Morgunblaðið - 03.05.2011, Page 40

Morgunblaðið - 03.05.2011, Page 40
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 123. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sýndu bin Laden látinn 2. Líki bin Laden sökkt í sæ 3. Osama bin Laden allur 4. Ísbjörn á Hornströndum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vinir Sjonna eru komnir til Düssel- dorf og farnir að æfa lagið „Aftur heim“ af krafti. Lagið verður svo flutt 10. maí næstkomandi. Gunni Óla ræddi við Morgunblaðið um að- stæður þarna úti. »36 Evróvisjónfarar tjá sig um aðstöðuna  Sunnudaginn 8. maí nk. heldur Kammerkórinn Ís- old rokktónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hann mun flytja dægurtónlist, nýja sem gamla, ásamt hljómsveit. Á efnisskránni eru m.a. lög sem þekkt eru í flutningi Bítlanna, The Beach Boys, Muse, Dukes Ellington og Black Eyed Peas. Kammerkórinn Ísold rokkar feitt!  Gímaldin og félagar eru í óðaönn að klára plötuna Þú ert ekki sá sem ég valdi og munu þeir efalítið leika efni af henni á Bakkusi í kvöld. Á henni eru fjórtán lög eftir gímaldin sem hljóm- sveitin hefur verið að útsetja og leika undanfarna mánuði. Einnig mun Markús & the Di- version Sessions troða upp. Tónleikar gímaldins og félaga á Bakkusi Á miðvikudag og fimmtudag Austan 3-10 m/s, hvassast með suðurströndinni. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Líkur á þokulofti við ströndina. Hiti víða 5 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 3-8 m/s. Skýjað og úrkomulítið með norður- og austurströndinni, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Hiti 4-16 stig, svalast við NA-ströndina, hlýjast SV-lands. VEÐUR Meistaraefnin í FH urðu að sætta sig við tap í heimsókn sinni til Valsmanna á Hlíðar- enda í gærkvöldi í upp- hafsumferð úrvals- deildar karla í knattspyrnu, lokatölur 1:0. Keflavíkurliðið lagði Stjörnuna, 4:2, og Grindavíkurliðið sýndi mikinn baráttudug þegar það lagði Fylki. 3:2. »4 Grindvíkingar sneru blaðinu við Tryggvi Guðmundsson innsiglaði ÍBV þrjú stig í fyrsta leik liðsins í úrvals- deild karla, Pepsi-deildinni, í gær þegar hann skoraði á síðustu mínútu á Hásteinsvelli í leik við Fram. Tryggvi hefur þar með skorað 117 mörk í efstu deild, er níu frá markameti Inga Björns Alberts- sonar, Val. »2 Tryggvi Guðmundsson færist nær Inga Birni Pétur Guðmundsson, fyrsti Evrópu- búinn sem lék í NBA-deildinni, segir að körfuboltinn sé góð leið fyrir óvenjuhávaxna krakka til að finna sig í lífinu. Þau þurfi oft að glíma við ein- elti og stríðni vegna stærðarinnar, eins og hann hafi sjálfur upplifað. Pétur var á landinu um síðustu helgi og tók þátt í þjálfun í æfingabúðum fyrir hávaxna pilta og stúlkur. »6 Körfubolti góð leið fyrir óvenjuhávaxna krakka ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Miroslaw Adam Zyrek er mikill hjól- reiðaáhugamaður og hefur stundað íþróttina í rúm tvö og hálft ár. Hann á alls fimm mismunandi hjól sem hann notar en nýjasta hjólið keypti hann í pörtum, víða að og að mestu í gegn- um netið. Hann segir hjólreiðarnar vera dýra íþrótt en með því að setja hjólið saman sjálfur sparaði hann rúmlega hálfa milljón króna. „Mig langaði að kaupa hjól sem væri léttara, sterkara og hrað- skreiðara en gamla hjólið mitt og keypti stellið frá Póllandi í gegnum netið. Það er úr koltrefjum og frá góðu merki. Restina af pörtunum, svo sem stýri og sætispóst, keypti ég hér og þar á netinu, m.a. frá Bretlandi og Bandaríkjunum, og fékk sent,“ segir Miroslaw en einhverja íhluti keypti hann einnig hér heima af hjólreiða- félögum sínum. Hann segir tilbúin hjól af þessu tagi kosta í kringum milljón en hann hafi greitt um það bil 450 þúsund fyr- ir stellið og íhlutina. Það sé algengt að þeir sem taki hjólreiðarnar alvar- lega, séu að keppa og reyna að vera skrefinu framar en hefðbundnir áhugamenn, fari þessa leið til að eign- ast góð hjól. „Þetta kostar mikið og maður verður að spara aðeins,“ segir hann, með því að gera þetta svona hafi hann fengið nákvæmlega þá hluti sem hann vildi, á hagstæðu verði. Góðar fyrir bakið Miroslaw starfar sem smiður í Reykjavík en er íþróttamaður í grunninn. Hann er fæddur og uppalinn í Póllandi en fluttist til Íslands árið 1997 til þess að starfa sem skíðaþjálfari hjá skíðadeild Ármanns. Sjálfur æfði hann á skíðum í 15 ár, frá 13 ára aldri, og var m.a. í pólska skíðalandsliðinu. Eftir 9 ár hjá Ármanni ákvað hann hins vegar að leggja skíðin á hilluna í bili. „Ég hætti þegar þriðja barnið fæddist, þá var ég líka svolítið upptekinn við skólann, að læra smíði,“ segir hann. „Þá tók ég pásu og fór að leita að annarri íþrótt, fór að- eins að hlaupa og spila fótbolta.“ Brjósklos í baki var þó að hrjá hann og ljóst að ekki myndu allar íþróttir henta, en það var félagi í fót- boltanum sem benti honum á hjól- reiðarnar, sem Miroslaw segir henta vel fyrir bakið. Og hann er feginn að hafa fundið nýtt og skemmtilegt sport til að iðka. „Ég hef æft síðan ég var krakki, miklar og stífar æfingar, og ég get ekki bara hætt. Þetta er eins og fíkn. Eins og að drekka kaffi,“ segir hann að lokum. Hjól í bútum úr öllum áttum  Setti hjólið sam- an sjálfur og spar- aði hálfa milljón Morgunblaðið/Ómar Hjólið góða Miroslav hjólreiðakappi er aldeilis ánægður með nýja hjólið sem hann setti saman sjálfur. Á morgun hefst heilsu- og hvatn- ingarátakið Hjólað í vinnuna en þetta er í 9. skiptið sem til þess er efnt. Þátttakendum hef- ur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin en fyrsta árið sem efnt var til átaksins, árið 2003, var 71 lið skráð til leiks frá 45 vinnustöðum. Þá tóku 533 ein- staklingar þátt og hjóluðu alls 21.967 kílómetra en það gerir 16,4 hringi í kringum landið. Í fyrra voru skráð til leiks 1347 lið frá 551 fyrirtæki. Þetta voru alls 9.451 einstaklingar og hjóluðu þeir alls 647.865 kílómetra. Þessi vegalengd samsvarar 493 hringj- um í kringum landið og 16,5 hringj- um í kringum jörðina. »10-11 16,5 hringir í kringum jörðina HJÓLAÐ Í VINNUNA HEFST Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.