Morgunblaðið - 03.05.2011, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011
✝ Gunnar Haf-steinn Bjarna-
son, verkfræð-
ingur, fæddist í
Hafnarfirði 22.
september 1927.
Hann lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
19. apríl 2011.
Gunnar var son-
ur hjónanna Bjarna
Matthíasar Jóhann-
essonar, skipstjóra
í Hafnarfirði, f. 16. apríl 1890 að
Hesti í Önundarfirði, d. 14. októ-
ber 1954, og Stefaníu Sigríðar
Magnúsdóttur frá Skuld í
Hafnarfirði, f. 24. október 1895,
d. 1. febrúar 1970.
Systkini hans eru Jóhannes, f.
29. nóvember 1920, d. 29. febr-
úar 2008, Magnús f. 4. júlí 1924,
Guðlaug, f. 24. september 1925,
Jónína Margrét, f. 6. október
1928, Áslaug Þóra, f. 15. ágúst
1930, d. 2. nóvember 1938, Mar-
grét Dagbjört, f. 2. október
1931, Sigurður Oddur, f. 6. nóv-
ember 1932, d. 17. nóvember
1996, og Áslaug Þóra f. 15. mars
1942, d. 19. mars 1942.
ember 1965. Börn þeirra eru
Gunnar Dagur, f. 29. júní 1986,
Rósa Líf, f. 22. september 1990,
Hilda Sól, f. 29. febrúar 1992, og
Gottskálk Darri, f. 24. nóvember
2001.
Gunnar varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1948. Hann tók fyrrihluta-
próf í vélaverkfræði frá Háskóla
Íslands 1951 og próf í vélaverk-
fræði frá Danmarks Tekniske
Höjskole í Kaupmannahöfn
1954. Hann starfaði sem verk-
fræðingur hjá Íslenskum aðal-
verktökum 1955-1958; hjá Stáls-
miðjunni hf. 1959-1963. Hann
rak eigin verkfræðistofu með
öðrum 1963-1964. Hann starfaði
hjá Stálsmiðjunni hf. og Járn-
steypunni hf. 1964-1985 og var
framkæmdastjóri fyrirtækjanna
1974-1985. Hann starfaði sem
verkefnastjóri hjá Sjóefna-
vinnslunni hf. 1986-1987. Gunn-
ar sat í stjórn Slippfélagsins í
Reykjavík 1982-1995, þar af sem
formaður 1982-1989. Hann
gegndi félags- og trún-
aðarstörfum fyrir verkfræðinga
og sat um skeið í stjórnum Verk-
fræðingafélags Íslands, Stétt-
arfélags verkfræðinga og Véla-
verkfræðingafélags Íslands.
Gunnar Hafsteinn verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarð-
arkirkju í dag, 3. maí 2011, og
hefst athöfnin kl. 13.
Hinn 6. sept-
ember 1958 kvænt-
ist Gunnar Magneu
Rósu Tómasdóttur,
lyfjafræðingi, f. 20.
september 1928.
Foreldrar hennar
eru Tómas Maríus
Guðjónsson, út-
gerðarmaður frá
Höfn í Vest-
mannaeyjum, f. 13.
janúar 1887, d. 14.
júní 1958, og Sigríður Vilborg
Magnúsdóttir frá Brekkum á
Rangárvöllum, f. 4. október
1899, d. 18. september 1968.
Börn Gunnars og Rósu eru: 1)
Sigríður Erla, f. 26. desember
1958. Hennar börn eru Ívar
Karl, f. 16. nóvember 1990, Æg-
ir Sindri, f. 5. janúar 1993, Óð-
inn Dagur, f. 7. september 1994,
Bjarnasynir. 2) Áslaug María, f.
3. nóvember 1960. Hennar börn
eru Iða Brá, f. 4. október 1986,
Harpa Lind, f. 9. desember 1988,
og Birta Hrund, f. 24. maí 1995,
Ingadætur. 3) Agnar Darri, f.
23. júlí 1964, kona hans er Inga
K. Gottskálksdóttir, f. 6. nóv-
Elsku Gunnar minn, mig
langar að kveðja þig með nokkr-
um orðum.
Ég vil þakka þér fyrir hvað
þú tókst vel á móti mér þegar
ég flutti í kjallarann til ykkar
Rósu. Þú studdir vel við bakið á
ungri fjölskyldu. Þó að heilsa
þín væri búin að undirbúa okkur
fjölskylduna þá er samt sárt að
kveðja. Þú varst góður maður
og mikið prúðmenni. Ég dáðist
að þér í veikindum þínum hvað
þú varst æðrulaus og þolinmóð-
ur. Ég veit að það hefur ekki
verið auðvelt fyrir duglegan
mann eins og þig. Það var alltaf
gaman að bjóða þér í mat því að
allur matur var veislumatur í
þínum augum nema kannski
pasta. Þú varst börnunum mín-
um góður afi og duglegur að ýta
þeim áfram menntaveginn.
Á svona tímamótum er það
fullvissan um að þú ert kominn
á betri stað sem lætur okkur
líða betur. Mig langar að enda
þetta á ljóðinu Draumalandið
því það minnir mig svo á þig.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blómabreiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
þar batt mig tryggðarband,
því þar er allt sem ann ég.
Það er mitt draumaland.
(Jón Trausti)
Hvíldu í friði. Þín tengdadótt-
ir,
Inga Gottskálksdóttir.
Elsku afi, nú kveðjum við þig
með söknuði og minningar
streyma um hugann.
Okkur fannst gott að koma í
heimsókn á Látraströndina til
afa og ömmu. Afi hjálpaði okkur
við lærdóminn og hafði gaman
af stærðfræðinni enda verk-
fræðingur í húð og hár. Afi var
skipulagður og vandvirkur og
átti erfitt með að sitja auðum
höndum. Hann vildi alltaf vera
að gera eitthvað og vinna. Afi
lét ekkert verk eftir hálfklárað
og það átti að vera fullkomið.
Eftir að heilsunni hrakaði
fannst honum gaman að fylgjast
með okkur í vinnu og leik. Sam-
an áttum við góðar stundir í
Kofalandinu. Þar voru verkefnin
óteljandi, t.d. að virkja lækinn,
girða, smíða, grafa skurði og
búa til tjörn. Stundum fannst
okkur nóg um, t.d. þegar átti að
grjóthreinsa landið og skyldi
hver einasti steinn fjarlægður.
Við eigum öll góðar minningar
um hann afa okkar.
Mér er minnisstætt þegar við
bjuggum í kjallaranum hjá ykk-
ur ömmu. Þá gat ég læðst upp í
eldhús til þín og var rúgbrauð
skorið í teninga í miklu uppá-
haldi. Einn dag þegar ég kom
heim úr skólanum beiðst þú á
tröppunum með veiðistangir,
klár í veiðitúr. Veiðiferðirnar
voru margar og fátt gladdi þig
meira en að sjá strákana þína
setja í fisk. Sex ára gamall bjó
ég hjá þér og ömmu í hálft ár.
Þið gættuð þess ég hefði nóg
fyrir stafni svo ekki gafst tími
til að sakna mömmu og pabba. –
Gunnar Dagur.
Elsku afi minn. Ég man eftir
stjörnuskoðunum okkar á vetr-
arkvöldum. Oft gafstu mér nýtt
stjörnukort svo ég gæti skoðað
stjörnurnar um kvöldið. Þér
fannst gaman að koma í heim-
sókn í hesthúsið og fylgjast með
mér sinna hestunum. Ég man
líka eftir bíltúrum um sveitirn-
ar. Þér þótti mjög vænt um
landið þitt Ísland og vildir að við
þekktum fjöllin. Við áttum að
þekkja Helgafell og þú sagðir að
allir Hafnfirðingar ættu að
þekkja það. – Rósa Líf.
Ég man vel eftir því þegar ég
gisti hjá ykkur ömmu. Þá gat ég
aldrei sofnað fyrr en þú hafðir
farið með þulurnar Fagur fiskur
í sjó og Lilli puttispilleman. Ég
á minningar úr Kofanum eins og
þegar þú hjálpaðir okkur að
veiða hornsíli og flytja þau í
tjörnina þína. Það var gaman
þegar þú komst til mín í vinn-
una og keyptir pulsu og kók. –
Hilda Sól.
Elsku afi minn. Þú varst allt-
af svo góður og traustur. Einu
sinni þegar var ég í bíltúr með
pabba sprakk dekk á bílnum. Þú
varst eini maðurinn sem ég
treysti til að laga dekkið og bað
pabba að hringja í þig. Mamma
sagði mér að þú værir farinn til
Guðs og að þér líði vel núna. Ég
veit að þér finnst það ekki leið-
inlegt en mér finnst það leið-
inlegt. – Gotti Darri.
Við dáðumst að æðruleysi
þínu í veikindunum sem voru
ekki auðveld fyrir athafnamann
eins og þig. Þú varst okkur góð
fyrirmynd. Við kveðjum þig með
söknuð í hjarta og minning um
einstakan afa lifir.
Þín barnabörn,
Gunnar Dagur, Rósa
Líf, Hilda Sól og Gott-
skálk Darri.
Föðurbróðir minn Gunnar H.
Bjarnason er allur. Hann lést
eftir erfið veikindi. Það er skarð
fyrir skildi hjá stórfjölskyldu
Gunnars, eða Hadda, eins og við
kölluðum hann í minni fjöl-
skyldu.
Gunnar var tápmikill, hafði
góða nærveru og var hvers
manns hugljúfi. Ógleymanlegar
eru þær stundir sem við Gunnar
veiddum gæsir saman. Margt
var skrafað og margt sem olli
kæti. Magn veiðibráðar var ekki
það sem skipti máli heldur fé-
lagsskapurinn, útiveran og
hvíldin frá önnum dagsins.
Hann var frábær frændi og gott
var að geta leitað til hans um
ráð þegar starfsvettvangur
minn var annars vegar. Gunnar
tilheyrði þeim hópi verkfræð-
inga sem hafði lengstan starfa
að því að framkvæma, byggja
upp og framkvæma hugverk
annarra. Hann var útsjónarsam-
ur, hagsýnn og kjarkaður. Alla
þessa eiginleika þurfti til að
keppa um verkefni við innlenda
og ekki síður erlenda verktaka.
Skapa störf heima fyrir og
byggja upp þekkingu með ís-
lensku þjóðinni á verklegum
framkvæmdum.
Á erfiðum tímum þessarar
þjóðar eru það menn eins og
Gunnar sem koma hlutunum í
verk með þrautseigju, tækni-
þekkingu, hagsýni og lífsgleði
að leiðarljósi og ryðja veg til
betri tíðar. Hans er sárt saknað.
Ég votta Rósu, börnum og
barnabörnum samúð. Þeirra
missir er mikill. Eftir lifir minn-
ingin um góðan dreng.
Magnús Magnússon.
Ég vil minnast móðurbróður
míns, Gunnars Hafsteins, sem
jafnan var kallaður Haddi innan
stórfjölskyldunnar. Hann fædd-
ist í Hafnarfirði og var fjórði í
röð níu systkina. Fjögur lifa
bróður sinn.
Móðurbróðir minn var
skemmtilegur frændi, hann
hafði yndi af góðum sögum, var
gæddur góðri frásagnargáfu og
var stálminnugur á menn og
málefni. Heilu sagna- og kvæða-
bálkana gat hann þulið af mikilli
innlifun svo unun var að hlusta
á. Haddi var verkfræðingur að
mennt og útvegaði hann mér
vinnu í Stálsmiðjunni nokkur
sumur á námsárum mínum.
Sterkustu minningarnar
tengdar Hadda eru þó árlegar
sameiginlegar laxveiðiferðir í
gegnum árin. Upphaf þessara
veiðiferða nær tugi ára aftur í
tímann er faðir minn ásamt
Guðmundi föðurbróður mínum
og Hadda ákváðu að taka sér
hvíld frá erilsömum störfum og
fara saman í laxveiði í Hrúta-
fjarðará. Fyrsta ferðin varð að
hefð sem hefur staðist tímans
tönn. Synir félaganna bættust
síðan við í hópinn hver af öðrum
og afasynir þegar þeir höfðu
aldur til. Þannig skyldi ungviðið
læra og njóta veiðimennskunnar
í íslenskri náttúru í félagsskap
sér reyndari manna á sama tíma
og ættartengslin væru styrkt.
Þeir eldri miðluðu af sinni
reynslu í fyrstu en svo fór að
bera á því að „eggin kenndu
hænunum“. Ógleymanlegar
frænda- og feðgaferðir. Til-
hlökkunarefni allt árið. Erfitt að
fullyrða hvaða kynslóð skemmti
sér best. Góður matur fram-
reiddur að kvöldi og mikið
skrafað og hlegið langt fram á
nótt. Haddi var þar hrókur alls
fagnaður. Honum þótti nauð-
synlegt að halda veiðiklúbbnum
við þar sem félagsskapurinn
skipti mestu máli. Haddi kom
með okkur eins lengi og heilsan
leyfði þótt hann gæti ekki veitt
sjálfur í síðustu skiptin. Sat
hann þá við árbakkann, gaf góð
ráð og naut náttúrunnar. Hans
verður sárt saknað af hópnum.
Ætli faðir minn og Haddi séu
ekki farnir að skipuleggja veiði-
túr saman á nýjum slóðum?
Að leiðarlokum kveð ég góð-
an frænda og veiðifélaga með
virðingu og þakklæti fyirr góð
kynni. Fjölskylda mín og ég
sendum Rósu eiginkonu hans,
börnum þeirra þremur Sigríði,
Áslaugu og Darra og þeirra fjöl-
skyldum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Gunnars Hafsteins.
Stefán Bj. Gunnlaugsson.
Gunnar Bjarnason var einn af
þessum öðlingum sem maður
kynnist á lífsleiðinni.
Hvernig hann og Rósa tóku
alltaf á móti okkur Eyjafólkinu
gleymist ekki. Þegar gaus í
Heimaey, þá var opið hús á
Látraströndinni og svo oft fyrr
og síðar. Stórfjölskyldan átti
þar alltaf samastað. Hann var
Hafnfirðingur eða „Gaflari“ og
hún Eyjamær. Ágæt saman.
Þegar ég fór í skóla á Reykja-
víkursvæðið var skotið skjóls-
húsi yfir peyjann. Og það var
gott að vera hjá þeim. Þess
vegna var heimþráin ekki alveg
eins sterk.
Gunnar var fyrir mig eins og
félagi og vinur. Ef það var góð
stríðsmynd í bíó, þá var ein-
staka sinnum skroppið. Maður
fékk stundum ískalda bjórkollu
til að hressa mann við. Fínn og
vel bruggaður heimabjór rann
úr dælu. Þá var ekki hægt að
kaupa bjór í ríkinu, og menn
redduðu sér bara. Á þessum ár-
um var líf og fjör, Gunnar
stjórnaði Stálsmiðjunni, og það
voru næg verkefni við virkjanir.
Þeir voru miklir vinir, pabbi og
Gunnar, og þeim leiddist ekkert
að fá sér whiskytár saman,
hressir karlar. Joddarinn á eftir
að sakna þeirra stunda, þykist
ég vita.
Við kveðjum einstaklega ljúf-
an og hreint yndislegan mann,
þannig var hann fyrir mér, það
var bara þannig. Það er alltaf
sárt að kveðja.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra, Rósa og krakkarnir.
Með kærri þökk fyrir allt.
Tómas Jóhannesson.
Gunnar Hafsteinn
Bjarnason
Kaupi gamla mynt og seðla
Kaupi gömul mynt og seðlasöfn, geri
tilboð á staðnum. Gull- og silfurpen-
ingar. Sími 825 1016, Sigurður.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI
– Spámiðill
Spái í spil og kristalskúlu
Heilunartímar
Fyrirbænir
Algjör trúnaður
Sími 618 3525
www.engill.is
Gisting
Þú átt skilið að komast í hvíld!
Í Minniborgum bjóðum við upp á
ódýra gistingu í notalegum frístunda-
húsum. Þú færð 3 nætur á verði 2.
Fyrirtækjahópar, óvissuhópar,
ættarmót. Heitir pottar og grill.
Opið allt árið.
Minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Upplýsingar í síma 868 3592.
Golf
Rafmagnsgolfhjól
Eigum á lager rafmagnsgolfhjól á
góðu verði. 250.000 kr.
H-Berg ehf.
Sími 565 6500 .
Óska eftir
Kaupi silfur!
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is – Sími 551-6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897-9809.
Hreinsa þakrennur og tek
að mér ýmis smærri verk
Upplýsingar í síma 847 8704
eða manninn@hotmail.com.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Málarar
Hagstætt verð í boði
Fagleg vinnubrögð. Margra ára
reynsla. Tilboð strax í dag þér að
kostnaðarlausu.
Haukur, sími 777 2722.
Bátar
Strandveiðimenn
Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460.
Línubalar 70 og 80 l.
Allt íslensk framleiðsla í hæsta
gæðaflokki.
www.borgarplast.is
Mosfellsbæ, s. 561 2211.
Hjólhýsi
Hjólhýsi til sölu
Til sölu Hobby excelsior 540 UFE
Markisa, sjónvarpsloftnet, bakarofn
o.fl. Virkilega vel með farið. Verð
3.300 þús. Uppl. í síma 660 8122.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar,
gler og gluggaskipti.
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Lóðavinna · Hellulagnir · Múrviðgerðir
Flísalagnir · Pípulagnir · Raflagnir
Málningavinna · Smíðavinna
Tilboð þér að kostnaðarlausu
Upplýsingar í s: 820 8888