Morgunblaðið - 21.03.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.03.2011, Qupperneq 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ENN EIN VILLT HELGI ÉG VEIT HVAÐ VIÐ GETUM GERT! FÖRUM Í LYFTU OG LÁTUM SEM OKKUR SÉ GÍFURLEGA ÓGLATT! MÉR ER NÚ ÞEGAR ORÐIÐ ÓGLATT PABBA HEFUR LENGI LANGAÐ AÐ VERÐA GÓÐUR Í KEILU EÐA GOLFI HANN LANGAR AÐ VERA JAFN GÓÐUR Í KEILU OG DON CARTER EÐA JAFNGÓÐUR Í GOLFI OG TIGER WOODS HVERNIG HEFUR HONUM GENGIÐ MEÐ ÞAÐ? HANN ER JAFN GÓÐUR Í KEILU OG TIGER WOODS OG JAFN GÓÐUR GOLFARI OG DON CARTER ÉG SKIL EKKI KARLMENN!! ÞÚ SKILUR ÞÁ ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI EN ÞÁ VERÐUR ÞAÐ ORÐIÐ OF SEINT ÞAÐ ER EKKI RÁÐLEGT AÐ NOTA SAMA LEYNIORÐIÐ FYRIR TÖLVUPÓSTINN ÞINN OG FYRIR HLIÐIÐ AÐ KASTALANUM BARA SKEMMTILEG, VIÐ ERUM BÚIN AÐ FÁ FYRSTA VERKEFNIÐ OKKAR VIÐ EIGUM AÐ TAKA VIÐTAL VIÐ ÖMMU OKKAR Í AÐRA HVORA ÆTTINA. ÉG HAFÐI HUGSAÐ MÉR AÐ TAKA VIÐTAL VIÐ ÖMMU BJÖRGU JÁ, HÚN HEFUR VISSULEGA LIFAÐ ÁHUGAVERÐU LÍFI VISSU- LEGA, EN ÞÚ ERT EKKI NÓGU GAMALL TIL AÐ HEYRA MEGNIÐ AF ÞVÍ HVERNIG VISSI ÞESSI STÚLKA AÐ ÞÚ VÆRIR HÉRNA? HÚN VAR SVO SANNARLEGA EKKI AÐ LEITA AÐ MÉR ÞÚ SAGÐIST HAFA HITT HANA ÁÐUR... KANNSKI VAR HÚN AÐ LEITA AÐ ÞÉR! HVERNIG VAR FYRSTA VIKAN ÞÍN Í SKÓLANUM NONNI? Bíóraunir Ég skellti mér á The King’s Speech í Sam- bíóunum Egilshöll sl. miðvikudag. Ég er ekki vanur því að kvarta, en í þetta skiptið fannst mér ýmislegt að. Eins og venja er þegar maður skellir sér í bíó þá kaupir maður sér poppkorn. Poppið er venjulega búið eftir 15 mínútna auglýs- ingarunu í byrjun myndarinnar. Í þetta skiptið var poppið brimsalt og nánast óætt. Þegar myndin byrjaði loksins tók ég eftir því að dyrnar, sem bíógestir labba út um í lok myndarinnar, voru opn- ar. Heyrðist því vel í myndinni í salnum við hliðina á okkar sal. Loks þegar þeirri mynd var lokið opn- uðust dyrnar á þeim sal og út streymdi fólkið. Auk þess gat mað- ur heyrt lagið í lok þeirrar myndar sem var um hann Justin Bieber. Það var ekki í lægri kantinum. Þetta skemmdi talsvert myndina sem við vor- um að horfa á. Það er ekki ódýrt að skella sér á bíó. Fyrir 1400 krónurnar sem miðinn kostar gerir maður ákveðnar lágmarks- kröfur um að salurinn sé lokaður á meðan myndin er í sýningu og að maður sé ekki að horfa á tvær mynd- ir í einu. Auk þess mætti poppið vera betra. Ég vænti þess að Sambíóin verði búin að kippa þessu í liðinn næst þegar ég skelli mér í bíó. Bíógestur. Ást er… … það sem kemur þér í gegnum erfið tímabil. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út- skurður/myndlist kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handavinna, leikfimi kl. 13, sögustund kl. 13.45. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, bæna- stund kl. 9.30, söngur á 2. hæð kl. 10.30, leikfimi kl. 11, upplestur kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30. Danskennsla kl. 17. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9. Botsía kl. 11. Handverksklúbbur Valdórs kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinna kl. 9, botsía kl. 9.30, gler og postulín kl. 9.30/13, lomber kl. 13, ka- nasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17, skap- andi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- lín kl. 9, tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna/brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10, 11, vatns- leikfimi kl. 12.10, aðalfundur FEBG í Jónshúsi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Spilasalur opinn frá hád. Kóræf- ing l. 15.30. Föstud. 1. apríl kl. 13 farið að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Fimm- tud. 7. apríl leikhúsferð í Borgarleik- húsið, Nei ráðherra, skráning hafin á staðnum og s. 5757720. Furugerði 1, félagsstarf | Bókband kl. 10. Leikfimi kl. 13. Framhaldssaga kl. 14. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Spil, spjall og kaffi kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bænastund kl. 10, Helga fótafræðingur er á staðnum tímap. í síma 6984938, Hárgreiðslustofa Fjólu er opin kl. 9-14, tímapantanir í s. 8946856. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30, glerbræðsla kl. 13, tréskurður kl. 13, félagsvist og botsía kl. 13.30, vatns- leikf. kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13, kaffisala. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga frá Eg- ilshöll kl. 10, sjúkraleikfimi Eirborgum kl. 14.30. Sundleikfimi kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við Hringborðið - spjallhópur kvenna kl. 10.30, handverks- og bókastofa kl. 11.30, Prjónaklúbbur o.fl. kl. 13, botsía kl. 13.30, söngstund kl. 15. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Út- skurður kl. 13. Handavinna kl. 9/13. Samverustund með djákna kl. 14. Vesturgata 7 | Handavinna, botsía, leikfimi kl. 9.15. Tölvukennsla kl. 12, kóræfing kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, postulín/bókband kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30, handavinnustofa/stóladans/spil kl. 13. Ingibjörg R. Magnúsdóttir sendikveðju til Vísnahornsins. „Það er alltaf gaman að lesa það og góð hvíld frá hruni og bullinu í borg- arstjóranum.“ Og hún yrkir vísu undir yfirskriftinni „Litli þröst- urinn í garðinum mínum“: Ekki voru alveg nóg örfá korn í nefið. Sárast hungrið söddu þó og senn við fljúgum út í mó. Verður okkur þar af Guði gefið. Og hún yrkir við starfslok: Þó að fölni fortíðin, er fagrir geislar dvína. Láttu aldrei leiðindin lama sálu þína. Ingibjörg sendi vinkonu við móð- urmissi: Svona er lífið, ljúfan mín, létt það áfram stikar. Þótt við tregum tryggan vin og tár í auga blikar. Loks á Biblíudegi: Lífsins bók er lista mest og líkna flestum kann. Sögur fagrar segir þér um sjálfan meistarann. Því er best á flugi og ferð og fjarri heimarann að geta af hennar brunni bergt hans boð um kærleikann. Davíð Hjálmar Haraldsson kast- ar fram limru: Í grjóti og grund tók að jálma, geldneyti óðar fékk stálma, skyr stóð í báli og skegg óx á á Njáli er Jófríður sönglaði sálma. Guðmundur Stefánsson hefur þann sið að láta sæða kvígurnar framan af vetri en setur svo tudda í þær seinni part vetrar til þess að klára málið eða „hreinsa upp“, eins og sumir kalla það. Hann setti tudd- ann Kranga fyrir stuttu í kvíg- urnar: Ekki fangið festa ná, fúlar stangast, bíða. Kvígna langan, þörf og þrá, þeim mun Krangi hlýða. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af hungri og Kranga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.