Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 28

Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Hjördís Stefánsdóttir hjordst@hi.is Spænski leikarinn Javier Bardem hefur alla tíð verið vandlátur í hlutverkavali sínu. Hann hefur spreytt sig á margvíslegum og kyn- legum hlutverkum í gegnum tíðina og yfirleitt valið frekar að leika í sérstæðum myndum fremur en þeim sem vænlegastar eru til vin- sælda. Ferill Bardems er því afar skrautlegur og þar sem hann hefur lagt sál sína í leikinn hefur hann hlotið fjölda verðlauna og verð- skuldað lof gagnrýnenda og kvikmyndagerð- arfólks. Bardem fæddist árið 1969 í Las Palmas á Kanarí. Hann á ættir að rekja til margra kyn- slóða af leikurum og kvikmyndagerðarfólki. Frumraun sína á hvíta tjaldinu þreytti hann sex ára og í kjölfarið fór hann með lítil hlut- verk í nokkrum sjónvarpsþáttum. Á unglings- árum ætlaði hann að verða listmálari en fór svo að spila rúgbí af fullum krafti. Framan af starfaði hann sem þjónn, öryggisvörður og meira að segja sem strippari en um tvítugt fór hann að taka að sér aukahlutverk í kvikmynd- um. Hlutverkin urðu sífellt stærri og með tím- anum blómstraði leiklistarferill hans. Kyntáknið Bardem Bardem hóf ferilinn undir handleiðslu spænska leikstjórans Bigas Luna, sem al- ræmdur er fyrir að gera klámfengnar kvik- myndir. Fyrst fór Bardem með aukahlutverk í Las edades de Lulú (Hin ýmsu skeið Lulú, 1990) þar sem hann lék kynóðan samkyn- hneigðan mann. Árið 1992 fór hann svo með burðarrullu í költmyndinni Jamón, jamón (Skinka, skinka) þar sem hann lék upprenn- andi nautabana sem ráðinn er til að táldraga fagra snót (Penélope Cruz). Í framhaldinu lék hann kyntákn í fjölmörg- um spænskum myndum og festist næstum í því hlutverki en náði að rífa sig lausan þegar hann lék í mynd Pedros Almodóvars, Carne trémula (Kvikt hold, 1997). Þar fór hann eft- irminnilega með hlutverk fyrrverandi löggu sem bundin er við hjólastól eftir voðaskot í átökum við fagra snót og elskhuga hennar. Þessi þrjú rata í flóknar ástarflækjur með til- heyrandi ógæfu og afbrýði. Skáld í sjálfsmorðshugleiðingum Þegar Bardem hafði leikið í rúmlega 20 myndum á Spáni lét hann fyrst almennilega að sér kveða á alþjóðavettvangi þegar hann lék í myndinni Before Night Falls árið 2000. Þar fór hann aftur með hlutverk samkynhneigðs manns, kúbverska skáldsins Reinaldos Are- nas, sem hraktist í útlegð til Bandaríkjanna og framdi síðar sjálfsmorð með hjálp elskhuga síns eftir að hann greindist með alnæmi. Fyrir leik sinn var hann tilnefndur til Óskars- verðlauna, fyrstur Spánverja. Í kjölfarið hafn- aði hann hlutverki í Minority Report en valdi þess í stað að fara aftur í gervi löggu, þó öllu hugsjónameiri, í leikstjórnarfrumraun Johns Malkovich, The Dancer Upstairs (2002). Árið 2004 lék hann svo aftur skáld í sjálfs- morðshugleiðingum. Í The Sea Inside berst Bardem, sem Ramón Sampedro, fyrir því í 30 ár að mega deyja með reisn eftir að hafa lam- ast í dýfingaslysi. Persóna Bardems er hríf- andi eins og margar fyrri persónur hans, en það vegur upp á móti þunglyndislegum und- irtóni myndarinnar. Lítt heillandi, siðblindir óþokkar Fyrsta stóra Hollywood-myndin sem Bar- dem lék í var Collateral. Þar fer hann með aukahlutverk glæpaforingja sem ræður laun- morðingja (Tom Cruise) til starfa. Eftir þá mynd hélt hann aftur til Spánar og lék í sögu- legu drama Milos Formans Goya’s Ghosts (2006). Persóna hans í þeirri mynd er dul- arfullur meðlimur hinnar valdamiklu spænsku klerkastéttar sem verður blindaður af ást á ungri og fagurri listagyðju (Natalie Portman) hins fræga málara Franciscos Goya (Stellan Skarsgård). Árið 2007 lék Bardem svo í mynd Coen- bræðra No Country for Old Men og Love in the Time of Cholera. Fyrrnefnda myndin fékk langtum meiri athygli en þar fór Bardem með hlutverk siðblinds morðingja sem varpar hlut- kesti til að skera úr um hverjir skuli lifa og hverjir deyja. Fyrir fantagóða frammistöðu sína hlaut hann fjölmörg verðlaun, meðal ann- ars Óskar. Frá skúrkum til hrífandi elskhuga Frá hinum ógeðfellda morðingja venti Bar- dem enn einu sinni kvæði sínu í kross og tók á ný að sér hlutverk kynþokkafulls spænsks sjarmatrölls í mynd Woodys Allens, Vicky Cristina Barcelona (2008). Sjarmörinn stígur í vænginn við tvær amerískar vinkonur (Re- beccu Hall og Scarlett Johansson) á sama tíma og hann á í stormasömu sambandi við fyrrver- andi eiginkonu sína (Penélope Cruz). Bardem lék því næst aftur elskhuga á móti Juliu Rob- erts í vinsældamyndinni Eat Pray Love (2010). Nýjasta mynd Bardems sem nú er í sýningu hér á landi er Biutiful (2010), í leikstjórn mexí- kanska leikstjórans Alejandros González Iñ- árritu. Sagan gerist í fátækrahverfum Barce- lona þar sem Bardem leikur Uxbal, þjak- að- an mann sem þarf að gera upp mál sín og sjá fyrir framtíð barna sinna eftir að hann kemst að því að hann er dauðvona. Nýlega var kapp- anum svo boðið að leika aðalhlutverkið í aðlögun á Dark Tower- bókaseríu Stephens Kings. Honum hefur einnig boðist hlutverk í næstu Bond-mynd og gestahlutverk í banda- rísku sjónvarpsþátt- unum Glee. Hollywood kall- ar augljóslega en vonandi heldur Bardem áfram að vera vandlátur í hlutverka- vali og takast á við krefj- andi, kynlegar og ögrandi persónur. Þjakaður Tveggja barna faðir, Uxbal, þarf að koma málum sínum á hreint í snatri eftir að hann kemst að því að hann er dauðvona, í kvikmyndinni Biutiful. Margvísleg og kynleg hlutverk  Javier Bardem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Biutiful  Fyrir leik sinn í henni var hann til- nefndur til Óskarsverðlauna en það kemur fæstum á óvart sem fylgst hafa með blómlegum ferli hans Javier Bardem og þokkagyðjan Penélope Cruz fóru að rugla saman reyt- um árið 2007. Þau létu pússa sig saman á síðasta ári og eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa árs, þremur dögum áður en Bardem var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Biutiful. Bardem og Cruz eru óneitanlega farsælustu spænsku leikarar samtímans en leikferlar þeirra hafa skarast nokkuð gegnum tíðina. Þau léku par í fyrstu mynd Cruz, Jamón, jamón (1992), og fóru bæði með stórt hlutverk í Carne trémula (1997). Ástin blossaði við gerð Vicky Cristina Barcelona árið 2007 og í framhaldinu áttu skötuhjúin að leika saman í Nine (2009) en Bardem varð frá að hverfa vegna ofþreytu. Bardem og Cruz eru einu spænskættuðu leikararnir sem hafa verið tilnefndir og hlotið Ósk- arsverðlaun enda eru þau með afbrigðum hrífandi og hæfileikarík. Blossandi ást BARDEM OG CRUZ Ást Bardem og Cruz í Vicky Cristina Barcelona. Óþokki Árið 2008 var persóna Bardems í mynd Coen-bræðra, No Country for Old Men, í 26. sæti á lista Entertainment Weekly yfir „50 harðsvíruðustu óþokka kvikmyndasögunnar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.