brýnt fyr- ir H.Í. að koma „fræðilegri um- ræðu“ um dægurmál upp á hærra plan. Háskóli Íslands Vantar traust STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 slydda Bolungarvík -4 skýjað Akureyri -6 snjókoma Egilsstaðir -1 skýjað Kirkjubæjarkl. 0 alskýjað Nuuk -11 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 2 léttskýjað Lúxemborg 8 heiðskírt Brussel 11 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 11 alskýjað London 12 heiðskírt París 12 heiðskírt Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 10 léttskýjað Berlín 6 heiðskírt Vín 7 skýjað Moskva 1 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 20 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg 2 skúrir Montreal 0 léttskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 7 skúrir Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:26 19:45 ÍSAFJÖRÐUR 7:30 19:51 SIGLUFJÖRÐUR 7:13 19:34 DJÚPIVOGUR 6:55 19:15 Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is „Ég kaus á þessum tíma að standa frekar með minni samvisku heldur en að vera hlutlaus í afgreiðslu ráðningar nýs bankastjóra. Ég taldi líka mikil- vægt miðað við stöðu bankans, að nýr bankastjóri fengi fullan stuðning allrar stjórnarinnar við ráðninguna,“ segir Kristján Jóhannsson, fulltrúi Banka- sýslu ríkisins (BR) í stjórn Arion banka. BR tilkynnti í gær að hún myndi ekki endurnýja umboð hans til setu í stjórninni þar sem hann hefði stutt ákvörðun um laun Höskuldar Ólafs- sonar, forstjóra bankans, sem nema um 2,9 milljónum á mánuði. Inntur eftir því hvort honum hafi ekki blöskrað þessi laun segir Krist- ján: „Eigendastefna ríkisins kveður á um að launin skuli vera samkeppnis- hæf en ekki leiðandi. Við ákvörðun launanna var kannað hvernig kaupin gerast á eyrinni, þ.e.a.s. hvernig laun stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum af þessari stærð eru. Okkar niðurstaða var sú að þessi laun væru í hærra með- allagi en ekki leiðandi.“ Hann bætir því við að samantekt viðskiptablaðs Morg- unblaðsins í síðustu viku af þessu til- efni hefði leitt í ljós að mánaðarlaun forstjóra stórra íslenskra fyrirtækja lægju á bilinu 2 – 4 milljónir. „Það gladdi mig að sjá að við höfum ekki verið út úr kortinu með okkar mat.“ Hefði verið rétt að sitja hjá Í fréttatilkynningu frá í gær segir Bankasýslan að stjórn hennar telji að stjórnarmenn BR í Arion banka og Ís- landsbanka hafi ekki brotið gegn eig- andastefnu ríkisins. Fulltrúi BR í stjórn Íslandsbanka sat hjá við af- greiðslu launa forstjóra hans en Krist- ján samþykkti laun forstjóra Arion banka. „Einnig telur stjórn BR að ráðningarferlið í Arion banka hafi ver- ið vandað, eins og því er lýst í grein- argerð stjórnarmanns,“ segir í til- kynningunni. Stjórnin taki ekki afstöðu til launanna, enda ákvörðun um launakjör ekki í höndum ríkisins. „Stjórnin telur þó jafnframt að með tilliti til eðlis málsins hefði verið rétt af fulltrúa BR í Arion banka að taka ekki þátt í afgreiðslu þess, bæði í ljósi við- kvæmrar stöðu bankanna við endur- reisn bankakerfisins, nú þegar stefnt er að því að byggja upp traust og trú- verðugleika fjármálafyrirtækja, og viðleitni stjórnvalda til að hafa hemil á launahækkunum hærri launa.“ Báru saman laun stjórnenda  Mikilvægt að nýr bankastjóri fengi stuðning allrar stjórnarinnar við ráðningu, segir fulltrúi BR í stjórn Arion  Launin í hærra meðallagi en ekki leiðandi Þorsteinn Þorsteinsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins, segir stjórnarmenn hennar í bönkunum starfa sjálfstætt. „Þeir bera ábyrgð á sínum störfum og síðan metur Bankasýslan hvernig þeir hafa stað- ið sig. Það er í samræmi við hluta- félagalög að eigandinn hafi ekki áhrif á daglegan rekstur fyrirtæk- isins.“ Það hafi hins vegar ábyrgð í för með sér. „Þetta mál er þannig vaxið að við hefðum talið æskilegt og eðli- legt að stjórnarmaðurinn hefði met- ið það þannig af sinni eigin fyrir- hyggju að þetta væri mál sem ekki væri eðlilegt að fulltrúi ríkisins tæki þátt í.“ Inntur eftir því hvort ekki hefði verið eðlilegra að fulltrúarnir hefðu hafnað launum forstjóra bankanna svarar Þorsteinn: „Það er þeirra að ákveða það, við gerum enga kröfu þar um. Við teljum eðlilega afstöðu að taka ekki þátt í afgreiðslu málsins því þar sem ríkið er með minnihluta í báðum þessum bönkum er ákvörð- unin ekki í okkar höndum.“ Hann segir BR ekki hafa orðið fyrir pólitískum þrýstingi vegna málsins og að yfirlýsingar ráða- manna í fjölmiðlum vegna þess hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Reyndar vorum við með stjórn- arfund um miðja viku og tókum okk- ar ákvarðanir þá þannig að t.d. þetta viðtal við forsætisráðherra sem var á laugardag gat ekki haft nein áhrif á okkur. Enda er markmiðið með Bankasýslunni að færa eignarhluta ríkisins af hinum pólitíska vettvangi og yfir á þann faglega. Fjármála- ráðherra getur þó beint til okkar til- mælum skriflega. Það hefur ekki verið gert.“ Enginn pólitískur þrýstingur að baki Morgunblaðið/Ómar Arion Fulltrúi BR í stjórn bankans fær ekki endurnýjað umboð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.