Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 8
8 24. mars 2011fasteignir
Gestir Mbl.is hafa und-anfarna föstudaga getaðhorft á upptökur af sprelliog gríni uppistandshóps-
ins Mið-Íslands. Í þeim hópi er Jó-
hann Alfreð Kristinsson sem, með-
fram laganámi og uppistandi, starfar
við þáttagerð fyrir Stöð 2. Jóhann er
aðdáandi Gordons Ramsay og langar
að ritstýra Mogganum.
Draumastarfið? „Draumastarfið
heggur nokkuð nærri því sem ég er
að fást við núna. Þegar ég var yngri
langaði mig að ritstýra Morgun-
blaðinu. Ég fann einmitt svona
traustan ritstjórafrakka um daginn í
Hjálpræðishernum sem ég festi kaup
á. Hann er með þessu flotta Matta Jó
lúkki. Mér finnst ég hálfnaður í stól-
inn þegar ég er í honum.“
Versta vinnan? „Ég starfaði mikið við
sölumennsku fyrir nokkrum árum.
Það getur verið virkilega fínt en á
köflum var það alversta starf sem ég
hef unnið. Það er þegar þú ert að
selja vöru sem þú sjálfur myndir ekki
pota í með priki. Þá var maður ótta-
legur smáfugl.“
Draumabíllinn? „Af greindum Gar-
ners skortir mig helst rýmisgreind-
ina. Nýr bíll þyrfti því að hafa þá tvo
eiginleika að koma mér frá A til B og
vera með góðri bakkmyndavél. Þá
væri ég sáttur. Toyota Prius væri
bara dúndur, takk, ef einhver er að
lesa.“
Hvað vantar á heimilið? „Mig vantar
nauðsynlega vídeótæki inn á heimilið.
Ég er með í geymslu fullt af gulli sem
var tekið samviskusamlega upp á 10.
áratugnum. Viðtalsþættir Eiríks
Jónssonar á Stöð 2 eru meðal annars
þarna í kippum. Eru þau enn í
sölu? Framtíðarmúsíkin er líka
að fá góðar hljómflutnings-
græjur. Það eru mannréttindi að
mann kitli í iljarnar þegar maður ger-
ir góðri tónlist skil. Svo er ég bara
svona túbulúði. En ætli flatskjárinn
bíði ekki til haustsins, enda leiktíðin í
enska að klárast. Ég er nýbúinn að
festa kaup á Wok-pönnu, svo les-
endur þurfa ekki að hafa áhyggjur af
því en það næsta í eldhúsið er gott
Múlínex, sem setur mig ekki á haus-
inn.“
Hvað langar þig í? „Ég er bara með
svona ,,Hringja og senda sms“-síma.
Mig langar virkilega í alvöru Andro-
id-maskínu með góðri myndavél,
mp3-spilara og neti til þrautavara.
Reiknivélin datt strax út af símanum
sem ég er með og því gæti verið lang-
ur vegur í snjallsíma og Múlínex. Það
setur heimilisbókhaldið í uppnám að
vera ekki með reiknivél á símanum.
Ég er nú óttalega meinlætalegur þeg-
ar kemur að hlutum en þeim mun
meira fyrir upplifanir. Flugfarseðill
með British Airways, beint flug frá
London til Buenos Aires, er eiginlega
efstur á óskalistanum. Þá gæti ég
heimsótt hann Helga, vin minn, en ég
er búinn að vera á leiðinni í 2-3 ár.“
Hvað er best heima? „Ætli eldhúsið
sé ekki uppáhaldsstaðurinn minn í
íbúðinni. Þegar maður nær að vakna
nógu snemma til að hella upp á gott-
kaffi og láta daginn líða inn í róleg-
heitum. Svo setur maður einhverja
góða tónlist á og lífið er orðið eins og
að lagi með Benny Anderson. Svo er
ég mikið að woka þessa dagana. Er
alveg óður með nýju pönnuna. Skoða
Gordon Ramsey-myndbönd á You-
Tube og woka svo bara inn í nóttina.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Mig vantar nauðsynlega vídeótæki inn á heimilið. Ég er með í geymslu fullt af
gulli sem var tekið samviskusamlega upp á 10. áratugnum,“ segir Jóhann Alfreð.
„Ég er nýbúinn að festa kaup á
Wok-pönnu, svo lesendur þurfa
ekki að hafa áhyggjur af því ...“
Óskalistinn Jóhann Alfreð Kristinsson
Þegar lífið er
eins og lag með
Benny Anderson
Reykjavík
Hús Íslensku óperunnar (áður Gamla bíó) er elsta varðveitta kvikmynda- og tónleikahús
Reykjavíkur. Húsinu hefur verið vel við haldið og verið notað sem óperu- og samkomuhús
sl. 30 ár. Húsið er 1.678 fm að stærð með stórum samkomusal og svölum, leiksviði og
hljómsveitargryfju. Glæsilegt anddyri með upprunalegum innréttingum; búningsherbergi,
setustofur, hárgreiðslu- og förðunaraðstaða í kjallara. Salurinn tekur 473 áhorfendur í sæti.
Hentar vel til leiksýninga og tónleikahalds.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Hús Íslensku óperunnar
er til leigu
Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Einar Páll Kjærnested,
löggiltur fasteignasali.
Kjarna, Þverholti 2,
Mosfellsbæ
Sími 586 8080,
fax 586 8081
www.fastmos.is
Blikahöfði 1, íbúð 103
- 270 Mosfellsbær
Glæsileg 100,3 m2,
4ra herbergja íbúð
ásamt 27,6 m2 bíl-
skúr við Blikahöfða
1 í Mosfellsbæ.
Íbúðin skiptist í for-
stofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, stofu
og eldhús. Íbúðinni fylgir 8,7 m2 sérgeymsla í kjall-
ara. Falleg gólfefni og innréttingar. Stór timburverönd
í suðvestur. V. 26,7 m.
Opið hús í dag, fimmtudag,
frá kl. 17:30 til 18:00
OP
IÐ
HÚ
S
Rúgakur 3b, Íbúð 205
- 210 Garðabær
OP
IÐ
HÚ
S
Rúmgóð og glæsileg 116,2 m2, 2ja herbergja íbúð á 2.
hæð í 2ja hæða lyftuhúsi ásamt stæði í bílakjallara við
Rúgakur 3 í Garðabæ. Íbúðin skiptist í forstofu, rúm-
gott svefnherbergi með fataherbergi, baðherbergi,
þvottahús, eldhús, stofu og borðstofu. Íbúðinni fylgir
bílastæði og sérgeymsla í bílakjallara. Rúmgóð og
glæsileg íbúð með fallegum innréttingar. Íbúðin er
nýmáluð og tilbúin til afhendingar strax. V. 26.7 m.
Opið hús í dag, fimmtudag,
frá kl. 16:00 til 17:00