Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ VaraformaðurSamfylking-arinnar og formaður borg- arráðs, Dagur B. Eggertsson, tók sér frí frá endurskipulagningu skólakerfisins í Reykjavík í lið- inni viku til að útskýra fyrir verktökum hvað hefði helst taf- ið fjárfestingar og nýfram- kvæmdir, sem hann viður- kenndi að brýn þörf væri fyrir. Dagur sagði þrennt skipta mestu um litlar framkvæmdir: Fall krónunnar, Icesave og mikil skuldsetning hins opin- bera. Verktakar sátu furðu lostnir undir boðskapnum, enda vita þeir betur. Þeir vita að lækkun gengis krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum eykur áhuga útlendinga á að ráðast í fjárfestingar hér á landi en dregur ekki úr honum, og þarf auk þess ekki að draga úr áhuga innlendra á fram- kvæmdum. Að kenna Icesave um er alger fjarstæða, enda hefur ítrekað komið fram að Icesave hindrar ekki erlenda fjármögnun. Skuldsetning hins opinbera getur skipt máli ef um óarðbær verkefni er að ræða, en á afar lítinn þátt í því hve fjárfestingar og nýfram- kvæmdir hafa verið litlar í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það sem mestu skiptir í þessu sambandi, og það vissu allir sem hlustuðu á fjarstæðu- kenndan boðskap varafor- manns Samfylkingarinnar, er að ríkisstjórn Samfylking- arinnar hefur unnið skipulega gegn nýrri fjárfestingu í landinu. Fjárfest- ing í sjávarútvegi hefur verið stöðvuð með því að setja framtíð hans í algera óvissu. Fjárfesting í iðn- aði hefur verið hindruð með ýmsum hætti, svo sem með fjandskap við áhugasama er- lenda aðila, með löglausum yf- irgangi ráðherra og með algeru áhugaleysi á öllu því sem flokk- ast gæti undir verklegar fram- kvæmdir. Ekkert er gert til að koma hlutum á hreyfingu, að- eins þvælst fyrir í hverju mál- inu á fætur öðru. En það er ekki nóg að ríkis- stjórn Samfylkingarinnar hindri framkvæmdir og dragi úr möguleikum Íslands á er- lendri fjárfestingu, til að mynda með aðför ráðherra að gjald- miðli landsins. Borgarstjóri í boði Samfylkingarinnar segir í viðtali við erlenda fjölmiðla að krónan sé „Mikkamúsarpen- ingur“. Það er út af fyrir sig ekki við því að búast að borg- inni eða fyrirtækjum hennar gangi vel að fjármagna sig þeg- ar borgarstjóri talar með þess- um hætti. Það er hins vegar staðbundinn vandi og hefur ekkert með Icesave eða annað að gera. Borgarstjóri og ráð- herrar Samfylkingarinnar geta að vísu skemmt fyrir öðrum með ábyrgðarlausri framkomu, en sá vandi verður ekki leystur með því að kenna Icesave um að standa í vegi fyrir fjárfest- ingum. Verktakar trúa ekki kenningum Dags um fjárfestingar} Furðukenningar Forsætisráð-herrann gerði um helgina at- hugasemdir við launagreiðslur til skilanefndar- manna sem véla án umboðs eða eftirlits með þrotabú gömlu bankanna. Hún sagði að þær upplýs- ingar væru að koma fram núna og væru sem „blaut tuska“ framan í almenning, nú þegar kjaraviðræður stæðu yfir. Hætt er við því að megn ýldulykt sé komin í tuskuna þá, því að upplýs- ingar um að skilanefndar- menn og slíkir hafi haft fimm milljónir króna á mánuði eða ríflega það hafa legið fyrir vel á annað ár. Jóhanna Sigurð- ardóttir virðist vera einn síð- asti Íslendingurinn sem frétt- ir þetta. Og hún virðist koma algjörlega af fjöllum eða þá úr Dýrafirði í tilefni afmælis- ársins. Til viðbótar hefur ver- ið upplýst að umræður um bónusgreiðslur upp á gamlan móð væru komnar á fleygiferð á ný í fjármálageiranum. Í Vín sagði Jón Gnarr Kristinsson þarlendum blaða- mönnum að- spurður, að yrði Icesave fellt þá gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar. Og hann taldi þær alvarlegustu upp: Íslendingar kæmust þá kannski ekki inn í ESB. Stjórn Jóhönnu og Stein- gríms kynni að falla. Íhaldsmenn kæmust að. Og Jón sjálfur Gnarr þyrfti að flytja til Grænhöfðaeyja. Ef þessar ógnarspár Jóns G. Kristinssonar reynast réttar er komin upp alveg ný staða. Það er þá ekki bara að ís- lensk þjóð myndi vísa óbil- gjörnum og löglausum kröf- um Breta og Hollendinga til föðurhúsanna heldur myndi þjóðin sjálf, þetta venjulega fólk, að auki fá bústinn bónus í sinn hlut. Það var tími til kominn. Jón Gnarr boðar bónusgreiðslur til venjulegra Íslendinga} Sjá, ég boða yður bónus R étt eins og dropinn holar steininn er víst að sprungur koma í kerfi mannanna, sama hversu þaul- hugsuð og vandlega útfærð þau eru. Fólk á að vera viðbúið því, en ekki láta það koma sér á óvart, og lærir vonandi af reynslunni. Þess vegna fer stundum í taugarnar á mér heimsendapólitíkin sem ástunduð er hér á landi, eins og bankahrunið hafi verið fyrsta skiptið sem eitthvað fór verulega úrskeiðis. Í bókinni Business Cycles eftir Lars Tvede er fjallað um hagsveiflur í efnahagslífinu og kortlagt hvernig misdjúpar niðursveiflur hafa komið með reglulegu millibili, allt frá því papp- írsseðlarnir voru fundnir upp, sem juku skuld- setningu gífurlega. Og alltaf virtist það koma fólki í opna skjöldu eða eins og segir í formála bókarinnar: „Þegar það kom niðursveifla, þá héldu margir að ástandið myndi aldrei lagast, og í uppsveiflu héldu sum- ir að hún yrði endalaus.“ Samkvæmt útreikningum Tvedes líða um átján ár frá einni stórri kreppu til annarrar. Hann rekur hvað það er sem veldur kreppum og hvernig þær lýsa sér svo ná- kvæmlega, að ég veit um fólk í atvinnulífinu sem tók mið af því í aðdraganda bankahrunsins og hagaði ákvörðunum sínum eftir því. Og eitt er næsta víst, að dropinn er þegar farinn að hola steininn fyrir næsta stóra skell. Spurningin er bara hvað veldur. Í samtali sem ég átti við Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, fyrir nokkru sagðist hann viss um að næsta niðursveifla yrði ekki af sömu völdum og sú síðasta. Næstu árin verða allir vakandi yfir bönkunum, en hvað mun okk- ur yfirsjást? Meira að segja stórveldin eru fallvaltleika undirorpin. Sögulegir yfirburðir hafa alltaf reynst skammvinnir, að minnsta kosti á mæli- kvarða mannkynsins. Það þarf ekki meira en örlitla sprungu í vegginn til þess að hann molni með tímanum. Eðli málsins samkvæmt vilja aðrir njóta sömu velsældar og veggurinn lætur að lokum undan þunganum. Þannig var það með Rómverja, eins og Pétur Gunnarsson lýs- ir í Myndinni af heiminum: „Hestamannafélagið Mongólar sem í ár- hundruð hefur þeyst um slétturnar fer í óvenju langan reiðtúr og leggur undir sig nærliggj- andi sveitir með þeim afleiðingum að fólkið flosnar upp og ryðst inn í næsta land og hreyfing kemst á fólkið þar og þannig öldu af öldu uns brimskaflinn brotnar á sjálfu Rómarveldi sem er orðið svo innantómt að það fellur sam- an eins og hol skurn.“ Sama hversu rammgerðar stoðirnar eru, sem halda uppi velferðinni, þá molna þær á einhverjum tímapunkti. Kynslóðir koma og fara, þekking fyrnist, mannskepnan er breysk og sömu mistökin eru endurtekin aftur og aftur. En ekkert er nýtt undir sólinni. Þegar veggurinn hryn- ur opnast ný tækifæri. Endalokin marka nýtt upphaf. Og hringrásin heldur áfram. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Og hringrásin heldur áfram STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is L ög um dýravernd, reglu- gerð um dýrahald í at- vinnuskyni og lög um búfjárhald skarast á ýmsum sviðum og eft- irlit með framkvæmd þeirra er hjá sitthvoru ráðuneytinu. Vinna við endurskoðun og samræmingu á lög- um um dýravernd er langt komin og munu þau heyra undir landbúnaðar- ráðuneytið og stofnanir þess í fram- tíðinni. Þau verða væntanlega kölluð lög um dýravelferð. Í nýju frumvarpi eru ákvæði um aðgerðir og meðhöndlun á dýrum skýrð mun betur en áður hefur verið í ljósi mikillar og hraðrar þróunar á þessu sviði á undanförnum árum. Til dæmis verður lagt til að öll slík starfsemi verði leyfisskyld, svo sem dýraspítalar, endurhæfingarstöðvar, þjálfunarstöðvar, sýninga- og keppnishúsnæði, dýragarðar og dýragæslur, hestaleigur og önnur sambærileg starfsemi. Aðspurður segir Halldór Run- ólfsson yfirdýralæknir að til þessa hafi ekki verið gerð krafa um að öll fyrrnefnd starfsemi væri leyfis- bundin. Í löggjöf um dýrahald í at- vinnuskyni hafi t.d. verið leyfisskylt að reka dýrageymslur og dýragarða og fleira. Á síðustu árum hafi orðið hröð þróun í margvíslegri þjónustu við dýr og nefnir Halldór þjálf- unarstöðvar í því sambandi, þar sem eigendur koma t.d. með hesta sína til tímabundinnar þjálfunar eða með- ferðar. Ekki sé hægt að fella slíkan rekstur undir lög um dýrahald í at- vinnuskyni. Hundar og kettir heyri undir landbúnaðarráðuneyti Til þessa hefur málaflokkurinn heyrt undir umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun hvað varðar dýra- vernd og dýrahald í atvinnuskyni. Undir landbúnaðarráðuneytið heyra hins vegar lög um búfjárhald og hef- ur Matvælastofnun fylgt fram- kvæmd þeirra eftir. Með nýju laga- frumvarpi sé markmiðið að einfalda þessi mál og að þau heyri undir eitt ráðuneyti og eina stofnun. „Það verður að viðurkennast að flækjustigið hefur verið talsvert,“ segir Halldór. „Ég nefni sem dæmi að hafi verið kvartað yfir meðferð á hundum hefur kvörtunin átt heima hjá Umhverfisstofnun. Héraðs- dýralæknar eru hins vegar starfs- menn Mast og þeir hafa þá farið að beiðni Umhverfisstofnunar í skoðun vegna kvartana þegar um til dæmis hunda og ketti er að ræða. Þeir hafa síðan skrifað skýrslur og sent til Umhverfisstofnunar sem annast eftirfylgni vegna málsins. Það er mikil samvinna á milli fyrrnefndra stofnana og það er reynt að láta dýr- in ekki líða fyrir flókna stjórnsýslu, en með nýjum lögum er ætlunin að minnka flækjustigið.“ Endurskoðun á lögum um dýra- vernd hófst vorið 2008 og jafnframt skoðun á ákvæði laga um búfjárhald og um friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum með það fyrir augum að samræma sem best ákvæði þessara laga og laga um dýravernd. Lagt er til að talað verði um lög um dýravelferð, þar sem talið er að hugtakið velferð dýra lýsi bet- ur efnisinntaki frumvarpsins, segir á heimasíðu Mast. Tekið er fram að nú verður skylt að fara vel með dýr, í stað þess að bannað sé að fara illa með þau. Kveðið er á um fjöl- breyttari heimildir til að bregð- ast við ólíkum brotum að eðli og alvarleika og m.a. koma inn ný- mæli um stjórnvaldssektir við ákveðnum brotum. Flækjustig minnkað í lögum um dýravelferð Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsast að hundasið Með nýjum lögum verður meðferð mála einfölduð. Gildissvið frumvarpsins nær m.a. til búfjár bæði í mat- vælaframleiðslu eða í annarri þjónustu við manninn, þ.e. nytja- og sýningardýra og gælu- dýra, og einnig til þeirra dýra sem kallast meindýr og tekið er fram að aflífun allra dýra, þ.m.t. meindýra, skuli framkvæmd á mannúðlegan hátt. Skylda til einstaklingsmerk- inga verður aukin til muna og talið að það muni hafa hagræði í för með sér þegar kemur að handsömun dýra sem tapast hafa. Þá verða þvingunarúrræði gerð mun markvissari og þeim ætlað að auðvelda eftirlits- aðila að tryggja aukna dýra- velferð og að geta brugðist hraðar við þegar um er að ræða brot á lögunum. Auknar merkingar MARKVISSARI ÚRRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.