Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 8

Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Ríkisstjórn þeirra Steingríms ogJóhönnu hefur verið í önd- unarvél um skeið.    Það er ÞráinnBertelsson sem stendur vaktina á gjörgæsludeildinni.    Komi það einnig íhans hlut að skrifa að lokum dánarvottorðið er vissara að láta sóma- kæra lesa það yfir.    Ella er hætta á að það verði fyrstadánarvottorðið í sögunni sem verður bannað innan 18 ára aldurs.    Þráinn var af Vinstri grænumsettur í virðulegustu nefnd sem til er, sjálfa Þingvallanefndina. Rök- semdin var sú að Þráinn væri á heið- urslaunum, á Þingvöllum væri heið- ursgrafreitur og ekki skilyrði að maður væri heiðursmaður til að fá sæti í nefndinni.    Eftir að sú skipun var kunngjörðmyndaðist 10 metra djúp hola í sjálfri Almannagjánni miðri.    Þeir sem eru best að sér í hind-urvitnum og heiðnum siðum töldu augljós tengsl á milli þessara tveggja atburða.    En aðrir bentu á að álfar ogheiðnir menn hafa ekkert með hina fínu nefnd að gera lengur.    Og Jóhanna og Steingrímurspurðu:    Hverjir voru skipaðir í Þingvalla-nefnd þegar þær holur og pytt- ir mynduðust sem við erum sífellt og eilíflega að falla í?“ Læti á Lögbergi STAKSTEINAR Álfheiður Ingadóttir Þráinn Bertelsson Veður víða um heim 11.5., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 5 léttskýjað Akureyri 5 skýjað Egilsstaðir 7 skýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 9 þoka Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 20 léttskýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 12 léttskýjað London 17 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Berlín 22 skúrir Vín 25 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 26 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 7 alskýjað Montreal 15 léttskýjað New York 15 alskýjað Chicago 27 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:23 22:26 ÍSAFJÖRÐUR 4:06 22:53 SIGLUFJÖRÐUR 3:48 22:37 DJÚPIVOGUR 3:47 22:01 Einar Örn Benediktsson, borgar- fulltrúi Besta flokksins og fulltrúi í hverfisráði Grafarvogs, segist ekki vita skýringu á því að starfsmenn Reykjavíkurborgar rifu niður körfu- boltakörfu á leikvelli í Grafarvogi, fjarlægðu klifurkastala og tyrfðu yfir sandkassa. Hópur ungmenna safn- aðist á þriðjudagskvöld saman á leik- vellinum, sem er við Garðhús og Veg- hús, og mótmælti harðlega framkvæmdunum. Íbúasamtök furða sig á því að ekki hafi verið haft neitt samráð við þau eða hverfisráð um framkvæmdina. Einar Örn sagðist ekki vita hvaða svið kæmu að málinu, nokkur kæmu til greina. „Ég hef sent fyrirspurnir til þeirra og vil fá upplýsingar um hvaða framkvæmdir þetta eru,“ sagði Einar Örn. „Þessir körfuboltavellir hafa verið dálítið hávaðamyndandi á sumrin en ekkert verið hægt að gera í þessu. Kannski hefur verið þarna ein- hver fjöldi af kvörtunum, ég veit það ekki. Við vitum ekki hvað á að koma þarna í staðinn, það er verið að end- urnýja öll leiksvæði í Reykjavík. Ég held að við verðum bara að bíða eftir upplýsingum, sjá hvað eigi að koma í staðinn svo að hægt sé að vinna úr þessu.“ Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, sagðist mjög hissa á því að ekki væri haft neitt samráð við íbúa áður en ráðist væri í aðgerðir. Og fólk sem ákveði að fá sér húsnæði rétt við skóla hljóti að vita að skólum fylgi einhver hávaði. „Ég veit ekki hvað er eiginlega í gangi og hvaða ástæða er fyrir þessu,“ segir Elísabet. „Við erum að reyna að berjast fyrir því að krakk- arnir séu ekki alltaf inni og í tölvunni. En um leið er verið að taka niður svona leiktæki sem voru sett upp til þess að þau hafi þó eitthvað við að vera! Ég myndi nú segja að við ætt- um frekar að efla þetta og styrkja. Það er farin af stað umræða um þessi mál hér í hverfinu, ég vona að þetta verði til þess að við vöknum.“ kjon@mbl.is Morgunblaðið/Golli Mótmæli Ungir sem aldnir í Grafarvogi efndu til friðsamlegra mótmæla á leikvellinum í fyrrakvöld, þar sem leikinn var körfubolti án spjaldsins. Beðið eftir skýr- ingum í Grafarvogi Söguleg karfa » Karfan umdeilda mun að sögn heimildarmanna hafa ver- ið á staðnum í fjöldamörg ár. » Talsmaður mómælendanna sagði mbl.is að landsliðsmenn hefðu byrjað að spila við körf- una sem nú er á brott.  Leiktæki voru fjarlægð án samráðs Sigurður er Dagsson Rangt var farið með eftirnafn Sig- urðar Dagssonar í myndatexta með umfjöllun á bls. 33 í blaðinu sl. þriðjudag um opnun Kex Hostels, og hann sagður Bergsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Samkvæmt talningum Ferða- málastofu fóru 34.333 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifs- stöð í apríl síðastliðnum en þeir hafa aldrei áður farið yfir 30 þús- und í aprílmánuði. Segir stofnunin að um sé að ræða 40% aukningu frá því í apríl á síðasta ári. Gosið í Eyja- fjallajökli hafði hins vegar veruleg áhrif á fjölda ferðamanna í apríl í fyrra og eru því miklar sveiflur í tölunum milli ára. Fjölmennustu aprílmánuðir til þessa voru 2007 og 2009 þegar erlendir ferðamenn voru rétt innan við 28 þúsund. Ferðamönnum fjölg- aði í apríl um 40% Að hefja töku lífeyris Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður sjóðfélögum sínum til fræðslufundar í maí undir yfir- skriftinni „Að hefja töku lífeyris“. Sérfræðingar lífeyrissjóðsins fjalla um réttindi lífeyrisþega og hverju þarf að huga að þegar kemur að töku lífeyris. Starfsfólk Tryggingastofunnar fer yfir helstu núgildandi reglur um réttindi og greiðslur til lífeyrisþega. liv e. is Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Kringlunni 7 | 103 Reykjavík | Sími 580 4000 | skrifstofa@live.is Haldnir verða tveir fundir í maí á Hilton Reykjavík Nordica í sal E » 17. maí kl. 17.30 – 19.00 » 31. maí kl. 20.00 – 21.30 Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á netfangið skrifstofa@live.is eða hringið í síma 580 4000. Kaffi og léttar veitingar ÍM Y N D U N A R A F L / LV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.