Morgunblaðið - 21.03.2011, Page 17

Morgunblaðið - 21.03.2011, Page 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Athygli mín hefur verið vakin á for- ystugrein í Morg- unblaðinu sl. föstu- dag, þar sem hinn hógværi og hlutlausi ritstjóri blaðsins sendir mér og fleiri lögmönnum tóninn fyrir að segja hug okkar í blaðagrein um það hvort ráðlegt sé að samþykkja lögin um Icesave- samningana eða hafna þeim. Aug- ljóst er að skoðanir sem við létum í ljós hafa raskað jafnvægi rit- stjórans. Ritstjórinn lætur sér sæma að tileinka skoðanir okkar þeim sem við höfum sum hver unnið fyrir og eiga í samkeppni við Morgunblaðið. Lágkúra í blaðamennsku er ekkert nýmæli, en hún virðist hafa heltekið rit- stjóra Morgunblaðsins í umfjöllun þess um þetta þýðingarmikla mál. Án þess að ég hafi kannað það sérstaklega tel ég mig geta fullyrt að skoðanir eru mjög skiptar með- al viðskiptamanna þeirra átta lögmanna sem birtu grein um þetta mál í vikunni varðandi það hvort greiða skuli atkvæði með eða á móti samn- ingnum. Ég kalla þessa blaðamennsku lágkúru ekki síst vegna þess, að þetta sama dagblað lofaði umfjöllun mína um málið talsvert á fyrri stigum, þ.e. þegar ég lýsti mig andvígan fyrri samn- ingum um málið. En nú – þegar fyrir liggur nýr samningur sem ég tel ráðlegt að samþykkja – þá leyfir leiðarahöfundur sér að halda því fram að með því sé ég sem lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og nánustu klíku hans að hvetja þjóðina til að axla enn eina afleiðinguna af umsvifum hans. Þessi skrif ritstjórans eru ekkert annað en fáránlegur sam- setningur manns sem sjálfur var knúinn til þess nauðugur að víkja úr embætti seðlabankastjóra eftir að hafa látið ríkissjóð Íslands taka á sig 300 milljarða tap af óstjórn hans á bankanum. Þó að Jón Ás- geir og fyrirtæki á hans vegum hafi fengið mikið fé að láni hjá Landsbanka Íslands á sínum tíma var það ekki hann sem stofnaði til Icesave-reikninganna. Það gerðu þeir sem ritstjórinn sjálfur hafði nánast gefið bankann meðan hann var í aðstöðu til þess sem valda- mesti stjórnmálamaður landsins. Þeir menn settu svo bankann kirfilega á hausinn með sínum eig- in fjárfestingum, hjálparlaust. Að mínu áliti færi betur á því að rit- stjórinn hefði ekki mjög hátt um afleiðingar af gerðum manna sem þjóðin sýpur nú seyðið af. Ritstjóri í glerhúsi Eftir Ragnar Halldór Hall »Ég kalla þessa blaða- mennsku lágkúru ekki síst vegna þess, að þetta sama dagblað lof- aði umfjöllun mína um málið talsvert á fyrri stigum … Ragnar Hall Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Matur sem neytt er þarf að innhalda allt að 100 mismunandi efni sem líkaminn þarfnast til vaxtar, endurnýjunar og orkuframleiðslu. Að vísu getur líkaminn myndað um 50 þess- ara efna, hin 50 eru lífsnauðsynleg í fæð- unni. Með matnum komast ýmis eiturefni og örverur inn í líkamann. Meltingin hefur þann tilgang að brjóta niður nær- inguna í einfaldari efni sem ónæmiskerfið lætur í friði og kom- ast í gegnum frumuhimnurnar. Örverurnar drepast flestar í sýru- umhverfi magans en restin sem lifir hana af getur sest að í görn- um og ristli, ef aðstæður eru þeim hagstæðar. Allur meltingarvegurinn frá munni til endaþarms er þakinn slímhúð þar sem örverur (bakt- eríur og sveppir) þrífast og melta líka hluta matarins. Örveruflóra meltingarvegarins er erfð frá móðurinni og er í byrjun yfirgnæf- andi sýrubakteríur, en getur breyst vegna sýklalyfja og mat- aræðis í svokallaða tækifærisflóru að meira eða minna leyti. Þessar síðustu örverur eru ekki eins hag- stæðar fyrir okkur því þær valda gerjun og rotnun matarins einkum í ristlinum auk eiturefna sem þær mynda og frásogast í blóðið og enda svo mörg í líffærunum. Flestar skemmdir á sjálfum meltingarveginum eru óaft- urkræfar. Því eru trefjar svona gagnlegar fyrir heilbrigði hans neðan maga auk rétts matar. En maturinn er líka mengaður alls kyns eiturefnum sem fara út í blóðið. Meðan við erum ung á ónæmiskerfið og lifrin auðvelt með að eyða eða gera eiturefnin óskaðleg. Með breytingu á þar- maflóru til hins verra vegna lífs- stíls og hækkandi aldurs, sem hægir á allri líffærastarfssemi, þá hefur líkaminn ekki lengur undan að koma í lóg eiturefnunum úr blóðinu og þau hlað- ast upp í líkamanum, þ.e.a.s. í frumunum og takmarka starfsemi þeirra enn frekar. Fituleysanleg eitur- efni hlaðast upp í fitu- vefjum eins og heila sem er um 60% fita. Sé neytt transfitusýra sem eru okkur ónátt- úrulegar þá geta þær komið í stað cis- fitusýranna sem eru náttúrulegar og geta þannig komið í stað þeirra nátt- úrulegu en efnasmíði með þeim og gegnumstreymi efna í gegnum frumhimnurnar með þeim er öðru- vísi og óeðlilegt. Hugsanlega má rekja ýmsa heilakvilla til eiturefna og transfitusýra í heila og jafnvel fleira víðar í líkamanum. Þá á astmi og ofnæmi oftar en ekki rætur að rekja til eiturefna auk þess að sum eiturefni eru líka krabbameinsvaldar. En við fáum eiturefni inn í lík- amann á fleiri vegu. Gegnum húð- ina og um lungun inn í blóðið. Þá er matseldin og val á mat orsök þess að tækifærisflóran í melting- arveginum tekur stundum yf- irhöndina. Frásog næringarefn- anna verður jafnvel minna og fleiri eiturefni koma frá þarmaf- lórunni auk eiturefnanna í matn- um. Líkaminn verður ofhlaðinn eiturefnum smám saman og sífellt minni sjálfshreinsihæfni hans með aldrinum ræður alls ekki við ástandið. Afleiðingarnar verða ýmsir hörgulsjúkdómar vegna skorts vítamína og steinefna. Ónæmiskerfið verður fyrir of miklu álagi og smá gefur sig og við verðum auðveldar sýklum að bráð og veikjumst af smit- sjúkdómum. Læknar fást einkum við bráða og króníska sjúkdóma. Þeir hafa tilhneigingu til að takmarka sig við einstök líffæri. Krónísku sjúk- dómarnir eru oft meðhöndlaðir með lyfjum sem virka á einkennin en aukaverkanirnar koma oft fram í heilbrigðum líffærum. Líkaminn hefur einstakan hæfileika á sjálfs- lækningu en vantar oft herslu- muninn til að hún virki vegna upp- safnaðra eiturefna. Þess vegna leggja náttúrulæknar áherslu á allan líkamann. Þeir nota afeitrun (detox) og oft náttúruleg lyf sem eru um 10% allra lyfja í dag. Þá er reynt að breyta flóru melting- arvegarins með inntöku gerla sem eru t.d. í jógúrt, AB mjólk o.fl. Bæta þarf jafnvel upp næring- arskort vítamína og steinefna og síðan er farsælast einstaklings- bundið mataræði sem viðheldur heilbrigðri þarmaflóru og hjálpar við sjálfsafeitrun líkamans. Þar- maflóran er eins og genin einstök fyrir hvern og einn. Það er augljóst að við þyrftum að breyta mataræðinu með aldr- inum og laga okkur betur að eigin líkama. Séu þarmarnir sprungnir eða skemmdir verður að gefa þeim kost á að gróa svo að minna leki út í blóðið af hálfmeltum mat og örverum sem auka bara álag á ónæmiskerfið sem er ærið fyrir. Eftir fimmtugt er genaveganesti foreldranna varla lengur í standi vegna misafritunar til að halda okkur heilbrigðum. Það sem við þoldum ung gengur ekki lengur vegna minnkandi starfsemi líffæra líkamans með aldrinum. Minna át, minna soðið, meira óunnar vörur, meira hráfæði og meira vatn til útskolunar er því nauðsynlegt. Forðast ber því alla loftmengun eins og unnt er og mengun frá öll- um efnavörum í gegnum húðina og lungun. Nota ætti heldur nátt- úruleg snyrti- og hreinsiefni fyrir líkama og heimili. Þá er að sjálf- sögðu öll þolhreyfing af hinu góða til að hjálpa við að koma næringu til frumnanna og úrganginum og eiturefnunum út úr líkamanum. Eitruð efni eru gríðarlegt heilsuvandamál frá vöggu til grafar Eftir Pálma Stefánsson » Ofgnótt eiturefna í umhverfinu, á heim- ilunum, í fæðunni og frá þarmaflórunni eru eitt helsta heilsufarsvanda- mál okkar í dag, einkum hinna eldri. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. Íslendingar eiga ekki bara í efnahags- styrjöld við nýlendu- veldin, heldur sækir að okkur hersveit Evr- ópusinna. Flest aðhyll- ist þetta fólk framandi hugmyndafræði kommúnismans. Und- antekning er líklega Þorsteinn Pálsson sem hampar einhvers kon- ar frjálshyggju á tylli- dögum. Hvað sem líður hug- myndafræði Þorsteins, þá vanvirðir hann lýðveldi Íslands í Frétta- blaðinu 26. febrúar 2011. Þorsteinn sækir að því stjórn- arformi sem landsmenn völdu í þjóðaratkvæði árið 1944. Þetta stjórnarform nefnist lýðveldi, sem felur í sér að fullveldi í landinu er hjá lýðnum. Í staðinn er Þorsteinn að berjast fyrir stjórnarformi sem hann nefnir þingræði. Þingræði er ekki skilgreint í stjórnarskránni og raunar ekki nefnt þar á nafn. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn Í fyrstu grein Stjórnarskrárinnar segir: »Ísland er lýðveldi með þing- bundinni stjórn.« Þessi setning merkir að lýðurinn fer með fullveld- isréttinn í landinu og að rík- isstjórnin er bundin ákvörðunum Alþingis. Skipun ríkisstjórna er alls ekki í höndum Alþingis, heldur er skipun og lausn ráðherra í höndum forseta lýðveldisins. Hvernig Þor- steinn Pálsson getur misskilið þess- ar staðreyndir er eitt af leynd- armálum alheimsins. Í ritgerð sinni segir Þorsteinn: »Það er rangfærsla að forseti leiki samkvæmt stjórnarskrá ein- hvers konar hlutlausan ármann þjóðarviljans er vísi málum eftir at- vikum til afgreiðslu hjá löggjaf- arvaldi Alþingis eða löggjafarvaldi fólksins. Það er líka rangfærsla að beint lýðræði sé fullkomnara en full- trúalýðræði.« Af 81 grein núgildandi stjórn- arskrár fjalla 30 fyrstu greinarnar um verkefni forsetans. Ætlar Þor- steinn Pálson að afskrifa stjórn- arfarslega stöðu forsetans með háðsyrðum? Enginn vafi leikur á að forsetinn er umboðsmaður almenn- ings og hann hefur það viðfangsefni að gæta hagsmuna landsmanna gagnvart óþjóðhollum stjórn- málaöflum. Allir ættu að geta lesið 26. grein stjórnarskrárinnar og séð að forset- inn getur sent lög í þjóðaratkvæði, en hefur ekki neitunarvald. Við vit- um að við ákvarðanir sínar hefur Ólafur Ragnar eingöngu vísað til vilja þjóðarinnar. Enda væri til- gangslaust að senda lög í þjóð- aratkvæði sem ekki væru líkur til að yrðu felld. Er einveldi fullkomnara en lýðveldi? Til að koma höggi á lýðveldið leið- ist Þorsteinn út í samanburðarfræði og fullyrðir að beint lýðræði sé ekki fullkomnara en fulltrúalýðræði. Það er undarlegt að gefa í skyn að eitt stjórnarform geti verið »fullkomn- ara« en annað. Öllum einræð- isherrum finnst örugglega, að eina fullkomna stjórnarfarið sé einveldi. Hins vegar er lýðveldi á Íslandi og við skulum þakka stofnendum lýð- veldisins fyrir það. Annars væri þjóðin núna með 1.000 milljarða Ice- save-klyfjar á bakinu og eru þó næg mistök ríkisstjórnar. En að orðum Þorsteins: »Það sem forseti gerir er að hafna tillögu frá ráðherra um stað- festingu á lögum. Að formi og efni felst í því pólitísk and- staða við lögin og van- traust á dómgreind ráðherrans og þess meirihluta sem að baki honum stendur. Með því að forsetanum var ekki fengið stöðv- unarvald er þjóð- aratkvæðagreiðslan sjálfvirk afleiðing af synjuninni. Hún er sett í stjórnarskrá til að leysa ágreining forseta og Alþingis.« Öll þessi málsgrein er viðsnún- ingur á staðreyndum. Forsetinn hafnaði ekki »tillögu ráðherra«, heldur hafnaði hann lagafrumvarpi staðfestingar sem varð samt sam- tímis að lögum. Í þeim gerningi fólst engin »pólitísk andstaða við lögin«, heldur vitund um andstöðu fullveld- ishafans – landsmanna. Álíka gáfu- leg er fullyrðing Þorsteins, að þjóð- aratkvæði sé í Stjórnarskránni til að leysa ágreining forseta og Alþingis. Forsetinn hefur ekki gert neinn ágreining við Alþingi, hvorki um Icesave né önnur mál. Næmur skilningur fyrir hagsmunum ESB Annars er Þorsteini ekki alls varnað því að hann fjallar af næm- um skilningi um þau skilyrði sem Bretar og Hollendingar settu fyrir gerð Icesave-III. Með hönd á hjarta, telur Þorsteinn það sýna mikla ábyrgð hjá sumum þingmönn- um Sjálfstæðisflokks að samþykkja Icesave-samningana sem byggjast ekki bara á forsendulausum kröfum heldur eru einnig brot á Stjórn- arskránni. Þorsteinn segir: »Í þessu tilviki verður líka að hafa hugfast að Bretar og Hollend- ingar settu það sem skilyrði fyrir þriðju samningatilrauninni að fleiri kæmu að málinu en ríkisstjórnin. Stjórnarflokkarnir beygðu sig fyrir þeirri kröfu. Forysta Sjálfstæð- isflokksins sýndi að sama skapi mikla ábyrgð með því að taka þátt í þeirri tilraun utan ríkisstjórnar og á endanum að standa að nýjum samn- ingi.« Við skulum ekki gleyma því að Þorsteinn er í samninganefnd rík- isstjórnarinnar sem hefur það verk- efni að innlima Ísland í Evrópusam- bandið. Hans sýn á Icesave-málið kemur því ekki á óvart. Því hefur raunar verið fleygt að samninga- nefndin hafi verið hinn eiginlegi gerandi að Icesave III-samning- unum. Ef það er rétt verður bægsla- gangur Þorsteins skiljanlegur því að enginn dregur hollustu hans við Evrópusambandið í efa. Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sem merkir að lýðurinn fer með full- veldisréttinn og að rík- isstjórnin er bundin ákvörðunum Alþingis. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur, vísinda- kennari og félagi í Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Þorsteinn Pálsson vanvirðir lýðveldið - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.