Morgunblaðið - 21.03.2011, Síða 13

Morgunblaðið - 21.03.2011, Síða 13
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Hundruð stuðningsmanna Muamm- ars Gaddafis hafa komið sér fyrir í kringum og inni í byrginu sem líb- íski einræðisherrann notar sem höf- uðstöðvar í hernaði sínum gegn uppreisnarmönnum. Í frétt The New York Times segir að hópur er- lenda ferðamanna hafi verið tekinn í ferð um byrgið þar sem þeir voru kynntir fyrir fjölda óbreyttra borg- ara sem sögðust reiðubúnir að láta lífið fyrir leiðtoga sinn. Í hópnum eru margar konur og börn og sum þeirra sögðust eiga fjölskyldumeðlimi í herliði Gaddaf- is. Sögðust þau vera í byrginu til að verja það fyrir loftárásum vest- rænna flugherja, en erlendu fjöl- miðlamennirnir voru færðir í byrgið um það leyti sem loftárásirnar voru að hefjast. „Ef þeir vilja sprengja upp Muammar Gaddafi þá verða þeir að sprengja okkur, því við erum öll Muammar Gaddafi,“ sagði fimmtíu og tveggja ára gömul ekkja. Margir hinna svokölluðu „mennsku skjalda“ eru úr Warfalla-ættbálk- inum, sem er einn þriggja ættbálka sem eru með hvað sterkust tengsl við Gaddafi og stjórn hans. Fréttastofa líbíska ríkisins hef- ur sagt að hópar sjálfboðaliða safn- ist nú saman við hernaðarlega mik- ilvægar byggingar í sama tilgangi og fólkið, sem komið hefur að byrgi Gaddafis. Vilja nægileg áhrif Á vefsíðu norska blaðsins Aft- enposten er haft eftir Grete Fa- remo, varnarmálaráðherra Noregs, að sú ákvörðun Gaddafis að skýla sér á bak við mennska skildi muni hafa áhrif á það til hvaða aðgerða norski flugherinn muni grípa. Segir hún að norskar herflug- vélar geti verið komnar í loftið inn- an skamms tíma, en lagði áherslu á að markmiðið með ályktun Samein- uðu þjóðanna væri að vernda óbreytta borgara í Líbíu. „Við þurf- um því að ganga úr skugga um að Noregur hafi nægileg áhrif á ákvörðunartöku og að við höfum stjórn á því og hvernig norsku her- valdi er beitt.“ Sagði hún að enginn mætti vera haldinn órum um að hernaðar- aðgerðin yrði einföld. Í frétt Aftenposten er einnig rætt við Hani al-Hadar, frá borg- inni Benghazi, sem er eitt af höf- uðvígjum uppreisnarmanna. Al- Hadar segist fagna því að alþjóða- samfélagið sé nú að grípa inn í borgarastríðið í landinu, en hann segir að notkun Gaddafis á mennskum skjöldum geti sett strik í reikninginn. Vestrænu herirnir verði að fara varlega því annars muni margir óbreyttir borgarar láta lífið. Annar Líbíumaður, Safi Faragh Breyak, segist einnig fagna aðgerðum Vesturlanda, en varar við því að ef erlendir hermenn gangi á land í Líbíu gæti almenningsálitið snúist gegn þeim sem Gaddafi hef- ur kallað krossfara. Þrátt fyrir að uppreisnarmenn séu ánægðir með inngrip vestrænna herja í átökin óttast sumir að þau komi of seint. Hersveitir Gaddafis hafa verið að þrengja hringinn utan um Beng- hazi. Þegar loftárásirnar hófust voru þær komnar í úthverfi borg- arinnar. Sérfræðingar hafa sagt að vestrænu flugherirnir muni leggja sig alla fram um að halda mannfalli meðal óbreyttra borgara í lág- marki, sem muni gera hernaðar- aðgerðirnar flóknari og erfiðari en ella. Til dæmis verði erfitt að ráðast á sveitir hliðhollar einræðisherr- anum, eins og þær sem komnar eru í úthverfi Benghazi og annarra borga sem eru enn á valdi uppreisn- armanna. Edward N. Luttwak, þekktur sérfræðingur í varnarmálum, varar við áhrifunum sem það muni hafa þegar óbreyttir borgarar falli. „Engu skiptir hvað Bandaríkja- menn meina vel, þeim mun enn einu sinni verða lýst sem skepnum og andstæðingum múslíma og afleið- ingin verður enn fleiri hryðjuverk,“ segir Luttwak í grein í L.A. Times. Hann segir að þá muni fljótlega verða sýnd barnslík í útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera. Reuters Mannlegur skjöldur Þessi unga stúlka er í hópi þeirra sem hafa komið sér fyrir í kringum hið víggirta byrgi Muammars Gaddafis í höfuðborginni Trípólí. Á skiltinu stendur „Guð er með Muammar og fólkinu í kringum hann.“ Skýlir sér á bak við „mennska skildi“  Margir reiðubúnir að hætta lífi sínu fyrir Gaddafi Mennskir skildir » Hundruð stuðningsmanna Gaddafis hafa komið sér fyrir á hernaðarlega mikilvægum stöðum til að verja þá fyrir vestrænum loftárásum. » Veðjar fólkið, sem og ein- ræðisherrann sjálfur, á að Vesturlönd muni forðast að ráðast á byggingar sem um- kringdar séu slíkum mennskum skjöldum. Árásirnar á Líbíu hafnar Source: Reuters, media reports, U.S. Department of Defense briefings Bandarísk og bresk skip skutu um 110-Tomahawk stýriflaugum á skotmörk í Líbíu á laugardag til að sundra loftvörnum Gaddafis og bandarískar B-2 sprengjuvélar gerðu síðar loftárásir á flugvelli. 100 km Tripoli Benghazi Miðjarðarhaf Okba Ibn Nafa Mitiga Zawiya Misrata Sirte Ghat Al Jufra L í b í a HerflugvellirSkotmörk aðfaranótt sunnudags Aðrir vellir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.