Morgunblaðið - 03.05.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 03.05.2011, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. M A Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  102. tölublað  99. árgangur  „STÆRSTI SIL- UNGUR SEM ÉG HEF VEITT“ FJALLABRÆÐUR HAUST- OG VETRARTÍSKAN FRÁ MCQUEENS OPNUN LISTAR ÁN LANDAMÆRA 34 SARAH BURTON 3723 PUNDA URRIÐI 8 Reuters Harmur Stuðningsmenn Osama bin Lad- ens í Quetta í Pakistan hrópa slagorð gegn Bandaríkjamönnum á útifundi í gær.  Falli Osama bin Ladens á sunnu- dag var fagnað á Vesturlöndum en viðbrögðin voru blendin víða í múslímaríkjum. Hamas-samtökin palestínsku, sem stjórna á Gaza, fordæmdu drápið á leiðtoga al- Qaeda og sögðu hann hafa verið „heilagan stríðsmann araba“. Hins vegar sagði Ghassan Kha- tib, talsmaður stjórnar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem stýrir miklum hluta Vestur- bakkans, að fall bin Ladens væri gott fyrir „heimsfriðinn“. »18 Misjöfn viðbrögð við falli Osama bin Ladens í Pakistan Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er til björgunaráætlun fyrir hvítabirni sem hingað villast. Um- hverfisstofnun hefur sent umhverfis- ráðherra tillögur um það hvernig bregðast skuli við komu bjarna og leggur til að dýrin verði felld þótt björgunaráætlun komi einnig til greina. Hvítabjörn sem gekk á land á Hornströndum var aflífaður í gær. Til stóð að fanga hvítabjörn sem kom á land á Skaga fyrir þremur ár- um. Búnaður var fluttur norður með ærnum tilkostnaði en aðstæður voru þannig að talið var nauðsynlegt að af- lífa dýrið. Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofn- un, segir að í gær hafi verið unnið eftir viðbragðsáætlun sem gerð var eftir komu hvítabjarna 2008. Ekki kom til þess að umhverfisyfirvöld þyrftu að taka afstöðu til þess hvort rétt væri að reyna að fanga dýrið. Lögreglan mat að öryggi fólks væri í hættu og ákvað að nýta heimild í lögum til að fella það. Besti flokkurinn í Reykjavík vill stuðla að því að komið verði upp bún- aði til að fanga hvítabirni sem hingað villast og hefur efnt til fjársöfnunar. Ógnar ekki stofninum Í tillögum Umhverfisstofnunar að starfsáætlun um viðbrögð við land- töku hvítabjarna sem sendar hafa verið til umhverfisráðherra er gert ráð fyrir að dýrin verði felld og gerðar nauðsynlegar lagabreytingar. Jafn- framt kemur fram að hægt sé að gera björgunaráætlun en þá verði fjár- magn að vera tryggt til að fram- kvæma hana. Vísað er í öryggi borgaranna sem rök fyrir því að fella dýrin. Einnig er bent á að sérfræðingar telji ekki að hvítabjarnastofninum stafi ógn af því þótt hingað komi dýr stöku sinnum og séu felld. Þá er nefnt að björgun sé kostnaðarsöm enda þurfi að flytja dýrin aftur til náttúrulegra heim- kynna sinna. Björgunaráætlun ekki til  Umhverfisstofnun leggur til að hvítabirnir sem hingað villast verði aflífaðir  Mögulegt er að gera björgunaráætlun en dýrt er að framkvæma hana Morgunblaðið/Árni Sæberg Birna Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti skrokkinn af birnunni frá Hornströndum. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar tóku við honum á Reykjavíkur- flugvelli og munu standa fyrir krufningu á dýrinu og rannsóknum. Varðveita á beinagrind og feld þannig að mögulegt verði að stoppa birnuna upp. MAflífaður af öryggisástæðum 4  Hætta er á að þúsundir heimila muni bætast í hóp þeirra sem geta ekki staðið í skilum með af- borganir, m.a. vegna stöðugra verðhækkana á eldsneyti og öðr- um nauðsynja- vörum að undanförnu. Þetta er mat Lilju Mósesdóttur þingmanns en hún segir í samtali við Morgunblaðið í dag að efna- hagsstefna stjórnvalda hafi mistek- ist. Lækka þurfi bensínskatta. »6 Þrengra í búi hjá þúsundum heimila Lilja Mósesdóttir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli tíu sjóðfélaga í peningamarkaðssjóðnum Sjóði 9 gegn Íslandssjóðum sem Glitnir rak. Sjóðfélögum er jafnframt gert að greiða málskostnað. Sjóðfélagarnir fóru í mál gegn Íslandssjóðum og kröfðust skaða- bóta vegna rýrnunar á verðmæti eignarhluta sinna í Sjóði 9 – pen- ingamarkaðsbréfum á þeim for- sendum að mat á bréfum Baugs Group, Eimskips og FL-Group/ Stoða endurspeglaði ekki raun- verulegt verðmæti þeirra á tiltekn- um tíma sumarið og haustið 2008, fyrir fall bankans. Töldu þeir að það að gengi sjóðsins hefði ekki verið lækkað hefði falið í sér mis- munun gagnvart öðrum eigendum hlutdeildarskírteina í Sjóði 9 sem hefðu innleyst þau fyrir fall bank- ans. Gert að greiða málskostnað Íslandssjóðir kröfðust frávísun- ar. Dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur féllst á það í úrskurði sem kveðinn var upp í gær. Telur hann sjóðfélagana hvorki hafa afmarkað og skýrt nægilega hvert tjón þeirra gæti talist vera né forsendur þeirr- ar staðhæfingar að mat Íslands- sjóða á verðbréfunum hefði ekki endurspeglað „raunverulegt virði“ þeirra á þeim tíma sem um er rætt. Stefnendum er gert að greiða Ís- landssjóðum 350 þúsund krónur í málskostnað. Máli sjóðfélaga gegn Sjóði 9 vísað frá dómi  Dómari taldi að ekki hefði verið sýnt fram á tjón  Íslensk stjórn- völd brutu ekki gegn Evróputil- skipun um inni- stæðutryggingar og krefjast þess að mál Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) þess efnis verði látið niður falla. Þetta segir í svarbréfi stjórnvalda til stofn- unarinnar sem afhent var í Brüssel í gær. Í bréfinu eru rök Íslendinga sett fram og því meðal annars hafnað að innistæðueigendum hafi verið mis- munað með setningu neyðarlag- anna. »12 Stjórnvöld andmæla áminningu ESA Árni Páll Árnason Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigurstranglegasta lið Ís- landsmótsins í knattspyrnu, bikar- meistara FH, í fyrstu umferðinni á Hlíðarenda í gærkvöld, með einu marki gegn engu. » Íþróttir Morgunblaðið/Golli FH-ingar lágu á Hlíðarenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.