Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Das Auto. 2.390.000 kr. Verð frá: www.volkswagen.is Komdu og reynsluaktu Volkswagen í maí og þú gætir unnið Evrópuferð! Sparar sig vel í borginni Volkswagen Polo Trendline TDI Meðaleyðsla aðeins 3.8 lítrar á hverja 100 km Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI. Bí ll á m yn d: V ol ks w ag en Po lo H ig hl in e Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hofsjökull hefur tapað 5% af rúm- máli sínu, eða nálægt tíu rúmkíló- metrum af ís, á undanförnum 15 ár- um. Starfsmenn Veðurstofu Íslands fóru nýlega í vorferð til afkomumæl- inga á jöklinum. Vetrarafkoma á norðanverðum Hofsjökli mældist vera 1,73 metra aukning á liðnum vetri sem er 18% betri vetrarafkoma en að meðaltali á árunum 1988-2010, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Í fyrra- vetur, 2009-2010, var afkoman á sama svæði sú minnsta sem mælst hefur frá upphafi mælinga eða 0,98 metrar. Tölurnar eru nokkuð dæmi- gerðar fyrir jökulinn í heild. Í fyrrasumar mældist svo mesta leysing sem um getur frá upphafi mælinga á Hofsjökli árið 1988. Gjóska úr Eyjafjallajökli jók mjög sólbráð á jöklinum sumarið 2010 og átti sinn þátt í því að leysing varð þá svo mikil sem mælingar sýndu. Þetta átti sinn þátt í því að ársaf- koma Hofsjökuls 2009-2010 varð sú slakasta sem sögur fara af frá upp- hafi mælinga eða -2,4 metrar. Ársaf- koma hans hefur verið neikvæð á hverju ári frá 1995. Mæla jökulinn tvisvar á ári Þorsteinn Þorsteinsson, jökla- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, var í vorferðinni á Hofsjökul dagana 27. apríl til 4. maí sl. Starfsmenn Veðurstofunnar fara tvisvar á ári á Hofsjökul til að fylgjast með af- komu jökulsins. Kjarnaborað var í gegnum snjó- lag vetrarins á 26 stöðum. Einnig voru bræddar holur og settar í þær sex metra langar leysingastikur. Vitjað verður um þær í haust til að mæla leysinguna í sumar. Efst á jöklinum er óhætt að láta efsta hluta stanganna standa upp úr yf- irborðinu. Á neðsta hluta leysinga- svæðisins verður að bræða allt að 8-9 metra djúpar holur í ísinn og sökkva stöngunum í. Þær verða komnar upp úr ísnum þegar farið verður í haustvitjun. En kom það á óvart að ákoma á jökulinn skyldi vera yfir meðaltali? „Nei, í sjálfu sér ekki miðað við hvernig veðurlagið hefur verið sér- staklega eftir jól. Það hefur verið talsvert mikil úrkoma á landinu og það var talsvert mikill snjór á há- lendinu,“ sagði Þorsteinn. Framtíð jöklanna er mörgum hugleikin, ekki síst í ljósi hnignunar þeirra og hops á undanförnum árum. Þorsteinn sagði menn hafa talsvert velt fram- haldinu fyrir sér. Spár eru til um að íslensku jökl- arnir verði horfnir eftir um 200 ár ef svo fer fram sem horfir. Íslenskir vísindamenn hafa unnið að því, í samvinnu við kollega á Norðurlönd- um, að fínpússa þessar spár. Ná- kvæmir útreikningar um mögulega þróun fram á miðja 21. öldina eru væntanlegir fljótlega. Þorsteinn sagði niðurstöðurnar ekki vera verulega frábrugðnar fyrri niður- stöðum um bráðnun jöklanna. Stóru jöklarnir þrír, Hofsjökull, Langjökull og Vatnajökull bregðast misjafnlega hratt við hlýnun lofts- lags. Þar ræður mestu mismunandi hæð yfir sjávarmáli því það er kald- ara eftir því sem ofar dregur. Langjökull liggur lægst og teygir hann sig upp í um 1.400 metra hæð. Þessi árin sést því mest á honum, að sögn Þorsteins. Hofsjökull er innar í landinu og nær mest í um 1.800 metra hæð og bráðnar því hægar. Vatnajökull nær allt frá sjávarmáli og upp fyrir 2.100 metra hæð og er langstærstur að flatarmáli þeirra þriggja. Þorsteinn segir að samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar HÍ sé mjög hröð bráðnun í Breiðamerkurjökli sem nær alveg niður að sjávarmáli. Vatnajökull tapar þó ekki jafn miklu hlutfallslega á hverju ári og minni bræður hans Langjökull og Hofs- jökull. Þróun þeirra allra stefnir þó í sömu átt. Þeir minnka allir ár frá ári. Jöklarnir minnka ár frá ári Ljósmynd/Þorsteinn Þorsteinsson Kjarnaborun Bergur Einarsson (t.v.) og Vilhjálmur Kjartansson bora í jökulinn með kjarnabor. Borað er í gegnum vetrarlagið og venjulega koma fram greinileg hausthvörf í borkjarnanum. Þannig er hægt að mæla vetrarafkomuna. Borað var í gegnum snjólag vetrarins á 26 stöðum í ferðinni á Hofsjökul.  Vetrarafkoma Hofsjökuls var 18% yfir meðaltali frá upphafi mælinga  Ársafkoma Hofsjökuls í fyrra var sú slakasta sem mælst hefur  Jökullinn hefur tapað nálægt tíu rúmkílómetrum af ís frá 1995 Hvar er Hofsjökull? Hann er nánast á landinu miðju. Kjalvegur er vestan við jökulinn en Sprengisandur fyrir austan hann. Hvað er Hofsjökull stór? Hann er um 890 km2 að flat- armáli og jökulmassinn um 200 km3 að rúmmáli. Til sam- anburðar má nefna að allt höf- uðborgarsvæðið, frá Hafnarfirði og upp í Kjós og með útnesjum, er um 1.062 km2. Spurt&svaraðAfkoma Sátujökuls Grunnkort: LMÍ Hofsjökull Sátujökull 3 2 1 0 -1 -2 -3 -4 Va tn sg ild i( m et ra r) 1990 1995 2000 2005 2010 Vetrarákoma Ársafkoma Sumarleysing

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.