Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 12

Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Þegar er farið að bera á mótmælum í múslímaríkjum gegn árásunum og fullyrt að þær beinist gegn íslam, einnig gagnrýna Rússar og Kínverj- ar aðgerðirnar. Nokkur arabaríki taka þátt í hernaðinum. Sameinuðu arabísku furstadæmin leggja til orr- ustuvélar og leiðtogar Jórdaníu, Marokkó og Katar tóku þátt í fundi í París um aðgerðirnar á laugardag. En Arababandalagið sendi í gær frá sér gagnrýna yfirlýsingu. „Það sem er að gerast í Líbíu er í andstöðu við markmiðið með flug- banni, það sem við viljum er að al- mennir borgarar verði verndaðir,“ sagði Egyptinn Amr Mussa, fram- kvæmdastjóri bandalagsins. Einn af talsmönnum Baracks Obama Bandaríkjaforseta sagði að- spurður um þessi ummæli Moussa að í ályktun öryggisráðsins hefði verið veitt heimild til að beita „öllum nauðsynlegum ráðum“ til að vernda óbreytta borgara. Öllum hefði verið gert ljóst að það merkti flugbann. Arababandalagið samþykkti fyrir viku stuðning við alþjóðlegar að- gerðir til að vernda líbíska borgara en tók fram að ekki mætti gera inn- rás í Líbíu og ekki ráðast á loftvarna- stöðvar. Var þegar bent á að færu menn eftir þessum fyrirmælum yrði auðvelt fyrir liðsmenn Gaddafis að skjóta niður flugvélar sem reyndu að framfylgja flugbanni. Er ljóst að Vesturveldin ákváðu að taka ekki til- lit til þessa fyrirvara. kjon@mbl.is Arabar gagnrýna loftárásirnar Reuters Reiði Efnt var til mótmæla í Bangladesh í gær gegn loftárásunum.  Framkvæmdastjóri Arababandalagsins segir það aðeins hafa samþykkt á fundi sínum fyrir viku alþjóðlegar aðgerðir til að vernda óbreytta borgara í Líbíu fyrir árásum herja Gaddafis Talsmaður rússneska utanrík- isráðuneytisins, Alexander Lúk- asjevítsj, sagði í gær að loft- árásir Vesturveldanna hefðu m.a. beinst gegn skotmörkum sem væru ekki af hern- aðarlegum toga. Vegir, brýr og miðstöð hjartasjúkdóma hefðu orðið skotmörk. En samþykkt öryggisráðs SÞ um flugbann hefði aðeins náð til aðgerða til að vernda almenna borgara. Óánægðir RÚSSAR SÁTU HJÁ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Vesturveldin hófu loftárásir á stöðv- ar stjórnarhersins í Líbíu skömmu fyrir klukkan 17 á laugardag og voru það Frakkar sem riðu á vaðið með Dassault Rafale-orrustuþotum en yfirstjórn aðgerðanna er á hendi Bandaríkjamanna. Breskar Tor- nado-herþotur fylgdu í kjölfar frönsku vélanna, allmörgum skrið- drekum og öðrum farartækjum, að- allega í grennd við Benghazi, var grandað þegar fyrsta daginn. Í gærmorgun og um kvöldið heyrðist sírenuvæl og gelt í loft- varnabyssum við höfuðborg lands- ins, Tripoli. Herþotur flugu yfir borgina. Tiltölulega rólegt virtist vera í Benghazi í gær en þúsundir manna flýðu frá borginni á laug- ardag vegna harðra bardaga upp- reisnarmanna og stjórnarherliðs. Var hundruðum bíla ekið aftur inn í borgina í gær frá bæjum austan við hana. Enn mun þó vera mikið líbískt herlið í grennd við borgina og óvíst hver viðbrögð þess verða við loft- árásunum. Beitt var Tomahawk-stýriflaug- um frá skipum til að eyðileggja loft- varna- og fjarskiptastöðvar Líb- íuhers í upphafi átakanna. Bandarískar F-15 og F-16 orrustu- flugvélar og torséðar B-2 sprengju- þotur tóku síðan þátt í aðgerðunum í gærmorgun. Mike Mullen, forseti bandaríska herráðsins, sagði í gær að í reynd væri búið að koma á flug- banni yfir Líbíu. Hótar Vesturveldunum Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi sagði í ávarpi til þjóðarinnar að Vesturveldin myndu iðrast þess að hafa ráðist á landið og hét „löngu stríði“ þar sem allir landsmenn myndu fá vopn í hendur. „Við mun- um ekki yfirgefa landið og munum frelsa það,“ sagði Gaddafi. Hann virtist auk þess gefa í skyn að „eng- in olía“ yrði eftir í Líbíu handa Bandaríkjamönnum, Frökkum eða Bretum en útskýrði ekki frekar hvað hann ætti við. Að líkindum var hann þar að ýta undir þá trú margra í Arabalöndum að vestræn ríki réðust ávallt á þau til að kló- festa olíu. Reuters Sigur Vígreifur liðsmaður uppreisnarsveitanna við Benghazi í austurhluta Líbíu, vopnaður sprengjukastara, við flakið af skriðdreka sem vestrænar þotur hafa grandað. Óljósar fregnir bárust af því að sveitir Gaddafis væru á leið burt frá borginni með vígtól sín en hún er helsta borg uppreisnarmanna. Gaddafi Líbíuleiðtogi varar við „löngu stríði“  Tiltölulega rólegt á ný í Benghazi og íbúar sem flýðu farnir að snúa aftur heim Mikill aflsmunur í lofti » Gaddafi ræður yfir mörgum herþotum, aðallega frönskum og rússneskum, einnig þyrlum. En megnið af vélunum hefur fengið lélegt viðhald. » Engar líbískar herflugvélar munu hafa farið á loft eftir að aðgerðirnar hófust. » Norðmenn og Danir taka þátt í aðgerðunum, leggja til sex F-16 orrustuþotur, hvor þjóð, í Líbíu. » Dönsku þoturnar lögðu af stað á laugardag og verða staðsettar á Sikiley en norsku þoturnar leggja af stað í dag. Hrottalegar yfirlýsingar Gaddafis Líbíuleiðtoga í liðinni viku um þau örlög sem biðu andstæðinga hans í Benghazi, borg með um 700 þúsund íbúa, ollu skelfingu. „Við munum finna ykkur í skápunum. Við mun- um enga miskunn sýna!“ Ban Ki- moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, segir Gaddafi nú finna fyrir vilja alþjóðasamfélags- ins. Ekki væri hægt að trúa leiðtog- anum sem hefði ekki staðið við lof- orð sitt um vopnahlé; hann segði aldrei sannleikann. „Hann lýsti því yfir að hann myndi fara hús úr húsi og drepa alla. Þetta er óviðunandi,“ sagði Ban í gær. „Ég vona að líbísk stjórnvöld fari að fullu og öllu eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, lýsi tafarlaust yfir vopna- hléi og grípi til ráðstafana til að tryggja öryggi þjóðarinnar.“ Reuters Heima Bresk orrustuþota lendir í Eng- landi eftir flug yfir Líbíu. Hrottalegar yfirlýsingar Loftárásir á Líbíu Skannaðu kóðann til að lesa það nýjasta um átökin í Líbíu. Sonur Muammars Gaddafis, Saif al- Islam Gaddafi, sagði í viðtali við bandarísku ABC-sjónvarpsstöðina í gær að árásir Vesturveldanna stöf- uðu af „misskilningi“. Einnig and- mælti hann kröfum um að leiðtog- inn, sem reyndar gegnir engri formlegri stöðu í landinu en stýrir bak við tjöldin, færi frá. „Þjóðin er sameinuð í baráttunni gegn vopnuðum skæruliðum og hryðjuverkamönnum,“ sagði Saif al-Islam. „Ef þið Bandaríkjamenn viljið hjálpa fólkinu í Benghazi, far- ið þá þangað og frelsið Benghazi undan skæruliðunum og hryðju- verkamönnunum.“ Hann hét því að ekki yrði ráðist á borgaralegar flugvélar yfir Miðjarðarhafi en hót- anir þess efnis höfðu áður heyrst frá ráðamönnum. Líbíumenn sameinaðir? Reuters Stríð Brunnin bílflök við Benghazi eftir loftárásir Vesturveldanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.