Morgunblaðið - 21.03.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.03.2011, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 21. MARS 80. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Brjóstunum að kenna 2. Ingólfur Snær fundinn 3. Ofurmáni veður í skýjum 4. Gaddafi hótar hefndum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ástin er þema hádegistónleika Ís- lensku óperunnar sem fara fram kl. 12:15 á morgun. Óperurnar Ösku- buska, Brúðkaup Fígarós og Ást- ardrykkurinn eru í forgrunni og verð- ur gestasöngvari Garðar Thór Cortes. Morgunblaðið/Kristinn Ást og aftur ást í Íslensku óperunni  Í tilefni af út- gáfu bókarinnar Þjóðfáni Íslands – Notkun, virðing og umgengni er öllum boðið í húsnæði útgefandans Crymogeu, Barónsstíg 27, á miðviku- daginn kl. 20:30. Auk útgáfunnar sem verður fáanleg í bókaverslunum verður einnig gefin út sérstök við- hafnarútgáfa, handbundin í leður, í takmörkuðu upplagi. Formála bók- arinnar skrifaði frú Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti. Útgáfuteiti í tilefni bókar um þjóðfánann  Háloftamyndin vinsæla, Top Gun, verður sýnd í mánudagsbíói Háskóla Íslands og Háskólabíós í kvöld. Mynd- in skaut Tom Cruise upp á stjörnu- himininn og var ein vinsælasta kvik- mynd ársins 1986. Þá slógu lögin í myndinni einnig í gegn. Fjöldi umsókna í bandaríska sjóherinn fimmfaldaðist og voru ungir karlmenn ólm- ir í að feta í spor hetjunnar Mav- ericks. Oddaflug úr fortíð- inni í Háskólabíói Á þriðjudag Vestanátt, hvöss í fyrstu en mun hægari síðdegis. Þurrt og bjart SA- og A-lands, annars él. Frostlaust með suðurströndinni en allt að 8 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Á miðvikudag Vestanátt og dálítil él V- og N-lands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum N-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 m/s og él eða slydduél en úr- komulítið á Austurlandi. Hiti um eða undir frostmarki. VEÐUR KR-ingar urðu í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfu- bolta með því að sigra Njarðvíkinga í annað sinn í jafnmörgum leikjum. Stjarnan sneri hinsvegar blaðinu við gegn Grindavík, vann leik liðanna í Garða- bænum á sannfærandi hátt og tryggði sér oddaleik suð- ur með sjó. »3 KR-ingar fyrstir í undanúrslitin Blakbikararnir fóru norður og austur Grétar Rafn Steinsson verður ekki með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu þegar það mætir Kýpur í und- ankeppni Evrópumótsins um næstu helgi. Grétar spilaði með Bolton gegn Manchester United á laugardaginn en Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari segir að Grétar geti lítið sem ekkert æft vegna meiðsla og best hafi verið fyrir hann að fá hvíld. »1 Grétar Rafn ekki með landsliðinu á Kýpur ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fjöruverðlaunin voru veitt í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær. Verðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna og eru veitt konum af konum en dómnefndir eru einvörðungu skipaðar konum. Fjórar konur hlutu verðlaun í þremur flokkum. Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta, Konan sem fékk spjót í höfuðið eftir Kristínu Lofts- dóttur var verðlaunuð í flokki fræði- bóka og í barna- og unglingaflokki var það Þankaganga eftir Völu Þórs- dóttur og Agnieszku Nowak sem var verðlaunuð. Vegur verðlaunanna hefur aukist með árunum og vonast aðstand- endur þeirra til þess að geta veitt peningaverðlaun í framtíðinni. Í þetta skiptið fengu verðlaunahafar verðlaunaskjal og tvo gripi. Fyrstu fullorðinsverðlaunin Þetta er í annað sinn sem Kristín Steinsdóttir hreppir verðlaunin en hún fékk þau árið 2007 fyrir Á eigin vegum en það var önnur skáldsaga hennar sem hún skrifaði fyrir full- orðna. Kristín er margverðlaunaður barnabókahöfundur en Fjöruverð- launin voru þau fyrstu sem hún fékk í „fullorðinsflokki“ og segir hún þau hafa veitt sér mikla hvatningu. „Þá var ég komin á blað. Þetta var fyrsta viðurkenn- ingin sem mér hlotnaðist fyrir fullorðinsbók. Ég var búin að koma mér svo vel fyrir í barnabókaheiminum og það var sagt við mig: Ætlarðu ekki bara að vera þar?“ segir Kristín, sem seg- ir kvenna- bókmenntaverð- laun eiga sannarlega rétt á sér og tóku hinir verðlaunahafarnir aðspurðir undir þetta viðhorf. „Það væri rosalega gaman ef þessi þörf væri ekki,“ segir Kristín og bendir á að það hafi í raun og veru „ekkert ógurlega mikið breyst“ frá tímum Guðrúnar frá Lundi. Um þriðjungur félaga í Rithöfundasam- andi Íslands er konur. „Konurnar þurfa stöðugt að vera að minna á sig. Það er ákveðinn hroki ef það þarf að vera að tala svona verðlaun niður,“ segir hún. Karlmenn voru að sjálfsögðu líka velkomnir á Góugleðina, eins og við- burðurinn kallaðist. Konur voru þó í miklum meirihluta en karlmenn voru þónokkrir og sögðu þeir sem til þekkja að þeim hefði fjölgað með árunum. Konur verðlauna konur  Fjöruverð- launin voru veitt í fimmta sinn Morgunblaðið/hag Verðlaunahafarnir í Iðnó Kristín Loftsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Vala Þórsdóttir og Agnieszka Nowak. Á hátíðinni voru flutt tvö skemmtileg erindi um rithöf- undinn Guðrúnu Árnadóttur frá Lundi (1887-1975) en áhugi á verkum Guðrúnar hefur farið vaxandi að undanförnu. Fyrra erindið flutti langömmubarn Guðrúnar, Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmennta- fræðingur, og það síðara Guðrún Jónsdóttir ís- lenskufræðingur. Mar- ín varpaði ljósi á persónu skáldkon- unnar m.a. með því að lesa upp bráðfyndið símaviðtal sem blaða- maður Morgunblaðsins tók við hana árið 1952, sem bar vott um húmor og hæversku Guðrúnar. Síð- an lýsti Marín því hvernig hún hefði vísað í skrif sín sem „pár, klór og söguvitleysur“. Þessar „söguvit- leysur“ voru engu að síður vinsæl- ustu bókmenntir landsins um og eftir miðja síðustu öld. Pár, klór og söguvitleysur GUÐRÚNAR FRÁ LUNDI MINNST Á GÓUGLEÐINNI Marín Guðrún Hrafnsdóttir Skannaðu kóð- ann og fylgstu með veðrinu á KA og Þróttur frá Neskaupstað urðu í gær bikarmeistarar karla og kvenna í blaki en leikið var til úrslita í Laug- ardalshöllinni. Norðfirðingar lögðu HK í miklum spennuleik, 3:2, í kvennaflokki en KA fór hinsvegar frekar létt með Stjörnuna, 3:0, í karlaflokki. »4-5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.