Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
höfði listamanns þegar voldugur
nágranni bauð hann velkominn í
sveitina á viðeigandi hátt. Þeir
eru líkir Eyjafjallajökull og Gylfi,
fínlegar og fagurlega dregnar lín-
urnar, en reisulegir á meðal fjalla
og manna. Gylfi kunni að meta
það að kveðjan kröftuga var án
helgislepju, eins og hann orðaði
hlutina stundum. Það gaf honum
hugarró í erfiðum veikindum að
sitja við gluggann og horfa á
þennan volduga nágranna sinn
sýna honum og umheiminum að
afl náttúrunnar er ekki með
nokkrum ráðum hamið eða
stjórnað þegar slaki hefur komið
á tauminn og kraftur lífs og nátt-
úru leysist úr læðingi. Stóll lista-
mannsins stendur nú auður við
gluggann og úti er æpandi þögn-
in, þeir ætluðu sér báðir meira í
samstarfinu loks þegar þeir náðu
saman. Olían þornar í penslinum,
góður vinur okkar hjóna hefur
lokið dagsverkinu löngu fyrir
tímann og eftir situr fjölskyldan,
Sigurlín og börnin, barnabörn og
vinir. Við vottum þeim samúð.
Sigríður og Ásmundur
Friðriksson.
2. október 1987 leggur undir-
ritaður af stað frá Flúðum til
Reyðarfjarðar. Þar hafði ég ráð-
ist til þeirra starfa að ljúka smíði
skemmu, hvar Bergsplan ehf. rak
síldarsöltun. Að þessu stóð Gylfi
Gunnarsson, ásamt frænda sín-
um og félaga Gunnlaugi Ingv-
arssyni. Þar hófust kynni mín við
þann heiðursmann er vér nú
kveðjum hinsta sinni. Og ég fór
aftur austur ári síðar og reisti þá
aðra skemmu til síldarsöltunar
fyrir þá félaga.Þarna hófst með
okkur Gylfa vinátta sem efldist
með hverju árinu. Síðan höfum
við átt margar ánægjustundir
sem jafnan hafa verið mér gef-
andi, þroskandi og fræðandi. Hef-
ur mér ávallt fundist ég betri
maður eftir samverur okkar.
Ég hefi siglt með þér millum
skerja ýmiskonar erfiðleika og nú
síðast baráttuna við óvægið ofur-
efli. Aldrei þó heyrt þig kvarta
eða vola eigin örlög, ávallt snögg-
ur að snúa umræðunni. Svona
hættum nú þessu skrafi, Magnús
minn, en hvernig gengur hjá þér.
Umræðan stóð því sjaldnast lengi
um þína eigin hagi, minn kæri.
Mig tekur sárt að fá nú ekki
lengur að fylgjast með eldmóði
þínum við uppbyggingu sumar-
landsins í Fljótshlíðinni, á upp-
eldisstöðvum Sigurlínar.
Huggun er mér þó sú vissa, að
sól sú er með þér settist í vestri
mun aftur rísa í austri, til að lýsa
þaðan fjölskyldu þinni og afkom-
endum, sem og þér sjálfum í
Sumarlandinu nýja, sem eflaust
er á annarri braut þessa sólkerfis.
En hvar svo sem það kann að
vera, mun þörf slíkra sem þú ert.
Þar veit ég þér vel tekið, fagnað.
En þarft þá ef til vill að eyða
meiri tíma í umræður um sjálfan
þig, svona til að byrja með, býst
ég við.
Ég þakka forlögunum þær
góðu stundir sem við áttum sam-
an í leik og starfi, við dulúðugan
brimgný undir jökli, þegar við
þóttumst sjá hvali leika sér í
brimgarðinum, þegar settumst
eftir góðan veiðidag í ánni, þar
sem þú hafðir útbúið flugbraut
svo ég gæti oftar heimsótt ykkur
eða þegar við settumst í heita
pottinn uppá Héraði og nutum
kvöldkyrrðar austfirskra fjalla.
Að ég tali nú ekki um, yfir könnu
af góðu öli. En slík var einmitt
okkar síðasta samverustund í
Fljótshlíðinni.
Óska ég Sigurlínu blessunar
sem og niðjum ykkar beggja.
Magnús Víkingur Grímsson.
Góður vinur og bróðir er fall-
inn frá langt um aldur fram.
Þau sorgartíðindi bárust okk-
ur þann 21. apríl síðastliðinn að
Gylfi Gunnarsson, fyrrum Stórsír
Oddfellow-reglunnar og bróðir í
stúku vorri, Snorra goða, hefði
látist un nóttina að heimili sínu.
Br. Gylfi hafði átt við langvar-
andi heilsubrest að stríða, svo
segja má að tíðindin hafi ekki
komið að öllu á óvart og þó. Br.
Gylfi hafði sigrast á margri raun-
inni.
Síðastliðið haust hafði br. Gylfi
verið mjög veikur og við biðum
milli vonar og ótta.
Ég sló á þráðinn til að fá hjá
honum fréttir af líðaninni. „Hér
er allt gott að frétta,“ sagði br.
Gylfi, veðrið er gott og ég er uppi
í grjótnámu að sækja mér grjót
til að hlaða í kring um tjörnina“.
Þarna var þessum mikla baráttu-
manni rétt lýst. Hann gafst aldrei
upp, þó krabbinn hefði betur í
lokin þá ætlaði hann sér alltaf sig-
ur fram á síðustu mínútu.
Br. Gylfi og Sigurlín höfðu
byggt sér fallegt hús á drauma-
staðnum sínum að Hlíðartúni í
Fljótshlíð og ætlun þeirra var að
eyða þar ævikvöldinu.
Gylfa hafði dreymt um að setj-
ast að skriftum og draga fram
pensilinn en það var ein af fjöl-
mörgum guðsgjöfum sem br.
Gylfi hlaut í vöggugjöf að vera
drátthagur og kunna með hinn
fína mjúka pensil að fara. Br.
Gylfi var mikið náttúrubarn og
undi sér vel í sölum fjalla og dala í
góðum félagsskap, enda gleði-
maður hinn mesti. Br. Gylfi hafði
góða frásagnargáfu og létta lund
og alltaf var stutt í glettnina. Á
langri ævi kynnist maður nokkr-
um persónum sem hafa mikil og
góð áhrif á mann. Þetta eru svo
sterkir persónuleikar að hugur
manns hvarflar til þeirra á hverj-
um degi. Í stúku okkar Snorra
goða eru nokkrir slíkir einstak-
lingar og var br. Gylfi einn af
þeim. Þeir sem kynntust br.
Gylfa vel gleyma honum aldrei.
Br. Gylfi var glæsimenni á velli
svo af bar, mjög vel máli farinn og
kom vel fyrir. Það kemur því ekki
á óvart að br. Gylfi var valinn til
forystustarfa í Oddfellow-regl-
unnar á Íslandi en þar gegndi
hann fjölmörgum trúnaðarstörf-
um. Hann var meðal annars kjör-
inn Stórsír Oddfellow-reglunnar
á Íslandi og gegndi því embætti
um tíma eða þar til hann varð að
draga sig til baka vegna heilsu-
brests. Þó br. Gylfi hafi gegnt
stórembættum var hann alltaf
fremstur meðal jafningja, hvers-
konar snobb eða tilgerð átti ekki
við hann og raunar þoldi hann illa
slíka framkomu. Gylfi var vin-
margur maður og vinsæll fyrir
sína alúðlegu og alþýðlegu fram-
komu.
Eins og fram hefur komið
helgaði br. Gylfi líf sitt Oddfel-
low-reglunni og kenningum
hennar um að lifa í vináttu, kær-
leika og sannleika. Við bræður
söknum góðs bróður og vinar.
Enn einu sinni stöndum við mátt-
vana gegn almættinu og skiljum
ekki af hverju lífið getur verið
svona ósanngjarnt. Við því fáum
við engin svör en sæti hans er
autt og við munum minnast þessa
góða bróður um ókomna tíð með
þakklæti og virðingu.
Elsku Sigurlín, börn, aðstand-
endur og vinir. Guð gefi ykkur
styrk á þessum erfiðu tímamót-
um.
Fyrir hönd bræðranna í
Snorra goða,
Ómar Sigurðsson.
Fallinn er frá um aldur fram
eftir erfið veikindi, kær vinur og
félagi, Gylfi Gunnarsson endur-
skoðandi.
Vinátta okkar Gylfa nær yfir
meira en fjörutíu ár, og óhætt að
segja að á því tímabili hafi hann
haft mikill áhrif á líf mitt, því
margt var það sem við ræddum
og framkvæmdum. Hann var með
eindæmum hugmyndaríkur, af-
kastamikill og framkvæmdaglað-
ur, stundum svo að hann átti það
til að fara verulega fram úr sjálf-
um sér, en allt var það í góðri trú
á það sem hann var að gera í
hvert eitt sinn. Og oft hvarflaði
það að manni að í Gylfa byggju
tvær persónur. Önnur hin grand-
vara og nákvæma sem kom fram í
starfi hann sem endurskoðanda
og innan Oddfellowreglunnar, og
hin, sú listfenga, sá kærulausi
lífskúnstner sem hann stundum
var er hann naut lífsins ríkulega á
góðum stundum.
Þær eru ótal margar minning-
arnar sem leita á hugann eftir
vegferð okkar á þessum árum, við
vorum ekki alltaf sammála en
eins og góðra vina er siður virtum
við skoðanir hvor annars, og lét-
um skoðanaágreining ekki trufla
hin nána vinskap okkar.
Ég minnist þess er við ásamt
öðrum ungum mönnum í Hafnar-
firði tókum þátt í að stofna Lions-
klúbbinn Ásbjörn árið 1973,
gagngert til að kynnast Hafnar-
firðingum, því að við Gylfi sem
aðfluttir Hafnfirðingar, áttum
þar engar rætur og lítil tengsli.
Þarna kynntumst við afbragðs
vinum og félögum sem við höfum
átt samleið með æ síðan, í ferða-
lögum, veiðiferðum, bridgeklúbb,
gönguhóp og innan Oddfellow-
reglunnar, í þennan hóp er nú
höggvið stórt skarð.
Hann studdi mig dyggilega í
öll þessi ár þegar ég var í ein-
hverju fyrirtækjabrölti, passaði
að allt væri eins og það átti að
vera gagnvart hinu opinbera og
kom með tillögur um hvað mætti
betur fara og gæti verið til hags-
bóta.
Eitt er þó það sem ég verð æv-
inlega þakklátur Gylfa fyrir, en
það er þegar hann fékk mig til
þess að gang til liðs við Oddfel-
lowregluna, en Gylfi hafði gengið
í Regluna á Ísafirði árið 1967, þá
aðeins 23 ára gamall, en þar
gegndi hann stöðu bæjarritara
eftir að hafa lokið námi frá Sam-
vinnuskólanum að Bifröst.
Þegar unnið var að stofnun
Oddfellowstúku hér í Hafnarfirði
var Gylfi í forustusveit þeirra
bræðra sem að því stóðu, ráða-
góður, ósérhlífinn og áræðinn
enda var Reglan honum alla tíð
mikið hjartans mál og aldrei sá
hann eftir hinum ómælda tíma er
hann varði til að sinna málefnum
Reglunar, enda kunnu reglu-
systkin að meta það og hófu hann
til æðsta embættis.
Um leið og ég færi Sigurlín,
börnum hans og börnum hennar
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur vil ég þakka mínum kæra vini
fyrir samferðina og kveð hann í
þeirri öruggu vissu að við eigum
eftir að hittast aftur og eiga sam-
an marga góða daga.
Þorgeir Björnsson.
„Sjá, engill dauðans, endalok
allra hluta, ferðast aldrei einn.
Því engill lífsins, uppruni allra
hluta, ferðast með honum.“
Fallinn er frá, langt um aldur
fram, mikill heiðursmaður, Gylfi
Gunnarsson. Síðustu þrjú árin
barðist hann við krabbamein og
þurfti um síðir að láta í minni pok-
ann eftir hetjulega baráttu. Og
aldrei var að finna hjá honum
uppgjöf. Hinn líkamlegi dauði,
þessi gestur sem að lokum kemur
til allra, getur komið án nokkurs
fyrirvara, skyndilega, óboðinn, –
eða hann getur staðið lengi í
gættinni og óskað eftir að komast
inn. Það hefur verið sagt að við
jarðarbörn ættum að nota alla
ævina til að undirbúa komu gests-
ins, þannig að við getum sagt eins
og Hallgrímur Pétursson „kom
þú sæll þá þú vilt“.
Gylfi þroskaði með sér skilning
á lífinu og efldi með sér hinar
æðri dyggðir með ötulu og óeig-
ingjörnu starfi innan Oddfellow-
reglunnar. Hann safnaði í þann
sjóð sem ekki verður metinn til
fjár og sem fylgir honum yfir
landamærin miklu. Hann miðlaði
samferðamönnum sínum af þess-
um sjóði, vináttu, kærleika og
réttsýni. Ég minnist Gylfa í
ræðustól flytja skörulega og rök-
viss sitt mál, og oft af þeirri ákefð
og framfaraþrá sem var svo ein-
kennandi fyrir hann. Leiðtoginn.
Ég minnist hans við árbakkann,
þar sem hann stendur einbeittur
og kastar flugunni af sjaldgæfri
list, svo línan leggst silkimjúkt á
árflötinn. Ég minnist samræðna í
góðu tómi yfir kaffibolla þegar
rædd voru þau mál sem efst voru
á baugi, efnahagsmál, laxveiði,
skógrækt, málefni Oddfellow-
reglunnar, – nú eða kenningar
Árna Óla um landnámið fyrir
landnám og kenningar Helga
Pjeturs og Sigurðar Nordal um
lífið eftir lífið. Þá kom skýrt fram
lyndiseinkunn Gylfa, meðfæddar
gáfur, rökvísi og velvild. Samvera
með Gylfa skildi alltaf eftir góðar
minningar. Það eru minningarn-
ar sem lifa og þeim fær mölur og
ryð ekki grandað. Það eru góðar
minningar sem eru raunveruleg
verðmæti. Þær auðga líf annarra,
sem er einn tilgangur þessa jarð-
lífs. Gylfi hafi þakkir fyrir sam-
fylgdina.
Við Margrét vottum Sigurlín,
börnum þeirra og öðrum ástvin-
um innlega samúð.
Ólafur Helgi Ólafsson.
Það að missa vin sinn er eins
og högg í hjartastað. Það er sárs-
aukafullt að kveðja Gylfa Gunn-
arsson. Fyrst og fremst vegna
þess að hann var vinur eins og
þeir gerast bestir. Hann var stór-
huga, tryggur og umhyggjusam-
ur. Þannig vinur skilur eftir sig
tómarúm en þó að hjarta Gylfa sé
hætt að slá lifir minningin um
hann áfram. Hann var framsýnn
og bæði fyrirmynd og hvatning
fyrir okkur vinina. Hann var
frumkvöðull rétt eins og frum-
byggjar Íslands. Hann var aldrei
í ró vegna þess að hann vissi að
iðjuleysi er rót alls ills og iðju-
semin hið gagnstæða. Hann læt-
ur ekki einungis eftir sig fjöl-
skyldu og vini heldur líka verkin
sín unnin af kærleika. Sköpunar-
gáfurnar sýna sig og sanna í lífs-
verkunum. Það hefur sjálfsagt
aldrei verið sagt um Gylfa að
hann skorti hugmyndir og það
sem meira er, hann hrinti þeim
flestum í framkvæmd. Hugmynd-
irnar sem honum entist ekki ald-
ur til að raungera eru frjálsar til
afnota fyrir þá sem hafa í sér bara
brot af framkvæmdagleði Gylfa.
Gylfi starfaði sem löggiltur
endurskoðandi en var líka sannur
listamaður. Hann hafði viðskipti í
höfðinu en tónlist í sálinni. Á
Snæfellsnesi reisti hann sérstak-
an bekk til minningar um sænska
skáldið Bellman. Í kringum bekk-
inn sinn safnaði hann vinum sín-
um til fjöldasöngs á Jónsmess-
unni, þar sem sungnar voru
Bellmans-vísur. Gylfi, eins og
Bellman hafði yndi af söng og
gleði í góðum félagsskap. Og eins
og Bellman fann Ullu sína
hreppti Gylfi Sigurlín og saman
unnu þau að stórum verkefnum.
Nú síðast í Fljótshlíðinni, þar
sem þau byggðu bæinn sinn og
fetuðu í fótspor forfeðranna og
byggðu á landareigninni torfbæ
og fuglabað, sem var reyndar lítil
tjörn sem gladdi bæði mannsaug-
að og farfuglana. Gylfi kom víða
við. Hann málaði fallegar myndir
af náttúrunni. Hann var virkur í
norrænu samstarfi. Hann var
virkur í Oddfellowreglunni, stór-
sír. Hann var virkur í atvinnulíf-
inu. Hann var virkur þar sem
hann setti sín spor jafnt heima og
heiman. Við vinirnir nutum góðs
af. Hér er vert að minnast orða
Aristótelesar um vináttu: „Hvað
er vinátta? Sál sem býr í tveimur
líkömum.“
Gylfi Gunnarsson kvaddi okk-
ur á sumardaginn fyrsta. Hann
náði fyrstu tímum sumarsins, en
lét okkur hinum sálufélögunum af
gjafmildi eftir síðdegið. Við mun-
um nú með gleði minnast manns
sem lifði lífinu til fulls. En vin-
argjöfin frá Gylfa er sú að góðar
minningar eru sorginni yfirsterk-
ari. Þess vegna sé ég hann fyrir
mér eins og hann var í ferðum
okkar um landið. Ég minnist þess
þegar hann braust í hífandi roki
upp á fjallstopp með snarbrattar
hlíðar beggja vegna. Hann vildi
komast á toppinn og það gerði
hann einnig á öðrum sviðum lífs-
ins. Blessuð sé minning Gylfa.
Klaus Slavensky.
Minn kæri vinur, Gylfi Gunn-
arsson er látinn langt um aldur
fram. Hann var um margt
óvenjulegur maður, var frjór í
hugsun og stöðug uppspretta
nýrra hugmynda, var vinsæll og
ræktaði vel samband við vini
sína. Hann var mikill áhugamað-
ur um norrænt samstarf sem átti
rætur í áhuga hans á sögu lands-
ins og gömlum siðum. Hann sat í
stjórn Norræna félagsins í
Garðabæ um 20 ár, var formaður
félagsins um tíma og mikil drif-
fjöður í starfinu. Hann hvatti mig
til að taka sæti í stjórn félagsins
og var það kveikjan að áralöngu
samstarfi okkar og vináttu.
Þegar ég horfi til baka yfir far-
inn veg, þá sækja aðeins góðar
minningar á hugann, fleiri en ég
á með nokkrum öðrum vin.
Margar ferðir fórum við á vina-
bæjamót og aðra fundi til Norð-
urlandanna. Það var í einni slíkri
ferð sem hugmyndin að grá-
sleppukvöldi Norræna félagsins
varð til og er ánægjulegt að sjá
að þessi skemmtilegi viðburður í
bæjarlífi Garðabæjar hefur hald-
ist árum saman og er nú auglýst-
ur með sínum „durusopa“ í anda
Gylfa. Hann átti frumkvæði að
ógleymanlegri ferð félagsmanna
til Grænlands árið 2006, þar sem
heimsókn í Brattahlíð var há-
punktur ferðarinnar og var þá
ákveðið að við vinirnir mundum
eiga þar vetursetu þegar um
hægðist hjá okkur. Skemmtileg-
ar minningar frá heimsóknum að
Staðará um Jónsmessuna eru of-
arlega í huga. Þar héldum við
okkar árvissu Bellmannshátíð
sem Gylfi boðaði til og hófst með
fánahyllingu eins og hann sagði í
fundarboði. Þar nutum við gest-
risni þeirra hjóna, nóttin björt og
Jökullinn aldrei tignarlegri. Við
sungum 2. bassa í okkar ágæta
Bellmannskór, enda var Gylfi
ágætur söngmaður og mikill
áhugamaður um tónlist. Hann
var mjög listrænn og sótti nám-
skeið í myndlist sem hann stund-
aði í frístundum og var að koma
sér upp ágætri aðstöðu til þeirrar
iðju í Fljótshlíðinni. Þekkt er hið
árvissa listræna jólakort frá
þeim hjónum og einnig jólakortið
sem hann hannaði fyrir Oddfel-
lowregluna fyrir síðustu jól. Við
hjónin erum þakklát fyrir að eiga
fallega olíumynd eftir hann. List-
rænir hæfileikar Gylfa fengu
einnig að njóta sín í húsbygging-
um hans og ber Jónsbær þar
glöggt vitni um natni og smekk
þeirra hjóna. Ég naut þess að
vera veiðifélagi hans til fjölda ára
og við veiðifélagarnir í Fyrrum 6
söknum góðs vinar. Þar er nú
skarð fyrir skildi.
Gylfi gekk ungur í Oddfellow-
regluna og var virkur félagi í um
44 ár. Hann var strax kallaður til
ábyrgðarstarfa og gegndi þar
fjölmörgum ábyrgðarstörfum og
var æðsti yfirmaður hennar árin
2007-2009. Að leiðarlokum þakka
Oddfellowar á Íslandi Gylfa fyrir
samfylgdina og hans miklu og
óeigingjörnu störf í þágu Oddfel-
lowreglunnar.
Við hjónin sendum eiginkonu
hans Sigurlín Sveinbjarnardótt-
ur, börnum þeirra og fjölskyldu
allri einlægar samúðarkveðjur.
Friður veri með sálu hans.
Friðhelg veri minning hans.
Hafðu þökk fyrir allt
er þú varst oss ávallt!
nú mun vandhæfi slíkan að finna.
Veiti hamingjan þér
það sem hugsum nú vér,
góði hugljúfinn bræðranna þinna
(Jónas Hallgrímsson)
Stefán B. Veturliðason.
Gylfi sagði við mig fyrir
nokkrum árum: „Farðu nú að
skrifa og láttu eitthvað sjást eftir
þig – ekki bara vera á endalaus-
um fundum og í einhverju félags-
málastússi sem enginn man svo
eftir“. Fyrir stuttu var ég titlaður
„rithöfundur“ af einhverjum og
ég varð pínulítið montinn. Og nú
sit ég og skrifa nokkur kveðjuorð
um vin minn – Gylfa Gunnarsson.
Þá verður að standa undir nafni.
Við sátum saman í tvo vetur í
Samvinnuskólanum sáluga að
Bifröst og þarna komum við
hvert úr sinni áttinni og með alla
okkar kosti og galla. Skólinn sá
laðaði fram marga dulda hæfi-
leika og það var gaman að vera
til. Listamaðurinn í þessum hópi
okkar var Gylfi og það bjuggust
allir við að teiknigáfa hans
mundi leiða hann inn á svið
myndsköpunar af einhverju
tagi.
Svo gerðist Gylfi kontóristi og
opinber starfsmaður sem bæjar-
ritari á Ísafirði. Jú, allir þurfa að
lifa og sjá fyrir sér. En endur-
skoðandi! – því átti engin von á
af skólafélögunum. Þá var
kannski komið að því sem sterk-
ast einkenndi Gylfa – hann var
óútreiknanlegur og horfði ekki í
baksýnisspegilinn. Hvað svo
sem hann tók sér fyrir hendur
var það gert af innlifun og ná-
kvæmni. Endurskoðun og bók-
hald varð að listgrein.
Önnur hlið var útivistarmað-
urinn og náttúruunnandinn. Ég
átti ekki von á því að kynnast
þeirri hlið hjá Gylfa. En þegar
við vorum saman í fræðslu- og
útivistarhópi um nágrenni höf-
uðborgarsvæðisins, reyndist
Gylfi með þeim fróðustu og spor-
léttustu. Meistarasamantekt
hans um Vatnsleysuströndina
sannaði svo enn eina hliðina –
pennaleiknina. Þegar hann las
yfir allan texta á kortum sem ég
stóð að að gera af Snæfellsnesi,
kynntist ég svo einni hlið enn –
nákvæmni hans í íslensku máli.
Svo þekkti hann allt Snæfells-
nesið, hvernig svo sem hann fór
að því!
Bestur var þó Gylfi þegar
maður heyrði í honum í síman-
um eða hitti hann. Ekkert vol og
væl og hvergi brekkur að sjá.
Það birti til í kringum mann.
Eru það ekki svona menn sem
gefa lífinu gildi? Að gæfa lífsins
felst ekki síst í því að eiga sam-
leið um stund. Muna þá ýmislegt
eins og það hefði gerst í gær. Að
gefa öðrum óafvitandi af sjálfum
sér.
Banamein Gylfa hefur aldeilis
tekið tollinn sinn úr bekknum
okkar. Hann sá fjórði. En Gylfi
ætlaði ekki að láta beygja sig,
heldur njóta lengur einnar feg-
urstu sveitar á Íslandi – Fljóts-
hlíðarinnar. Nú gerir hann það á
öðrum vettvangi.
Lífskúnstner og fagurkeri
hefur kvatt. Allir þínir kærustu
– innilegar samúðarkveðjur.
Reynir Ingibjartsson.
Genginn ertu Gylfi minn
Guðs á hönd, þar leysist vandinn.
Vel skal þakka vinskap þinn,
var hann jafnan ósvikinn,
kærleiksríkur og kímni blandinn.
Oft við fórum upp til heiða,
okkur kenndir ráðin slyng,
í Staðará þú vildir veiða
villtan lax og sjóbirting.
Nú er þessu loksins lokið,
ljúfust kveðja í hinsta sinn,
af þér líka léttist okið,
lífið út í geiminn rokið
og þar birtist eilífðin.
(Björgúlfur Þorvarðarson)
Björgúlfur, Guðjón
og fjölskyldur.
Fleiri minningargreinar
um Gylfa Gunnarsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800