Morgunblaðið - 12.05.2011, Page 4

Morgunblaðið - 12.05.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði,“ voru einkunn- arorð séra Friðriks Friðrikssonar eins stofnenda Knatt- spyrnufélagsins Vals sem í gær fagnaði hundrað ára afmæli sínu. Blásið var til mikillar afmælishátíðar á Hlíðarenda í til- efni dagsins þar sem meðal annars fór fram fánahylling undir lúðrablæstri og blómsveigur var lagður að styttu af séra Frið- riki við kappelluna á Hlíðarenda. Gestir á hátíðinni voru með- al annarra forseti Íslands og forsetar KSÍ, HSÍ og KKÍ. Yngri kynslóðin lét ekki sitt eftir liggja og fagnaði afmælisdegi uppáhaldsfélagsins íklædd fagurrauðum liðsbúningum og fylgihlutum. Dagskráin endaði síðan á viðeigandi máta með leik Vals og ÍBV í knattspyrnu karla. Knattspyrnufélagið Valur fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær Morgunblaðið/Ómar Kátt í koti hjá krökkunum á Hlíðarenda Kristján Jónsson kjon@mbl.is Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagðist í gærkvöld ekki hafa séð kvótafrum- vörp Jóns Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra ennþá. Félagsmenn SA eru nú að greiða atkvæði um nýju kjarasamningana og stendur at- kvæðagreiðslan fram á morgundag- inn. Formaður LÍÚ fór mjög hörð- um orðum um kvótafrumvörp rikisstjórnarinnar þegar í hádegis- fréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Ég held að þetta hafi ekki nein áhrif á atkvæðagreiðsluna,“ sagði Vilmundur. „Við höfum gluggann fram til 22. júní [þegar hagfræðinga- nefndin skilar áliti um efnahagslegu áhrifin af kvótafrumvörpunum]. Það kom bókun frá ríkisstjórninni um að við kæmum að efnislegri umræðu um kvótamálið og tryggt yrði að sjávarútvegurinn hefði góð rekstrar- skilyrði. Það merkir að fyrirtækin verði alþjóðlega samkeppnisfær, það er það sem við miðum við. Ef það verður þannig að þetta frumvarp rýri sjávarútveginn allsvakalega þá förum við ekki út í þriggja ára samn- ing. Þá er samningurinn upp í loft.“ Atkvæðavægi sjávarútvegsfyr- irtækja í SA er tæp 20% en Vil- mundur segir aðspurður að full eining sé í stjórn samtakanna um þessa stefnu. Málið gæti breyst í meðförum þingsins Ekki hefur verið neitt leyndarmál að stjórnar- flokkarnir hafa verið ósammála um kvótamálin og enn er óljóst hvort frum- vörp VG-mannsins Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráð- herra ná að brúa það bil. Ólína Þor- varðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, er varaformaður sjávarútvegsnefndar. „Frumvörpin eru enn til meðferð- ar í þingflokkum stjórnarflokkanna og fara frá þeim til þinglegrar með- ferðar og þar tekur við ákveðið ferli, ég á alveg eins von á því að frum- vörpin taki breytingum,“ sagði Ól- ína. „Svona stórt mál rennur ekki í gegn. Það verður örugglega tekist á um það og það verður rætt mjög vandlega í sjávarútvegsnefnd áður en það kemur aftur inn í þing.“ Hún er spurð um harkaleg við- brögð LÍÚ og segir að þann mál- flutning hafi menn í reynd hlustað á í tvö ár. „Það eru engin ný rök, þetta er bara sama platan, ég tek ekkert mark á þessu.“ – Var farin fyrningaleið í frum- vörpunum? „Það fer eftir því hvernig þú skilur orðið. En fyrningaleiðin felur það í sér að breyta kerfinu á 20 árum og innkalla kvótann í áföngum á þeim tíma. Nú verður allur kvótinn inn- kallaður á einu bretti og honum út- hlutað að nýju í tímabundnum samn- ingum til 15 ára. Markmiðin í stefnu Samfylkingarinnar og VG hafa náðst ef þetta verður að lögum. Hins vegar getum við deilt um það hvort kerfið sé nægilega opið, það eru ýmis út- færsluatriði sem á eftir að ræða bet- ur.“ – Það var líka rætt um samninga- leiðina? „Þá spyr maður hvað samninga- leiðin sé og það hefur ekki nokkur maður getað svarað því. En það er verið að útfæra þarna ákveðna samningaleið. Hún felur það í sér að gera nýtingarsamninga við útgerð- ina um afnot af auðlindinni til ákveð- ins tíma.“ Frumvörpin gætu koll- varpað kjarasamningum  Ólína segir að verið sé að útfæra ákveðna samningaleið með kvótafrumvörpum Forseti Alþingis leggur mikla áherslu á að staðið verði við starfs- áætlun þingsins sem gerir ráð fyrir að vorþingi ljúki 9. júní. Hugsanlegt er að afgreiðsla kvótafrumvarpa frestist fram í september. Frumvörp til laga um breytingar á fiskveiðistjórnarlöggjöfinni voru til umræðu í þingflokkum stjórnar- flokkanna í gær og verða lögð fram á Alþingi fljótlega. Raunar verður álitsgerð hagfræðinga um áhrif breytinganna á þjóðarbúið og at- vinnugreinina ekki lögð fram fyrr en í byrjun júní. Hátíðarhöld framundan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekki geta metið það hvort frumvörpin verði af- greidd fyrir lok þings í vor. Hún leggur mikla áherslu á það við ráð- herra og þingmenn að standa við starfsáætlun þingsins sem gerir ráð fyrir að síðasti fundur vorþings verði 9. júní. Bendir hún á að þá séu fram- undan hátíðahöld vegna þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sig- urðssonar forseta og 100 ár liðin frá stofnun Háskóla Íslands og Alþing- ishúsið upptekið vegna þess. Þinghaldi verður framhaldið eftir sumarhlé 2. september og er áform- að að fundir verði til 15. september. Ásta Ragnheiður bendir á að þing- fundirnir í september séu ætlaðir til að ljúka afgreiðslu mála sem langt hafi verið komin við lok vorþings. Gert er ráð fyrir að nýtt þing verði síðan sett 1. október. helgi@mbl.is Starfsáætl- un þingsins standi Morgunblaðið/Kristinn Tvö kvótafrumvörp Jóns Bjarna- sonar sjávarútvegsráðherra voru afgreidd úr ríkisstjórn í vikunni og voru rædd í þingflokkum stjórn- arflokkanna í gær. Annað þeirra er til eins árs og á að taka gildi í haust. Þar er að sögn heim- ildarmanna kveðið á um hækkun veiðigjalds um 70%. Hitt frumvarpið er til lengri tíma og á að taka gildi með fisk- veiðiárinu, sem hefst 1. september 2012. Þar verð- ur veiðigjaldið tvöfaldað frá því sem nú er. Í haust verður aukið við byggðakvóta og fleiri tonn fara til strandveiða en nú er reyndin. Veiðigjald gæti skilað hátt í þremur milljörðum króna í rík- issjóð á þessu ári, fjárhæðin gæti orðið 5,6 milljarðar frá og með haustinu 2012. Varanlegt framsal verður leyft í 15 ár með forleigurétti ríkisins. Út- hlutun á kvóta verður breytt í nýt- ingarheimildir samkvæmt samn- ingum til afmarkaðs tíma. Síðan fara 8% allra aflaheimilda í potta og hlutfallið eykst smám saman, verður loks 15% af heildarkvóta. Róttækar breytingar SJÁVARÚTVEGSFRUMVÖRP JÓNS BJARNASONAR Morgunblaðið/RAX Fiskvinnsla Margar hendur koma að því að vinna aflann í landi en stór hluti hans er hins vegar unninn í frystitogurunum úti á sjó.                                              !   "    www.stjornlagarad.is.     $     %          "  Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.