Morgunblaðið - 21.03.2011, Page 21

Morgunblaðið - 21.03.2011, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Elsku tengda- pabbi, ég kveð þig og þakka þér samfylgdina. Það var minni fjölskyldu ómet- anlegt hafa þig nálægt. Alltaf var hægt að leita í þinn viskubrunn. Alltaf tilbúinn aðstoða við allt sem verið var að framkvæma. Ég tel að nálægð í fjölskyldum gerist ekki meiri en var á milli okkar, þið bjuggið í húsinu við hliðina á okk- ur. Það er óvenjulegt að þannig sé með fólk í dag. Þetta er nánast eins og var í sveitinni í gamla daga. Margir hafa spurt mig að því hvort það sé ekki óþægilegt að hafa tengdó í næsta húsi. „Óþægi- legt“. Jú mögulega fyrir þig, en fyrir okkur var þetta hreinn og klár lúxus. Ef eitthvað bjátaði á og foreldrarnir í vinnu voru börnin send til ömmu og afa. Einhver datt og meiddi sig, þá voru afi og amma alltaf á staðnum. Sækja og sendast með börnin til tannlækn- is, í tónlistarskólann, sækja í skól- Baldvin Einar Skúlason ✝ Baldvin EinarSkúlason fædd- ist á Landspít- alanum 1. júlí 1933. Hann lést á Land- spítalanum 13. mars 2011. Útför Baldvins var gerð frá Kópa- vogskirkju 18. mars 2011. ann ef einhver varð veikur eða meiddist. Þvílíkur lúxus fyrir börn og fjölskyldur að njóta slíkrar ná- vistar. Þakklæti vegna umhyggju gagnvart börnunum mínum er mér ofar- lega í huga. Bak- hjarlar í daglegu amstri eru ómetan- legir og þar voruð þið Unnur sterk eins og klettar. Alltaf var hægt að stóla á afa og ömmu. Við nutum svo þeirra forrétt- inda að fá að taka yfir „sumó“ þar sem stórfjölskyldan hefur notið samverustunda frá 1987. Þennan sælureit smíðuðuð þið hjónin af útsjónarsemi og umhyggju með eigin höndum. Þegar þið síðan höfðuð hug á að losna undan því amstri keyptum við Helgi húsið af ykkur og stækkuðum örlítið. Þar er ennþá sælureitur okkar allra í fölskyldunni og verður til komandi ára. Andi þinn er þar í trjánum sem nú eru orðin að skógi, skóg- inum sem þú nostraðir svo við og við sem eftir lifum fáum að njóta. Ég mun sakna þess að sjá þig ekki út um eldhúsgluggann minn að koma úr gönguferðinni þinni. Kíkja inn í gættina og kalla „er einhver heima?“ Stoppa örstutt í kaffi. Veifa úr garðinum þínum þegar ég fer í vinnu á morgnana eða kem heim á daginn. Fá lánaða sláttuvélina hjá þér. Allir þessir litlu hlutir sem voru svo venjulegir en koma aldrei aftur. Elsku Unnur mín, við finnum styrk saman eins og alltaf, til að takast á við það sem er framundan. Elsku tengdapabbi, þakkir til þín, afi barnanna minna, farðu í friði. Bára Mjöll Ágústsdóttir. Okkur systkinin langar til að taka smátíma til að minnast hans Baldvins afa. Afi var mjög tilfinn- ingaríkur maður, hann átti aldrei erfitt með að tjá hug sinn eða láta í ljós tilfinningar sínar og sagði allt- af það sem honum lá á hjarta, það endaði oft með miklum rökræð- um. Sama hvaða vandamál maður hafði, það var alltaf hægt að tala um það við afa. Honum tókst ein- hvern veginn alltaf að vera góður vinur um leið og hann var afi. Afi var ekki mikið fyrir röfl og rifrildi og stóð oftast með okkur barna- börnunum þegar honum fannst mömmurnar vera farnar að röfla of mikið, hann sagði ekkert við þær, hann glotti bara út í annað og blikkaði okkur, svona til að segja okkur að við þyrftum ekkert að vera að hlusta á þær. Hann var alltaf rólegur í samskiptum við annað fólk, þrátt fyrir að vera allt- af að flýta sér eitthvað. Afi var al- gjör dellukall. Hann var alltaf að, alltaf eitthvað að dunda sér. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til hans inn í bílskúr, eða í skúrinn fyrir austan, hann tók alltaf vel á móti manni og þar var mjög mikil afalykt, sem var ein- hverskonar blanda af mótorolíu- lykt og lykt af nýsöguðum spýtu- kubbum. Frá því að við fæddumst hafa hann og amma smíðað yfir sig tvö íbúðarhús, tvo sumarbú- staði, þau hafa innréttað óteljandi húsbíla, átt fellihýsi og hjólhýsi, að við byrjum ekki að telja upp bílana og sleðana. Margar af bestu minningum okkur úr barnæsku eru frá sum- arbústaðnum okkar í Úthlíð. Þar eyddum við stórfjölskyldan ótrú- lega miklum tíma og afi var alltaf til staðar til að hjálpa okkur, t.d. við að jarðsetja fugla sem við fundum dauða á pallinum, á með- an amma bakaði grjónagrautar- lummur handa okkur. Við stórfjöl- skyldan, afi og amma og afkomendur þeirra, höfum alla tíð verið mjög náin og við barnabörn- in alist upp nánast sem systkini. Núna hefur stórt skarð verið höggvið í fjölskylduna sem mun aldrei verða fyllt, en við viljum trúa því að núna sé afi á betri stað, sé búinn að hitta þá sem voru farn- ir á undan honum og einnig að við munum hitta hann aftur seinna. Við erum afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með þér, elsku afi, og erum vafalaust betri manneskjur fyrir vikið. Hvíldu í friði, elsku Baldvin afi, og megi Guð geyma þig. Ingibjörg Rún og Kristján Ingi. Ég á engin orð til að lýsa því hvað það tekur mig sárt að þú skulir vera farinn elsku afi minn. Alltaf gat ég leitað til þín með hvað sem var, hvort sem mig vant- aði ráðleggingar, hjálp eða bara spjall yfir kaffibolla. Þú varst allt- af til staðar og allt gastu hjálpað með. Duglegri mann hef ég aldrei vitað. Allt lék í höndunum á þér, hvort sem það voru húsbyggingar, bílaviðgerðir eða eitthvað þar á milli. Allt gastu og alltaf varstu tilbúinn til að kenna mér. Við gát- um spjallað um hvað sem var, þótt við værum kannski ekki alltaf sammála um hlutina. Mér finnst það sorglegra en tárum taki að litla barnið okkar Laugu fái aldrei að kynnast hon- um langafa sínum sem var svo yndislegur og var mér alltaf svo góður vinur. Ég á ótalmargar góðar minn- ingar um þig og stundirnar okkar saman, þær munu alltaf fylgja mér. Þú munt alltaf fylgja mér elsku afi minn. Þú munt áfram vera mér sú góða fyrirmynd sem þú varst meðan þú lifðir. Hvíldu í friði elsku afi minn. Baldvin. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur. Þú varst orðinn svo veikur en lést aldrei neitt sjá á þér. Það var alveg sama hvaða dag ég kom í heimsókn til þín, þú sagð- ist alltaf vera ágætur þó að ég gæti vel séð á þér að þér leið ekki vel. Enginn mátti hafa neinar áhyggjur af þér. Ég á svo enda- laust margar minningar frá sam- verustundum með þér og ömmu og þessar minningar eru mér svo dýrmætar í dag. Þegar við fórum öll saman í sumarbústaðinn í Út- hlíð og þegar við ferðuðumst með ykkur ömmu um landið á húsbíln- um ykkar. Nú þegar ég hugsa um sumarbústaðinn sé ég þig fyrir mér ljóslifandi, standandi við grill- ið með pabba og Darra með bjór í hendinni og brosandi glaður. Jafn- vel aðeins að þræta við þá um hin ýmsu málefni, því þú hafðir alltaf sterkar skoðanir á öllu. Svo sterk- ar að oft varð engu tauti við þig komið og allir létu bara við það sitja, en þá kom þetta skemmti- lega glettnisbros á þig þar sem þú furðaðir þig á því hvað þeir væru „vitlausir“. Þær eru margar minningarnar sem koma í hugann, en ferðalögin standa þó mest upp úr. Það var alltaf svo gott að vita af þér hérna við hliðina á okkur í Bollasmáran- um, þú varst alltaf til staðar og tilbúinn að hjálpa okkur með hin ýmsu verkefni. Hvort sem það var að byggja spýtnakofa sem endaði oftar en ekki sem smíðaverkefni þitt, þar sem við gáfumst fljótt upp á erfiðisvinnunni eða þá að hjálpa okkur að líma saman steina í eitthvert vafasamt listaverk. Alltaf varstu tilbúinn að lána okk- ur hamra og ýmis verkfæri til að smíða úr, jafnvel þó að þú vissir að þú fengir þau til baka hálfryðguð og sum jafnvel aldrei eftir að við gleymdum að skila þeim aftur eft- ir langan smíðadag. Elsku afi, ég mun halda áfram að minnast þín sem þess frábæra afa sem þú varst. Takk fyrir allar frábæru stundirnar sem þú gafst mér og okkur öllum barnabörnun- um þínum. Við hugsum vel um ömmu fyrir þig, afi minn, hvíldu í friði. Þín, Elfa Rós. Náttúran lýsti til- finningunni þegar fréttirnar bárust meira en nokkur orð; himinn og jörð tóku að skjálfa daginn sem þú kvaddir þennan heim. Harmurinn er þungur og sorgin nístir. Enn og aftur hefur djúpt skarð verið höggvið í vina- hópinn og við svo óþægilega minnt á það hversu hverfult og ósann- gjarnt lífið getur verið. Við sitjum hér og minningarnar streyma fram, gott spjall við eldhúsborðið, útiferðir, afmælisboð hjá strákun- um og vinaþorrablótin. Ekkert verður eins án þín. Elsku Katrín, þú ert hetja sem barðist allt til enda og minningar um hetjur dvína aldrei. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku Eiríkur og Valdimar, á tímum sem þessum eru orðin svo lítils megnug. En munið að þegar gengið er um djúpa táradali eru nýjar góðar minningar á næsta fjallstindi. Þeir virðast kannski langt undan í dag en það er ekki hægt annað en að halda á brattann og engum myndum við treysta Katrín Kolka Jónsdóttir ✝ Katrín Kolkafæddist á Sauð- árkróki 29. sept- ember 1982. Hún lést 27. febrúar 2011. Útför Katrínar Kolku fór fram frá Hallgrímskirkju 11. mars 2011. betur til þess en þér elsku Eiríkur. Við munum styðja ykkur og hjálpa. Eiríkur, Valdi- mar, Jón, Ingibjörg og fjölskyldur, okkar dýpstu samúðar- kveðjur og megi guð styrkja ykkur og hugga á erfiðum tím- um. Arngrímur og Hildur. Þegar þú fórst frá okkur kæra vinkona skalf jörðin af ekka og himnarnir grétu. Skömmu síðar tók minn grátur og ekki við. Ég var nær þér en ella þessa nótt og ég vona að þú hafir vitað af því. Eftir situr sorgin og skilningsleysi yfir brotthvarfi þínu. Leiðir okkar Katrínar lágu saman í Menntaskólanum á Akur- eyri og fljótt varð mér ljóst að í henni átti ég trausta vinkonu. Hún var fögur sveitastúlka með bein í nefinu. Fljótlega varð ég fyrir áhrifum frá vinkonum mínum, fór að glósa í litum, flokka í möppu og búa til glósuspjöld en fyrst og fremst var ég komin í frábæran vinahóp sem er samtvinnaður í flestar menntaskólaminningarn- ar. Þar kom líka Eiríkur til sög- unnar, gæðadrengur með hjartað á réttum stað. Á þessum árum bundumst við órjúfanlegum vin- áttuböndum og líf okkar alltaf samtvinnað æ síðan. Katrín mín var ákaflega sam- viskusöm í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur, hún var gædd mikilli skynsemi og tók vel ígrund- aðar ákvarðanir. Yndisleg móðir og vinur náttúrunnar. Skopskyn hennar og jákvæðni var dýrmætt vopn í baráttunni við illvígt mein og hún bað okkur vinkonurnar að halda okkur einnig á þeim nótun- um. Síðasta vor áttum við Katrín ákaflega skemmtilegar stundir saman. Hún hafði þá lokið með- ferð, erfiðleikarnir að baki og hún var heilbrigð, glöð og horfði fram á veginn. Við vorum báðar í loka- verknámi á Landspítalanum og nýttum hádegishléin til að spjalla og borða saman hollan mat á Barnaspítalanum. Tíðari heim- sóknir, tónleika-, leikhús-, bíó- og kaffihúsaferðir urðu aftur mögu- legar. Á útskriftardaginn 12. júní síðastliðinn stóðum við svo tvær niðri á gólfi áður en athöfnin hófst. Katrín var ákaflega glæsileg og gleðin geislaði af henni. Ég er svo hamingjusöm að hafa upplifað þennan dag og að við urðum sam- ferða gegnum þennan áfanga. Það virðist vera svo stutt síðan. Ég fékk að kveðja þig hinstu kveðju fyrir stuttu, andlit þitt var svo friðsælt og það fyllti mig hug- arró. Þú varst laus við þjáningarn- ar sem af óskiljanlegum ástæðum voru lagðar á þig. Vorið var komið í hjartað þitt og þú búin að reima á þig gönguskóna, farin í ferðalag út í guðsgrænni náttúrunni. Fjölskyldu Katrínar, Eiríki og Valdimari sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð hugga ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Minningin lifir í gegnum okkur öll. Góða ferð kæra vinkona, við sjáumst. Þín Iðunn Elfa. Við Katrín kynntumst rúmlega eins árs gamlar þegar fjölskylda mín flutti til Hóla í Hjaltadal. Við urðum snemma mjög góðar vin- konur. Vinskapur okkar nær svo langt aftur að ég á nánast engar minningar frá æskuárunum án þess að Katrín sé hluti af þeim. Við gengum saman í skólann á morgn- ana, sem var svo lítill að við vorum aldrei fleiri en fjögur í bekk, lékum okkur saman í frímínútum og löbb- uðum síðan saman heim aftur. Eft- ir skóla var svo farið annaðhvort til mín eða hennar og leit ég á skóla- stjórahúsið þar sem hún bjó sem mitt annað heimili. Hólar voru dásamlegur staður til að eiga sín æskuár. Við Katrín, ásamt Palla bróður hennar og Önnu systur minni, þekktum hvern krók og kima staðarins og skógarins í kring. Við áttum litlar bækistöðvar út um allt þorp, uppi í skógi og niðri í fjár- og hesthús- um. Kostir Katrínar; öflugt ímyndunarafl, forvitni en einnig viss skynsemi og yfirvegun, komu glögglega í ljós í leikjum okkar en sá kostur sem ég leit mest upp til var að hún missti aldrei stjórn á skapi sínu – hvorki við mig né yngri systkini okkar. Ég man ekki eftir neinum deilum eða rifrildum á milli okkar eins og gjarnan ger- ist milli vina. Svo ung að árum bjó Katrín yfir þroska og visku, gömul sál eins og sumir myndu segja, með einstaklega þægilega nær- veru. Mér leið alltaf vel þegar við Katrín vorum saman. Hún var blíð og góð, samkvæm sjálfri sér og með sterka siðferðiskennd. Líf okkar var samtvinnað að svo mörgu leyti alveg þar til við héldum hvor í sinn menntaskólann að grunnskóla loknum. Við vorum bestu vinkonur langt fram á ung- lingsárin og einhvern veginn hélt ég að þótt samskiptin hefðu minnkað þegar við fórum að mennta okkur og stofna fjölskyld- ur yrði Katrín alltaf til staðar, hinn helmingurinn af „rínunum“ eins og við kölluðum okkur stund- um. Sem betur fer hef ég haldið í allar bréfaskriftir okkar og sam- eiginlegar dagbækur frá unglings- árunum sem gefa mér mikið. En það er erfitt að vita af því að hún sjálf sé farin, mér líður eins og hluti af mér sé farinn líka. Hún átti svo stóran sess í lífi mínu í svo langan tíma og okkar djúpu tengsl á mótandi árum í lífi okkar beggja hafa haft áhrif á hver ég er í dag. Ég er svo þakklát fyrir vinskap minn við Katrínu og hennar fjöl- skyldu. Ég votta fjölskyldu henn- ar, eiginmanni og syni mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði elsku Katrín. Þín vinkona Marín. Ég kynntist Katrínu Kolku haustið 2004, báðar vorum við að hefja nám í hjúkrunarfræði við Há- skóla Íslands, tvær sveitastelpur að norðan. Við náðum strax vel saman og áttum eftir að fylgjast að í gegnum námið. Gróa kom síðan inn í teymið um vorið og saman átt- um við þrjár margar góðar stundir. Fullar af áhuga og eldmóði rædd- um við saman um allt mögulegt, hlógum og skemmtum okkur. Þú varst með svörin á hreinu og sást alltaf broslegu hliðarnar á líf- inu, svo lífsglöð og falleg. Námið stundaðir þú af mikilli samvisku- semi og dugnaði og hafðir mikið fram að færa. Ég hreinlega dáðist að þér. Haustið 2006 komu strákarnir okkar í heiminn hver á fætur öðr- um. Valdimar kom fyrstur, síðan Sólmundur og loks Þröstur minn. Við skiptumst á fæðingarsögum og hittumst með strákana okkar, sem við erum svo stoltar af. Valdi- mar var augasteinninn þinn og þú varst svo umhyggjusöm og falleg móðir, með ungann þinn vafinn ut- an um þig í burðarsjali. Minningar um þig munu lifa áfram í fallegum dreng. Ég man hvað ég var ánægð fyr- ir þína hönd þegar meinið virtist vera horfið og þú varst farin að horfa aftur fram í tímann, en þá kom höggið aftur ennþá þyngra. Það var sárt að vita af þér í þessari stöðu, en þú barðist hetjulega og styrkurinn og æðruleysið var engu líkt. Ég verð ævinlega þakklát fyrir dýrmæt kynni og minningar um góða vinkonu og fallega persónu munu lifa í hjarta mínu. Hvíl í friði elsku Katrín Kolka. Elsku Eiríkur, Valdimar og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þín vinkona og hjúkkusystir, Birna S. Björnsdóttir. Árið 1998 sótti ég um skólavist í MA. Ég var kvíðin þegar ég mætti á heimavistina, því það fylgdi því mikil spenna að hitta ókunnan herbergisfélaga. Ég fékk að vita að herbergisfélagi minn héti Katr- ín Kolka. Hún var ekki mætt á svæðið og ég velti vöngum yfir því hvernig manneskja Katrín væri. Það kom á daginn að heppnari gat ég ekki verið með herbergis- félaga. Katrín var fyndin, hjartahlý, fjörug, gáfuð, skynsöm og mun meiri snyrtipinni en ég. Ein af þessum heilsteyptu mann- eskjum, sem hafa allt á hreinu. Manneskja sem ég dáðist mikið að og þótti afar vænt um. Katrín við- urkenndi það síðar meir að henni leist ekki nógu vel á mig við fyrstu sýn. Þegar hún mætti á svæðið blasti við henni ógrynni af snyrti- vörum, en ég var ekki sjálf á staðnum. Hún kveið því að hitta mig, því hún bjóst við því að ég væri algjör tískudrós sem hugsaði eingöngu um útlit og föt. Hún var glöð að komast að því að ég hefði dýpri persónuleika en það og með okkur hófst vinskapur sem hélst allt til loka. Við deildum herbergi fyrstu tvo vetur okkar í MA og brölluðum ýmislegt saman. Við vorum einnig bekkjarsystur í fyrsta bekk. Eiríkur var einn af okkar bestu vinum á þessum tíma, einn af þessum góðu einstakling- um sem vinahópurinn okkar sam- anstóð af. Við hefðum aldeilis hlegið, ef við hefðum vitað þá að Katrín og Eiríkur yrðu ástfangin og eignuðust þann dásamlega dreng sem Valdimar er. Ekki sök- um þess að eitthvað væri athuga- vert við Eirík, heldur frekar það að hann var okkur ef til vill meira eins og bróðir á þeim tíma. Ég gleymi aldrei þegar ég komst að því að þau væru byrjuð saman. Þá vorum við í fjórða bekk og ég sá þau labba saman í skólann. Þetta þótti mér dularfullt klukkan átta að morgni dags, því þau bjuggu ekki á sama svæði. Ég gekk á hana í frímínútum og hún játaði samband þeirra. Ég hugsaði hversu dásamlegt samband þeirra yrði, mér fannst þetta alveg frá- bær tíðindi. Ég samgladdist þeim aftur innilega þegar Katrín varð ófrísk að Valdimar. Þegar krabba- meinið gerði vart við sig fylltist ég aftur á móti reiði gagnvart lífinu. Maður reiknar aldrei með að ein- hver nákominn manni þurfi að ganga í gegnum slíkar raunir. Ég var þó full bjartsýni og ákvað að Katrín Kolka væri sigurvegari í þessu lífi, sem myndi komast yfir þennan erfiða hjalla í lífi sínu. Þótt þrautseigjuna og viljastyrkinn hafi ekki skort hjá dömunni laut hún þó að lokum í lægra haldi fyrir þessum illskeytta sjúkdómi. Ég fyllist reiði og vanmætti gagnvart gangi lífsins, því annar endir í þessari baráttu hefði svo sannarlega verið ákjósan- legur. Tilhugsunin um það að geta ekki framar spjallað við Katrínu er óbærileg. Minningarnar um það hvað hún auðgaði líf mitt og ann- arra í kringum sig gera sorgina þó bærilegri. Mikilvægast er að minn- ast góðu stundanna og geyma þær í hjartanu. Elsku Eiríkur, Valdimar, Jón, Ingibjörg, systkini og fjölskyldur; ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð á þessum erfiðu tímum. Ég veit að Katrínar verður ávallt minnst með gleði í hjarta, af öllum þeim sem til hennar hugsa. Halla Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.