Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 16

Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 16
16 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 LÁGMÚLI Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali GARÐATORGI 7 • 210 GARÐABÆ Sími 545 0800 gardatorg@gardatorg.is www.gardatorg.is Til leigu eða sölu mjög glæsilegt og vel útbúið samtals 397,7 fm skrifstofuhúsnæði á frábærum stað við Lágmúla 7, Reykjavík. Húsnæðið er vel búið húsgögnum sem geta fyllt með hvort sem um að ræða leigu eða sölu. Um er að ræða alla 5. hæðina auk 40 fm geymslu í kjallara, hæðin var hönnuð af Go Form arkitektum. Húsið er í toppstandi að utan sem innan. Næg bílastæði. Mjög hagstæð leiga eða kaup! Sölumaður: Arnar Sölvason GSM 896-3601 Ef þú, lesandi góður, ert að nálgast miðjan aldur, eða ert þaðan af eldri, manstu þá eftir því þegar við gengum í gegnum myntbreyt- inguna 1981, þar sem tekin voru tvö núll af gömlu krónunni? Og sé svo, manstu þá eftir því hve undrafljótt ýmis smávara var að ná sömu krónutölu á ný eftir breyt- inguna? Því þótt við ættum vissulega í glímu við verðbólgu á þessum tíma, þá var það staðreynd að allt verðlag á Íslandi tók undir sig gríðarlegt stökk við þessa aðgerð. Stökk þetta var að sjálfsögðu upp á við, okkur almúg- anum til bölvunar. Ég gleymi því t.d. seint þegar karamellur, sem ég keypti aðeins um tveimur árum eftir þetta, kostuðu heila krónu stykkið, alveg eins og fyrir breytinguna. Þær höfðu því hundraðfaldast í verði! Nokkuð rámar mig líka í hjal stjórn- málamanna þessa tíma um að þeir skyldu nú stemma stigu við þessari verðlagsbreytingu, samfara mynt- breytingunni, en allt kom fyrir ekki. Dæmi mitt um karamellurnar er að- eins lýsandi dæmi um það hvernig verðlagning allra hluta tókst á sífellt hærra flug, fyrstu árin eftir þetta. Einsdæmi? Ónei, hreint ekki. Það er alveg sama hvert litið er, þar sem þjóðir ganga í gegnum myntbreyt- ingar. Sjálfur get ég vitnað um að matvara á Spáni meira en tvöfald- aðist fyrsta árið eftir upptöku evr- unnar þar. Ein saga frá Grikklandi segir af því að leigubílar hafi þrefald- ast í verði samdægurs. Álíka sögur geta nágrannar okkar á Norðurlönd- unum sagt og svona má lengi telja. Lögmálið um stökkbreytingu verð- lags hefur sannað sig jafn oft og myntbreytingar hafa átt sér stað. Nú heyrast raddir aðildarsinna segja eitt- hvað á þessa leið: „Krónan, jú hún hefur kannski komið sér vel núna, en ekki má gleyma því hvað það var sem kom okkur á þennan kalda klaka“ og er þá ýjað að því að krónan sjálf sé söku- dólgur í hruninu. Allt önnur eru efnistök að- ildarsinna þegar þeir skýra frá því að það sé „útúrsnúningur“ að halda því fram að evran eigi sök á þrengingum t.d. hjá Írum og Grikkjum! Þetta á þó lík- lega að kallast röksemdafærsla fyrir nýrri myntbreytingu hjá okkur. Hér þarf ýmislegt fleira að haldast til haga, þó svo það henti ekki málstað aðildarsinna. Nefna má t.d. að sagan hefur nokkra tilhneigingu til að end- urtaka sig og við munum örugglega sjá nýjar efnahagsdýfur í fyllingu tímans. Þá sem fyrr hlýtur að koma sér vel að eiga þetta hagstjórn- artæki, sem krónan er, og sem er stjórnað af okkur sjálfum en ekki að- alsmönnum í Brussel. Þá má nefna það smáatriði að það var miklu frek- ar aðbúnaður krónunnar hér, en hún sjálf sem slík, sem skoða má sem sökudólg. Þá kemur æ betur í ljós, að sumum ríkjum innan ESB reynist lítið hald í evrunni, ef á annað borð sverfur að í efnahag landanna. Sams konar dæmi hefur mátt sjá víðar, t.d. hefur Argentína lengi bundið trúss sitt við dollar en landið gekk í gegn- um geigvænlegar þrengingar í upp- hafi aldarinnar. Því er ljóst að myntir sem slíkar, þótt stórar séu og traust- ar, gera ekkert ríki stikkfrí frá kreppum. En merkilegt er að það skuli helst vera aðildarsinnar sem halda uppi áróðri um nauðsyn mynt- breytingar nú. Hvernig skyldi standa á því? Jú, þetta er hluti af hræðslu- áróðrinum, því vísast telja þeir allgóð líkindi til að hægt sé að hræða þjóð- ina til innlimunar í ESB, ekki síður en að lokka hana þangað. Því er svo lítið gert úr gömlu góðu krónunni, enda liggur hún vel við höggi eftir fall hennar. Þessa dagana er verið að hampa nýrri skoðanakönnun um af- stöðu til myntbreytingar hjá Sam- tökum atvinnulífsins, og í ljós kemur að innan SA er mikið fylgi við slíkt. Mig undrar það ekki því það eru ein- mitt aðilar SA sem höndla með neysluvörur okkar og njóta því góðs af verðlagshækkuninni. Hin „upplýsta“ umræða, sem að- ildarsinnar hafa svo oft kallað sjálfir eftir, sýnir sig nú helst í því að út- mála allt sem frá okkur „nei-sinnum“ kemur sem misskilning eða bull. Ég er hins vegar fús til að eftirláta þeim einkarétt á hinni „upplýstu“ um- ræðu, eins og hún hefur mótast í skrifum þeirra sjálfra. Ég legg aðra merkingu í hugtakið. Hins vegar leyfi ég mér að halda því hér fram, að blessuð krónan okkar sé nú ekki komin svo að fótum fram sem aðild- arsinnar vilja vera láta, en að aðbún- aðurinn hennar verði að vera traust- ari í framtíðinni, en henni var boðið upp á af undangengnum rík- isstjórnum. Sé vel að því staðið þarf hún ekki að vera lakari kostur fyrir okkur en aðrar myntir. Enda, ef mér skjöplast ekki því meir, trúi ég að verðlagshækkanir myntbreyting- arinnar geti virkað sem fantagóður lýsisskammtur fyrir verðbólgu- drauginn gamalkunna. Og þá hygg ég að ein rökin hjá aðildarsinnum, fyrir því að varpa eigi krónunni fyrir róða, séu farin að snúast gegn þeim sjálfum. Eftir Þorkel Á. Jóhannsson » Lögmálið um stökk- breytingu verðlags hefur sannað sig jafn oft og myntbreytingar hafa átt sér stað. Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugmaður og stjórnar- maður í Heimssýn, samtökum sjálf- stæðissinna í Evrópumálum. Gamla góða krónan Virkasta leiðin til að fá fólk til að hlýða er að halda því í ánauð. Þetta hafa allir einræðisherrar og aðrir þrælahaldarar hagnýtt sér, meðvitað og ómeðvitað. Virkasta leiðin til að fá fólk til að samþykkja álögur og höft kvalara sinna er að skapa því öryggisleysi en um leið að bjóða valkosti sem gætu verið eitthvað í grennd við þann stöð- ugleika sem þeir kumpánar í Norður- Afríku hafa skapað þegnum sínum til 40 ára. Með hæfilegum eldi kraumar bara í pottinum, en sé bætt á eldinn þá sýður upp úr og jafnvel getur kviknað í feitinni og húsið brunnið. Icesave er mjög að líkindum með valkostum þeirra Mubaraks og Gad- dafís um stöðugleika, þar sem stöð- ugleiki þeirra eigin hagsmuna er æðri en lýðsins. Þetta er alveg eins hér norður á Íslandi því meirihluti þingsins vill ekki að landinn sé að skipta sér af eignum sínum, hvað þá hagsmunum sínum. Það ætti að segja okkur, að þá sé komið þar sögu að rétt sé að skipta um bleyju að minnsta kosti. Því er haldið að landanum, að hér fari allt til andskotans ef við kaupum ekki Icesave-stöðugleikann af þeim Bretum og aftaníhangandi, sívælandi aurapúkum þeirra. Það eru skrítnir tímar, þar sem tilkomið er ríki Evr- ópusambandsins, með innsmíðaða bilun í kerfinu sem ekki má opinbera þó ljós sé öllum. Með þögn og öfugmælum tekur Evrópusambandið á með Gróu á Efstaleiti til stuðnings vesalings Bretunum sem alltaf eru að horast og eiga hvorki bjór né aur. Enda er sjálfsagt að láta feitu eyjarskeggjana þarna norður frá blæða, því þeir eru mun minni hagsmunir en fúnir bank- ar Mið-Evrópu. Það glampar þó á nýtilegt þarna norður frá ef frá er talið hyskið, þennan hrakhólalýð sem lagði á flótta undan landleysi og græðgi norskra konunga og fundu þetta sker þarna norður frá, upppumpað af afli og gæðum. Það er aflið í skerinu og svo staðsetningin vegna hagsmuna í allar áttir sem gefur því gildi og því er heppilegt fyrir Evrópusambandið að láta Breta og Steingrím hrekja þessa afglapa af braut til að gefa Spánverj- um færi á fiskinum sem þeir hafa enn ekki fengið færi á að klára og Bretum færi á afli án kola og Evrópusam- bandinu unaðsnudd við hina frábæru krómuðu ástmey sína Jóhönnu af skut og litlum hlut. Heilaþvottavél ríkisstjórnar hót- ana, niðurskurðar og hafta, með traustum stuðningi Evrópusam- bandsins, er að virka. Landinn er far- inn að trúa á að verði Icesave keypt, þá sé það ávísun á stöðugleika rík- isstjórnarinnar sem landinn borgi svo bara skytterí fyrir og þá smellur lásinn, það er að segja á þá landa okkar sem nenna að vera hér áfram til að láta kreista sig. Þeir sem eiga þess kost að leggja á flótta undan svo vitlausri þjóð sem samþykkir Icesave eru ungt fólk sem hefur engu að tapa og svo þeir sem komið hafa peningum undan. Þeir hinsvegar sem eiga allt sitt í stein- steypu, spýtum og sálum verða að fara slyppir eða vera, því hér mun fátt seljast annað en afglöp og vit- leysa. HRÓLFUR HRAUNDAL, rekur vélsmiðju á landsbyggðinni. Ungir landar og virð- islausir eiga möguleika Frá Hrólfi Hraundal Hrólfur Hraundal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.