Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson mun spila einleik á opnunartónleikunum í Hörpu á morgun, pí- anókonsert eftir Grieg. Þegar blaðamaður leit inn í að- alsalinn, Eldborg, sat Víkingur við nýja Steinway- flygilinn og lék listir sínar innan um iðnaðarmennina sem voru að leggja lokahönd á hinn tilkomumikla sal. Það hljóta að teljast forréttindi að fá að hlusta á og upplifa spilamennsku Víkings Heiðars í slíku návígi, hvað þá þegar maður er í vinnunni. Víkingur brá sér frá og ræddi stuttlega við blaða- mann á meðan hollenski píanóstillarinn og tækni- sérfræðingurinn Michel Brandjes stillti hljóðfærið hans til. Hvernig líst þér á salinn? Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara. Stórkost- lega. Það er erfitt að finna orð til að lýsa því. Hann virðist vera fullkomlega heppnaður og hljómurinn er alveg guðdómlegur. Stór og mikill og allt um lykjandi, hlýr en samt rosalega raffíneraður. Maður getur bæði spilað hérna, öskrað og líka hvíslað. Ég held þetta hafi heppnast eins vel og hægt var að óska sér. Hvernig gengur undirbúningurinn? Bara rosavel. Það eru tveir dagar í stóru stundina. Það er svolítið óraunverulegt að vera hérna núna, part- ur af þessu. Ég er búinn að vera hérna í fjóra, fimm daga og sjá hvað það er allt klikkað. Það eru allir ein- hvern veginn komnir yfir sín orkuþolmörk. Þannig að nú eru menn að keyra á einhverri aukaorku og allir að vinna að sama marki. Það er rosa-mikil spenna og rosa- mikil stemning. En það er líka ákveðið brjálæði. Þann- ig að ég reyni að loka mig af og vera svolítið einn, reyni að finna einhvers konar kjarna svo ég geti einbeitt mér fyrir þetta. En jú, frábær stemning. Er mikið stress? Já, þetta eru stærstu tónleikar sem ég mun nokkurn tímann fá að spila á. Því það er ekkert stærra en að halda fyrstu tónleikana í tónlistarhúsi sem er búið að bíða eftir og berjast fyrir í hundrað ár. Það er ótrúlega mikið á bakvið þessa stund. Þetta er stress, þetta er spenna. En þetta er fyrst og fremst gaman. Það er kannski best að hugsa ekkert svo mikið um þetta í þessu samhengi fyrr en eftir á, heldur nálgast þetta bara eins og venjulega tónleika. Annars held ég maður fari bara yfir um. gislibaldur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Stilla saman strengi Víkingur Heiðar, Steinunn Birna og Michel Brandjes við nýja Steinway-flygilinn. Brandjes er staddur hér á landi til að stilla hljóðfærið, en hann er í fremstu röð meðal píanóstillara í heiminum. „Stærstu tónleikar sem ég mun nokkurn tímann fá að spila á“  Víkingur Heiðar leikur á opnunartónleikunum á morgun Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.