Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fátt fréttum við frá Mið-Afríku nema af hörmungum og hryllingi. Víst þekkja einhverjir til trommu- leikaranna frá Búrúndí sem farið hafa ótal tónleikaferðir um heim- inn, en þá má segja að það sé upptalið sem heyrst hefur af tón- list eða frést af listum frá ófrið- arslóðum við vötnin miklu í Mið- og Austur-Afríku. Fyrir stuttu rak þó á fjörur Evrópumanna diskinn Kigali y’ izahabu með þremur uppgjafahermönnum frá Rúanda, The Good Ones, sem sannar að þar eru menn að semja fallega tónlist og ekki síðri en annars staðar í heimsálfunni miklu. Sagan er nokkurn veginn þessi: Upptökustjórinn Ian Brennan var á ferð um Rúanda í leit að tónlist. Þar sem hann er á ferð um stræti Kigali sér hann tvo tónlistarmenn álengdar, annar með gítar en báð- ir syngja. Hann hreifst af sam- söngnum og lögunum og spurði þá hvort honum væri óhætt að hljóðrita þá. Þeir tóku því ekki vel því það vantaði einn félaganna, en Hörmungar verða að ást  Tríó frá Rúanda vekur mikla athygli manna nú um stundir  Á nýrri skífu The Good Ones er að finna verkamannasöngva um ást og aðskilnað Innblásnir Rúandísku félagarnir í The Good Ones – Adrien Kazigira, Jeanvier Havugimana og Stany Hitimana. sömdu um það að hittast daginn eftir hjá kunningja þeirra. Garmur og gítar Þar var skífan síðan tekin upp, tólf lög alls. Félagarnir mættu með kassagítarinn með sér, hálfgerðan garm og ekki nema fjóra strengi, en það tókst að skaffa annan gítar, aðeins betri. Garmurinn var því gerður að bassa og hinn gítarinn sá um laglínurnar. Átta laganna eru eftir Adrien Kazigira, sem syngur aðalrödd og leikur á gítar, og fjög- ur eftir Jeanvier Havugimana, sem syngur bakraddir, en þriðji liðs- maðurinn er Stany Hitimana, sem leikur á gítar og syngur. Kazigira og Hitimana eru 47 ára gamlir, en Jeanvier 38 ára. Þeir hafa hafa átt erfiða daga, eins og flestir íbúar landsins reyndar, því Rúanda er eitt af fátækustu löndum heims. Áhrif koma úr ýmsum áttum; Kazigira segist innblásinn af Bob Marley, Hitimana leitar í smiðju Carlos Santana og Jeanvier hlustar á zouk, en svo kallast danstónlist úr Karíbahafi. Að því sögðu þá dregur músíkin dám af því sem hæst hefur borið í Vestur- og Mið- Afríku á undanförnum árum og soukous frá Kongó setur sterkan svip á lagasmíðar þeirra félaga, þótt það sé ekki sama fjör enda órafmagnað. Lögin syngja þeir á kinyarwanda, sem er mállýska út frá rwanda-rundi, opinberu tungu- máli Rúanda, aðallega notuð í Ki- gali. Hvað textana varðar þá kemur fram á vefsetri útgáfunnar að lögin séu dæmigerðir verkamanna- söngvar þar sem sungið er um ást og aðskilnað. Í Búrúndí er starfræktur kon- unglegur trommuflokkur sem getið er hér til hliðar. Hann hef- ur verið á ferðinni um heiminn frá því snemma á sjöunda ára- tugnum, víða farið og haft tals- verð áhrif á svo ólíka listamenn sem Joni Mitchell, Echo & the Bunnymen og Adam and the Ants. Sveitin legg- ur ekki minna upp úr trommu- fimleikum en trumbu- slætti. Konungleg trommusveit BUMBUSLÁTTUR Svo virðist sem Thom Yorke ætli að reyna fyrir sér í hip-hop tónlist, í það minnsta ef marka má banda- ríska rapparann Doom. Hann lét þau orða falla í nýlegu viðtali við 3D World tímaritið að þeir Yorke væru að „undirbúa einhvern fjand- ann“. Ku Doom vonast eftir því að úr þessu samstarfi gæti orðið til plata með dúettum þessara ólíku fé- laga. „Hann er kúl og með fullt af svaðalegum hugmyndum,“ sagði Doom, einn fremsti rappari Banda- ríkjanna, í viðtalinu. Thom Yorke hyggst rappa Kúl Thom Yorke er best þekktur sem söngvari Radiohead. „Born this Way“, eitt af lögum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið ritskoðað af nokkrum malasískum útvarps- stöðvum út af jákvæðri umfjöllun um samkynhneigð í texta lagsins, skv. tilskipunum frá yfirvöldum en samkynhneigð er refsiverð skv. malasískum lögum. Þykir yfir- mönnum útvarpsstöðvanna umfjöll- unarefnið forboðið og misbjóða hlustendum og var því gripið til þess ráðs að setja píphljóð yfir orð sem vísa í samkynhneigð í laginu. Lag eftir Gaga rit- skoðað í Malasíu Reuters Ritskoðuð Lady Gaga í miklum ham á tónleikum fyrr á árinu. Skannaðu kóðann til að sjá myndband með The Good Ones að flytja lagið Sara af Ki- gali y’ izahabu Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - ROGER EBERT HHHH - H.S. - MBL HHHH - Þ.Þ. - FT EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR ÞAÐ SEM GERIST NÆST MÖGNUÐ STÓRMYND SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR MEÐ EFTIRVÆNTINGU HHHH Rango er afbragðs skemmtun og veisla fyrir þá sem kunna að meta metnaðarfullar teiknimyndir - H.S. - MBL LOVE AND OTHER DRUGS Sýnd kl. 8 og 10:20 BATTLE: LOS ANGELES Sýnd kl. 8 og 10:20 RANGO ENSKT TAL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50 OKKAR EIGIN OSLÓ Sýnd kl. 6 - T.V. - KVIKMYNDIR.IS -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SEASON OF THE WITCH KL. 8 – 10.15 14 BATTLE LOS ANGELES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BATTLE LOS ANGELES LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L THE ROOMMATE KL. 10.30 14 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 - 5.45 L RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 3.30 L JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 L SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -K.S.B., MONITOR LOVE AND OTHER DRUGS KL. 8 – 10.30 7 BIUTIFUL KL. 6 – 9 12 THE ROMANTICS KL. 10.30 L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 5.40 L HOW DO YOU KNOW KL. 5.30 L BLACK SWAN KL. 8 16 MEÐ ÍSL. OG ENSKU TALI MÖGNUÐ STÓRMYND SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR MEÐ EFTIRVÆNTINGU. BATTLE: LOS ANGELES KL. 8 - 10.15 12 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 6 L BLACK SWAN KL. 6 16 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 8 L THE MECHANIC KL. 10 16 -H.S., MBL -Þ.Þ., FT -T.V. - KVIKMYNDIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.