Morgunblaðið - 03.05.2011, Síða 18
Qaeda um 1990 þegar hann barðist gegn Sovét-
mönnum í Afganistan. Snerist gegn Bandaríkja-
mönnum eftir að þeir sendu herlið til
Sádi-Arabíu til að berjast gegn Saddam Hussein
1991.
Menn hans reyndu vorið 1993 að
sprengja tvíburaturnana í New York.
Rekinn frá Sádi-Arabíu 1994. 7.
ágúst 1998 sprungu bílsprengjur
al-Qaeda við sendiráð Bandaríkj-
anna í Kenía og Tansaníu.
224 létu lífið.
Talibanar náðu völdum í
Afganistan 1996 og landið
varð hreiður al-Qaeda. 11.9.
2001 stóð al-Qaeda fyrir árás-
unum á Bandaríkin, um
3000 manns féllu.
Bin Laden hvarf en var
talinn fela sig meðal vina í tor-
sóttum fjallahéruðum á landa-
mærum Pakistans og Afganist-
ans. kjon@mbl.is
Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, var leiðarljós
þeirra ofstækisfullu múslíma (íslamista) sem
frömdu flest hryðjuverk síðustu tvo áratugi og fjár-
magnaði aðgerðirnar. Nánir aðstoðarmenn hans
skipulögðu þær en bin Laden valdi sjálfur þá sem
ráðast skyldu á Bandaríkin 2001.
Hann fæddist í Sádi-Arabíu 1957, var yngsti son-
urinn í röð 52 barna og barn fjórðu eiginkonu
Muhammads bin Ladens sem var sýrlensk.
Bin Laden-fjölskyldan var frá Jemen og
auðgaðist á kaupsýslu og í byggingariðn-
aði, fyrirtæki hennar lagði m.a. helstu
þjóðvegi landsins. Muhammad bin Laden
varð stórvinur Faisals, þáverandi konungs
Sádi-Arabíu, og naut þess í viðskiptunum.
Faðirinn lést þegar Osama var tíu ára
og erfði hann stórfé sem hann jók með
margs konar fjárfestingum. Talið var
að sonurinn ætti um 250 milljónir
dollara, sumir töldu það þó vera
ýkjur.
Lauk prófi í verkfræði við há-
skóla í Sádi-Arabíu. Stofnaði al-
Blóði drifinn ferill vellauðuga trúar-
ofstækismannsins Osama bin Ladens
Reuters
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Spurningar hafa vaknað um holl-
ustu hers og leyniþjónustu Pakist-
ans við Bandaríkin í hernaðinum
gegn hryðjuverkanetinu al-Qaeda
eftir að bandarísk sérsveit skaut
Osama bin Laden til bana í árás í
Pakistan í fyrradag.
Talið hafði verið í mörg ár að
bin Laden væri í felum í fjöllum í
norðvesturhluta Pakistans, á einu
af einangruðustu landsvæðum
heims, eða innan landamæra Afg-
anistans. Sagt var eftir hryðju-
verkin í Bandaríkjunum 11. sept-
ember 2001 að bin Laden byggi
aldrei lengi á sama stað, heldur
flytti sig frá einum helli til annars
til þess að forðast handtöku.
Ólíkt Saddam Hussein, sem
fannst í holu við bóndabæ í Írak
árið 2003, fannst Osama bin Lad-
en í dýru stórhýsi í borginni Ab-
bottabad, um 100 km norðan við
pakistönsku höfuðborgina Islama-
bad. Hermt er að húsið hafi verið
um 800 metra frá herforingjahá-
skóla pakistanska hersins. Á með-
al herforingja sem hafa útskrifast
frá skólanum eru yfirhershöfðingi
landsins og yfirmaður leyniþjón-
ustu hersins, ISI.
Að sögn blaðsins The Fin-
ancial Times vekur þetta grun-
semdir um að Pakistansher leiki
tveimur skjöldum, að yfirmenn í
hernum séu hallir undir íslamska
öfgamenn og landið sé notað sem
bækistöð fyrir alþjóðlega hryðju-
verkastarfsemi. „Aðstæðurnar eru
enn óljósar, en við þurfum að
komast að því hvernig á því stend-
ur að illræmdasti hryðjuverka-
maður heimsins fannst nálægt
bækistöð hersins,“ hefur blaðið
eftir vestrænum stjórnarerindreka
í Islamabad.
Margra ára
rannsóknarvinna
Bandarísk stjórnvöld höfðu
lagt 25 milljónir dollara, jafnvirði
tæpra þriggja milljarða króna, til
höfuðs bin Laden sem var efstur á
lista yfir þá hryðjuverkamenn sem
Bandaríkjamenn hafa lagt mesta
áherslu á að handtaka eða drepa.
Hermt er að bandaríska leyniþjón-
ustan hafi komist á slóð bin Lad-
ens þegar hún komst að dvalar-
stað eins af sendiboðum hans.
Leyniþjónustan hafði í mörg
ár leitað upplýsinga um nánustu
samstarfsmenn bin Ladens og
hafði sérstakan áhuga á einum af
fáum sendiboðum sem hryðju-
verkaleiðtoginn treysti. Fangar í
Guantánamo-fangelsinu á Kúbu
sögðu frá dulnefni mannsins við
yfirheyrslur og lýstu honum sem
skjólstæðingi Khalids Sheikh Mo-
hammeds, sem viðurkenndi að
hafa verið heilinn á bak við
hryðjuverkin 11. september 2001.
Leyniþjónustan komst síðan
að réttu nafni sendiboðans fyrir
um það bil fjórum árum. Um
tveimur árum síðar fékk leyni-
þjónustan upplýsingar um að hann
byggi í grennd við Íslamabad og í
ágúst síðastliðnum komst hún að
því að hann bjó með bróður sínum
í stóru húsi í Abbottabad.
Grunsamlegt hús
Leyniþjónustumennirnir átt-
uðu sig strax á því að þetta var
ekkert venjulegt hús. Það reyndist
vera um 2.500 fermetrar, þriggja
hæða og margfalt stærra en önnur
hús á svæðinu. Fáir gluggar eru á
húsinu og umhverfis það er rúm-
lega fimm metra hár múr með
gaddavír og eftirlitsmyndavélum.
Tvö öryggishlið eru við húsið en
engar símalínur liggja inn í það.
Engar nettengingar eru í húsinu
og leyniþjónustumennirnir tóku
eftir því að öllu sorpi var brennt á
lóðinni.
Húsið var reist árið 2005 og
verðmæti þess er áætlað um millj-
ón dollarar, eða rúmar 110 millj-
ónir króna. Eftir að hafa fylgst
með húsinu í nokkra mánuði
komst leyniþjónustan að þeirri
niðurstöðu að það hlyti að vera
dvalarstaður einhvers hátt setts
manns innan al-Qaeda, líklega bin
Ladens.
Um miðjan febrúarmánuð
taldi leyniþjónustan miklar líkur á
því að bin Laden dveldi í húsinu
og byrjaði að skipuleggja hugsan-
lega árás á það. 14. mars sat Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseti
fyrsta fundinn í þjóðaröryggisráði
sínu um aðgerðina. Ráðið kom alls
fimm sinnum saman til að ræða
málið næstu sex vikurnar. Obama
fyrirskipaði síðan árásina á föstu-
daginn var.
Árásinni hefur ekki verið lýst
í smáatriðum, en hermt er að sér-
sveitarmennirnir hafi verið fluttir
með tveimur eða þremur þyrlum.
Bin Laden var skotinn í höfuðið
og líki hans var síðar sökkt í sjó-
inn „í samræmi við íslamska
hefð“, að sögn bandarískra emb-
ættismenna. Þeir sögðu að stjórn-
völdum í Pakistan hefði ekki verið
skýrt frá árásinni fyrirfram.
Vekur efasemdir um
hollustu Pakistanshers
Bin Laden skotinn til bana í stórhýsi í grennd við herforingjaháskóla í Pakistan
Fimm lágu í valnum
» Auk bin Ladens lágu þrír
karlmenn í valnum eftir árás
sérsveitarinnar; sendiboði bin
Ladens, bróðir hans og sonur
bin Ladens. Bandarískir emb-
ættismenn sögðu að kona,
sem einn mannanna hefði
reynt að skýla sér á bak við,
hefði einnig beðið bana.
» Enginn sérsveitarmann-
anna féll eða særðist. Ein af
þyrlum sérsveitarinnar brot-
lenti, að sögn bandarískra
embættismanna. Sérsveitar-
mennirnir eyðilögðu hana
með sprengjum.
» Árásin hófst klukkan
17.30 í fyrradag að íslenskum
tíma og stóð í 40-45 mín-
útur.
Skannaðu kóðann
til að lesa meira
um árásina
Reuters
Allur Sölumaður gengur framhjá sandlistaverki með mynd af Osama bin
Laden á strönd í indverska sambandsríkinu Orissa.
100 km
500 m
2010 Leyniþjónustan kemst að
því að bræðurnir búa í stórhýsi í
borginni Abbottabad
Leyniþjónustumenn tóku eftir
því að engar símalínur og
nettengingar voru í húsinu, auk
þess sem öllu rusli var brennt á
lóðinni. Leyniþjónustan komst að
þeirri niðurstöðu að húsið væri
felustaður einhvers af leiðtogum
al-Qaeda
September CIA skýrir
Obama forseta frá því að bin
Laden dvelji líklega í húsinu
ÁRÁSIN Á BIN LADEN
Heimildir: Reuters, New York Times Ljósmynd: Reuters
2011 Febrúar
Bandaríkjastjórn
kemst að þeirri
niðurstöðu að
ástæða sé til að
undirbúa árás á
húsið
14. mars
Obama situr fyrsta
fundinn af fimm í
Þjóðaröryggisráðinu
um hugsanlegar
aðgerðir til að
handtaka eða drepa
bin Laden
29. apríl
Barack Obama
forseti heimilar
árásina á
Osama Bin
Laden
1. maí
Sérsveitarmenn
gera árás með
þyrlum. Bin
Laden, þrír aðrir
karlmenn og
kona biðu bana
2007 Bandaríska
leyniþjónustan
fær upplýsingar
um sendiboða
sem bin Laden
treysti best
2009 CIA fær
upplýsingar um að
sendiboðinn og
bróðir hans dvelji í
grennd við
Íslamabad
Skólar/
háskólar
Moskur
Sjúkrahús
Miðborg
Abbottabad
A B B OT TA B A D
Ka
ku
l -
ga
ta
K
a
ra
ko
ra
m
þ
jó
ð
ve
g
u
r
Aw
am
i-gata
Herfor-
ingja-
háskóli
Húsið þar sem
bin Laden var
skotinn til
bana
Íslamabad
Kabúl
Marka-
lína
INDLAND
P A K I S T A N
AFG.
TADSJ.
Jammú
& Kasmír
Khyber
Pakhtunkhwa
Abbottabad