Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 19

Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 19
Fljúgðu á vit vorsins! Leggstu í lyngbrekkuna. Láttu óbyggðirnar heilla þig. Leggðu land undir fót og skoðaðu heiminn. (Charlotte Gray) Þessi orð eiga svo sannarlega vel við hana Gunnu ömmu á Sæ- bóli. Margs er að minnast og erfitt að velja úr eitthvað sér- stakt. Það var alltaf gott að koma á Sæból, fá upprúllaðar pönnukökur og aðrar veitingar. Voru þær bornar á borð jafn- óðum og gestir jafnan hvattir til þess að taka eitthvað af veit- ingum með sér heim. Flest okk- ar hafa orðið þeirrar ánægju að- njótandi að fara í verslunarferð með Gunnu ömmu og þær ferðir gátu tekið á sig skrautlega mynd. Hvort heldur um var að ræða ferð til þess að kaupa skó, fatnað, húsgögn eða snyrtivör- ur. Eitt sinn var amma stödd í Rúmfatalagernum ásamt Önnu Guðrúnu. Kom þar ungur mað- ur að þeim og bauð aðstoð sína. Þá minnist amma á fataskáp nokkurn sem hún hafði keypt nokkru áður í umræddri verslun og reyndist svo vera óttalegt drasl. Skápurinn hafði liðast í sundur við flutning. Þá hváði ungi maðurinn: „Í sundur, var hann ekki tómur?“ Tómur – hann hefði nú átt að þola það þó að hann væri fullur af fötum. Öll þekkjum við skósýkina hennar, hún hreinlega elskaði skó en hún var að sama skapi ekki allt- af skynsöm þegar kom að því að velja skó miðað við aðstæður. Á ættarmóti hljóp hún t.d. í skarð- ið með litlu afkomendunum á hælaskónum. Það var ömmu mjög mikilvægt að líta vel út, hún var alltaf óaðfinnanleg í út- liti. Hún stundaði leikfimi og fór í gönguferðir eins oft og hún gat. Hún var mikið náttúrubarn og náttúran var henni mjög hugleikin. Hún hafði sérstak- lega gaman af því að fara í Guðrún Erlendsdóttir ✝ Guðrún Er-lendsdóttir fæddist í Reykjavík 26. október 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 6. mars 2011. Útför Guðrúnar fór fram frá Blönduóskirkju 18. mars 2011. flutningabíl með honum Jenna sín- um, því þá sá hún landslagið svo vel, og allt var þetta svo fallegt í hennar augum. Amma hafði líka einstak- lega gaman af hest- um og var í mörg ár með hesta í hesthúsi við Sæból. Hennar síðasti reiðtúr var úti á Skagaströnd sumarið 2007 þegar hún var á 85. aldursári. Talaði hún oft um þennan reiðtúr sem yndislega sælustund. Vert er að minnast á allar þær góðu stundir sem amma átti með honum pabba (Geira á Felli), mikið var spjallað, hlegið og drukkið kaffi að hætti ömmu. Hún hafði mjög gaman af því að ræða pólitík og hafði sterkar skoðanir þegar þau mál voru annars vegar. Þegar svo hitnaði í kolunum þá heyrði hún bara það sem hentaði þá stundina. Amma Gunna var alltaf stað- ráðin í því að hún ætlaði að njóta efri áranna. Amma hrein- lega elskaði að fara á böll, dansa og tjútta. Og er okkur í fersku minni þegar hún var eitt sinn stödd á Kántrýhátíð á Skaga- strönd. Voru einhverjir að velta fyrir sé hvort amma færi heim eða myndi gista. Hún hafði nú ekki miklar áhyggjur af því, hún færi nú bara á puttanum ef hún fengi ekki far en endaði svo í lögreglufylgd heim að dyrum, öðlingsdrengir sem komu átt- ræðri konunni heim. Það var henni ömmu mjög mikilvægt að allir væru glaðir, því hún taldi að gleðin myndi lengja líf okkar. Við kveðjum glaða og góða konu, við munum minnast þín um ókomin ár. Systkinin frá Felli og fjöl- skyldur þeirra, Axel, Hrönn, Einar, Ólafur, Sigríður, Jóhann, Gunnar, Anna, Hafdís, Ása, Þóra og Ásta. Elsku amma kvaddi þennan heim þann 6. mars síðastliðinn. Þegar ég hugsa til baka þá var amma alltaf glöð, hún horfði á heiminn og lá ekki á skoðunum sínum um hvað mætti betur fara. Amma var alltaf í eldhús- inu. Alltaf að útbúa eitthvað þegar við komum. Það er mér minnisstætt þegar við vorum þarna hjá henni í Sæbóli, alveg að koma sumar, en golan var köld svona alveg við sjóinn. Þá ákvað amma að skella sér í sól- bað. Það situr fast í minni þegar ég fór í síðustu heimsóknina til hennar. Hún var niðri í dagvist- un, sat þar í stólnum sínum með Gucci-sólgleraugu sem hún hafði fengið að láni hjá einum starfsmannanna, pabbi bauðst til að færa hana frá glugganum svo að henni yrði ekki heitt en hún þverneitaði því, hún var í sólbaði. Síðan var komið saman í salnum og presturinn var með bænastund og það var spilað á harmonikku. Síðan var haldið inn í herbergi þar sem amma var hrókur alls fagnaðar. „Egyptarnir, já þeir voru sko menn á mosanum,“ sagði hún. Ef amma var búin að ákveða að tileinka sér hlutina þá gerði hún það almennilega. Hún var veru- lega vel gefin og kunni enda- laust af kveðskap. Hún unni öllu dýraríkinu og þá sérstaklega hestum. Það er mér ómetanlegt hvað hún hafði mikinn áhuga á því sem ég var að gera í skól- anum, spurði alltaf hvernig gengi í skólanum og hrósaði mér þegar vel gekk. Elsku amma, núna langar mig að kveðja þig með reisn. Þú varst sómakona. Ég sakna þín. Ég vaknaði fyrir viku síðan, er vetrarnóttin ríkti hljóð, og sá þá standa Blakk minn brúna í bleikri þorramánans glóð. Svo reisti hann allt í einu höfuð með opinn flipann og hneggjaði hátt og tók síðan stökk með strok í augum og stefndi heim – í norðurátt. Sú leið er erfið, gamli garpur, þú getur ei sigrað þau reginfjöll, þó stælt sé þín bringa og fætur fimir, þín frægðarsaga er nú öll. Á grýttum mel þar sem geisar stormur með grimmdarfrost og hríðarkóf, ég sé hvar þú liggur, klárinn karski, með klakaðar nasir og sprunginn hóf. Þú skildir mig einan eftir, Blakk- ur, því enginn vinur nú dvelst mér hjá, og enginn hlustar á elliraus mitt um æskustöðvarnar norðurfrá. En í mínu brjósti býr eirðarleysi, eykur og magnar sína glóð. Mitt úlfgráa höfuð hátt ég reisi og held í norður – í þína slóð. (Jónas Árnason) Þín Jóhanna Ásta. Í dag kveðjum við langömmu mína, Guðrúnu Erlendsdóttur. Mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum og þakka fyrir allar góðu og skemmtilegu minningarnar sem ég á um hana en þegar ég rifja margar þeirra upp kemst ég ekki hjá því að skella upp úr. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til ömmu Gunnu í Sæból og heim- sóknirnar með Geira afa til hennar stóðu upp úr, saman léku þau alltaf á als oddi. Reiðtúrarnir sem hún kom með okkur í eru líka ógleyman- legir. Sumarið 2004 fór ég ríð- andi yfir Skagaheiðina með pabba, Sonju, ömmu, afa og fleirum. Við enduðum daginn á Gauksstöðum en þar var langamma í heimsókn. Ég var varla búin að stöðva merina sem ég var á þegar hún kom og rak mig af baki því hana langaði að ríða smá hring. Hún vippaði sér á bak hjálparlaust í ljósum kvartbuxum og hælaskóm. Af þessu augnabliki á ég mynd sem er mér mjög kær. Fyrir nokkrum árum þegar ég var í skóla á Akureyri kom amma Gunna í heimsókn og við eyddum saman dagsparti í óborganlegri verslunarferð, því hvar sem við vorum var af- greiðslufólkið farið að hlæja með okkur ásamt öðrum við- skiptavinum. Hver fer ekki að hlæja þegar eldri kona ætlar að taka veskið sitt upp úr hand- töskunni til þess að borga með en tekur í stað þess upp vasa- pelann? Ég hugsa að það séu fáir sem hafa upplifað að vera á sveita- balli með langömmu sinni, það var ég svo heppin að fá að prófa. Eins hef ég oft hlegið að atviki eina Kántrýhátíðina þar sem ég hitti ömmu fyrir utan Kántrýbæ. Sagði hún mér að sig langaði að fara að komast heim að sofa hvort ég væri ekki til í að rölta með sér til að at- huga hvort löggan gæti ekki skutlað henni inn á Blönduós. Eitthvað var ég nú efins um að löggan hefði tíma til að fara að keyra með hana á svo annasömu kvöldi og spurði því hvort hún vildi ekki bara halla sér uppi á Felli. Það tók hún ekki í mál, hún væri ekki með snyrtidótið með sér! Þarna rölti ég, ung- lingurinn með vinum mínum að nóttu til um verslunarmanna- helgi með langömmu upp á arm- inn. Á endanum fundum við lög- reglubíl og hún var varla búin að bjóða gott kvöld þegar þeir buðust til að keyra hana heim. Þannig var langamma, það vildu alltaf allir gera allt fyrir hana. Elsku amma Gunna, ég vildi að ég gæti verið við jarðarförina þína en ég kveð þig á minn eigin hátt héðan frá Danmörku. Í dag ætla ég að fá mér góðan göngu- túr og hugsa um allar góðu minningarnar sem ég á um þig, fara og kaupa mér spariskó eða kjól og enda daginn svo á að baka pönnukökur þér til heið- urs. Ég er svo þakklát að hafa átt svona yndislega langömmu eins og þig. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórn- ast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Hvíldu í friði, elsku amma. Þín langömmustelpa, Ásdís Adda Ólafsdóttir Elskuleg móðursystir mín, Guðrún Erlendsdóttir, er látin. Hún kvaddi þennan heim að morgni 6. mars sl. eftir stutta lokabaráttu. Ég geri ráð fyrir að hún hafi verið hvíldinni fegin og trúi að það hafi ekki átt við hana að vera heft í líkama sem ekki var eins frjáls og hún lík- lega vildi. Það var með ólík- indum hve Elli kerling fór mjúkum höndum um hana Gunnu mína. Hún bar sig vel og hugaði jafn vel að líkamlegu at- gervi og útliti. Fáar konur hef ég séð ganga á eins háum hæl- um, alla daga. Fáar konur trúi ég að geti leikið það eftir henni að hlaupa um brekkur og hlíðar í sauðburði og aðstoða ærnar líkt og hún gerði, hátt á áttræð- isaldri, hjá Jónmundi bróður sínum. Þetta fannst henni lítið mál og alveg sjálfsagt. Ég sá hana alltaf fyrir mér í eltinga- leik við ærnar á hælaskónum, en líklega hafa þessar aðstæður þó ekki boðið upp á það. Sagðar voru gamansögur af Gunnu í sauðburðinum sem sýna þó best hve ótrúlegur kraftur bjó í hennar litla og kvika kroppi. Hún Gunna frænka var skvísa. Það skipti hana miklu máli að vera vel tilhöfð, allt fram á síð- asta dag. Margar góðar konur sáu um að þessu væri framfylgt. Hún vildi vera fín um hárið, naglalökkuð og klæðast fötum í fallegum litum. Hún elskaði skó, helst með uppfylltum sóla, sem gerðu hana hærri. Gunna mín var alltaf fín, ótrúlega falleg og svo undur góð. Það sem hún mærði mann með fallegum orð- um. Þeim gleymi ég aldrei. Dætur mínar fóru heldur ekki varhluta af gæsku hennar enda dýrkuðu þær hana. Ég gleymi ekki ættarmóti að Melgili í Skagafirði þar sem Arna mín sleppti varla af henni hendinni. „Hvar er frænka mín í rauðu flíspeysunni? Hún er svo góð,“ sagði sú stutta ef Gunna brá sér frá. Auðvitað leiddi Gunna litlu frænkuna, strauk henni um vangann og brosti. Hún lét sér einnig annt um tvíburadrengina hennar Hörpu minnar. Hún bað daglega fyrir þeim ófæddum og hélt þeim áfram í bænum sínum fram á hið síðasta. Við Harpa gleymum aldrei heimsókninni til hennar á glæsilega, nýja heim- ilið fyrir jólin. Það varð kveðju- stundin okkar. Gunna var svo kát og fín í bleikri peysu með naglalakk og hún bauð okkur upp á sérrí. Harpa á yndislegar myndir af litlu körlunum sínum í hlýju fanginu á frænku. Ég á ótal fallegar myndir af Gunnu í huganum sem ég geymi og mun ylja mér við. Hún var mann- vinur, mátti ekkert aumt sjá, unni landinu sínu, ljóðum og fal- legum hlutum. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum en hún virtist ekki bitur. Hún elskaði lífið. Gunna hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum og viðraði þær á stundum. Þá tal- aði hún hátt og ákveðið. Mér þótti afar vænt um hana Gunnu mína elskulegu. Ég bið henni Guðs blessunar og veit að vel hefur verið tekið á móti henni. Afkomendunum fjölmörgu, ásamt öðrum ættingjum, sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Helga Ólafsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku amma, hvíl í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Leifur Þór Ragnarsson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, EDDU BRAGADÓTTUR hjúkrunarfræðings, Frostafold 6, Reykjavík. Bjarni Hermann Sverrisson, Erla Vignisdóttir, Lana Kolbrún Eddudóttir, Jóhanna Björg Pálsdóttir, Ingibergur Bragi Ingibergsson, Magnús Grétar Ingibergsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og afa, DAVÍÐS ÞJÓÐLEIFSSONAR. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki heimahlynningar Karitas, Grensásdeildar og líknardeildar Landspítala Landakoti fyrir einstaka umönnun og þjónustu. Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir, Jón Davíð Davíðsson, Anna Sólveig Davíðsdóttir, Bjarki Steinar Daðason. Í dag, hinn 21. mars hefði elskuleg móðir mín orðið 75 ára og langar mig í tilefni af því að minnast hennar í örfáum orðum. Það er ekki langt síðan hún lést og eru sárin enn djúp og við- kvæm. Móðir mín hefði örugg- lega haldið upp á áfangann í dag, eða jafnvel alla helgina ef ég þekki hana rétt. Hún var fé- lagslynd og undi sér hvergi bet- ur en í faðmi vina og fjölskyldu og var gleðin alltaf með í för. Hún hélt eftirminnilega upp á fimmtugsafmælið sitt, ekki einu sinni – heldur tvisvar og var það Jóhanna Dagmar Magnúsdóttir ✝ Jóhanna Dag-mar Magn- úsdóttir fæddist á Borðeyri 21. mars 1936. Hún andaðist á heimili sínu á Höfn í Hornafirði 23. október 2010. Útför Jóhönnu fór fram frá Foss- vogskirkju 1. nóv- ember 2010. meira að segja svo eftirminnilegt á Hornafirði að heilt slökkvilið þurfti til að kæla veisluna niður. Sextugs- og sjötugsafmælið hennar voru góðar veislur og er mér sérstaklega minnis- stætt sjötugsaf- mælið því þá var hún nýstigin upp úr lífshættulegum veikindum, sem hún að sjálfsögðu sigraðist á. Hafði ég lofað henni afmælis- veislu aldarinnar, sem hún að sjálfsögðu fékk. Hélt hún upp á það afmæli, ekki einu sinni – heldur tvisvar, enda dugði ekki eitt póstnúmer þegar mann- eskja eins og hún átti í hlut. Veislan var haldin bæði í Reykjavík og á Hornafirði – með pomp og prakt. Var þetta síðasta stórveislan hennar. Það er erfitt að jarða og kveðja for- eldri sitt, stoðina og styttuna í sínu lífi og líður manni eins og bát á reki – akkerslausum í fár- viðri á eftir. Eftir standa fjöl- margar minningar en einnig söknuður eftir einhverjum til að halla sér að – koma bátnum í var og finna öryggið sem maður hafði við þessa góðu höfn. Ég get ekki ímyndað mér kjarkinn og hugrekkið sem mamma mín þurfti að sýna oft í sínu lífi – hún missti föður minn árið 1977, sama ár og faðir hennar sjálfrar lést. Hún kom slypp og snauð frá Bandaríkjunum með þrjú börn og ellefu ferðatöskur, fór til Grundafjarðar, eignaðist þar nýja vini, vinnu og eignaðist ör- verpið mig. Ætíð stóð hún uppi sem sigurvegari, aldrei bugaðist hún, ávallt stolt, hugrökk, hnar- reist og steytti hnefann út í lífið – „ég þori, ég get, ég vil“ voru hennar einkunnarorð og ef hún hefði haft hug á þá hefði hún sómt sér vel sem rauðsokka, en hjarta hennar sló einnig til hægri hliðar stjórnmálanna svo það sýnir vel hvursu réttsýn og fordómalaus hún var sem og hugur hennar óbundinn af póli- tískum reglum. Móðir mín kem- ur til með að verma hjarta mitt um aldur og ævi, vonandi hefur hennar uppeldi, hennar frábæru arfberar og hennar réttsýni mótað mig á einhvern hátt. Þótt ég sjálf, að lífshlaupi loknu, geti troðið mér þótt ekki sé nema oggulítið í skóna hennar mömmu minnar dey ég sátt kona – því þeirri konu vil ég líkjast. Sigríður Hafdís Benediktsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.