Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 12

Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 U M A L L T LA N D Keppt er um: • Flesta þátttökudaga • Flesta kílómetra Vinnustaðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: hjoladivinnuna.is Nú látum við hjólin snúast um allt land! ÍS L E N S K A /S IA .I S /Í S Í 54 06 2 03 /1 1 Samstarfsaðilar Vertu með! Ólympíufjölskyldan 4.-24.maí FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Íslensk stjórnvöld neita því að hafa brotið gegn innistæðutryggingatil- skipun Evrópusambandsins eða gegn nokkrum samningsskuldbind- ingum í Icesave-málinu. Þar með sé rétt að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) láti málið niður falla og aðhaf- ist ekki frekar. Þetta kemur fram í svari stjórnvalda við áminningar- bréfi ESA frá því í sumarbyrjun í fyrra. Þar sem ákveðið var að láta reyna á samningaleiðina hafði ESA ekki aðhafst þar til ljóst varð að hún væri orðin ófær. Í bréfi stjórnvalda eru lagarök Íslendinga sett fram, en að auki eru aðstæður og atburðarás í kringum hrun íslenska bankakerfis- ins raktar og þannig reynt að draga upp mynd af þeirri erfiðu stöðu sem Íslendingar voru í á síðari hluta árs 2008 enda hafi hún óhjákvæmilega haft áhrif á ákvarðanatöku stjórn- valda. Engin ríkisábyrgð fyrir hendi „Við bendum á að innleiðing inni- stæðutilskipunarinnar hafi verið í samræmi við efni hennar og það kerfi sem hún kvað á um að yrði komið á fót. Kerfið hér hafi ekki með nokkrum hætti verið frábrugðið í grundvallaratriðum því kerfi sem al- mennt hafi tíðkast í öðrum löndum,“ sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, þegar hann kynnti innihald bréfsins í gær. Því er einnig mótmælt að ríkisábyrgð hafi verið á innistæðutryggingakerfum. Slíkt hefði strítt gegn tilgangi til- skipunarinnar og raskað samkeppn- isstöðu innlánsstofnana þar sem bakhjarlar þeirra væru missterkir. Í bréfinu er gagnrýnt að ESA skuli vísa til árangursskyldu ríkja, og að rökstuðningur sem byggist á henni sé ófullnægjandi. Með árang- ursskyldu í þessu tilfelli er átt við að ekki sé nóg að setja á fót innistæðu- tryggingakerfi líkt og tilskipun kveður á um, heldur verði ríkið að tryggja útgreiðslur komi til falls inn- lánsstofnunar. Þetta fæli í raun í sér ríkisábyrgð, en eigi þar fyrir utan ekki við í þessu tilfelli. Árni Páll sagði að þegar á hólminn hafi verið komið hafi það orðið ljóst að reglur um alþjóðlega bankastarfsemi á EES hafi reynst ófullnægjandi. Ekkert innistæðutryggingakerfi geti staðið af sér algjört bankahrun og flest lönd EES hafi beitt einhliða aðgerðum til að vernda eigin hags- muni. Ísland var þar engin undan- tekning, en setning neyðarlaganna hafi verið eina leiðin sem fær var. Með setningu þeirra hafi ekki verið mismunað eftir þjóðerni. Eignum haldið frá Íslendingum Í bréfi stjórnvalda kveður við mun ákveðnari tón en hingað til í garð Breta og Hollendinga vegna aðgerð- anna sem þeir beittu Íslendinga. „Í bréfi ESA er sagt að Ísland hafi ekki efnt skyldur sínar samkvæmt inni- stæðutryggingatilskipuninni, en hitt er algjörlega óumdeilt að Bretar og Hollendingar brutu gegn skýrum ákvæðum í tilskipuninni um slita- meðferð fjármálafyrirtækja,“ segir Árni Páll. Þessar aðgerðir eru raktar í svarbréfi stjórnvalda, og áhrif þeirra, meðal annars á endurheimt- ur úr þrotabúi Landsbankans. „Eignum var haldið frá íslenskum yfirvöldum og komið í veg fyrir að við gætum komist af stað í eðlilega þrotameðferð Landsbankans, og lögmætum hagsmunum þannig teflt í tvísýnu.“ Til samanburðar gripu Þjóðverjar ekki til neinna sambæri- legra aðgerða gagnvart Kaupþingi og greiðslur til innistæðueigenda á Edge-reikningum Kaupþings í Þýskalandi fengu skjóta úrlausn. Stjórnvöld svara fullum hálsi  Svarbréf stjórnvalda við áminningu Eftirlitsstofnunar ESA var afhent í gær  Segja Íslendinga ekki hafa brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar Málið detti dautt og ESA aðhafist ekki frekar Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurðsson Engin ábyrgð Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti innihald svarbréfsins á blaðamannafundi í gær. Í bréfinu er því haldið fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar. ESA svarað » Svarbréf stjórnvalda var af- hent ESA á skrifstofu stofn- unarinnar í Brüssel í gær. Með bréfinu er áminningarbréfi stofnunarinnar frá því í maí á síðasta ári loks svarað. » Bréfið var unnið undir stjórn Þóru Margrétar Hjaltested í efnahags- og viðskiptaráðu- neytinu og Kristjáns Andra Stefánssonar í utanríkisráðu- neytinu. » Ráðuneytin nutu meðal ann- ars aðstoðar þekktra „nei- manna,“ þeirra á meðal Eiríks Svavarssonar og Reimars Pét- urssonar. » Óvíst er hversu langt er að bíða viðbragða frá ESA, en ráð- herra fer til Brüssel eftir tvær vikur og mun þá ýta á eftir málinu. Með svarbréfi íslenskra stjórn- valda vonast þau til þess að telja ESA á að láta málið niður falla. Auk lagalegra röksemda er vænt atburðarás næstu missera rakin og þannig reynt að leiða í ljós að Bretar og Hollendingar muni fá stærstan hluta krafna sinna end- urgreiddan án atbeina EFTA- dómstólsins. Í niðurlagi bréfsins segir meðal annars að innan fárra mánaða muni dómstólar á Íslandi hafa skorið úr um lögmæti kröfuraðar í þrotabú Landsbankans, auk vaxta og annars kostnaðar. Að því búnu muni þrotabúið hefja greiðslur og þess sé vænst að innistæðutrygg- ingasjóðir Breta og Hollendinga muni fá umtalsverðar greiðslur þegar á þessu ári. Á næstu vikum mun skilanefnd Landsbankans birta uppfært mat á væntum end- urheimtum og búist er við að það verði fært upp – fari þannig í yfir 90% af forgangskröfum. Á blaðamannafundinum í gær sagði Árni Páll að útlit væri fyrir að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans dygðu jafnvel fyrir allri lágmarkstryggingunni. Endurheimtur dugi alla leið ÞROTABÚ LANDSBANKANS „Það er dálítið erfitt að semja við þær aðstæður að maður er uppi við vegg og hefur ekki fullt forræði yfir þeim eignum sem samkvæmt skýr- um reglum ættu að vera tiltækar þrotabúi Landsbankans á þeim tíma,“ segir Árni Páll Árnason, efna- hags- og viðskiptaráðherra, og vísar til tímabilsins fram að undirritun fyrsta Icesave-samkomulagsins í júní 2009. Þá höfðu eignir Lands- bankans verið frystar allar götur frá hausti 2008. Hann ítrekar að samn- ingsviljinn hafi alltaf verið fyrir hendi, en Bretar og Hollendingar hafi ekki gætt fullrar sanngirni. Fóru kannski offari í upphafi „Við minnum líka á það [í bréfinu] að aðgangur okkar að fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem á ávallt að vera óháður öðrum tví- hliða deilumálum, var alltaf skilyrtur einhvers konar úrlausn á þessu máli,“ segir Árni og bætir því við að annar tónn sé nú í samskiptum við löndin tvö og hann telji að „stjórn- völd þar átti sig á því að menn hafi kannski farið offari í upphafi.“ En þó tónninn hafi nú skánað er í svarbréfinu til ESA dregin upp mynd af framferði Breta og Hol- lendinga og afleiðinga þess á stöðu Íslands. Stjórnvöldum hefur verið legið nokkuð á hálsi fyrir að halda þessum þætti málsins ekki á lofti með ákveðnari hætti. Líkt og fram kemur annars staðar á síðunni segir Árni það óumdeilt að Bretar og Hol- lendingar hafi brotið gegn tilskipun um slitameðferð fjármálafyrirtækja á evrópskum markaði. Útilokar ekki neitt Aðspurður sagði Árni stjórnvöld alltaf hafa viðhaft þann fyrirvara að mögulega myndu Íslendingar beita því fyrir sig að Bretar beittu hryðju- verkalögunum, en það er gert í svar- bréfinu til ESA nú. Þá liggi fyrir Al- þingi þingsályktunartillaga um að sett verði af stað rannsókn á til- drögum þess að hryðjuverkalög- unum hafi verið beitt, en aðgerð- irnar hafi ekki verið í neinu sam- ræmi við réttarreglur um slita- meðferð fjármálafyrirtækja. „Ég held að það skipti máli að komast til botns í því máli og það eigi að rann- saka það mál í þaula. Við eigum ekki að útiloka neitt og höfum alltaf viljað halda fram rétti okkar í því máli. Það skiptir máli að átta sig skýrt á þeirri atburðarás,“ segir Árni. Ósanngirni Breta og Hollendinga  Sjá að þeir hafi kannski farið offari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.