Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 12
12 24. mars 2011fasteignir
Stundum er eins og engu séhægt að koma í verk. Slen,frestisýki, truflanir, óreiðaog hrein og klár leti eyði-
leggja vinnudaginn eða verða í það
minnsta til þess að mun minna áork-
ast en vonir stóðu til.
Hægt er að temja sér nokkra góða
siði (og varast nokkra slæma) til að
halda afköstunum góðum.
Verkefnalistinn góði
Fyrsta skrefið er að tileinka sér
gott skipulag. Byrjaðu vinnudaginn 5
eða 10 mínútum fyrr og farðu yfir
hvaða verkefni eru framundan.
Skrifaðu niður á blað verkefni dags-
ins og hafðu efst á blaði mikilvæg-
ustu verkefnin. Þegar markmið
dagsins eru skýr er auðveldara að
halda einbeitingunni á því sem máli
skiptir og minni líkur á að gleyma
sér í aukaatriðunum. Svo er líka
þægileg tilfinning að strika verk-
efnin út af listanum eftir því sem líð-
ur á daginn.
Það má bæði skipuleggja daginn
og vikuna, jafnvel mánuðinn. Hvort
sem skipulagt er langt eða stutt fram
í tímann þarf að varast að gera
óraunhæfar áætlanir. Verkefnin
verða að vera í takt við raunverulega
getu og takmörk fyrir því hve mikið
má gera á einum degi. Afköst snúast
um að halda dampi en ekki ætla sér
að takast á við allan heiminn í einum
rykk. En um leið og markmiðin eiga
að vera raunhæf þá verður líka að
temja sér aga: ekki láta það eftir þér
að skrópa og fresta, því þá hleður
boltinn bara utan á sig.
Vinnuaðstaða sem virkar
Svo er að skapa skilvirkt vinnuum-
hverfi. Hvað truflar einbeitingu og
afköst á vinnustaðnum? Sumir liggja
yfir tölvupóstinum allan daginn, aðrir
fá engan frið fyrir félagslegum vinnu-
félögum, og enn aðrir geta ekki stað-
ist Facebook eða hættir til að gleyma
sér á vefsíðum með myndum af sæt-
um kettlingum. Reyndu að koma
auga á hverjir veikleikarnir eru og
laga þá. Ef t.d. tölvupósturinn er allt-
af að pípa, prufaðu þá að breyta still-
ingunum og temja þér að skoða póst-
inn aðeins á vissum tímum.
Einnig verður að huga að líkam-
legu og andlegu hliðinni. Hvað gefur
þér mesta vinnuorku? Slæmar svefn-
venjur, óskynsamlegt mataræði og
hreyfingarleysi geta dregið úr þér
kraftinn til að vinna. Reyndu að læra
á líkamann og hvað kemur þér í gang.
Ef slenið er að ná undirtökunum er
gott að standa upp, fá sér ferskt loft,
skola niður vatnsglasi og borða eins
og lófafylli af hnetu- og rús-
ínublöndu.
Léttara með jákvæðni
Hugarfarið verður að vera rétt.
Reyndu að temja þér að líta á verk-
efnin sem áhugaverð og mikilvæg.
Eins og Mjallhvít söng svo eftir-
minnilega í Disney-myndinni forðum
daga þá gengur allt betur ef þú flaut-
ar meðan þú vinnur. Jákvætt viðhorf
gerir verkin léttari en neikvæðni og
bölsýni gerir allt erfiðara. Mundu
líka að vinnan er ekki upphaf og end-
ir alls og þeir sem ná bestum árangri
passa upp á jafnvægið, halda góðri
yfirsýn og hafa hugfast hvað skiptir
raunverulega máli í lífinu. Taktu þér
hlé á milli vinnutarna yfir daginn,
hallaðu þér aftur í stólnum, slappaðu
af og hreinsaðu hugann. Stanslaust
stím og stress verður einfaldlega til
þess að fólk brennur út.
ai@mbl.is
Hugarfar, skipulag og hollusta
Góð ráð til
að koma afköst-
unum í lag
Reuters
Stundum þarf að staldra við og fá sér ferskt loft. Ástralskir skrifstofumenn á gangi.
LÁGMÚLI
Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali
GARÐATORGI 7 • 210 GARÐABÆ
Sími 545 0800
gardatorg@gardatorg.is
www.gardatorg.is
Til leigu eða sölu mjög glæsilegt
og vel útbúið samtals 397,7 fm
skrifstofuhúsnæði á frábærum
stað við Lágmúla 7, Reykjavík.
Húsnæðið er vel búið húsgögnum
sem geta fyllt með hvort sem um
að ræða leigu eða sölu.
Um er að ræða alla 5. hæðina auk
40 fm geymslu í kjallara, hæðin
var hönnuð af Go Form
arkitektum. Húsið er í toppstandi
að utan sem innan. Næg
bílastæði.
Mjög hagstæð leiga eða kaup!
Sölumaður: Arnar Sölvason
GSM 896-3601
Viltu vita hvers virði eignin þín er í dag?
Frítt söluverðmat án skuldbindinga.
Hringdu núna
699 5008
Hannes Steindórsson
Sölufulltrúi
hannes@remax.is
Sími: 699 5008
Þórarinn
Jónsson hdl.
lögg. Fasteignasali