Morgunblaðið - 03.05.2011, Síða 10
Morgunblaðið/hag
Mannvit Starfsmenn verkfræðistofunnar fá greitt fyrir að skilja bílinn eftir heima og koma sér með öðrum leiðum
til og frá vinnu. Þannig eru bílastæðin spöruð um leið og starfsmönnum er umbunað fyrir samgöngumátann.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Þessi hugmynd kom frásamgöngusviðinu okkar enmargir starfsmenn þareru menntaðir í Seattle í
Bandaríkjunum þar sem töluverð
áhersla er lögð á annan samgöngu-
máta en bíla. Þeir stungu upp á því
að borga starfsmönnum okkar and-
virði strætókorts fyrir að koma ekki
á bíl til vinnu og það varð raunin,“
segir Auðunn Gunnar Eiríksson hjá
verkfræðistofunni Mannviti, en
starfsmenn þessarar stærstu verk-
fræðistofu landsins eru sérstaklega
iðnir við að nýta sér tvo jafnfljóta,
hjól og almenningssamgöngur til að
koma sér til og frá vinnu.
„Þetta kom til út af því að við
vorum með starfsstöðvar á Lauga-
vegi, Grensásvegi og í Ármúlanum
og á sumum þeirra, sérstaklega á
Laugaveginum, var mjög lítið um
bílastæði,“ heldur Auðunn áfram.
„Á sama tíma eða árið 2007 vorum
við í vangaveltum um að stækka við
okkur húsnæðið á Grensásvegi 1 og
þá hefði bílastæðum þar fækkað svo
menn voru að leita ráða með hvern-
ig fækka mætti bílum. Reyndar fór-
um við ekki út í þær framkvæmdir
en síðan hafa þeir sem það vilja
fengið andvirði strætókortsins eins
og það kostaði þá, eða 5.600 krónur
á mánuði, eða að fyrirtækið greiðir
græna kortið fyrir starfsmennina.“
Samgöngustyrkinn fær fólk
greitt, hvort sem það hjólar, tekur
strætó, gengur til vinnu eða fær far
með öðrum og að staðaldri nýta 50
til 60 starfsmenn sér þetta tilboð.
„Mjög margir velja að hjóla, sér-
staklega yfir sumartímann, en þó er
ákveðinn hópur sem hjólar allt árið
um kring, jafnvel alla leið frá
Garðabæ. Stór hluti þess fólks sem
nýtir sér þetta býr hins vegar í
fimm kílómetra radíus frá vinnu-
staðnum eða minna.“ Þá er nokkur
hópur starfsmanna sem hefur feng-
ið sér sérstakan mótor á reiðhjólið,
sem einn starfsmannanna, Sölvi
Fá borgað fyrir að
hjóla í vinnuna
Hjá verkfræðistofunni Mannviti sparar fólk ekki bara dýra bensíndropa með því
að fara hjólandi í vinnuna heldur græðir beinharða peninga á því í leiðinni. Þar
fyrir utan hefur það jákvæð áhrif á heilsuna og umhverfið svo allir vinna.
Morgunblaðið/hag
Alla leið Átakið Hjólað í vinnuna er tekið með trompi hjá Mannviti.
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
Á heilsuvef breska ríkisútvarpsins,
www.bbc.co.uk/health er að finna
vandaða og ítarlega umfjöllun um
flest er viðkemur andlegri og lík-
amlegri heilsu. Sé farið inn á þessa
slóð kemur upp á forsíðu málefni
sem eru efst á baugi hverju sinni og
sem stendur má þar velja flipa með
umfjöllun um heilbrigði á ferðalögum
enda stutt í að mesti ferðatími fólks
hefjist. Þá er sérstök umfjöllun um
þyngd og ráð um það hvernig best sé
að halda henni í skefjum; fjallað er
um verðandi mæður sem ástunda
óæskilega lifnaðarhætti á meðgöngu
og sérstakan flipa er að finna um
barnauppeldi þar sem fjallað er um
það frá ólíkum hliðum.
Þá er sérstakt vefsvæði þar sem
líkamleg heilsa er tekin fyrir, þar sem
m.a. er fjallað um sjúkdóma, frjó-
semi, kynheilbrigði og þroska barna;
fjallað er um andlegt heilbrigði á sér-
svæði og líkamsþjálfun fær ítarlega
umfjöllun. Að auki er boðið upp á
þjónustu ýmissa reiknivéla, þar sem
t.a.m. líkamsþyngdarstuðull, hlutfall
mittis og mjaðma og hæðarkúrfur
barna eru reiknaðar út og eins má
finna þar meðgöngu- og frjósemis-
dagatöl.
Loks er að finna á síðunni ítarlegan
lista yfir ýmiskonar stuðnings-
samtök, hvort sem þau einbeita sér
að fjölskyldumálum, almennu heil-
brigði, uppeldi og ættleiðingum, and-
legri heilsu eða öðru sem viðkemur
heilbrigði. Og þótt samtökin séu
bresk má finna á heimasíðum þeirra
eitt og annað gagnlegt og fróðlegt.
Vefsíðan www.bbc.co.uk/health
Reuters
Í ræktinni Þótt ekki hafi Bretadrottning skellt sér á þrekhjól í þessari heim-
sókn á dögunum hafði hún gaman af því að fylgjast með unga fólkinu.
Bretar fjalla um heilsumál
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þjálfun úti í náttúrunni hefur jákvæð
áhrif á lundarfar og sjálfsmynd. Þetta
eru niðurstöður könnunar sem norski
heilsuvefurinn trening.no greinir frá.
Í rannsókninni voru skoðaðar tíu
rannsóknir sem náðu til 1252 manna í
Bretlandi til að kanna hvaða áhrif
svokölluð „græn þjálfun“, eða þjálfun
úti í náttúrunni hefði á sjálfsmynd og
skap fólks. Áhrifin voru svo metin út
frá tímanum sem fólkið eyddi við
þessar aðstæður sem og hversu ákaft
það þjálfaði. Loks voru áhrifin skoðuð
út frá þáttum á borð við kyn, aldur,
heilsufar og umhverfi.
Niðurstöðurnar sýndu verulega já-
kvæð áhrif af þjálfuninni og að hvers
kyns grænt umhverfi ýtti bæði undir
sjálfstraust og gleði. Væri vatn einnig
til staðar ýtti það enn frekar undir
þessar niðurstöður.
Græn þjálfun skilaði svipuðum
Líkamsrækt
Græn þjálfun
góð fyrir geðið