Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 10

Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Morgunblaðið/Ellert Grétarsson Betri svefn Keilir hefur hjálpað Huldu við að hvílast vel. Hér er Saga dóttir hennar fyrirsæta sem lætur fara vel um sig á koddanum góða. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Fyrir sex árum fékk HuldaSveinsdóttir Njarðvík-ingur hugmynd að heilsu-kodda en hugmyndina byggir hún á eigin reynslu. Hún meiddist á hálsi og fann ekki kodda sem veitti henni þann stuðning sem hún þurfti á að halda til að fá nægi- lega hvíld í svefni. Koddinn hlaut fljótlega nafnið Keilir, enda vísar lögun stuðningspúðanna tveggja til lögunar fjallsins. Að auki eru sívaln- ingar í tveimur stærðum til þess að hafa undir hálsi og miðast stærðin við þörf notandans. Árið 2009 fór Hulda í nám í frumkvöðlafræðum við Háskólann Keili á Ásbrú og vann að við- skiptaáætlun fyrir koddann sem hún hannaði. „Frumkvöðlanámið varð drifkrafturinn við að búa til við- skiptaáætlun og koma markaðs- setningarferlinu af stað. Undir lok síðasta árs fékk ég fyrstu framleiðsl- una í hendurnar og nú er ég að vinna við að kynna koddann og markaðs- setja, auk þess að undirbúa Keili fyr- ir erlendan markað,“ sagði Hulda í samtali við blaðamann. Keilir er seldur í verslunum Svefns og heilsu í Reykjavík og á Akureyri, auk þess sem koddinn er til sölu hjá Huldu sjálfri. Í þessari viku hefur Islandica sölu á Keili í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og þar verður jafnframt hægt að sjá myndband um notkun kodd- ans. Samstarfsnet við kynningu og markaðssetningu Að sögn Huldu þykja sex ár ekki langur tími í ferli sem þessu en auk þess að hanna koddann og prófa, hefur Hulda þurft að sækja um hönnunarvernd og einkaleyfi, leita eftir samstarfsaðilum hér heima og erlendis, kynna koddann og mark- aðssetja. Árið 2009 fékk Hulda ný- sköpunarverðlaun EUWIIN fyrir koddann, sem opnuðu margar dyr, og á undangegnum árum hafa henni hlotnast ýmiskonar nýsköpunar- styrkir. Nú síðast styrkur gegnum vaxtasamning Suðurnesja hjá Sam- bandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Styrkurinn átti að fara til gjaldeyr- isskapandi verkefna, að sögn Huldu. „Ég hef verið að láta þýða viðskipta- áætlunina fyrir mig til að nota við Nýsköpunarverð- laun opnuðu dyr Verðlaunakoddinn Keilir er kominn á innlendan markað og stefnir í útrás. Kodd- inn er sérhannaður fyrir þá sem eru með stoðkerfis- og hálsvandamál en nýtist öll- um sem vilja sofa vel. Sex ára þrotlaus vinna er að baki hönnuninni. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sérhannað koddaver Starfsfólkið á saumastofunni H-nál ætlar að sjá um að sauma sérhannað ver utan um Keili. Hér klæðir Hulda Sveinsdóttir koddann sinn í eitt slíkt og er greinilega ánægð með árangurinn. Þær spretta nánast upp eins og gor- kúlur íslensku netverslanirnar og ein þeirra er laboutique.is. Þar má finna margt fíneríið og sumt er for- vitnilegra en annað og hentar kannski vel til að gefa þeim sem allt eiga. Til dæmis fæst þarna hárgreiða sem gerð er úr náttúrulegu horni með fagurlega skreyttum silfurhúð- uðum kanti. Efniviðurinn, náttúrulegt horn, kemur í veg fyrir stöðurafmagn við notkun. Nú eða handvirk kaffivél, sem hellir upp á sterkasta kaffi í heimi. Þarna eru líka matprjónar úr tekkviði og þeim fylgir fisklaga standari úr buffalóbeini. Og svo er það silfurhúðaði smjörhnífurinn með náttúrulega hornskaftinu. Eins eru þarna fallegir hlutir fyrir baðherbergið og eldhúsið úr marm- ara. Sem og ágætt úrval skartgripa og litríkar silkislæður. Vefsíðan www.laboutique.is Steinar Hálsmen úr bláu turkis og rauðum kóral. Bein, marmari, silki og skart Það er gaman að skoða hluti í nýju samhengi og nú stendur yfir skemmtileg sýning í Norræna húsinu sem nefnist MANNA* – annars konar sýning um mat. Í tilkynningu segir að þetta sé sýning sem höfði til allra skilningarvitanna. Málefnið er sett fram á myndrænan og lifandi hátt þar sem húmor og jákvæðni eru höfð að leiðarljósi. Sýningin er gagnvirk að því leyti að hægt er að koma við, smakka, hlusta, finna lykt, horfa og snerta. Leiðsagnir verða alla daga fyrir skólahópa en sýningin er tilvalin fyrir nemendur í grunn- og fram- haldsskóla. Endilega... ...skoðið sýn- ingu um mat Morgunblaðið/Eyþór Gómsætir Skordýr eru meðal þess sem þarf til að búa til hamborgara. Þegar einstaklingur búsetturhér á landi sækir um ellilíf-eyri við 67 ára aldur og hann hefur búið og starfað erlendis hluta af starfsævi sinni þarf að kanna hvort hann hefur til viðbótar íslensk- um ellilífeyri sínum einnig áunnið sér rétt til ellilífeyris erlendis. Á grundvelli EES-samningsins hald- ast áunnin réttindi í hverju EES- landi þrátt fyrir flutning. Þegar sótt er um ellilífeyri hefur þá stofnast réttur til greiðslu lífeyris í hlutfalli við tryggingatímabil í hverju EES- landi fyrir sig. Einnig tryggir Norð- urlandasamningur um almanna- tryggingar réttindi varðandi Fær- eyjar og Grænland. Þegar sótt er um lífeyri frá öðru EES-landi eða norrænu landi á um- sækjandi sem búsettur er hér á landi að snúa sér til Tryggingastofnunar sem annast móttöku umsókna og al- menna milligöngu um lífeyris- umsókn erlendis. Hvernig er sótt um? Sótt er um hjá Tryggingastofnun Þinn réttur Njóta lífsins Margir njóta lífsins sem aldrei fyrr eftir 67 ára aldurinn. Lífeyrisréttindi frá öðrum löndum Corbis Svo virðist sem fatahönnuðir hafi þægindi þeirra sem föt- unum skuli klæðast ekki alltaf efst í huga. Enda er jú margt sem sýnt er á tískusýning- arpöllunum meira til skrauts og ánægju fyrir augað. Hér til hlið- ar má sjá gott dæmi um slíkt og vonandi hefur þessi unga kona komist klakklaust eftir pallinum á tískuvikunni í Kiev. Hönnuður- inn sem hannaði höfuðbúnað þennan er úkraínski hönnuður- inn Litkovskaya. Tíska Höfuðbún- aður til skrauts Óþægilegt Varla sér stúlkan mikið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.