Morgunblaðið - 21.03.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 21.03.2011, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 ✝ Páll ValdimarMagnússon fæddist að Bergs- stöðum í Hallárdal 4. desember 1921. Hann lést á Heil- brigðisstofnun A- Hún., Blönduósi 12. mars 2011. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson, f. 3.4.1881, d. 25.7. 1951 frá Njálsstöðum á Skaga- strönd og kona hans Guðrún Einarsdóttir, f. 10.8.1877, d. 17.10. 1971 frá Hafurstaðakoti á Skagaströnd. Systkini Páls voru Stein- grímur, f. 15.6. 1908, d. 13.3. 1975, bóndi á Evindarstöðum í Blöndudal. María Karólína, f. 22.11. 1909, d. 10.2. 2005, ljós- móðir á Sauðárkróki, síðast bú- sett í Hafnarfirði, Sigurður Bergmann, f. 4.12. 1910, d. 16.12. 1997, verkstjóri á Sauð- árkróki, Guðmann Einar, bóndi á Vindhæli, f. 9.12. 1913, d. ins 2008. Páll var alla tíð ókvæntur og barnlaus en í miklu uppáhaldi hjá honum voru börn Guðmanns bróður hans og Maríu Ólafsdóttir eig- inkonu hans. Þau eru Guðrún, Anna, Einar, Ólafur, Magnús og Halldóra. Síðar hafa komið barnabörn Guðmanns og Maríu til sögunnar og dvöldu þau flest langdvölum á Vindhæli og nutu mikils ástríkis af hálfu Páls frænda síns. Páll og bræður hans lögðu stund á sauðfjárbúskap á Vind- hæli og fyrstu árin voru þeir einnig með um 30 kýr og seldu mjólk til íbúa í Höfðakaupstað þar til þeir hættu mjólkursölu upp úr 1970 og fjölguðu þá sauðfénu, en höfðu kýr aðeins til heimanota. Páll var vel ern og fylgist með öllum þjóðmálum og frétt- um fram á síðasta dag. Hann barðist í mörg ár við kölkun í hnjáliðum og átti orðið mjög erfitt um gang. Hann dvaldi síðustu 3 árin á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi, fyrstu 2 árin ásamt Guðmundi bróður sínum. Útför Páls fer fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd í dag, 21. mars 2011, og hefst athöfn- in kl. 14. 22.11. 2000 og Guðmundur Berg- mann, f. 24.7. 1919, d. 3.1. 2010, bóndi á Vindhæli. Páll ólst upp með foreldrum sín- um og systkinum á Bergsstöðum í Hallárdal, en lengst af bjuggu þau á Bergs- stöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal. Hann hóf búskap með for- eldrum sínum og bræðrum á Sæunnarstöðum í Hallárdal og bjuggu þau þar til ársins 1944, er Guðmann bróðir hans festi kaup á jörðinni Vindhæli á Skagaströnd, en þangað flutti þeir bræður með foreldrum sín- um sama ár og bjuggu þar allir þrír í félagi fram til ársins 1997, að Magnús sonur Guð- manns keypti Vindhæli og hóf þar búskap. Páll bjó ásamt Magnúsi frænda sínum og fjöl- skyldu hans á Vindhæli til árs- Elsku Palli frændi Það er erfitt að hugsa um að geta ekki lengur komið að heim- sækja þig og setið hjá þér og tal- að við þig og ég mun geyma allar stundirnar okkar í hjarta mínu. Ég mun alltaf sakna þín svo mik- ið alla mína tíð. Ég vildi að þú hefðir verið lengur hjá okkur. Nú eruð þið öll systkinin senni- lega farin í ferðalagið langa sam- an. Hvar sem þú ert þá líður þér örugglega mjög vel hjá öllum ættingjunum þínum. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Fagra, dýra móðir mín minnar vöggu griðastaður nú er lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn heilagur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. (Sigurður Jónsson frá Arn- arvatni.) Þinn frændi, Guðmann Einar. Elsku Palli. Þegar ég hugsa til baka þá er svo margs að minnast og minningarnar um þig verða mér ætíð ofarlega í huga. Að fá að alast upp með annan fótinn á Vindhæli voru forrétt- indi og fyrir það verð ég æv- inlega þakklát. Þú varst gull af manni og gerðir allt það sem þú gast fyrir aðra en þótti algjör óþarfi ef einhver vildi eitthvað gera fyrir þig. Ég er svo ánægð með að hafa komið norður í febr- úar með skvísuna mína í heim- sókn til þín og hafa fengið að segja þér nafnið hennar. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert og efast ekki um að þú sért far- inn að hamast og gera og græja í sveitinni. Elsku Palli minn bestu þakkir fyrir allt. Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hinsta kveðja, Anna María. Elsku Palli, nú er komið að kveðjustund. Það er erfitt og sárt. Þegar afi fór að veikjast tókst þú að mörgu leyti við hans hlutverki og virkaðir stundum óþreytandi í að teyma undir á Bleik eða leyfa okkur krökkun- um að fljóta með þegar þú fórst að gefa heimalningunum. Þú varst bóndi af guðs náð, kind- urnar þínar voru alltaf vel hirtar og þú þekktir þær úr fjarlægð. Við eigum eftir að sakna þess að eiga ekki möguleika á því að heyra í þér við réttarvegginn og vísa okkur Vindhælisfólkinu á réttar rollur eða fylgjast með þér vakta reiðmenn í göngum koma niður Hallárdalinn. Þú varst jaxl sem kvartaði aldrei, sama hvað var að. Ferðin okkar mömmu og Óla með þér upp í dal fyrir nokkrum árum var sérstaklega skemmti- leg, við tókum með okkur nesti og þú sagðir okkur sögur af líf- inu í dalnum. Dalurinn skartaði sínu fegursta, sól og blíða og börnin léku sér í læknum. Þú hlóst dátt þegar börnin okkar tóku allt í einu á rás til fjalla til að leita að upptökunum. Sem betur fer náðum við að stoppa þau af. Þær eru margar hugsanirnar sem fara í gegnum hugann, við hugsum mikið til barnæskunnar og athvarfsins á Vindhæli. Amma, afi, þú og Gummi, hvert á sinn hátt bjugguð þið til ynd- islegt athvarf fyrir okkur systur. Amma sá um knúsið, afi fékk mann til að lesa fyrir sig eða raka sig, þú tókst mann með í fjárhúsin eða hestana og maður sá um að taka niður lottótölurn- ar fyrir Gumma eða horfa á sjón- varpið með honum. Mörgum fannst þetta skrítið, okkur fannst við heppnar. Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda hefði ykkar ekki notið við. Þú mátt svo sannarlega vera sáttur og stoltur af þínu. Við munum ávallt hugsa til þín, ömmu, afa og Gumma af þakk- læti. Þínar María og Ásdís. Elsku Palli, þakklæti er efst í mínum huga þegar ég hugsa til þín. Þakklæti fyrir að hafa átt þig að allt mitt líf. Allt hrósið og hvatningin sem ég fékk frá þér sem barn og unglingur. Að hafa alist upp með persónu eins og þér eru forréttindi. Þú varst dætrum mínum sem yndislegur afi. Stutt var alltaf í brosið og húmorinn hjá þér. Það var sama hvernig þér leið, þú sást alltaf það jákvæða og gafst aldrei upp. Ég er þakklát fyrir seinustu stundirnar sem við áttum saman þótt erfitt væri að sætta sig við að endanleg kveðjustund væri skammt undan. Þú hafðir skilað ævistarfi þínu með miklum sóma. Þú og þinn persónuleiki er minning sem ávallt mun lifa með okkur sem þig þekktum. Er heilsunni hrakar eftir langa ævi er hvíldin kannski góð, það er mín trú. Ég þakka þér samfylgd- ina kæri frændi. Ég vil líka þakka öllu því góða starfsfólki sem starfar á Heilbrigðisstofn- uninni Blönduósi og annaðist þig seinustu árin. Þar njóta aldraðir gæðaþjónustu sem er því miður ekki sjálfgefið í dag. Þín frænka, Anna Kristín. Elsku frændi minn. Þegar kemur að kveðjustund eftir að hafa átt þig að alla mína ævi þyrlast upp hafsjór minn- inga frá æskudögum mínum norður á Vindhæli, þar sem í minningunni var alltaf sól, sum- ar og endalaus gleði. Við syst- kinin nutum þeirra forréttinda, sem nútímabörn njóta alltof sjaldan, að fá að alast upp með foreldum, tveim frændum og ömmu á heimilinu til að snúast fyrir okkur og gera okkur óþekk og það sem er okkur dýrmætast, að hafa alltaf einhvern fullorðinn heima til að sinna okkur. Við fengum frá blautu barnsbeini að taka þátt í lífi og störfum ykkar hinna fullorðnu og fræðast um leið um lífið, tilveruna og fortíð- ina, sem er grunnurinn undir framtíðina og þú hafðir alltaf svör á reiðum höndum um hlut- ina í gamla daga og hvernig veðrið var hinn eða þennan vet- ur. Ég man einnig bjarta vor- og sumardaga þegar þið bræðurnir voruð að reka heim féð á Vind- hæli og krakkahópurinn fylgdist spenntur með. Allir hlupu á móti ykkur og fengu að koma á hest- bak, stundum fleiri en einn á hvern hest. Síðan man ég sömu aðstæður tuttugu árum seinna þegar afkomendahópurinn á Vindhæli hafði stækkað um 10 stelpur og ennþá var jafn gaman að komast á hestbak og taka þátt í smalamennsku á Vindhæli. Þið bræðurnir alltaf jafn glaðir með hópinn þó aldurinn væri farinn að færast yfir ykkur. Börn hafa alla tíð verið aufúsu- gestir á Vindhæli og þar voru alltaf einver aukabörn á sumrin, seinni árin barnabörnin mömmu og pabba öll sumur. Vindhæli var alltaf einskonar paradís á jörð í augum barnanna á hvaða aldri sem þau voru og þannig man ég æsku mína þar. Þið bræðurnir hlutuð ykkar menntun í skóla lífsins og urðuð afar fróðir og vel að ykkur um menn og málefni, fylgdust með dægurmálum, pólitík og skoðun- um manna. Þið þekktuð allsleysi og skort kreppuáranna, þegar foreldrar ykkar áttu ekki jarð- næði og hröktust milli leigujarða með barnahópinn sinn. Þið þekktuð líf barnanna, sem ólust upp í Hallárdal við kröpp kjör foreldranna og hvert tækifæri sem gafst var nýtt til að afla lífs- viðurværis. Þið bræðurnir þrír bjugguð með ömmu og deilduð kjörum hver með öðrum nánast alla ykkar tíð svo lengi sem ykk- ur öllum entist heilsa til. Amma bjó með ykkur allt til æviloka. Þú trúðir á allt það besta, sem í hverjum manni býr, sem er heiðarleiki, samviskusemi og trú á hjálp almættisins þegar erf- iðleikar steðja að. Þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa öðrum ef þú mögulega áttir þess kost. Þegar pabbi fór til dvalar á Heil- brigðisstofnunina á Blönduósi bjugguð þið Gummi áfram með mömmu á Vindhæli og önnuðust búskapinn eins og áður með hjálp Magga bróður. Síðan tók Maggi við búinu á Vindhæli 1997 og þú bjóst áfram með honum og fjölskyldu hans til ársins 2008. Síðustu árin hafa verið þér erfið sökum heilsubrests og þú dvalið á Heilbrigðisstofnun á Blönduósi og notið frábærrar að- hlynningar starfsmanna þar. Elsku frændi, vertu ætíð guði falinn og hjartans þakkir fyrir endalausan kærleika og um- hyggju frá bernskudögum mín- um á Vindhæli og alla tíð síðan. Þín frænka, Guðrún. Einstaklega góður maður er búinn að kveðja þetta líf eftir ævilangt starf sem bóndi á Vind- hæli. Ég er er ein af mörgum systk- inabörnum Mæju heitinnar „mágkonu Palla“ sem voru í sveit á Vindhæli, ég dvaldi mörg sumur fyrir norðan og festi ræt- ur við þessa fallegu sveit sem var heill ævintýraheimur. Vera mín á Vinhæli mótaði æskuna mína á svo margan og góðan hátt. Ég vildi hvergi annars staðar vera á sumrin enda fannst mér ég vera heima, Mæja, Manni, Gummi og Palli gerðu sveitina að því sem hún var, það er svo skrítið að Palli sé líka bú- inn að kveðja okkur, en ekkert er eðlilegra. Ég kunni strax vel við Palla, hann var þolinmóður og barn- góður. Ég var afskaplega forvit- in hvað Palli var að fara að gera, hann var iðinn við bústörfin, ég elti hann ansi oft bara til að gá hvort ég mætti hjálpa til, hann fann oftast eitthvað fyrir mig að gera þó það væri bara að sitja á sátu eða á vagninum heim að hlöðu, gefa heimalningunum eða hjálpa honum við að svíða kinda- hausa eða rýja kindurnar á sumrin og stundum naglhreins- aði ég spýtur með honum og svo margt fleira. Hann kenndi mér réttu hand- tökin við bústörfin sem ég reyndi að fara eftir í hvívetna með misgóðum árangri „hann brosti bara“ og hafði gaman af þessari sveitastelpu úr borginni. Vorið 7́5 kom ég snemma í sveitina og sauðburður var enn í fullum gangi. Eitt kvöldið datt mér í hug að elta Palla út í hús eftir að allir væru farnir að sofa, það var eitthvað svo spennandi að fara seint út að kvöldinu og fylgjast með kindunum bera og klappa lömbunum úti í húsi hjá Palla. Hann vissi af mér allan tímann sem ég elti hann og hleypti mér inn þegar ég kom, hann var sallarólegur yfir for- vitni minni og leyfði mér að staldra við í góðan tíma en sendi mig svo heim að sofa. Stundirnar eru margar og góðar sem við höfum setið mörg inni í eldhúsi og skrafað með Palla heitnum, hann mundi allt svo vel frá því að þeir bræður bjuggu uppi í Hallárdal og gam- an að hlusta á hann segja frá. Ég hef eytt mörgum góðum sumarfríum í sveitinni minni í gegnum árin og heimsæki hana eins oft og ég get með krökk- unum mínum. Þar sem rætur okkar festast þar er sálin líka og þannig var það með Palla heit- inn. Sálin hans er komin á góðan stað og ég sé hann fyrir mér að rölta um fallegu sveitina sína þar sem hann festi sínar rætur. Ég kveð Palla með söknuði, hjarta mitt er fullt af þakklæti og væntumþykju. Allar þær góðu stundir og fallegu minning- arnar um hann munu lifa áfram í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég votta krökkunum frá Vindhæli og fjölskyldum þeirra og ættingjum mína dýpstu sam- úð. Esther Sigurðardóttir. Páll Valdimar Magnússon Við í Menningarfélagi Há- skóla Íslands kveðjum góðan vin og félaga, Þórð Friðjónsson. Hann var einn af lykilmönnum Þórður Friðjónsson ✝ Þórður Frið-jónsson, for- stjóri NASDAQ OMX á Íslandi, fæddist í Reykjavík 2. janúar 1952. Hann lést í Frie- drichshafen í Þýskalandi 8. febr- úar 2011. Útför Þórðar fór fram frá Hallgríms- kirkju 21. febrúar 2011. okkar á blakvellin- um, og „smössin“ hans sem engin gat varið, munu lengi lifa í minningunni. En hann var meira en það, við nutum félagsskapar og þekkingar hans, þegar við sátum saman á menning- arfélagsfundum í gufunni í íþrótta- húsi Háskólans. Þegar Þórður sagði frá var hlustað. Haustið 2001 fórum við menningarfélag- ar saman í hópferð til Kúbu. Við höfðum samband við háskólann í Havana og óskuðum eftir því að fá að hitta þarlenda fræðimenn og halda smá ráðstefnu með þeim. Var okkur vel tekið, þótt ekki fengjum við að eiga opin fund með háskólastúdentum. Það hefur eflaust verið talið of hættulegt. Við buðum upp á fjög- ur erindi. Þórður flutti það fyrsta um hagkerfi lítilla eyríkja. Kúbumennirnir hlustuðu af mik- illi athygli, enda var greining Þórðar mjög nýstárleg og fróð- leg. Ég er viss um, að Kúbu- mennirnir nýttu sér kenningar Þórðar síðar meir. Efnahags- kerfi Kúbu var þá nánast í upp- lausn, eins og einn fræðimanna á ráðstefnunni, hagfræðingur eins og Þórður, viðurkenndi. Kúbu- menn bönnuðu notkun banda- ríkjadals skömmu síðar og héldu sér einvörðungu við pesó „con- vertible“ (honum mátti skipta í erlenda gjaldmiðla). Við það skánaði ástandið á Kúbu heil- mikið, í samræmi við það sem Þórður hafði bent á í fyrirlestri sínum. Einn félaga okkar, Þórð- ur Jóhannesson, sendir þessi tvö erindi í minningu Þórðar, og að- standendum sendum við okkar beztu kveðjur. Þórður er allur skarð er nú fyrir skildi. Til foldar horfinn snarpa háði hann hildi. Krabbinn vægðarlaus kempu hrausta knésetti. Það skorti öll vopn til varnar, svo heilsa við rétti. / Lið sitt hann hvatti í hita leiksins til sigurs. Blakaði bolta svo oft líktist varpi vigurs. Hann skellti og laumaði oft er var erfiður róður. Nú þessa við minnumst, Þórður var drengur góður. F.h. Menningarfélags Háskóla Íslands, Júlíus Sólnes Mig langar að minnast Guðrúnar móðursystur minnar sem lést 22. febrúar sl. eftir erfið veik- indi. Mjög gott samband var á milli móðursystkina minna alla tíð, sérstaklega systranna sem voru einstaklega nánar. Eftir að móðir mín flutti til Reykja- víkur komu þær systur nær daglega til hennar á Snorra- brautina og ræddu málin yfir kaffisopa eða fengu sér göngu- túr niður Laugaveginn og fóru á kaffihús og kíktu í búðir. Gunna var yndisleg, falleg að innan sem utan og vel gerð, tal- Guðrún Bárðardóttir ✝ Guðrún Bárð-ardóttir fædd- ist í Laufási á Hell- issandi 13. janúar 1924. Hún lést 22. febrúar 2011. Guðrún var jarð- sungin frá Graf- arvogskirkju 3. mars 2011. aði aldrei illa um nokkurn mann. Alltaf var opið hús hjá þeim Þráni fyr- ir okkur frænd- systkinin af Sand- inum. Þegar ég átti mitt fyrsta barn var ég hjá henni og snerust þær mæðgur Gunna og Bára í kringum mig og vildu allt fyrir mig gera. Eigum við eftir að sakna hennar mikið og að geta ekki farið í Gunnukaffi eins og við kölluðum það í fjöl- skyldunni eða spjallað saman í síma sem við gerðum oft. Elsku Gunna bestu þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu í gegn- um tíðina. Elsku Þráinn, Bára, Óskar og fjölskyldur, innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar. Blessuð sé minning yndislegrar konu. Íris Tryggvadóttir og Óttar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.