Morgunblaðið - 21.03.2011, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.03.2011, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Glaðir sigurvegarar Verðlaunaafhending í ritgerðasamkeppninni Kæri Jón ... fór fram í Þjóðmenningarhúsinu um helgina. Tólf nemendur hlutu verðlaun en keppnin var haldin í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar. Ákveðið var að hafa ritgerðirnar í formi sendibréfs til að minna á bréfaskriftir Jóns en sendibréfið var helsti samskiptamáti 19. aldarinnar. Golli Samfylkingin hefur meðvitað tekið þá stefnu að hundsa Hæsta- rétt sem er ein af þremur stoðum ríkisvaldsins því hún sættir sig ekki við úrskurð réttarins í stjórnlagaþingsmálinu. Samfylk- ingin tekur þennan úrskurð til sín persónulega – líklega undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra – enda er hún guðmóðir stjórnlagaþingsins. Flokkurinn lagði allt undir fyrir kosningarnar 2009 hvað varðar Evrópusambandsumsóknina og stjórnlaga- þingið. Fljótt varð ljóst að ekki var lagalegur grundvöllur að fara fram með bindandi stjórnlagaþing eins og framsóknarmenn settu á oddinn – sem minnir stjórnmálaflokka á þá staðreynd að vanda kosningastefnuskrár sín- ar. Var því farið af stað með ráðgefandi stjórnlagaþing – sem hefur kostað þjóðina tæpar 500 milljónir. Viðkvæðið var skárra en ekkert. Frumvarp var smíðað í forsætisráðuneytinu af kunnum samfylkingarmönnum, með afar flóknu kosningakerfi, þar sem stefnumálum Samfylkingarinnar í lýðræðisumbótum var öllum komið inn, þ.e.: persónukjör með kynja- kvóta, landið eitt kjördæmi, yfirkjörstjórnir teknar úr sambandi, atkvæðin öll talin mið- lægt í Reykjavík og jafnvægi atkvæða jafnt. Meiriháttar ágallar urðu á kosningafyr- irkomulaginu og talningu var vægast sagt áfátt. Allsherjarnefnd fékk fyrir stuttu skýrslu kjörstjórnarmanns sem viðstaddur var taln- inguna en þar kemur þetta fram: „Sumir inn- sláttaraðilar stunduðu „skapandi“ úrlestur, giskuðu á tölur, og breyttu svo passaði við frambjóðanda. Fyrir kom að eingöngu síðasta talan var „misskráð“ hjá kjósanda og tóku innsláttaraðilar sér þá stundum vald til að setja inn „rétta“ tölu. Þess ber að geta að kerfið bauð upp á að öllum tölum yrði breytt svo tæknilega séð gátu innsláttaraðilar skráð þá tölu sem þeim hugnaðist.“ Hér er beinlínis fullyrt að kosningaúrslitum hafi verið hagrætt sem gerir málið graf- alvarlegt, sér í lagi í ljósi þess að kosn- ingakerfið var byggt upp á STV-kosn- ingakerfinu (e. single transferable vote), en ekki einfaldri prófkjörsleið. Því er ómögulegt að segja til um hver úrslitin urðu í raun. Minni ég á að í alþingiskosningunum 2009 voru hér kosningaeftirlitsaðilar frá ÖSE – þeir hefðu átt að verða vitni að þessu. Um tíu þúsund atkvæðaseðlar voru ótaldir á mánu- dagsmorgninum eftir kosningarnar eða um 13% af öllum atkvæðum – sagt var að vélbúnaðurinn gæti ekki lesið þá. Með þessar upplýs- ingar er auðvelt að álykta hví svo fáir seðlar voru ógildir í kosningauppgjörinu. Þessar upplýsingar voru ekki komnar fram þegar Hæstirétt- ur kvað upp úrskurð sinn um að kosningarnar væru ógildar. Það er því óskiljanlegt að fyrr- verandi formaður landskjör- stjórnar, fulltrúi Vinstri grænna, skuli hafa verið kjör- inn á ný í landskjörstjórn. Hugmyndir rík- isstjórnarinnar að skipa 25 manna stjórnlaga- ráð sem byggir á þessari kosningu er út í hött með allri virðingu fyrir því fólki sem var út- hlutað sæti á þessum vafasama grunni. Landskjörstjórn sem bjó yfir þessari vitn- eskju átti aldrei að afhenda kjörbréf til þess- ara aðila. Samfylkingin er að fremja stjórn- arskrárbrot að yfirlögðu ráði og ákveður að hundsa úrskurð Hæstaréttar og draga Al- þingi allt niður með sér í leiðinni. Svo virðist sem sumir telji að tími Jóhönnu sé að koma – með dómsúrskurði Hæstaréttar og stjórnarskrársniðgöngu. Fremstur í þeim darraðardansi fer formaður allsherjarnefndar Róbert Marshall sem er langt yfir alla lög- fræðiráðgjöf hafinn. Til að Samfylkingin fái stjórnlagaþingsúrskurðarins fullhefnt þá barðist þessi sami aðili af fullum þunga fyrir því að ákvæði um kæruleiðir til Hæstaréttar voru felldar úr lögum um þjóðaratkvæða- greiðslur, og eru þau þar með einu kosn- ingalögin þar sem ekki er kveðið á um kæru- leiðir í lagatexta. Einungis umdeild mál eins og t.d. Icesave og ESB fara í þjóðaratkvæði og því er brýnt að kæruleiðir séu skýrar og afgerandi. Það hentar ekki Samfylkingunni því hún ætlar að starfa áfram án dóms og laga eins og hún hefur starfað í Icesave-deilunni. Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Fljótt varð ljóst að ekki var lagalegur grundvöllur að fara fram með bindandi stjórn- lagaþing eins og framsókn- armenn settu á oddinn – sem minnir stjórnmálaflokka á þá staðreynd að vanda kosn- ingastefnuskrár sínar. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Samfylkingin frystir Hæstarétt Þeir sem tala fyrir því, að Ís- lendingar segi já og takk við nýj- asta Icesave-samningnum, þess efnis að íslenskur almenningur taki á sig skuldir fallins einka- banka, beita miklum fortölum. Fyrir ári höfðu þeir gert annan slíkan samning, og var hann ekki síður sagður nauðsynlegur og besta mögulega niðurstaða. Þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta lög um þann glæsilega samning var því lýst sem ein- hverju mesta áfalli sem land og þjóð hefði orðið fyrir. Verst lét fréttastofa Ríkisútvarpsins, sem virtist telja efnahagsleg móðuharðindi óhjákvæmileg. Nú benda sömu fuglar á sinn eigin fyrri samning, sem hafi í raun verið svo vondur að í því felist sérstök röksemd fyrir nýjasta samningnum. „Gamli samningurinn var miklu verri“, sagði hver já-maðurinn í kapp við annan, þegar Alþingi afgreiddi málið í febr- úar. „Það er himinn og haf á milli“ bættu þeir við, bæði þeir sem í tvö ár höfðu beitt ísköldu hagsmunamati til að gæta allra hagsmuna Breta og Hollendinga, sem og þeir sem nú ný- verið tóku upp sama hagsmunamat. Fljótlega mun þó hafa runnið upp fyrir þeim flestum, að sá samningur getur ekki verið góður, sem þarf samanburð við óskapnaðinn þeirra Steingríms, Svavars og Indriða til að sjást í jákvæðu ljósi. Nú er komin fram ný röksemd. Nú er komin upp sú kenning að svo mikið fé muni fást fyrir eigur þrotabús Landsbankans að Íslendingar muni aldrei þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. Þeir bíræfnustu halda því jafnvel fram að Íslendingar gætu komið út í plús! Þess vegna sé alveg óhætt að samþykkja kröfur Breta og Hollendinga. Af einhverjum ástæðum eru Ís- lendingar þó einu mennirnir í dæminu sem ætlað er að taka áhættuna af því hvað kemur fyrir eigur þrotabúsins í fyllingu tímans. Bret- um og Hollendingum dettur það ekki í hug. Vonandi verða heimturnar ágætar. En það er bara ekki það aðalatriði sem margir halda. Þar skipta önnur atriði, eins og tímasetning á upp- hafi greiðslna úr búinu, ekki síður máli. Strax þarf að borga 26 milljarða Sumir virðast trúa því, að þrotabúið verði á endanum svo múrað að Íslendingar þurfi ekk- ert að greiða, jafnvel þótt þeir gangist undir Icesave-klafann. Þar held ég að óskhyggjan hafi tekið völdin. Það er til dæmis svo, að verði Icesave-samningurinn samþykktur þá þurfa Íslendingar þegar í stað að greiða Bretum og Hollendingum 26 milljarða króna, í erlendum gjaldeyri, í þegar áfallna vexti. Mun það koma til viðbótar þeim 20 milljörðum sem trygg- ingasjóðurinn mun þurfa að greiða á sama tíma. Og þessar upplýs- ingar koma frá sjálfu íslenska fjár- málaráðuneytinu, sem seint verð- ur sakað um að gera of mikið úr þeim álögum sem Icesave- samkomulagið myndi leggja á Ís- lendinga. Í svari ráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis, sem sent var þinginu í janúar síðast- liðnum, segir orðrétt: „Gert er ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja TIF (Tryggingasjóðnum) til 26,1 mia.kr (milljarða króna) á árinu 2011, þar af 9 mia.kr. vegna áranna 2009-2010 umfram þá 20 mia.kr. sem sjóðurinn getur sjálfur staðið undir.“ Hvar á að taka þá? Menn hafa séð hvernig stjórnvöldum hefur gengið við niðurskurð á liðnum mánuðum. Flestar niðurskurðartillögur hafa verið dregn- ar til baka eftir hörð mótmæli. Skattar hafa verið hækkaðir svo mjög að vart verður lengra gengið. Á dögunum sagði forsætisráðherra að ekki væri til peningur til að minnka álögur á eldsneyti, þrátt fyrir mikla verðhækkun þess. Á sama tíma virðast stjórnvöld tilbúin til að borga 26 milljarða króna, í erlendum gjaldeyri, til Breta og Hollendinga, sem fyrstu vaxta- greiðslu ofan á ólögvarða kröfu þeirra. Það hvílir engin lagaskylda á Íslendingum að greiða Icesave-kröfur Breta og Hollendinga. Það er vægast sagt ólíklegt að hlutlaus dóm- stóll muni dæma sjálfstætt ríki til að greiða kröfur sem hvergi í veröldinni eiga sér laga- stoð. Virtir lögmenn hafa fært afar sterk rök fyrir því að áhættulítið sé að treysta á málstað Íslands fyrir hlutlausum dómstólum. Við þær aðstæður ættu kjósendur að hafa í huga, að „já“ í kosningunum 9. apríl kallar þegar í stað á 26 milljarða króna greiðslu til Breta og Hol- lendinga, auk alls sem á eftir fylgir. Þeir, sem ætla að samþykkja Icesave-ánauðina fyrir sína hönd, okkar allra og komandi kynslóða, ættu að minnsta kosti að láta svo lítið að upplýsa hvaðan þeir hyggjast taka peningana til að standa straum af rausnarskap sínum. Eftir Bergþór Ólason » Verði Icesave-samning- urinn samþykktur þá þurfa Íslendingar þegar í stað að greiða Bretum og Hollend- ingum 26 milljarða króna, í er- lendum gjaldeyri, í þegar áfallna vexti. Bergþór Ólason Höfundur er fjármálastjóri. Fyrsta já-greiðslan er 26 milljarðar strax

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.